Morgunblaðið - 05.10.2000, Side 36

Morgunblaðið - 05.10.2000, Side 36
36 FIMMTUDAGUR 5. OKTÓBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Fimmtudagur 5. október Hljómblær lýrísks suðræns hetjutenórs „BARÁTTAN er hörð, því það eru margir virkilega góðir söngvarar úti í hinum stóra heimi. Og fyrir mann eins og mig sem byrjar seint að læra er þetta vissulega erfitt - en Guð hefur gefíð mér þessa rödd, svo mér fínnst rétt að láta á það reyna og sjá hvað úr verður," segir tenórsöngvarinn Jóhann Friðgeir Valdimarsson, sem hóf nám í Söngskólanum í Reykjavík 27 ára gamall og hélt að því loknu til náms á Italíu, þar sem hann hefur verið við nám og störf síð- astliðin tvö og hálft ár. Hann söng nýverið aðaltenór- hlutverkið í messu Gioaehino Rossini, Petite messe solenelle, í Bolzano á Norður-Italíu en það var menningarstofnunin í Bolzano, Musica in Aulis, sem stóð fyrir tónleikunum. „Þarna söng ég með alveg frábærri japanskri sópran- söngkonu, Atsuko Kawahara, sem hefur sungið dúetta með Pavarotti í London, Italíu og Bandaríkjun- um,“ segir hann. Gagnrýnandi blaðsins Spettacoli, Giacomo Forn- ari, fór lofsamlegum orðum um flutninginn og sagði m.a. um Jó- hann að hann væri „stilltur í flutn- ingi, gæddur frábærum og sjald- gæfum hljómblæ lýrísks suðræns hetjutenórs". Jóhann heldur aftur utan síðar í þessum mánuði og syngur messuna á tvennum tón- leikum og í desember mun hann syngja í Requiem Verdis á Norð- ur-Italíu. Næsta vor syngur hann svo í tónleikauppfærslu á La Traviata í Rotterdam. „Svo er búið að biðja mig að syngja á Akureyri þegar tónlistarsalur Ketilhússins í Listagilinu verður vígður í vetur,“ segir Jóhann en þar að auki syng- ur hann við jarðarfarir, brúðkaup og ýmis önnur tækifæri heima á íslandi. Á döfinni er svo útgáfa tveggja hljómdiska þeirra Jóhanns og Olafs Vignis Albertssonar, sem hefur verið hans aðalundirleikari hér á landi. Megnið af efninu á öðrum þeirra var tekið upp á og í tengslum við tónleika sem þeir fé- lagar héldu í íslensku óperunni síðastliðið haust. Þar verður að fínna ítalskar aríur og ljóð ásamt íslenskum sönglögum. Þá eru þeir með í undirbúningi annan disk með lögum Sigvalda Kaldalóns. Mont er meðalmennska Móðir Jóhanns, Gígja Jóhanns- dóttir, er fiðluleikari og sjálfur segist hann hafa verið í tónlistar- námi allt frá barnæsku - bæði í píanó- og trompetleik - en um tvít- ugt hætti hann, þar sem áhuginn dvínaði. „En reynslan kom sér vel Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson Jóhann Friðgeir Valdimarsson tenórsöngvari segir það vera á við lottóvinning að vera kominn með góðan umboðsmann á Italíu. það er mun dýrara að vera á Italíu og erfiðara að komast inn í skól- ana. Það eru nóg verkefni í Þýska- landi og mér var sagt að ég þyrfti að fara þangað, syngja fyrir og byrja minn feril þar - en fyrst þetta gengur upp á Ítalíu læt ég þar við sitja,“ segir Jóhann og hrósar happi yfir því að vera kom- inn með góðan umboðsmann á It- alíu. „Það er eins og að fá lottó- vinning,“ segir hann. Fjölskylda Jóhanns er nú aftur flutt heim eft- ir tveggja ára Ítalíudvöl og hyggst Jóhann nú gera út