Morgunblaðið - 23.09.2000, Qupperneq 36

Morgunblaðið - 23.09.2000, Qupperneq 36
36 LAUGARDAGUR 23. SEPTEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN RÚV bregst við kostnaðar- hækkunum með hagræðingu og aukinni markaðssókn STUNDUM geri ég mér það til afþreying- ar á kvöldin og um helgar að lesa rit- stjómargreinar Morg- unblaðsins. Á laugar- daginn fjallaði seinni leiðari blaðsins um „ríkisrekið afþreying- arsjónvarp" og hvað því ætti ekki að leyfast í tekjuöflunarskyni og dagskrárviðmiðum. Afþreying er afstætt hugtak og ég ætla ekki að setja mig opinber- lega í dómarasæti um hvað sé hollt og hvað slæmt í þeirri dægra- styttingu sem fjölmiðlar bjóða ís- lenzkum almenningi og skilgi'einist sem afþreyingarefni. I sögulegu samhengi verður ekki um villzt, að einmitt afþreyingin, hið örvandi andrúm í hléum frá brauðstriti og fábreytilegum hversdagleika, hefur fært okkur þjóðlegustu menningar- verðmætin, kynslóð fram af kynslóð. Áhorfendur sjónvarps Ríkisútvarps- ins kjósa helzt „góða afþreyingu" fyrir afnotagjöldin sín. Það sýna kannanir. Og afþreyingarefnið getur verið með ýmsu móti, allt frá For- múlu-kappakstri til fræðslumynda um heimilishagi íslenzku hagamús- arinnar. Öflug fréttaþjónusta og ís- lenzkt skemmtiefni er þó jafnan efst á blaði, þegar fólkið er spurt. Og er það ekki einmitt í anda nútíma markaðsfræða og stjórnvísinda að spyrja fólkið sjálft, hvemig það vilji sjá peningum sínum varið? Ríkisútvarpið á lög- um samkvæmt að inn- heimta afnotagjöld, sem aðrir sambærilegir fjölmiðlar njóta ekki. Afnotagjöldin standa undir 67% af rekstri sjónvarps og útvarps Ríkisútvarpsins, þar af fær Sjónvarpið í sinn hlut 2/3, þannig að not- endur greiða 1400 kr. á mánuði fyrir alla dag- skrá Sjónvarpsins. Sú verðlagning þolir fyllilega saman- burð við áskriftargjöld annarra ís- lenzkra fjölmiðla eins og hún kemur við pyngju greiðenda og miðað við það efni, sem í boði er. Ekki kemur það neitt á óvart að keppinautar líti markaðsstarfsemi Ríidsútvarpsins fremur óhýru auga en hafa ber í huga að stjórnvöld hafa meðvitað gert stofnuninni að mæta kostnaðarhækkunum í verðþenslu síðustu missera með því að hagræða og auka sértekjur sínar af hrein- ræktaðri markaðsstarfsemi. Um 6% á þessu ári samkvæmt forsendum fjárlaga yfirstandandi árs. Þetta verður að skoða í beinu samhengi við þá staðreynd að afnotagjöld hafa hækkað um aðeins 5% sl. 7 ár, og er það að sjálfsögðu mjög meðvituð Útvarp Ríkisrekin afþreying í sjónvarpi allra lands- manna, segir Markús Örn Antonsson, stendur fyrir sínu. ákvörðun löggjafans. Lögum samkvæmt eru heimildir Ríkisútvarpsins til öflunar sértekna fyrst og fremst fólgnar í auglýsinga- sölu og kostun dagskrárliða. Að öðru óbreyttu mun því Ríkisútvar- pið nýta sér þessa tekjumöguleika til hins ýtrasta eins og því ber nauð- syn til í því skyni að halda úti eins myndarlegri dagskrá og frekast er kostur og aðstæður á markaðnum leyfa hverju sinni. Um stefnumar- kandi ákvarðanir að þessu leyti hef- ur ávallt verið haft fullt samráð við útvarpsráð líkt og gerist um allar heildaráætlanir varðandi niður- stöður í rekstri Ríkisútvarpsins, enda er verið að afla stofnuninni tekna til að halda úti þeirri dagskrá, sem útvarpsráð í umboði Alþingis hefur endanlegt ákvörðunarvald um. Um fjármögnum fjölmiðla í