Morgunblaðið - 05.10.2000, Qupperneq 12
12 FIMMTUDAGUR 5. OKTÓBER 2000
MORGUNBLAÐIÐ
-
Séra Flóki Kristinsson við þingsetningu
Sækjumst ekki
eftir frumþörfum
heldur munaði
SÉRA Flóki Kristinsson, prestur í
Hvanneyrarprestakalli, gerði það
sem hann kallaði „neysluhyggju
samtímans" m.a. að umtalsefni í
predikun sinni sem hann flutti í
guðsþjónustu í Dómkirkjunni á
mánudag í tilefni af setningu Alþing-
is. Minnti hann í því sambandi á að
menn byggja ekki hamingju sína alla
á eyðslu og „svokallaðri velferð".
„Vér íslendingar teljum oss lán-
sama að lifa í frjálsu vestrænu sam-
félagi, í iðnþróuðu velferðarsamfé-
lagi sem hefur fyrir löngu sigrast á
fátækt og örbirgð og skorti á lífs-
gæðunum. Skortur liðinna alda er að
baki. Þannig eru það ekki lengur
frumþarfirnar sem vér sækjumst
eftir heldur munaðurinn.“
Einnig sagði sr. Flóki: „Þannig er
kröfunum sífellt haldið ofan við
neyslumarkið, með auglýsingum og
fyrirmyndum eyðslunnar. Meira vill
meira. Nýjar þarfir eru vaktar upp,
jafnskjótt og hinum fyrri er full-
nægt. Munaðarvarningur er
auglýstur sem nauðsynjar, til þess
að rýma til fyrir nýjum óhófsvörum.
Sóst er eftir meiri lífsgæðum eftir
því sem framfærslugetan eykst,“
sagði séra Flóki. Benti hann síðar á
að kristindómurinn gæti bent á
nokkuð sem gæti átt erindi til sam-
tíðarinnar. „En það er að boða frelsi
frá neyslu í stað þess að þröngva til
neyslu. Það er í það minnsta nokkur
meining í því að byggja ekki ham-
ingju sína alla á eyðslu og svokall-
aðri velferð. Frá sjónarhorni Jesú
Krists getur meira að segja verið
meining í því að sækjast ekki alltaf
eftir meiru, að reyna ekki ávallt að
komast yfir allt, að láta ekki stjóm-
ast af lögmáli metnaðar og metings,
að taka ekki þátt í því að dýrka of-
gnótt, að venja börn vor strax á að
forðast eyðslu og sóun. Þannig borð-
ar kristindómurinn það sem Jesú
nefnir í Fjallræðunni „fátækt í
anda“ sem er innra frelsi frá eignum
og veraldlegum varningi og allri
þeirri æringu sem fylgir markaðs-
torgum og allsnægtaborði samtím-
ans. Það er sú grundvallarafstaða
sem byggist á nægjusemi og
áhyggjulausu trausti á þvi að Guð
muni vel fyrir sjá jafnvel þótt vér
höfum ekki milli handanna það allt
sem vér girnumst og haldið er að
oss.“
Atvinnuley sistry ggingasj óður
Eignir rúmlega
fjórir milljarðar
GREIÐSLUR úr Atvinnuleysis-
tryggingasjóði námu rámlega 1,7
milijörðum króna í fyrra sem er
nokkru lægri upphæð en árið 1998.
Gissur Pétursson, forstjóri Vinnu-
málastofnunar, segir að á þessu ári
stefni í að útgjöld sjóðsins dragist
enn frekar saman. Hann telur að
útgjöld sjóðins verði um 1,2 millj-
arðar á þessu ári. Eignir Atvinnu-
leysistryggingasjóðs jukust um
80% á árinu og eru nú næstum 4,2
milljarðar króna.
Gissur segir ástandið á
vinnumarkaðnum árið 1999 hafa
einkennst af mikilli eftirspum eftir
vinnuafli enda uppsveifla á flestum
sviðum atvinnulífsins. Starfsfólki
hafi fjölgað um 3,7% sem er mesta
atvinnuaukning ef undan eru skil-
in árin 1997 til 1998.
Fækkun starfa
á landsbyggðinni
Þróunin er þó misjöfn eftir
landshlutum. „Fjölgun starfa er að
mestu bundin við höfuðborgar-
svæðið. Fækkun starfa, einkum
þeirra sem konur hafa gegnt að
miklu leyti, hefur átt sér stað á
landsbyggðinni," sagði Gissur á
ársfundi Vinnumálastofnunar sem
haldinn var í gær. „Ef litið er á at-
vinnugreinar hefúr á árinu íjölgað
starfandi fólki í flestum þjónustu-
greinum, en fækkað í flestum
iðngreinum, einkum fiskvinnslu.
