Morgunblaðið - 01.09.2000, Qupperneq 42
42 FÖSTUDAGUR 1. SEPTEMBER 2000
UMRÆÐAN
MGRGUNBLAÐIÐ
Sótt fram
til Evrópu?
Verdurhreyft við steinrunnu hugmynda-
og stjórnmálakerfi?
Eftir
Ásgeir
Sverrisson
Lærðir menn hafa bent
á að nánast óheft
svigrúm ráðherra
við mótun og fram-
kvæmd stefnu ríkis-
stjórna megi teljast eitt af ein-
kennum íslenskra stjómmála.
Tengd þessu sé síðan sú stað-
reynd að stjórnmálaflokkar á ís-
landi komi óvenju lítið að myndun
og útfærslu stjómarstefnunnar.
Margvíslegar skýringar hafa ver-
ið bornar fram á þessu ástandi
mála og hefur dr. Svanur Krist-
jánsson t.a.m. ritað áhugaverðar
greinar þar um.
Hér á þessum vettvangi hefur
því verið haldið fram að ofan-
greindar staðreyndir séu til
marks um að á Islandi ríki öld-
ungis únjlt „ráðherraræði“ óg að
íslensk stjórnmál séu „stjórnmál
viðbragðanna".
Því vekur sérstaka athygli að
Halldór Ásgrímsson, utanríkis-
ráðherra og formaður Fram-
sóknarflokksins, skuli nú hafa
boðað fráhvarf frá hefðbundnum
uinUADC „stjómmálum
VltlHUKr viðbragð-
anna“ með því
að knýja fram
endurskoðun
á Evrópu-
stefnu þess fyrirtækis.
Viðbrögð við þeim tíðindum
renna stoðum undir kenningar,
sem hér hefur lauslega verið
minnst á, um sérkenni íslenskra
stjómmála. Margir neita að trúa
því að Halldóri Asgrímssyni og
Framsóknarflokknum sé alvara.
Sú skoðun nýtur umtalsverðs
fylgis að boðuð endurskoðun á
Evrópustefnu Framsóknar-
flokksins sé heldur ódýr brella.
Engin alvara búi að baki því
starfi, sem sagt er að hafið verði,
en framsóknarmönnum komi vel
að láta líta út fyrir að innan
flokksins hafi „dýnamísk" hugsun
skyndilega mtt sér til rúms. Fyr-
irheit um „endumýjun" flokksins
séu sama marki brennd sem og
þau ummæli formannsins að
stjómmálasamtök megi ekki
hræðast breytingar og aðlögun að
samtfmanum.
Framsóknarflokkurinn er að
sönnu undarlegt fyrirbrigði og
því hefur löngum verið haldið
fram að hollusta við þessi samtök
sé fremur rannsóknarefni á sviði
erfðavísinda en félagsfræða.
Hugtakið „ungur framsóknar-
maður“ hefur verið talið til fmm-
spekilegra mótsagna á borð við
„kvæntur piparsveinn".
Halldór Asgrímsson hefur nú
tekið pólitískt fmmkvæði, sem
vakið hefur verðskuldaða athygli,
ekki síst þegar haft er í huga fyr-
ir hversu íhaldssömum stjórn-
málasamtökum hann fer. Ef full
alvara er að baki framgöngu for-
mannsins í Evrópumálum er
hugsanlegt að „nútímavæðingu"
flokksins ljúki með klofningi
hans. Utanríkisráðherra hefur á
hinn bóginn lýst því yfir að hann
tejji það skyldu sína að koma um-
ræðu um hugsanlega aðild ís-
lands að Evrópusambandinu á
nýtt stig enda sé „óhjákvæmilegt
að taka á málinu".
Traust hefð er fyrir því innan
Framsóknarflokksins að undir-
sátarnir neiti að fylgjaleiðtogan-
um. Það varð t.a.m. hlutskipti
Tryggva Þórhallssonar og Jónas-
ar Jónssonar frá Hriflu.
Utanríkisráðherra hefur í við-
tölum síðustu vikurnar gefið til-
efni til að ætla að hann fái höndl-
að þau sannindi að djúpstæðar
breytingar í nágrannaríkjum
kalla á nýja sýn á íslandi. Mjög
skortir á að íslenskir ráðamenn
hafí til að bera þennan skilning þó
svo að á því séu nokkrar undan-
tekningar. Raunar hefur það
lengi verið ein alvarlegasta „fotl-
un“ íslenskra stjómmála hve
margir fulltrúar þjóðarinnar hafa
verið í litlum tengslum við um-
hverfí sitt og samtíma, ekki síst
þær hræringaij sem móta fram-
þróunina utan Islands.
