Morgunblaðið - 01.09.2000, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 01.09.2000, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. SEPTEMBER 2000 31 LISTIR Bókavefur opn- ar á Strikinu BÓKAVEFUR hefur verið opnaður á Strikinu og hefur Hrafn Jökuls- son, rithöfundur og blaðamaður, verið ráðinn ritstjóri vefsins. A bók- menntavefnum verður að fínna fréttir af bókaútgáfu, viðtöl við höf- unda, umsagnir um bækur, greinar um rithöfunda og skáld, auk fróð- leiks af ýmsu tagi. Þá verður áhersla lögð á að virkja gesti Striksins til þátttöku, m.a. með því að senda inn til birtingar eigin umsagnir um bæk- ur. Jafnframt er vísað áfram á áhugaverða vefí um bókmenntir, jafnt innlenda sem erlenda. I næstu viku verður síðan opnað- ur vefur á Strikinu um fjölmiðla. Þar verða birtar fréttir af hræringum í fjölmiðlaheiminum og tíðindi sögð af fjölmiðlafólki. Meðal nýmæla á þess- um vef verður dálkurinn Hulduher- inn, sem skipaður er fólki sem mun skrifa undir dulnefni um helstu fréttir og tíðindi líðandi stundar. Liðsmenn Hulduhersins koma úr ólíkum áttum, en eiga sameiginlegt að hafa sjálfstæðar skoðanir og kunna að orða þær tæpitungulaust. Þá verður opnaður 12. september leikhúsvefur á Strikinu. Auk þess sem gestum verður vísað inn á vefi leikhúsa og vefí um leiklist verður fjallað um starfsemi íslenskra leik- flokka, sagðar fréttir af nýjum sýn- ingum, birt viðtöl við leikara og fólk úr leikhúsheiminum. Strikið mun fara nýjar leiðir við að fjalla um ein- stakar sýningar. I stað hefðbundinn- ar gagnrýni verður leitað til venju- legra leikhúsgesta og þeir spurðir álits. Þá mun leikhúsvefurinn hvetja fólk tii að láta álit sitt í ljósi. Hrafn Jökulsson er jafnframt rit- stjóri fjölmiðla- og leikhúsvefjanna á Strikinu. Slóðin er www.strik.is/menning/ bokmenntir. Kór Langholtskirkju í frum- flutningi verks í Færeyjum KÓR Langholtskirkju tekur þátt að frumflytja nýtt verk í Færeyjum 24. og 25. mars ásamt Havnakórn- um og Sinfóníuhljómsveit Færeyja. Verkið heitir „Nyggjárovertura" og er eftir Sunnleif Rasmussen við texta Jörgen-Frantz Jacobsen, en hann hefði orðið 100 ára í október n.k. Með ferðinni til Færeyja hefur kórinn náð því að heimsækja öll Norðurlöndin á einu ári, en kórinn fór í tónleikaferð til Danmerkur og Noregs í júní s.l. og hefur þegið boð um að koma fram á árlegri kórahátíð í Esbo í Finnlandi 5.-10. desember. í þeirri ferð mun kórinn einnig halda tónleika í Stokkhólmi. I dymbilviku,á föstudaginn langa, verður Jóhannesarpassían eftir Bach flutt, en hana flutti kór- inn síðast 1995. Graduale Nobili er nýstofnuð eldri deild úr Gradualekórnum og eru félagar þeir sem eru 17 ára og eldri í Gradualekórum og þeir sem vaxnir eru upp úr kórnum, allt að 25 ára. Kórinn hefur þegið boð um að taka þátt í keppni evrópskra æskukóra í Kalundborg í Dan- mörku í apríl n.k., en aðeins 20 evrópskum kórum er boðin þátt- taka. Gradualekór Langholtskirkju fer í tónleikaferð til Finnlands í júní og verður hápunktur þeirrar ferðar kóramót sem haldið er í Tampere Talo, tónlistarhöllinni í Tampere. Fyrsta verkefni Kórs Langholts- kirkju verður að æfa fyrir tónleika 28. október þar sem flutt verða verk eftir kanadíska tónskáldið Ruth Watson Henderson. Hún hef- ur þegið boð kórsins um að koma til Islands og mun leika sjálf undir. Stærsta verk þeirra tónleika er „Voices of Earth“, en það er tæp- lega hálftíma verk byggt á „Sólar- ljóðum" eftir heilagan Frans frá Assisi. Verkið er samið fyrir þrjá kóra, stóran blandaðan kór, kamm- erkór og barnakór við undirleik tveggja píanóa. Kammerkór og Gradualekór Langholtskirkju taka þátt í flutningi þess verks og flytja einnig nokkur verk eftir tónskáld- ið. Föstudaginn 15. desember verða árlegir „Jólasöngvar Kórs Lang- holtskirkju", og verða þeir endur- teknir laugardag og sunnudag. Seinustu jól flutti Kór Lang- holtskirkju alla Jólaóratoríuna eft- ir Bach í sex messum frá jóladegi til þrettánda. Þetta tókst afar vel og ætlunin er að reyna að flytja a.m.k. tvo hluta verksins á kom- Kór og Kammersveit Langholtskirkju. andi jólum ef tekst að fínna ijár- magn. Gradualekór Langholtskirkju starfar í tengslum við Kórskólann en er rekinn af foreldrafélagi. Kórskóli Langholtskirkju verður settur 12. september og er þetta tíunda starfsár skólanns. Yngri deildin, „Krúttakór“ var stofnuð fyrir Ijórum árum fyrir fjögurra til sjö ára börn. Krúttakórinn kemur fram í messum í Langholtskirkju. Kennarar eru Laufey Ólafsdóttir og Bryndís Baldvinsdóttir tón- menntakennarar. Við kennslu eldri deilda, 8 ára og eldri, er nemendum skipt í tvo til þijá hópa eftir tónlistarþekkingu. Kennarar við skólann eru Laufey Ólafsdóttir og Bryndís Baldvins- dóttir tónmenntakennarar og Ólöf Kolbrún Harðardóttir mun sjá um raddþjálfun og söngkennslu. Jón Stefánsson, kantor við Langholts- kirkju, kennir samsöng. Kórskólakórinn starfar einnig í tengslum við helgihald og kemur fram í fjölskyldumessum og mun sýna Lúsíuleik á aðventukvöldi og helgileik á jólum. Rýmum fyrir nýjum vörum Ekta síðir pelsar aðeins 99 þús.| Handunnin húsgögn 20% afsl. Opið virka daga kl. 11—18 og lau. kl. 11—15 Fákafeni (Bláu húsin), s. 588 4545 Sigurstjama Ullarjakkar, kdpur ofl. ofl. Komdu ogfáðu skólafötin d frdbæru verði a útsölumarkaðinum okkar að Skúlagötu 63.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.