Sú fækkun er nær eingöngu á
meðal kvenna. A móti kemur mikil
fjölgun í hótel- og veitingastarf-
semi sem einkum er meðal kvenna.
Þá hefur þeim fjölgað mikið sem
starfa í fjármálaþjónustu af ýmsu
tagi og fasteignaviðskiptum, eink-
um þó körlum. Á heildina litið hef-
ur því fjölgun átt sér stað bæði
meðal karla, eða 3,9% og kvenna,
3,3%,“ sagði Gissur.
Hann sagði fjölgun starfa hafa
verið mesta meðal séríræðinga og
í verslunar- og þjónustustörfum.
Fækkun starfa væri hins vegar
mest áberandi meðal ósérhæfðs
starfsfólks. Gissur taldi að með
aukinni tækniþróun myndi sú þró-
un halda áfram.
Reglugerð ESB um dísilolíu á bfla
Minna innihald
brennisteins
REGLUGERÐ Evrópusambands-
ins, ESB, sem tók gildi um síðustu
áramót varðandi dísilolíu á bíla,
kveður á um minna brennisteinsinni-
hald olíunnar en áður hafði verið not-
að. Olían er t.d. með minna innihald
brennisteins en notað er í skip og
verksmiðjur.
Áður var notuð á bíla dísilolía sem
hafði brennisteinsinnihald allt að
0,2%. Innilutningur á dísilolíu sem
hefur meira innihald hefur verið
bannaður samkvæmt íslenskri
reglugerð frá árinu 1995.
Samkvæmt reglugerð ESB, sem
seljendur olíunnar á Rotterdam-
markaði vinna eftir, má innihaldið
ekki vera meira en 0,035%. Þessi
dísilolía er mun dýrari en aðrar teg-
undir en um leið talin gæðameiri og
umhvei-fisvænni.
Samkvæmt upplýsingum úr um-
hverfisráðuneytinu hefur þessi
reglugerð ESB ekki tekið gildi á
Evrópska efnahagssvæðinu en mun
gera það innan skamms.
Hagstofan
fær 6 milljón-
ir til að reikna
út heildsölu-
vísitölu
HAGSTOFA íslands fær 6 milljóna L
kr. framlag í fjárlagafrumvarpi
næsta árs vegna kostnaðar við að I
reikna út verðvísitölu innlendrar f
framleiðslu, eða svonefnda heildsölu-
vísitölu.
„Slík vísitala er víða birt mánaðar-
lega og er m.a. talin gefa vísbending-
ar um hvers megi vænta um almenna
verðþróun eins og hún birtist í
neysluvöruverði," segir í athuga-
semdum frumvarpsins.
Jafnframt er lögð til 5 milljóna i
króna fjárveiting vegna kostnaðar |.
við að reikna út svokallað jafnvirðis- I;
gildi (PPP) sem nýtist í alþjóðlegum J
verðsamanburði. Einnig kemur fram
í frumvarpinu að áformað er að
neyslukannanir vegna útreikninga
neysluverðsvísitölu verði gerðar ár-
lega í stað þess að gera slíka könnun
á fimm ára fresti.
Flókið og tímafrekt
verkefni
I umræðum um verðmyndun á
matvörumarkaði á undanförnum
misserum hafa komið fram þau sjón-
armið að mikilvægt sé að Hagstof-
unni verði falið að reikna fram-
leiðslu- eða heildsöluvísitölu, eins og
gert er í flestum nágrannalöndum.
Að sögn Guðránar R. Jónsdóttur,
á vísitöludeild Hagstofunnar, má
reikna með að það verði mikið verk
og tímafrekt að reikna út slíka vísi-
tölu ef tillaga fjárlagafrumvarpsins
verður að lögum. Nauðsynlegt sé að
fá starfsmann til verksins auk þess
sem skipuleggja þurfi hvemig staðið
yrði að þessum athugunum. Hún
sagði að verðsöfnun hjá birgjum
vegna slíkra útreikninga vísitölunn-
ar sé mun flóknari en þegar verð-
athuganir eru gerðar í smásöluversl-
unum.
------4-*-4------
Kastljósið á
laug’ardög’um
UMRÆÐU- og dægurmálaþáttur-
inn Kastljósið, sem er á dagskrá
Sjónvarps á eftir sjöfréttum, verður
sex daga vikunnar í vetur auk þess
sem umræðuþátturinn Deiglan verð-
ur áfram á sunnudögum. Að sögn
Bjarna Guðmundssonar, fram-
kvæmdastjóra Sjónvarpsins, hefur
Rögnu Söru Jónsdóttur og Gísla
Marteini Baldurssyni bæst liðsauki í
Kristjáni Kristjánssyni, fréttamanni
Sjónvarps, og munu þau þrjú sjá um
þáttinn. Kastljósið hóf göngu sína á
liðnum vetri og var á dagskrá alla
virka daga, en nú bætist laugardag-
urinn við.
