Morgunblaðið - 01.09.2000, Side 34

Morgunblaðið - 01.09.2000, Side 34
34 FÖSTUDAGUR 1. SEPTEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Karin Kneffel Morgunblaðið/Ásdís Ávextir, dýr og kótilettur KARIN Kneffel er einn þeirra mynd- listarmanna sem eiga verk á sýning- unni Gangurinn 20 ára. Hún er þekkt myndlistakona í Evrópu og á sex verk á sýningunni. Karin er stödd hér á landi og náði Morgunblaðið tali af henni þar sem hún var að hengja upp myndir sínar í Hafnarhúsinu. „Ég kynntist Helga Þorgils þegar við sýndum saman fyrir nokkrum ár- um í Þýskalandi," segir Karin. „Ég var beðin um að vera gestakennari við Listaháskóla íslands í vor og þá hitti ég hann aftur. Þá dvaldi ég héma í sex vikur og tók svo þátt í sýn- ingunni í Ganginum sem hófst í maí.“ Að sögn Karinar þykir henni ísland spennandi land og hafði langað að koma hingað um nokkurt skeið. „Það er ekkert mál íyrir mig að sýna í litl- um galleríum. Gangurinn er áhuga- verður staður og gaman að sýna þar.“ Karin málar yfírleitt olíumálverk en vinnur stundum með vatnsliti. „Myndir mínar eru oftast mjög raun- sæislegar eins og sést,“ segir Karin og brosir en málverk hennar á sýningunni gætu virst vera ljósmynd- ir. „Ég mála mikið ávexti, grænmeti og alls konar mat. Fyrir nokkrum ár- um málaði ég talsvert af stórum eld- um. Svo færði ég mig yfír í að mála litlar myndir af dýrum. Ég er úr stór- borgen ekki úr sveitinni eins og kann að virðast. Það er ef til vill þess vegna sem ég sæki í að mála þessa hluti, til þess að kynnast þeim betur. Með því að mála kemst ég nærri viðfangsefn- inu og kynnist því vel.“ í upphafi ferils síns málaði Karin á nokkuð annan hátt en hún gerir nú. Myndirnar voru ekki eins nákvæmar og þær eru nú. „Ég byrjaði að mála í byrjun níunda áratugarins. A þeim tíma var svokölluð villt málun, wild- enmalerie, algeng í Þýskalandi. Með tímanum fór ég að þróa nákvæmari list sem að sama skapi tekur lengri tíma. Það er ferlegt að hvert málverk tekur mig lengri tíma frá ári til árs,“ segir Karin og hlær. „Yfirleitt er þró- unin hjá listmálurum öfug, að þeir verða meira og meira abstrakt í list- sköpun sinni. Ætli þetta endi ekki með ósköpum og það taki mig heilt ár að mála eitt málverk. En ég sé þessa þróun vera að gerast í kringum mig og nemendur mínir hafa haft þessa sömu áráttu og vilja til að mála mjög nákvæmt." Leitað í grasrótinni Gangurinn hefur fyrir löngu skipað sér sess sem eitt af helstu galler- íum Reykjavíkur. ----7------------------ I ár fagnar hann 20 ára afmæli og af því tilefni var haldin sýning, sem opnuð var í maí. Hún verður nú flutt um set, niður í Listasafn Reykjavíkur, Hafnarhúsi, og verður opnuð þar í dag, stærri í sniðum. Morgunblaðið/Ásdís Helgi Þorgils Friðjónsson, forstöðumaður Gangsins, á sýningunni í Hafnarhúsinu. GANGURINN varð tvítugur í maí síðastliðnum og var af því tilefni rætt við Helga Þorgils Friðjónsson myndlistarmann um starfsemi og sögu gallerísins í Morgunblaðinu hinn 14. maí. Afmælissýningin var opnuð þá, en hefur nú verið flutt í Listasafn Reykjavíkur. „Margir af myndlistarmönnun- um sem eiga verk á sýningunni eru vel þekktir í Evrópu," segir Helgi Þorgils, en á sýningunni á Ganginum voru verk eftir 42 er- lenda listamenn. „Þetta er fólk sem ég hef kynnst í útlöndum, en ég ferðast mikið í tengslum við sýningarhald mitt. Mörgum hef ég sýnt með á samsýningum eða kynnst á annan hátt. Ég hef svo leitað til þeirra og beðið