Morgunblaðið - 01.09.2000, Page 44
~ 44 F'ÖST(rDA(ÍUR1. StfpWtóBER'ÁdOO
b
UMRÆÐAN
'MORGUKBI.AJJID
NAUST er ekki
sama og VAAUST
Á undanförnum
dögum hefur orðið all-
nokkur umræða í
fjölmiðlum um atburð
er varð á Austurlandi
laugardaginn 26.
ágúst s.l. þegar 60
manna hópur óskaði
inngöngu í NAUST,
N áttúruverndarsam-
■1 tök Austurlands, dag-
inn fyrir aðalfund
samtakanna sunnu-
daginn 27. Flestir 60-
menninganna munu
vera meðmælendur
fyrirhugaðrar Jakob
Kárahnúkavirkjunar Björnsson
og álvers í Reyðar-
firði. Að því er virðist kom inn-
ganga 60-menninganna forráða-
mönnum NAUST alveg á óvart og
hafa sumir þeirra, og raunar fleiri,
fordæmt hana sem „ofbeldisað-
gerð“, gerða í því skyni að koma í
veg fyrir að tillögur stjórnar sam-
takanna til ályktana aðalfundar
um Kárahnúkavirkjun og álver á
!Reyðarfirði yrðu samþykktar og
jafnvel til að „þagga niður í“ and-
mælendum virkjunarinnar og ál-
versins. Tillögur stjórnarinnar
voru felldar. Hefur gagnrýnendum
inngöngunnar verið heitt í hamsi.
Forystumenn NAUST hafa þó
jafnframt tekið fram að þau sam-
tök séu öllum opin sem vinna vilji
að náttúruvernd á Austurlandi og
inngangan sé því á engan hátt
ólögleg.
Forystumenn inngöngumanna
hafa bent á það sama og jafnframt
1 talið að það væri NAUST til fram-
dráttar að ný sjónarmið heyrðust
á vettvangi samtakanna. Þau væru
í allt of ríkum mæli orðin málpípa
virkjunar- og álversandstæðinga.
Náttúruvernd snerist
um ótal margt fleira
en vatnsaflsvirkjanir
og álver enda þótt
starfsemi NAUST að
undanförnu hefði í allt
of ríkum mæli snúist
um það tvennt. Sam-
tökin væru kjörinn
vettvangur fyrir um-
ræður og skoðana-
skipti milli meðmæl-
enda og andmælenda
virkjana og álvers um
náttúruverndarhlið
þeirra mála.
Undir þetta síðasta
má taka. Skynsamleg
skoðanaskipti á
„heimavettvangi" eins og NAUST
eru bráðnauðsynleg. Náttúruvernd
er miklu víðfeðmari en svo að hún
snúist eingöngu, jafnvel fyrst og
fremst, um vatnsaflsvirkjanir og
álver. Enn síður snýst hún ein-
göngu um staðbundin umhverfis-
áhrif virkjana og álvera. Allra síst
nú á tímum hnattrænna viðhorfa í
umhverfismálum og hnattrænna
umhverfisáhrifa af starfsemi
mannsins. Þau viðhorf eru ekki
bara umræðuefni á alþjóðaráð-
stefnum. Áhrifa hugsanlegra lofts-
lagsbreytinga af mannavöldum
mun einnig gæta á Austurlandi.
NAUST (Náttúruverndarsamtök
Austurlands) eru ekki og mega
aldrei verða sama og VAAUST
(Virkjunarandstæðingar á Austur-
landi). Raddir hinna síðarnefndu
eiga vissulega rétt á að fá að heyr-
ast innan NAUST, sem eru lýð-
ræðisleg samtök, og í frásögnum
af aðalfundum ætti bæði að skýra
frá þeim ályktunum sem sam-
þykktar voru og frá tillögum til
ályktunar sem ekki náðu fram að
NAUST
Innganga sextíumenn-
inganna er ekki líkleg til
að stuðla að þeim skoð-
anaskiptum, segir Jak-
ob Björnsson, sem að
framan eru rakin og
voru yfirlýst markmið
inngöngumanna.
ganga. Að auki geta virkjunarand-
stæðingar að sjálfsögðu stofnað
sín eigin samtök, VAAUST, með
það að markmiði að berjast gegn
virkjunum, þar sem ekki fá aðrir
inngöngu en þeir sem lýsa yfír
andstöðu við þær um leið og þeir
ganga í samtökin.
Að þessu sögðu ber að harma
með hverjum hætti innganga 60-
menninganna í NAUST fór fram.
Ekki vegna þess að hún sé á nokk-
urn hátt ólögleg. Heldur vegna
hins, að hún er ekki líkleg til að
stuðla að þeim skoðanaskiptum
sem að framan eru rakin og voru
yfirlýst markmið inngöngumanna.
Til þess bar hún of mikinn keim af
hallarbyltingu. Vonandi tekst
skynsömum mönnum í báðum fylk-
ingum að kæla menn niður áður en
langt um líður og koma skoðana-
skiptum á. Því að hugmyndin með
inngöngunni var góð þótt tilhögun
hennar væri óheppileg.