------+++--------
A
Islendingur
til New
York í dag
LANGSKIPIÐ íslendingur er
væntanlegt til New York í dag og
verður sérstök móttökuathöfn við
það tækifæri. Þetta er tokaáfangi
skipsins í siglingunni frá íslandi til
Ameríku, en það lagði upp frá
Reykjavík 17. júní.
Áð sögn Péturs Óskarsonar, við-
skiptafulltrúa viðskiptaþjónustu
utanríkisráðuneytisins í New York,
er algjörlega útilokað að gera sér
grein fyrir því hvað margir íbúar
New York-borgar komi til að sjá
skipið leggjast að en ferðin hafi
hlotið mikla athygli.
Guðmundur Arni Stefánsson,
fyrsti varaforseti Alþingis, og
Henry Stern, aðstoðarborgarstjóri
New York-borgar bjóða víkingana
velkomna. Til stóð að Hillary L
Clinton forsetafrú yrði viðstödd er
íslendingur kæmi en svo verður |
ekki.
FRÉTTIR
Dagþjónustan Gylfaflöt opnuð formlega
Morgunblaðið/Golli
Dagbjörg Baldursdóttir, forstöðumaður Gylfaflatar, ásamt Páli Péturs-
syni félagsmálaráðherra við opnunina.
Morgunblaðið/Golii
Dr. Þór Jakobsson, verkefnisstjóri hafísrannsókna Veðurstofu íslands,
afhendir Páli Bergþórssyni veðurfræðingi viðurkenningarskjal. Við
hlið þeirra stendur Cheryl Bertoia frá bandarfsku hafísþjónustunni,
sem færði Páli blómvönd við þetta tækifæri.
Páll Bergþórsson
heiðraður fyrir skerf
sinn til veðurvísinda
PÁLL Bergþórsson, veðurfræð-
ingur og fyrrverandi veðurstofu-
stjóri, var á alþjóðlegri ráðstefnu
um hafís, hafískönnun og hafís-
þjónustu sem haldin er í Reykja-
vík um þessar mundir, heiðraður
fyrir fjölþættan skerf sinn til haf-
ísrannsókna, veðurvísinda og
rannsókna á vfxláhrifum manns
og náttúru. „Páll hefur verið
frumkvöðull að mörgu í þessum
fræðum sem síðan hefur verið
haldið áfram með,“ segir dr. Þór
Jakobsson, verkefnisstjóri hafís-
rannsókna Veðurstofu íslands.
Hér veitir Þór Páli viðurkenn-
inguna en við hlið þeirra stendur
Cheryl Bertoia, frá bandarísku
hafísþjónustunni, sem færði Páli
blómvönd við þetta tækifæri.
Jákvæð ung-
menni til mikillar
fyrirmyndar
DAGÞJÓNUSTAN Gylfaflöt í Graf-
arvogi var opnuð formlega nú fyrir
skömmu, en Gylfaflöt heyrir undir
Svæðisskrifstofu málefna fatlaðra í
Reykjavík og er ætluð ungmennum á
aldrinum 16 til 25 ára. Gert er ráð
fyrir 26 heildsdagsplássum eða 52
hálfsdagsplássum og eru 16 stöðu-
gildi áætluð fyrir þennan fjölda.
Þó að Gylfaflöt hafi ekki verið opn-
uð formlega fyrr en nú hófst starf-
semi þar, með nokkrum ungmenn-
um, í maí síðastliðinum. Við opn-
unina sagði Dagbjörg Baldursdóttir
forstöðumaður að miðað við reynslu
þeirra af starfi sumarsins væri auð-
velt að horfa björtum augum til
framtíðarinnar því ungmennin sem
dveldu hjá þeim á daginn væru mjög
jákvæð sem væri til mikillar fyrir-
myndar.
Dagbjörg sagði einnig að megin-
markmið starfsins væri að efla lífs-
leikni ungmennanna og að leitast
væri við að auka líkamlegan og and-
legan þroska þeirra, sjálfstæði og
frumkvæði. Einnig væri lagt upp úr
því að auka færni þehxa til samvinnu
og að efla sjálfsmynd þeirra.
Dagbjörg sýndi gestum húsakynni
Gylfaflatar sem eru tæplega 500 fer-
metrar og er þar meðal annars að
finna tölvuver, vinnurými, tóm-
stundaherbergi og setustofu.
ímm ____________________________évnviritMiai