Af þeim sökum vakna vanga-
veltur um hvort samskipti fram-
sóknarmanna og Evrópusinnaðra
bræðraflokka þeirra hafí átt þátt
í því að Halldór Ásgrímsson
ákvað að stíga þetta skref.
Sú spuming hvort íslendingum
beri að leita eftir aðild að Evrópu-
sambandinu er hin mikilvægasta,
sem þjóðin hefur staðið frammi
fyrir frá inngöngunni í Atlants-
hafsbandalagið. Svarið fæst ekki
á annan veg en þann að skoða og
skilgreina kosti og galla aðildar,
sem flestir ero augljósir, þar til
önnur skál vogarinnar tekur að
síga.
Skoðanakannanir hafa ítrekað
leitt í Ijós að stjómmálaflokkar
endurspegla engan veginn við-
horf almennings í þessu efni því
meirihluti Islendinga er hlynntur
aðild að Evrópusambandinu. Með
réttu ætti þessi vitneskja að vera
íslenskum stjórnmálaforingjum
áhyggjuefni þar sem önnur álykt-
un verður vart dregin en að flokk-
ar þeima séu áhrifalitlir, staðnað-
ir og breytt heimssýn þeim
framandi.
Um það verður ekki deilt að
„nálgunin“ gagnvart Evrópu á
undanliðnum árom hefur almennt
verið til góðs á íslandi. Raunar
skal því haldið fram að flestar ef
ekki allar stærri, jákvæðar breyt-
ingar hér á landi síðustu árin hafi
komið til fyrir áhrif erlendis frá. í
Morgunblaðinu fyrir réttri viku
voro landsmenn minntir á hversu
mikilvægt er að íslenskt réttar-
kerfí sæti aðhaldi frá útlöndum.
Hvað Evrópusambandið varðar
hafa ráðamenn og kjömir full-
trúar almennings sýnt gagnrýni-
vert fromkvæðisleysi. Vera má að
þetta megi rekja til lítilla áhrifa
íslenskra stjómmálaflokka á starf
ríkisstjórna á hverjum tíma. Ef til
vill er það sökum þess að pólitísk-
ar markalínur ero oft skýrari inn-
an flokka en á milli þeirra.
I kyrrstöðusamfélagi er þetta
fyrirkomulag að öllu jöfnu ekki til
mikils skaða þótt vissulega megi
halda því fram að það sé ólýðræð-
islegt. En þegar réttnefnd þjóð-
þrifamál þarfnast greiningar og
úrvinnslu er hrollvekjandi að
stjómmálastéttin skuli ekki
skynja ábyrgð sína og þörfina
fyrir frumkvæði en iðki þess í
stað „stjþrnmál viðbragðanna".
Ætla íslendingar ef til vill að
bregðast við dag þann þegar þeir
uppgötva að þeir standa einir ut-
an „evrolands"? Verður þjóðinni
gert að staðsetja sig í breyttum
heimi einvörðungu með tilliti til
efnahagsmála og hún neydd til að
velja á milli „evrolands" og „doll-
araveldisins"? Hver verður samn-
ingsstaðan við slíkar aðstæður?
Með þessum rökum hlýtur
fromkvæði Halldórs Ásgrímsson-
ar að teljast til tíðinda. Það lýsir
virðingarverðu hugrekki að
freista þess að hreyfa við stein-
ronnu hugmynda- og stjórnmála-
kerfl hins íslenska afturhalds.
Getur verið að nútíminn nálgist
ísland?
Fiskveiðiréttur
strandbyggða
Nauðsynlegasta
verk við gerð nýrrar
löggjafar um fiskveiðar
og stjórn fiskveiðanna
er að tryggja rétt íbúa
á strandbyggðanna til
atvinnu. Við slíka út-
færslu þarf að tryggja
forgang til nýtingar
fiskimiða og að strand-
veiðirétt íbúanna við
sjávarsíðuna megi allra
síst takmarka og eigi
afnema. Fólkið þarf
forgangsrétt til við-
halds atvinnu og fé-
lagslegra réttinda í
sinni heimabyggð. Við
mat á hagkvæmni verð-
ur að meta félagsleg réttindi fólksins
og framtíðarverðmæti þess að við-
halda landinu í byggð til sjávar og
sveita.