al- mannaþágu væri hægt að rita langt mál. í þeim efnum er allt breyting- um undirorpið. Oft er vitnað til þess að brezka ríkisútvarpið BBC sé rek- ið fyrir afnotagjöld einvörðungu og keppi ekki á markaðnum við aðra fjölmiðla. Þetta skuli menn taka sér til fyrirmyndar á Islandi. Það er hins vegar út í hött að miða við BBC, sem sakir sterkrar stöðu sinn- ar á hinu enskumælandi heimsmar- kaðssvæði getur selt afurðir sínar um víða veröld og haft af því gríðar- legar tekjur eftir frumflutning heima í Bretlandi. Og það eru engar smátekjur sem fást með afnota- gjöldum í 60 milljón manna samfé- lagi. Að öllu samanlögðu eru ár- stekjur hins ríkisrekna BBC svipaðar og íslenzka ríkisins. Víðast í Vestur-Evrópu eru aðal- tekjustofnar fjölmiðla í almanna- þágu blandaðir í ýmsum hlutföllum, þ.e. afnotagjöld, auglýsingar og kostun. Eins og fram kom í ágætu viðtali Morgunblaðsins við útvarps- stjóra írska ríkisútvarpsins í sl. viku eru auglýsingar þar á bæ yfir 60% af heildartekjum. Hið ríkisrekna af- þreyingarsjónvarp á Irlandi, sem einnig nýtur afnotagjalda af meir en milljón greiðendum, er þar af leið- andi miklum mun markaðssæknara en Ríkisútvarpið. Á Norðurlöndun- um, þar sem auglýsingar og kostun í ríkisreknum fjölmiðlum hafa verið nánast bannorð hjá stjórnvöldum og almenningi, fellur hvert vígið af öðru. Norska ríkisútvarpið hefur fengið lagaheimild til að birta auglýsingar á Netinu og í texta- varpi, og finnska ríkisútvarpið fékk nýlega leyfi til að leita kostunar við Markús Örn Antonsson helztu íþróttaviðburði í sjónvarpi. Hvergi er þó nauðsynin íyrir bland- aða tekjuöflun augljósari en hér í fá- menninu á Islandi, þar sem leitast er við að halda úti útvarpi og sjón- varpi í almannaþágu og bera það dagskrárlega saman við stöðvar í smáríkjum annars staðar í álfunni með hið minnsta tólf- til tvítugfalt fleiri afnotagjaldagreiðendur að bakhjai'li en raunin er hér. Ríkisrekin afþreying er til í ýms- um myndum hérlendis og algjörlega óþarft að telja upp allar helztu menningarstofnanir í því sambandi. Eftirminnilegar umræður fóru fram um hlutverk Þjóðleikhússins sem menningarstofnunar á þjóðlegum grunni þegar Guðlaugur Rósin- kranz, þáverandi þjóðleikhússtjóri, réðst í það stórvirki að láta setja upp My Fair Lady 1962. Mörgum fannst þetta lágkúrulegt og íslenzk- um leikritaskáldum þótti freklega framhjá sér gengið við val verkefna. Nýlegar blaðadeilur um viðleitni Þjóðleikhússins til að fá leyfi til sýn- ingar á erlendum söngleik í sam- keppni við einkaleikhús, sýna gjörla að ráðamenn í hinu ríkisrekna Þjóð- leikhúsi eru sér enn mjög meðvitað- ir um gildi þess fyrir íslenzka leik- húsgesti og fjáröflun leikhússins til annarra góðra verka að hleypa er- lendum straumum afþreyingar um svið þess og sali. Það er því ekki alls kostar rétt af leiðarahöfundi Morg- unblaðsins að stilla „afþreyingar- efni“ og því sem hann kýs að nefna „úrvalsefni" upp sem gjörsamlega andstæðum pólum. Ríksrekin afþreying í sjónvarpi allra landsmanna stendur fyrir sínu. Hún á stuðning fjöldans og vonandi tekst okkur æ betur að auka ánægju fólks með meiri fjölhæfni í íslenzkri dagskrá til frekari aðgreiningar frá þeirri froðu, sem flæðir út úr öllum gáttum hinnar heimsvæddu fjölmiðl- unar. En hin íslenzka viðleitni kost- ar sitt. Það ætti öllum að vera