Morgunblaðið - 05.10.2000, Síða 10
10 FIMMTUDAGUR 5. OKTÓBER 2000
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Davíð Oddsson forsætisráðherra um ráðstafanir stjórnvalda í kjölfar Suðurlandsskjálfta
tekið og keypt vegna jarðskjálft-
anna, til kaups með 50% afföllum
og kaupverðið verði lánað vaxta-
laust til allt að tveggja ára. „Það
ætti ekki að íþyngja sveitarfélög-
unum fjárhagslega," sagði hann.
Bætti Davíð því við að miklar
skemmdir hefðu orðið á veitukerfi
Sólheima í Grímsnesi í jarðskjálft-
unum. Viðlagatrygging bætti ekki
þær skemmdir vegna þess að Sól-
heimar eru ekki sveitarfélag, en
ríkisstjórnin hefði ákveðið að veita
Sólheimum 6 milljóna króna styrk
vegna þessa.
200 milljóna króna framlög í
fjáraukalögum fyrir árið 2000
Kom ennfremur fram í máli Dav-
íðs að í fjáraukalögum á þessu ári
yrði gert ráð fyrir 200 milljóna
króna framlögum vegna aðgerða
ríkisins á jarðskjálftasvæðunum.
Kostnaðurinn gæti þó orðið enn
hærri. „Ég tel fyrir mitt leyti að
nauðsynlegt sé í framhaldi af þess-
um málum að fara vel yfir og at-
huga á nýjan leik skipulag viðlaga-
tryggingar. Bæði til þess að flýta
viðbrögðum trygginganna og jafn-
framt til að reyna að tryggja það
að menn fái þær bætur sem hægt
er að gera ráð fyrir að þeir hafi
vænst,“ sagði Davíð.
Ummæli forsætisráðherra féllu í
góðan jarðveg hjá þingmönnum
sem tóku til máls í gær. Var það
samdóma álit manna að allir sem
komið hefðu að málum í kjölfar
jarðskjálftanna hefðu staðið sig
frábærlega, en að í ljós hefði komið
að kerfið sem við væri stuðst væri
óþarflega seinvirkt og ósveigjan-
legt. Upplýsti Árni Johnsen, fyrsti
þingmaður Suðurlands, að fjöldi
tjóna í jarðskjálftunum væri kom-
inn í 1.700 og þar af væri búið að
gera upp 800. Tjónamati væri þó
ekki alveg lokið en reiknað er með
að því ljúki í lok nóvember.
Morgunblaðið/Þorkell
Ráðherrar ræða og hugsa málin á Alþingi. Frá vinstri: Sólveig Pétursdóttir, Ingibjörg Pálmadóttir og Páll Pétursson.
Þarf að fara rækilega ofan í bóta-
og matsreglur viðlagatryggingar
DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra
sagði í utandagskrárumræðu á Al-
þingi í gær, að vegna óánægju við
mat á eignum þeirra sem urðu fyrir
tjóni í jarðskjálftanum á Suður-
landi í sumar væri nauðsynlegt að
fara rækilega ofan í bæði bóta- og
matsreglur viðlagatryggingar. Sú
vinna væri reyndar þegar hafin.
Hann sagði að heildarkostnaður
ríkisins vegna þeirra íbúðarhúsa
sem skemmdust eða eyðilögðust í
jarðskjálftanum á Suðurlandi í
sumar næmi nú um 275 milljónum
króna, en færi líklega upp í 300
milljónir.
Ögmundur Jónasson, þingmaður
Vinstrihreyfingarinnar - græns
framboðs, hafði varpað fram
nokkrum spurningum um ráðstaf-
anir stjórnvalda í kjölfar Suður-
landsskjálfta í sumar. Sagði hann
ljóst að mörg verkefni biðu úr-
lausnar. M.a. þyrfti að ljúka nú
þegar mati á öllum tjónum og bóta-
greiðslum til þess fólks sem orðið
hefði fyrir tjóni.
„Annað verkefni er svo að læra
af reynslunni og leitast við að
undirbúa samfélagið betur en verið
hefur undir viðbrögð við nátt-
úruhamförum. Þess vegna er mik-
ilvægt að átta sig á hvort jarð-
skjálftamir á Suðurlandi hafi leitt í
ljós að gera þurfi breytingar á
öryggisþáttum eða skipulagi al-
mannavarna," sagði hann.
Davíð Oddsson forsætisráðherra
svaraði því til að reynt yrði að
koma til móts við þá sem lent hafa í
mestum erfiðleikum við að koma
sér upp nýju húsnæði. „Hér er um
afar viðkvæmt mál að ræða og
vandmeðfarið, því jafnræðis þarf að
gæta,“ sagði hann.