Meginmarkmið
nýrra Iaga
Ekki má afhenda öðrom eignar-
heimild á nytjastofnum. Fullnýta
skal lífríki sjávar. Samfara fullnýt-
ingu skal tryggja viðhald og vemdun
tegunda. Við verðum að tryggja sem
best fulla nýtingu á hverjum fiski-
stofni, skeldýrom og sjávarspendýr-
um á íslenska hafsvæðinu. Fullvíst
sé að einstök tegund sé í útrýming-
arhættu ef beita á algjöro veiðibanni.
Takmarka má fiskveiðar sérhvers
útgerðarflokks fiskiskipa. Strand-
veiðiréttur íbúa skal njóta forgangs
ef takmarka á fiskveið-
ar.
Ef takmarka á fisk-
veiðar næst landi eiga
veiðar með kyrrstæö-
um veiðarfærum for-
gang. Sala og leiga
aflaheimilda miUi ein-
staklinga eða útgerðar-
aðUa verði að loknum
stuttum aðlögunartíma
bönnuð.
AflaheimUdir sem
útgerðir nýta ekki með
veiðum, geti þær skilað
inn gegn endur-
greiðslu. Þann veiðirétt
getur ríkið boðið út að
nýju. Þyki ekki ástæða
til aukinnar fiskveiði má fresta end-
urleigu.
Tryggja þarf
nýliðun í útgerð
Allir þeir sem rétt hafa til þess að
stjórna fiskiskipi og ero íslenskir
ríkisborgarar fái að stunda fiskveið-
ar eftir þeim reglum og skilyrðum
sem sett yrðu um lágmarksfiskveiði-
réttindi sérhvers manns.
Lágmarksfiskveiðirétt nýtir mað-
ur tU fiskveiða á eigin fiskiskipi.
Stjórnvöld geta með reglugerð
sett honum takmörk um róðrafjölda
og veiðarfæri.
Skipið þarf haffæri og veiðileyfi og
er undir tiltekinni stærð. Tækni-
nýjungar og framfarir í veiðitækni
geta stjórnvöld ekki bannað með
Fiskveiðiréttindi
Veiðiréttindi strand-
veiðiflotans, segir
Guðjón A. Kristjánsson,
eiga að vera byggða-
tengd réttindi.
reglugerð. Til þess þarf skýr fyrir-
mæU í lögum. Á sama fiskveiðiári má
takmarka útgáfu veiðileyfis við eitt
veiðileyfi á skip. Róður telst að lág-
marki 12 klst.
Sjómenn með 25 ára starfsreynslu
við sjómennsku fái rétt til fiskveiða á
eigin fiskiskipi. Veiðiréttur þeirra
yrði rýmri en annarra nýliða í út-
gerð.
Byijunarrétturinn og starfs-
reynsluréttur sjómanns til fiskveiða
ero hvort tveggja einstaklingsréttur
sem ekki verður seldur eða leigður
öðrom.
Strandveiðiréttur -
byggðaréttur
Strandveiðiflotann þarf að skil-
greina að nýju. Ágreiningslaust er
að bátar minni en 30-40 brl. teljast
til strandveiðiflotans. Strandveiði-
réttur þessa flota og strandveiðirétt-
ur byggðarinnar til nýtingar á
aðliggjandi fiskimiðum skal skil-
greindur í lögum og reglugerð.
Veiðiréttindi strandveiðiflotans
Guðjón A.
Krisljánsson
Morgunblaðið
og auðlindastefnan
í forystugrein Mbl.
24. ágúst, tekur blað-
ið eindregið undir þau
ummæli ýmissa for-
vígismanna stór-
kvótaeigenda að und-
anförnu, að afnema
þurfi þak það sem nú
er í lögum um hám-
ark aflaheimilda í ein-
stökum tegundum.
Þetta sé nauðsynlegt
til þess að ná betri
hagræðingu í grein-
inni.
Mbl. telur hinsveg-
ar að forsendur fyrir
þeim lagabreytingum
séu að atvinnugreinin
sjálf fallist á að greiða auðlinda-
gjald fyrir þann rýmkaða rétt. Að
því tilskildu telur blaðið rétt og
sjálfsagt að afnema öll þök á
frjálsu framsali. Ekki getur blaðið
þess hve hátt gjaldið eigi að vera.
Þess má geta hér að þegar í upp-
hafi kvótasetningar á Nýja-Sjá-
landi var ákveðið að auðlindagjald
skyldi vera 7% af aflaverðmæti.