ljóst. Höfundur er útvarpsstjdri. JLó&' JjPt Nýja ~ ■Lí tlifali hreinsunin gsm 897 3634 Þrif á rimlagluggatjöldum. o ts o HELLUSTEYPA JVJ Vagnhöfða 17 112 Reykjavík Sími: 587 2222 Fax: 587 2223 Gerið verðsamanburð Tölvupústur: sala@hellusteypa.is Það sem hjartað þráir... í TILEFNI af fyrsta alþjóðlega hjartadeginum 24. september nk. finnst mér rétt að beina at- hygli manna að mikil- vægi góðrar næringar til vamar hjartasjúk- dómum. Meira en þriðji hver karlmaður og fjórða hver kona fær hjartasjúkdóm á lífsleiðinni. Æðakölk- un byrjar um tvítugt og ágerist með árun- um. Við æðakölkun þrengjast æðarnar og minna magn blóðs kemst til vefjanna. Það leiðir til súrefnisskorts á viðkomandi svæð- um. Það sem eykur líkurnar á æða- kölkun eru fyrst og fremst reyking- ar, fjölskyldusaga um æðakölkun, há blóðfita, hár blóðþrýstingur, sykursýki, offita, streita og lítil hreyfing. Dagleg fæða hefur áhrif á hjarta- heilsu með margvíslegum hætti en mestu máli skipta þó áhrif fæðunn- ar á styrk blóðfitunnar kólesteróls. Hátt kólesteról er einn helsti áhættuþáttur hjartasjúkdóma. Mat- aræðið, og þá fyrst og fremst fitan í fæðunni, hefur afgerandi áhrif á styrk kólesteróls. Lækkun á kólest- eróli í blóði lækkar dánartíðni tengda hjarta- og æðasjúkdómum. Kólesteról blóðs er bundið sér- stökum flutningsefnum sem nefnast fituprótein en helstu flokkar þeirra eru HDL eða eðlisþungt fituprótein og LDL eða eðlislétt fituprótein. Heilbrigðir, vel nærðir einstakling- ar geta verið með kólesteról í blóði allt frá 3 millimólum í lítra í yfir 10 millimól. Því hærra sem kólesteról- ið er því meiri líkur eru á æðakölk- un en þá skiptir líka máli hvort um er að ræða hækkun sem bundin er LDL eða HDL. LDL hefur til- hneigingu til að setjast í æðaveggi og valda æðakölkun. HDL hefur aftur á móti ekki slík áhrif og talið er æskilegt að styrkur HDL sé sem hæstur en HDL stuðl- ar að flutningi kólest- eróls úr æðaveggjum til lifrarinnar. Því er oft talað um „góða kól- esterólið" og er þá átt við HDL-kólesteról en LDL er á sama hátt nefnt „vonda kólester- ólið“. Mikilvægt er að gera sér grein fyrir að það er neysla harðrar fitu og ekki kólesteról- neysla sem skiptir mestu máli, þó getur einnig verið ástæða til að skerða kólesterólneyslu. Æskilegt er að HDL-kólesteról sé að minnsta kosti einn fjórði hluti af kólesteróli í heild, þ.e.a.s. LDL og HDL. Mælst er til þess að heildar- kólesteról sé minna en 6 millimól í lítra en lægra en 5 ef æðaþrengsli eða önnur æðakölkun er til staðar. Aðalatriðið er að minnka fítu- neysluna og mælir manneldisráð íslands með að fullorðnir fái 25-35 % orkunnar frá fítu en börn og unglingar 30-35 %. Samkvæmt neyslukönnunum hefur þetta hlut- fall verið mun hærra og allt að 40 %. Takmörkun fituneyslu er einnig mikilvæg til að fyrirbyggja offitu. Það gefur síðan svigrúm til þess að auka neyslu á fituminni vörum sem innihalda mikið af næringarefnum. Þá er t.d. átt við grænmeti og ávexti en þessar fæðutegundir eru ríkar af vítamínum og öðrum efnum (t.d. flavónóidum) sem hafa and- oxunaráhrif en þau eru líklega þýð- ingarmikil við að fyrirbyggja hjarta- og æðasjúkdóma og einnig krabbamein. Helstu aðferðir við að stilla fituneyslu í hóf eru að smyrja brauðið minna, velja magrar mjólk- urvörur og fituminni sósur, að Hjartadagurinn Aðalatriðið