Sagði Davíð að ríkið myndi
væntanlega bjóða sveitarfélögunum
þær húseignir, sem það hefur yfir-
Rikisstjórnin sökuð um sinnuleysi í garð aldraðra og öryrkja
Valgerður Sverrisdóttir
Fjölmenni á þingpöllum
við utandagskrárumræðu
SNARPAR umræður urðu um kjör
aldraðra og öryrkja í utandagskrár-
umræðu sem fór fram á Alþingi í
gær. Sakaði stjómarandstaðan ríkis-
stjómina um sinnuleysi í garð þess-
ara þjóðfélagshópa en Davíð Odds-
son forsætisráðherra sakaði máls-
hefjanda, Astu R. Jóhannesdóttur,
Samfylkingu, um að stunda „talna-
leikfimi" og sagði staðreyndina þá að
kaupmáttur lífeyiistekna hefði mjög
vaxið á undanfömum árum.
Þingpallar vom þéttsetnir við ut-
andagskrárumræðuna og mátti sjá
þar nokkra af forystumönnum sam-
taka eldri borgara. Ásta Ragnheiður
Jóhannesdóttir óskaði í ræðu sinni
Athuga-
semd úr
forsetastóli
við ummæli
í ræðu
GUÐJÓN Guðmundsson, ann-
ar varaforseti Alþingis, gerði
úr forsetastóli við upphaf þing-
fundar í gær athugasemd við
ummæli sem féllu í ræðu Sverr-
is Hermannssonar, formanns
Frjálslynda flokksins, í um-
ræðu um stefnuræðu forsætis-
ráðherra á þriðjudag. Sagði
Guðjón að í ræðunni hefðu fallið
brigslyrði um Halldór Ás-
grímsson utanríkisráðherra og
fjölskyldu hans sem óhjá-
kvæmilegt væri að gera at-
hugasemdir við.
MSM ipm | : l|l i 4m$m
ALÞINGI
eftir svömm frá forsætisráðherra um
það hvort og þá hvenær ríkisstjómin
hygðist afnema telqutengingu bóta
og einnig hvort sérstaklega yrði tekið
á kjömm þeirra lífeyrisþega sem
verst væm settir. Hún sagði mis-
skiptingu hafa aukist í samfélaginu,
ríkisstjómin héldi úti fátæktarstefnu
sem í raun væri aðskilnaðarstefna.
Ásta sagði ríkisstjórnina skammta
„hungurlús“ á borð lífeyrisþega og
sagði aldraða og öryrkja hlunnfarna
og kallaði jafnframt kjör þessara
hópa „niðurlægjandi“. Hún benti á að
gmnnlífeyrir væri 48 þúsund á með-
an lágmarkslaun væm 72 þúsund.
„Kjör þessa fólks verður að bæta.
Það er þjóðarskömm að fara svona
með fatlaða og gamalt fólk í dag,“
sagði hún.
Davíð Oddsson forsætisráðherra
sakaði Ástu Ragnheiði um að stunda
„talnaleikfimi". „Staðreyndin er sú
að kaupmáttur lífeyristekna hefur
vaxið mjög á undanförnum ámm,“
sagði hann og nefndi töluna 20% í því
sambandi, þ.e. frá því að núvarandi
ríkisstjóm komst til valda. Hann
sagði jafnframt launataxta segja litla
sögu um kaupmáttaraukningu og
benti á að kaupmáttur almennra
launa og bóta muni vaxa á þessu ári.
Varðandi afnám tekjutengingar
tekjutryggingar við tekjur maka
svaraði forsætisráðherra því til að
það væri svipaðar reglur í gildi á öll-
um Norðurlöndunum og þær hefðu
verið teknar upp fyrir mörgum ára-
tugum. „Fritekjumarkið hefur þre-
faldast í tíð núverandi ríkisstjórnar
og það segir sína sögu,“ sagði hann.
Kominn tími til framkvæmda
Fjölmargir þingmenn tóku þátt í
umræðunni í gær. M.a. sagði Ingi-
björg Pálmadóttir heilbrigðisráð-
herra að kjör öryrkja og eldri borg-
ara ættu að vera á borði allra
ríkisstjóma. Hún sagði hins vegar
mikilvægt að ræða ekki um þennan
hóp fólks eins og þar hefðu allir sömu
kjörin. Ríkisstjómin hefði lagt
áherslu á að beina kröftum sínum að
kjörum þeirra sem verst væru settir.