Ritstjóra Mbl. virðist engu skipta
hvað þetta gjald yrði hátt hér og
hafa reyndar látið að því liggja að
slíkt skipti ekki máli, einungis að
það heiti auðlindagjald. Erfitt er
að skilja til hvers refirnir verða
skornir. Á það að skoðast sem eitt-
hvert lausnargjald fyrir þetta ann-
ars ágæta blað svo að það geti
gengið í eina sæng með gjafakvóta-
eigendum þessa lands?
Áröðursherferð
Það mátti greinilega skilja hvað
klukkan sló þegar Róbert
Guðfinnsson, forstjóri Sölumið-
stöðvar Hraðfrystihúsanna, hóf
máls á því í Kastljósþætti Rúv. fyr-
ir skömmu, að nú þyrfti nauðsyn-
lega að svipta hámarkskvótaþakinu
af til hagræðingar í greininni. í
heila viku á eftir tönnl-
uðust fjölmiðlar á
þessum boðskap. Ýms-
ir prelátar risu úr sæt-
um sínum og entiur-
ómuðu ummælin, svo
sem Brynjólfur í
Granda, Friðrik í
Burðarási og útsend-
ari Búnaðarbankans,
Edda Rós. Þess má og
geta hér, þegar Guð-
mundur Kristjánsson,
útgerðarmaður frá
Rifi, stóð yfir moldum
Básafells h/f á ísafirði
á aðalfundi fyrir 1 'Æ
ári, þótti honum við
hæfi að geta þess að
nú þyrfti að rýmka heimildir þær
sem takmörkuðu leyfilega hámarks
kvótaeign hvers fyrirtækis. Fannst
mörgum þetta hraustlega mælt og
tilefnislaust við þetta tækifæri.
Guðmundi hefur nú tekist að flytja
allar aflaheimildir á brott þaðan.
Hans bíður nú væntanlega ridd-
arakross frá forseta vorum.
Vert er að skoða hverjar afleið-
ingar yrðu ef fyrrnefndar
kvótatakmarkanir yrðu afnumdar
og algjörlega frjálst framsal yrði
með afíaheimildir eins og Morgun-
blaðið virðist vilja. Á þeim stöðum
sem útgerð með smábáta er uppi-
staðan í atvinnulífi byggðarinnar,
myndi þessi útgerð þurrkast upp á
skömmum tíma. Auðhringar í út-
gerðarstétt myndu fljótlega kaupa
þá upp og þar með tækist að út-
rýma strandveiðiflota landsmanna.
Á meðan þessi kvótalög eru við
lýði ög frjálst framsal er leyft, þá
er nauðsynlegt að: takmarka það
við 3 til 4 aðgreinda framsals-
flokka, hinna ýmsu tegunda fiski-
skipa, eins og reyndar Guðjón A.
Kristjánsson hefur lagt til á Al-
þingi. Nauðsynlegt er að minnsti
flokkur fiskibáta, sem nú ero háðir
Auðlindagjald
flað útspil Morgun-
blaðsins, segir Halldór
Hermannsson, að sjálf-
sagt sé að örfáir aðilar
sölsi undir sig allar afla-
heimildir fyrir eitthvert
svokallað auðlindagjald
er forkastanlegt.
hinni svokölluðu 6 rúmlesta stærð,
fái leyfi til að stækka skip sín
a.m.k. um helming að brúttólesta
tölu. Vegna öryggis sjómanna sem
stunda sjó á hafsvæði sem er eitt
það veðrasamasta sem gerist á
hnettinum er þetta aðkallandi.
Útspil
Morgunblaðsins
Ég hefi lengi verið þeirrar skoð-
unar að kvótaandstæðingar hefðu
ekki getað fengið verri samherja
en Morgunblaðið til þess að standa
með málstað sínum í baráttunni
gegn ránglæti kvótakerfisins. Með-
al annars vegna áróðurs þess efnis
að öll átök um kvótann myndu falla
niður ef einhvers konar auðlinda-
gjald yrði lagt á veiðiréttinn.
Morgunblaðinu hefur tekist að
haida fjölda fólks á mottunni með
skrifum sínum, að það leiki afger-
andi hlutverk í kvótaandstöðunni
sem myndi leiða til friðsamlegra
lýkta á þanh hátt. Það útspil Morg-
unblaðsins, að sjálfsagt sé að örfáir
aðilar sölsi undir sig allar afla-
heimildir fyrir eitthvert svokallað
auðlindagjald er forkastanlegt.
Halldór
Hermannsson
Höfundur er skipstjóri á ísafirði.