er, segir Birgit Eriksen, að minnka fituneysluna. skera fituna af kjöti eða velja mag- urt kjöt, að borða fisk oftar og velja fituminna kaffibrauð. Annað ekki síður mikilvægt er að vanda valið á fitu en fitu í fæðu má skipta í tvo meginflokka; mjúka (ómettaða) og harða (mettaða). Mjúk fita er fljótandi við stofuhita en hörð fita er í föstu formi við stofuhita. Hörð fita hefur ýmist að geyma mikið af mettuðum fitusýr- um eða mikið af trans-fitusýrum en báðar tegundirnar hækka kólester- óiið. Trans-fitusýrur eru isómerar fitusýrur sem innihalda eitt eða fleiri tvítengi í trans-stöðu. Tví- tengingin er annars í cis-stöðu. Trans-fitusýrur geta myndast við herðingu á olíum í iðnaði og í vömb jórturdýra. Fyrir fullorðna og börn eldri en þriggja ára er æskilegt að takmarka neyslu harðrar fitu þann- ig að hún gefi ekki meira en 15 % heildarorku. Minni neysla matvæla sem innihalda mikið af mettaðri fitu hefur yfirleitt einnig í för með sér minni neyslu á kólesteróli. Harða fitu er fyrst og fremst að finna í smjöri og feitum mjólkurvörum, bökunar- og steikingarsmjörlíki, pálmafeiti, kókósfeiti og feitu kjöti. Mjúk fita er hins vegar gerð úr ómettuðum fitusýrum en þær hafa ekki slík áhrif. Mjúka fitan er ríkj- andi í matarolíum, lýsi, feitum fiski og mjúku borðsmjörlíki. Fitan í hnetum, möndlum og fræjum er einnig mjúk og sömu sögu er að segja af avókadó. Við að velja mjúka fitu í stað harðrar verður lækkun á kólesteróli. Því er mælt með að velja mjúka fitu í stað harðrar, ekki síst við matargerð og sem viðbit. Þegar breytt er úr smjöri eða smjörlíki í matarolíu í uppskrift er reglan sú að 0,9 dl af matarolíu kemur í staðinn fyrir 100 g af smjöri eða smjörlíki. Matarolíu má nota í flestan bakstur og hentar einstaklega vel við gerdeigsbakstur og í vöfflugerð. Þegar steikt er upp úr matarolíu er mikilvægt að passa að olían ofhitni ekki. Matarolíur breyta ekki um ht við mikla upp- hitun eins og smjör og smjörlíki og því er nauðsyniegt að passa vel upp á hitastigið. Olífuolía og jarðhnetu- olía henta einkar vel til steikingar vegna þess hversu hitaþolnar þær eru en sólblómaolía og maísolía (kornolía) henta einnig vel til steik- ingar og jafnframt til baksturs. Sojaolía, rapsolía (canola) og val- hnetuolía eru viðkvæmari fyrir upphitun en henta vel í salatsósur og kalda rétti. Það sem mestu ræð- ur um hitaþol matarolíu er hlutfall ein- og fjölómettaðra fitusýra en einnig skiptir innihald olíunnar af alfa-línólensýru (omega-3 fitusýru) máh. Mælst er til þess að olíur sem innihalda meira en 2 % af alfa- línólen fitusýrum séu ekki notaðar til steikingar. Sojaolía, rapsolía og valhnetuolía eru ríkar af alfa-línó- len fitusýrum. Við hitun eyðileg- gjast þessar dýrmætu fitusýrur sem eru líkamanum nauðsynlegar og fást einungis úr fæðu. Kærkom- in nýjung á íslenska markaðnum er matarolía með jöfnu hiutfalli af ein- og fjölómettuðum fitusýrum (Is- io-4). Hún hentar vel í alla matar- gerð, svo sem í bakstur, til steik- ingar, marineringar og í salöt jafnframt þvi að hafa jákvæð áhrif á kólesteról, HDL jafnt og LDL, enda hafa heilbrigðissjónarmið ver- ið höfð að leiðarljósi við þróun hennar í Frakklandi. Höfundur er næringarfræðingur á Landspítala - háskölasjúkrahúsi. Birgit Eriksen
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.