Ögmundur Jónasson, þingflokks-
formaður Vinstri grænna, sagði það
rétt að þessi mál ættu að vera á borði
allra ríkisstjóma, en ekki aðeins á
borðinu. „Við emm þreytt á orða-
gjálfri. Nú viljum við framkvæmdir
og við krefjumst framkvæmda,“
sagði hann. Staðreyndirnar lægju
fyrir, ekki væri hægt að deila um það
að aldraðir og öryrkjar hefðu verið
borið lakan hlut frá borði í tíð núver-
andi ríkisstjómar. Ef pólitískur vilji
væri fyrir hendi væri hins vegar
hægt að leiðrétta kjör þeirra.
Guðjón A. Kristjánsson, þingmað-
ur Frjálslynda flokksins, sagði það
liggja fyrir að bil milli ríkra og fá-
tækra ykist stöðugt. Verst væri þó að
bág kjör t.d. öryrkja bitnuðu ekki að-
eins á þeim sjálfum, heldur einnig
bömum þeirra. Þeim væri ekki fært
að taka þátt í þeim tómstundum sem
börn annarra tækju þátt í. „Það er
mælikvarði á siðferði þjóðar hvort
hún sýnir þeim virðingu sem minna
mega sín,“ sagði hann við umræðuna.
Segir hugmyndir
um sérstakt auka-
þing vanhugsaðar
VALGERÐUR Sverrisdóttir, iðnað-
ar- og viðskiptaráðherra, sagðist á
Alþingi í gær ekki hlynnt hugmynd-
um Vinstrihreyfingarinnar - græns
framboðs um sérstakt sumarþing ár-
ið 2001 um byggðamál. Kvaðst hún
telja tillögu Vinstri grænna van-
hugsaða en upplýsti síðan að hún
hygðist leggja fyi-ir Alþingi í haust
skýrslu um framkvæmd byggða-
áætlunar.
Ögmundur Jónasson mælti fyrir
þingsályktunartillögu Vinstri
grænna, en með henni er lagt til að
haldið verði aukaþing um byggðamál
næsta sumar þar sem fjallað yrði um
framtíðarþróun byggðar í landinu og
í framhaldi af því mótuð markviss
byggðastefna til næstu tveggja ára-
tuga. í tengslum við þingið yrði hald-
in almenn byggðaráðstefna með að-
ild sveitarstjórna, helstu stofnana
sveitarfélaga og hins opinbera, fé-
lagasamtaka og einstaklinga.
Iðnaðarráðherra sagði að mörg
orð mætti vissulega hafa um byggða-
mál. Tók hún undir að færa mætti
byggðamálin til betri vegar. Hún
kvaðst hins vegar ekki telja að lausn-
in á vandanum væri sú að halda sér-
stakt sumarþing um þennan mála-
flokk einvörðungu. Benti Valgerður
á að byggðamálin væru ekki ein-
angraður málaflokkur heldur tengd-
ust þau nánast öllu sem fjallað væri
um á Alþingi. Byggðamálin snertu
þannig á atvinnumálum, samgöngu-
málum og iðnaðarmálum svo fátt eitt
væri nefnt.
Valgerður minnti einnig á að Al-
þingi hefði á sínum tíma samþykkt
mjög metnaðarfulla tillögu um
byggðamál sem gilti fyrir tímabilið
1999-2001. Ólíkt ráðherra byggða-
mála tók Guðjón A. Kristjánsson,
þingmaður Fijálslynda flokksins,
vel í hugmyndir Vinstri grænna.
Sagðist hann tilbúinn til að sitja sér-
stakt aukaþing næsta sumar ef það
gæti orðið til þess að tekið yrði
markvisst á vandanum í byggðamál-
um. Össur Skarphéðinsson, formað-
ur Samíylkingarinnar, kvaðst hins
vegar hikandi við að taka undir til-
lögu Vinstri grænna. Ráðast þyrfti í
umræður og aðgerðir strax til að
bregðast við byggðavandanum.
Gagnrýndi Össur ríkisstjómina fyrir
frammistöðu hennar í þessum mála-
flokki.
Ai-nbjörg Sveinsdóttir, Sjálfstæð-
isflokki, varði hins vegar ríkisstjórn-
ina og fór yfir aðgerðir hennar und-
anfarin misseri til að sporna við
byggðaröskuninni. Sagði hún það
skipta mestu máli að unnið væri
stöðugt og af fullum þunga að þess-
um málum.
Fyrsta um-
ræða um
fjárlög í dag
FUNDUR hefst í Alþingi í dag
kl. 10.30 og verður þá tekið til
við að ræða fjárlög fyrir árið
2001. Önnur mál verða ekki á
dagskrá Alþingis í dag enda má
gera ráð fyrir að fyrsta um-
ræða um fjárlögin standi í allan
dag og jafnvel fram á kvöld.