Höfundur er fyrrverandi
orkumálastjóri.
Löglegt,
en siðlaust
ÞAÐ var einkenni-
leg tilfinning sem
bærðist í brjósti mér
á aðalfundi NAUST
sunnudaginn 27.
ágúst sl. Það lá í loft-
inu að til tíðinda
myndi draga þar sem
ljóst var að sá fjöl-
ménni hópur, sem
gekk í félagið rétt
fyrir aðalfund, hafði
gert það með skipu-
lögðum hætti og
myndaði meirihluta
fundarmanna. Það var
einnig Ijóst að margir Þuríður
hinna nýju félaga Bachmann
væru félagsmenn í
Afli fyrir Austurland, samtökum
sem berjast fyrir stóriðju á Aust-
urlandi.
Markmið þessara tveggja félaga
eru því eins ólík og hugsast getur
og því vissu gamlir félagsmenn í
NAUST að tilgangur hins nýja lið-
safla væri að skemma fyrir sam-
tökunum með einhverjum hætti.
Mikil spenna lá því í loftinu en
menn sýndu ótrúlega kurteisi og
stillingu og má það örugglega
þakka góðri fundarstjórn og af-
stöðu formanns og stjórnar
NAUST. Sá gjörningur sem fram
fór á fundinum er svo alvarlegur
að hann getur hvorki flokkast und-
ir strákskap né hrekki. Hann er
gróf valdníðsla í skjóli lýðræðis-
legra vinnubragða og atkvæða
meirihluta fundarmanna.
Siðblinda eða að
kunna ekki mannasiði
Það er ótrúleg siðblinda að ryðj-
ast inn í fámenn náttúruverndar-
samtök, sem þar að auki hafa
starfað af alúð og krafti í 30 ár til
XvrP'sNú
Iðnbúð 1,210 Garðabæ
sími 565 8060
Blóði drifnar lúkur
BSkírnargjafir
bœnognafnl WBMiá
| Barónsstíg 59
BL 551 3584
Textílkjallarimi
I FEBRUAR 1989
var ég kosinn til
tveggja ára í stúdenta-
ráð Háskóla íslands.
Þar reyndi ég eftir
fremsta megni að berj-
ast fyrir hagsmuna-
málum stúdenta í sam-
ræmi við þær skoðanir
sem ég hafði á þeim
málum og stefnu
þeirrar íylkingar sem
ég var kosinn fulltrúi
fyrir. Hér þykir það
sjálfsagður hlutur að
lýðræðislega kjörnir
fulltrúar stúdenta
komi á framfæri skoð-
unum sínum, berjist
fyrir hagsmunamálum stúdenta og
eftir atvikum mótmæli aðgerðum
stjómvalda sem þeim hugnast ekki.
Því miður búa ekki allir við þessi
sjólfsögðu mannréttindi lýðræðis-
ríkja.
Fáeinum mánuðum eftir að ég
tók sæti í stúdentaráði, nánar til-
tekið hinn 4. júní 1989, voru hundr-
uð eða þúsundir kínverskra stúd-
enta á svipuðum aldri og ég var þá
myrtar á Torgi hins himneska frið-
ar í Peking. Var m.a. ekið yfir fjölda
fólks á skriðdrekum. Kínversku
stúdentamir höfðu unnið það eítt til
saka ásamt fjölda annarra lýðræðis-
sinna að efna til friðsamlegra mót-
mæla og hvetja til lýðræðislegra
umbóta. Þannig var lífið murkað úr
Guðjón Ólafur
Jónsson
þúsundum manna
vegna þess eins að þeir
vildu lýðræðisleg rétt-
indi, vildu tjá skoðanir
sínar og hafa áhrif á
umhverfi sitt og fram-
tíð.
Aðförinni að kín-
versku stúdentunum
var stjórnað af kín-
verskum stjómvöld-
um. Þar var fremstur í
flokki Li Peng, sem nú
er forseti kínverska
þjóðþingsins. Hernum
vom gefnar tilskipanir
um að drepa niður
mótmæli stúdentana
og það var gert í orðs-
ins fyllstu merkingu. Líf þeirra var
einskis virði í augum Li Pengs og
félaga.
Morðin á Torgi hins himneska
friðar vöktu vitanlega óhug og
hrylling hjá öllu siðmenntuðu fólki.
Sjálfur fylltist ég réttlátri reiði og
djúpri sorg yfir afdrifum kín-
verskra ungmenna sem voru á sama
hátt og íslenskir stúdentar að vekja
athygli á því sem betur mætti fara í
samfélagi þeirra. Ábendingum
þeirra og mótmælum var hins vegar
svarað með vopnavaldi einu saman
- bryndrekum og byssustingjum.
Þetta vakti mig mjög til umhugsun-
ar um ranglæti heimsins og mis-
munandi örlög okkar mannanna.