þau að sýna í Ganginum. Flestir hafa ver- ið mög opnir fyrir því að sýna þar, jafnvel þó að um sé að ræða mjög þekkta listamenn." Afmælissýningin er að hluta sýning úr safni Helga Þorgils, sem er orðið nokkuð stórt, og að hluta verk sem hafa verið send inn eða gerð sérstaklega í tilefni sýningar- Morgunblaðið/Einar Falur Ein af myndum Karinar Kneffel á sýningunni. innar. „Rýmið í Ganginum er ekki svo stórt. Sjálfur er hann tveir veggir, en þegar um svona viða- miklar sýningar er að ræða, leggj- um við stofuna og stundum alla íbúðina undir. Núna varð ég samt að velja úr verkunum, þar sem að- eins rúmuðust um fjörutíu verk á veggjum íbúðarinnar. Niðri í Hafnarhúsi eru hinsvegar tveir stórir salir, þar sem ég kem öllu fyrir. Verkin sem eru til sýnis þar eru yfir hundrað." Myndlistin sem sýnd er, er af ýmsum toga. Um er að ræða allt frá vídeóverkum upp í olíumál- verk. „I starfsemi Gangsins hef ég yfirleitt leitast við að sýna eitthvað sem er þvert á það sem er verið að sýna almennt eða þar í jaðrinum. Nú er þetta einskonar yfirlitssýn- ing á ferli Gangsins, og þá koma myndlistarmenn úr öllum áttum að sýningunni og hún gæti virst glundroðakennd. Samt finnst mér hún mjög samstæð.“ Einn af listamönnunum sem kom til landsins í tilefni sýningar- innar er Karin Kneffel, sem er þekkt fyrir olíumálverk sín. Marg- ir þeirra listamanna sem Helgi Þorgils hefur fengið til að sýna í Ganginum, hafa ekki verið þekktir á þeim tíma, en orðið það með tím- anum. „Ég vil yfirleitt frekar sýna yngri og óþekktari listamenn. Gangurinn er ekki vettvangur fyr- ir þekkta listamenn sem hafa þeg- ar skapað sér sess. Frekar hef ég viljað leita í grasrótinni, bæði hjá íslenskum og erlendum listamönn- um. Oft hefur tekist mjög vel upp og þeir listamenn orðið nokkuð þekkt nöfn í listheiminum." Fréttir af samræð- um almennings Morgunblaðið/Amaldur Þóroddur Bjarnason myndlistarmaður á heiðurinn af netsíðunni dicussion.is. Samstarfsverkefnið eafé9.net verður formlega opnað í dag í Listasafni Reykjavíkur og hefst þar með átta vjkna dagskrá sem ýmsir listamenn menningarborga Evrópu koma á einn eða annan hátt að. Þóroddur Bjarna- son myndlistarmaður sagði Ingu Maríu Leifs- dóttur frá sínum þætti í verkefninu. CAFE9.NET er netkaffihús átta menningarborga Evrópu árið 2000 og mun starfa sameiginlega gegnum Netið. Borginar sem taka þátt i verk- efninu eru Reykjavík, Bergen, Hels- inki, Avignon, Boiogna, Prag, Kraká og Brussel. Staðsetning kaffihússins í Reykjavík er í Listasafni Reykjavík- ur við Tryggvagötu og er hægt að taka þátt í ýmsum uppákomum þar en einnig er hægt að fylgjast með því sem er að gerast hverju sinni á Net- inu. Slóðin er að sjálfsögðu café9.net. Kaffihúsið virkar þannig, að komið er upp kaffihúsi í hverri borg sem búið er tækni til samskipta gegnum Netið við hina staðina. A staðnum eru einnig tölvur til nota fyrir hinn al- menna vegafaranda sem getur tekið þátt í verkefninu á staðnum. Auk þess er skipulögð dagskrá með ýms- um uppákomum myndlistarmanna, tónlistarmanna, skálda og leikara. Verður slík dagskrá send út á stóru breiðtjaldi á hverju kaffihúsi fyrir sig. discussion.is Þóroddur Bjarnason myndlistar- maður er einn þeirra íslensku lista- manna sem koma að café9.net. „Upp- haflega vann ég verkefnið fyrir norrænu menningametin en þau auglýstu eftir hugmyndum frá mynd- listarmönnum að netverkefnum síð- asta vetur,“ segir Þóroddur. „Stjóm- endur cafe9.net fengu áhuga á verkefninu í kjölfarið og sáu að það hentaði vel inn í hugmyndafræði þess. Við sáum strax að það yrði beggja hagur ef verkefnið yrði með.