frá íslandi og fljúga til Ítalíu þegar spennandi verkefni bjóðast. Kristján Jóhannsson er algjör perla Á Ítalíu er annar íslenskur tenór sem Jóhann fer um fögrum orðum: „Kristján Jóhannsson er algjör perla og hefur gefið mér mörg góð ráð - og sömuleiðis Sigurjóna kon- an hans. Þau eru miklir höfðingjar og maður er alltaf velkominn til þeirra," segir hann. Annan lista- mann nefnir Jóhann, sem hann kveðst hafa lært mikið af. Sá var Guðni Þ. Guðmundsson, organisti í Bústaðakirkju, sem lést nýverið, langt um aldur fram. „Ég hef unn- ið mikið með honum síðastliðin ár og hann kenndi mér mikið. Það er mikill missir að manni eins og hon- um,“ segir hann. Reykjavík og fyrsti kennarinn hans þar var Garðar Cortes. Seinna lærði hann hjá þeim Magn- úsi Jónssyni og Bergþóri Pálssyni og síðast hjá Þuríði Pálsdóttur og lauk áttunda stigs prófí vorið 1998. Þaðan lá svo leiðin til Mflanó, þar sem hann hóf nám hjá prófessor Giovanna Canetti. „Hún er einn virtasti söngkennarinn í Mílanó og reyndar á allri Norður-Ítalíu en hún er yfirkennari hjá Conserv- atori Giuseppi Verdi og í La Scala- skólanum í Mílanó. Ég hef líka unnið mikið með ýmsum óperu- þjálfurum, þar á meðal Nicoli Bruno, sem er einn aðalóperu- þjálfarinn hjá La Scala-óperunni í Mílanó. Þá hef ég verið í tímum hjá hinum fræga tenórsöngvara Franco Ghitti, sem hefur m.a. sungið á Metropolitan og Scala og er frábær náungi. Ég tel það vera mjög mikilvægt fyrir mig að læra og fá ráðleggingar hjá tenórsöngv- ara,“ segir Jóhann. „Það er að mínu mati heppni fyrir karlmann að vera tenór, því þeir eru svo fáir miðað við bassana og baritónana. Þannig að ef maður er góður er til- tölulega auðveldara að komast áfram,“ heldur hann áfram. „Mér er sagt að ég sé ekki nógju góður með mig. En ég er á þeirri skoðun að það að vera montinn sé meðal- mennska. Maður á að reyna að vera hógvær og gera vel það sem maður tekur sér fyrir hendur.“ „Það eru í rauninni ekki margir íslendingar sem hafa farið til ítal- íu í söngnám miðað við alla þá söngvara sem fara til Þýskalands. Það er einfaldlega vegna þess að þegar ég fór að læra að syngja,“ segir hann. Það var árið 1994 sem hann hóf nám við Söngskólann í -2000 HÖFN í HORNAFIRÐI 5.- 22.10 ídag veröur opnuö í Pakkhúsinu á Höfn sýningin Yfirlityfir þróun ís- tenskrar utanríkisþjónustu. Sýn- ingin, sem inniheldur Ijósmyndir, skjöl ofl. hefur verið sett upp vítt og breytt um landið síöan hún hófst á vordögum í Þjóðarbókhlöð- unni. Sýningin í Pakkhúsinu verð- ur opin frá kl. 16-18 virka daga og kl. 13-18 um helgar. www.mfa.is LISTASAFN REYKJAVÍKUR - HAFNARHÚS KL. 15-19 cafe9.net Virtual Voices Cyber- feminist Workshop. Fjölbreytt dag- skrá frá Brussel þarsem sýndar eru myndir, framkvæmdirgjörning- ar og rætt á fræðilegum nótum um Cyberfeminisma. www.cafe9.net www.reykjavik2000.is, wap.olis.is Verðdæmi: Marakesh bolir áður 2.649 Kringlukast 1.849 Pils með kögri áður 4.599 Kringlukast 3.224 Holly combe kjóll áður 7.499 Kringlukast 5.249 og fleiri góð Kringlukaststilboð Æ mf * ■' b ' ' i í'j’'W'. '■ Krtuglunni, Laugavegi 66

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.