Kínversk stjórnvöld voru eðlilega
einangruð á alþjóðavettvangi eftir
þessa voðaatburði. Þau hafa hins
vegar á síðustu árum verið að færa
sig upp á skaftið í samskiptum sín-
um við vestrænar þjóðir. Þannig er
varla til sá ráðherra íslenskur sem
ekki hefur fundið einhverja góða
ástæðu til að taka hús á kínverskum
kollega sínum eða í öllu falli að taka
á móti honum hér á landi. Allt er
Heimsókn
Fjöldamorð gleymast
ekki á 11 árum, segir
*
Guðjón Olafur Jdnsson,
og verða hvorki fallegri
né réttlætanlegri
með árunum.
þetta gert með markvissum hætti af
Jíínverjum í því skyni að vinna bug
á einangrun þeirra á alþjóðavett-
vangi. íslensk stjórnvöld hafa vissu-
lega lagt þeim lið í þeim efnum.
Nú hafa borist þær fréttir að
hingað sé væntanlegur'höfuðpaur-
inn sjálfur: Li Peng, maðurinn sem
ber ábyrgð á morðunum á stúdent-
unum og öðrum lýðræðissinnum á
Torgi hins himneska friðar í júní
1989. Og það sem verra er og ótrú-
legra - hann mun koma hingað í
boði Alþingis. Það er ömurlegt hlut-
skipti þeirra sem munu þurfa að
taka í blóði drifna lúku Li Peng.
Vonandi minnast menn afdrifa
hinna kínversku lýðræðisþenkjandi
stúdenta þá er hann gengur í sal-
inn. Þjóðin vill hins vegar ekki slík-
an gest. Hún segir nei. Fjöldamorð
gleymast ekki á 11 ánim og verða
hvorki fallegri né réttlætanlegri
með árunum. Verknaður Li Peng
og félaga er ófyiirgefanlegur. Boð
Alþingis er því bæði þingi og þjóð
til skammar.
Höfundur er héraðsdómslögmaður
og varaformaður fulltrúaráðs fram-
sóknarfólaganna í Reykjavík.
þess eins að þagga
niður ályktanir sem
stangast á við hags-
muni annars félags
eða sjónarmiða. Þegar
tekist er á um ólík
sjónarmið og lífsvið-
horf eru stór orð oft
látin falla og ýmsum
brögðum beitt til að
koma höggi á and-
stæðinginn. Menn eru
mismálefnalegir, heið-
arlegir og vandir að
vinnubrögðum en
fæstum dettur í hug
að beita slíku ofbeldi
sem hér var gert.
Verknaðurinn er ef-
laust löglegur, en siðlaus og til
þess eins fallinn að veikja lýðræðið
í landinu. Það ber vott um veikan
NAUST
NAUST eru ekki sam-
tök til að ná fram mála-
miðlunum milli náttúru-
verndar og stóriðju,
segir Þuríður Bach-
mann, það ferli liggur í
mati á umhverfisáhrif-
um samkvæmt lögum.
málstað þeirra afla, sem berjast
fyrir stóriðju á Austurlandi, að
grípa til þessarar atkvæðasmölun-
ar í stað þess að beita sér innan
sinna samtaka fyrir þeim sjónar-
miðum, sem að þeirra mati ættu að
mynda áherslur NAUST. I máli
formanns Afls fyrir Austurland,
Einars Rafns Haraldssonar, kom
fram að tilgangur hinna nýju fé-
laga væri að ná viðræðum milli
þessara tveggja hópa og komast að
sameiginlegri niðurstöðu hvað
varðar náttúruvernd og stóriðju á
Austurlandi. Einnig að hans félög-
um þætti málflutningur NAUST
vera of einstrengingslegur og því
vildu þeir breyta. Þessu náðu hinir
nýju félagar með því að ræða ekki
tillögur frá stjórn NAUST og fella
þær sem hentuðu ekki þeirra málf-
lutningi. NAUST eru ekki samtök
til að ná fram málamiðlunum milli
náttúruverndar og stóriðju, það
ferli liggur í mati á umhverfis-
áhrifum samkvæmt lögum.
Hvenær glata
menn trúverðugleika?
Því hefur verið haldið fram að
stjórn NAUST eigi nú við alvar-
legan vanda að glíma þar sem hún
sitji uppi með ályktanir aðalfund-
arins. En hver gerir þær sam-
þykktir, sem náðust fram með
valdtöku hinna nýju félaga, að
áherslum NAUST og hver tekur
mark á þeim sem slíkum? Þær að-
alfundarsamþykktir sem þvingað-
ar voru fram af hinum nýju félög-
um verða minnismerki um þennan
atburð sem ætti að verða öllum
þeim til umhugsunar, sem bera
hag lýðræðisins fyrir brjósti.
Mikil vinna er framundan vegna
fyrirhugaðra stóriðju- og virkjana-
framkvæmda á Austurlandi. Nátt-
úran talar ekki fyrir sig sjálf og
því er nauðsynlegt að til séu ein-
staklingar og félagasamtök, sem
tala fyrir hennar hönd. Það mun
NAUST gera hér eftir sem hingað
til. En hverjir eiga að tala fyrir
hönd stóriðjunnar þegar sýnt er að
talsmenn hennar kunna ekki
mannasiði?
Höfundur er þingmaður Vinstri-
hreyfingarinnar - græns framboðs
á Austurlandi.