“ Verkefni Þórodds er vefsíða sem nefnist discussion.is. Henni er ætlað að vera eins konar fréttablað almenn- ings þar sem fólk getur sagt frá um- ræðum sínum við annað fólk og lesið frásagnir annarra. Þóroddur lýsir hugmyndinni nánar. „Þetta snýst um það að fá innsýn í hvað fólk er að ræða um, hugsa og fást við út um allan heim. Þú ferð inn á síðuna, gefur nokkrar grunnupplýsingar, til dæmis um staðsetingu umræðunnar og hverjir taka þátt í henni og hefst svo handa við skýrsluskrif. Ég ætla ekki að stýra því hvemig fólk skrifar skýrslur sínar en kýs að fólk skrifi á hlutlægum nóum í nokkurs konar frétta-frásagnarstíl. Svo er hægt að lesa allar skýrslur sem sendar em inn í gagnagrunninn, bæði með því að leita eftir efnisatriðum eða velja ein- stök svæði í heiminum. Þá má fá allar umræður frá þeim svæðum og lesa þær.“ Á netsíðunni em örvandi efni, svokallaðir vakar, sem ætlaðir em til þess að kveikja umræður. „Fólk get- ur fengið hugmynd að samræðum með þessum vökum. Þeir koma úr öll- um áttum og það er bara eitthvað sem mér eða aðstoðarmanni mínum dettur í hug. Kannski nokkur orð um trúmál, fagurfræði, lífið almennt, íþróttir eða þá að ég birti fallegar og ljótar myndir og svo framvegis.“ Fréttasíða almennings Hugmyndin að vefsíðunni á rætur í myndlistarsýningu sem Þóroddur hélt í Nýlistasafninu fyrir tveimur ár- um, Þing fljótandi umræðu. „Þar fjallaði ég um það hvemig umræðan flýtur um þjóðfélagið frá einum hópi manna til annars. Sú sýning hafði ekkert með Netið að gera en hug- myndin hentar því fullkomlega." Netsíðan er ekki gagnvirk heldur er henni meira ætlað að vera eins konar fréttavefur. „Margir halda ef- laust að um sé að ræða spjallsíðu en svo er alls ekki. í raun er þetta það sem kemur á eftir því. Fólk getur skrifað frásagnir af því sem það hefur rætt á spjallsíðum." Þóroddur telur að netsíður sem þessar eigi miklum vinsældum að fagna hjá almenningi. „Síður fréttablaðanna, mbl.is og visir.is, eru mjög vinsælar og nokkuð sem maður er alltaf að skoða. Ég h't á þessa síðu sem slíka, fólk fer inn á hana og athugar hvað er nýtt að frétta frá almenningi.“ í tengslum við cafe9.net verður Þóroddur með gjöming nokkrum sinnum á tímabilinu sem kaffihúsið er opið. í honum felst að fólk komi á kaffihúsið, sé merkt eftir áhugasviði eða sérgrein og að það ræði svo sam- an. Svo er hægt að segja frá samræð- unum á discussion.is. „Þar sem fólk er merkt á þennan hátt er auðveldara að sjá hver sérþekking fólks er. Allir hafa sérþekldngu á einhverjum svið- um og öll sérþekking er áhugaverð. Bílar, barnauppeldi, sýklavamir, knattspyma eða líf í alheimi gætu verið dæmi um málefni sem verða rædd. Þessi gjörningur verður í gangi nokkrum sinnum á tímabilinu en verður fyrst á sunnudaginn kl. 16, samtímis í Reykjavík og í öðrum menningarborgum. Ég hvet sem flesta til að koma enda byggir þetta algjörlega á að fólk mæti á staðinn. Þetta verður svona eins og skemmti- legt ættarmót eða fermingarveisla." Fyrst um sinn verðm’ netsíðan ein- ungis bundin við menningarborgim- ar en síðar mun hún ná til alls heims- ins. „Svo lengi sem fólk tekur þátt í þessu verður þetta að mínum dómi mjög spennandi síða. En það byggir að sjálfsögðu allt á þátttöku almenn- ings.“

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.