Morgunblaðið - 05.10.2000, Side 37

Morgunblaðið - 05.10.2000, Side 37
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. OKTÓBER 2000 37 LISTIR Hátíð talaðrar tðnlistar í Islensku óperunni „ORÐIÐ tónlist - Hátíð talaðrar tón- listai'" er yfirskrift samkomu sem út- gáfufyrirtækið Smekkleysa sm. hf„ í samstarfi við menningarborgina, stendur fyrir í íslensku óperunni 7. október næstkomandi. I fréttatil- kynningu segir: „Eins og heitið orðið tónlist bendir tíl er hátíðinni ætlað að fagna hverskyns samslætti orða og tónlistar, þarsem mörkin milli skáld- skapar og tóna verða fljótandi og stefna jafnvel til hafs. Því verður tónl- ist í stóru hlutverki þetta kvöld en megináherslan er þó lögð á sjálft orð- ið; sjálfan hljóm orðanna í skáldskap, skáldskap í félagsskap tónlistar, skáldskap sem tónlist eða skáldskap tengdan tónlist á einn eða annan máta.“ Fjölbreyttur hópur erlendra og íslenskra listamanna mun koma fram, bæði skáld og rithöfundar, sem unnið hafa með tónlistarmönnum og/ eða tónlist, og tónlistarmenn sem byggja verk sín á beinan eða óbeinan hátt á bókmenntatextum eða tengja þau við orð og skáldskap á ýmsa vegu. Þeir sem koma fram eru sópran- söngkonan og tónskáldið Joan La Barbara sem starfað hefur meðal annars með tónskáldum á borð við John Cage og Morton Feldman, tónl- istarmaðurinn og rithöfundurinn Da- vid Toop, ljóðskáldið Elisabeth Belile sem vakið hefur mikla athygli í Bandaríkjunum fyrir djarfa og ögr- andi ljóðlist, jaftit í bókum sínum sem hljóðupptökum, segir ennfremur. Islenskir þátttakendiu- eru múm, Ása Ketilsdóttir, Sjón vs. Curver, Andii Snær Magnason, Michael Poll- ock, Asgerður Júníusdóttir, Didda, Hallgrímm- Helgason, Sigur Rós og Steindór Andersen, Þorvaldur Þor- steinsson, Berglind Ágústsdóttir og Bibbi, Einar Már með kvartett Tóm- asar R„ Bragi Ólafsson, Erpur Eyv- indsson, Jóhamar/Einar Melax, Linda Vilhjálmsdóttir, Sverrir Guð- jónsson, Birgir Örn Steinarsson og Einar Öm Benediktsson. Kynnh' verður Magga Stína. Pallborðsumræður í Iðnó Fyrr um daginn, milli kl. 14 og 17 í Iðnó, standa Smekkleysa og Reykja- víkurAkademían fyrir pallborðsum- ræðum um tónlist og textagerð og fara þær fram á ensku. Þar munu tala bandaríski tónlistargagnrýnandinn David Fricke, sem lengi hefur starfað fyrir tónlistartímaritið Rolling Stone og skrifað bækur um hljómsveitirnar Cars, Def Leppard og Rolling Stones; Bretinn David Toop sem er rithöfundur og blaðamaður hins vh-ta tónlistartímarits Wire, meðal bóka hans era Rap Attack og Ocean of Sound, Davíð Ólafsson sagnfræðing- ur, Geir Svansson bókmenntafræð- ingur og Ulfhildur Dagsdóttir bók- menntafræðingur, öll frá ReykjavíkurAkademíunni. Hátíðinni er einnig ætlað að vera einskonar markaðstorg tónlistar og texta þar sem þátttakendur gætu haft útgefin verk sín til sölu í anddyri hússins og/eða dreift textum sínum og tónlist á annan hátt. í tilefni „orðsins tóniistar" gefur Smekkleysa út myndskreytta sýning- arskrá með textadæmum eftir þátt- takendur hátíðarinnar, auk greina um texta og tónlist. Miðaverð er 2.000 kr. og forsala að- göngumiða er í Tólf tónum og Japis, Laugavegi. John Krogh sýnir í GUK DANSKI myndlistarmaðurinn John Krogh opnar sunnudaginn 8. október sýningu í GUK - exhibition place. Opnunin verður kl. 14 á Selfossi en kl. 16 í Lejre og Hannover. GUK er sýningarstaður fyrir myndlist í þremur löndum; í húsgarði á Selfossi, í garðhúsi í Lejre í Dan- mörku og í eldhúsi í Hannover í Þýskalandi. Þrír íslenskir myndlistar- menn reka staðinn í og við heimili sín. John Krogh er fæddur 1959 í Od- ense í Danmörku og stundaði þar myndlistamám. Hann hefur verið virkur myndlistaimaður og haldið fjölda sýninga. John er nú á Islandi til að setja upp verkið sitt og er búinn að vera í Hannover og Lejre þar sem verkin bíða opnunarinnar. John verð- ur á Selfossi á opnuninni. Síðastliðin fjögur ár hefur hvítt verið megininntakið í verkum Johns; hvítt sem lífrænt form sem má draga inn í ólíkar sögur og aðstæður. Á þessari sýningu er hvítu skipt í þrjá þætti: Einstaklinginn, staðinn og hlutinn. John gerii’ ráð fyrir að þessir þrír þættir séu granneiningar allra listrænna athafna. Sýningin er einfold hversdagsleg saga sem sett er utan á sýningarrým- in. Sagan er alltaf í andstöðu við það sem áhorfandinn upplifir. Þegar hann er úti er sagan um eitthvað sem er að gerast inni, líkamlega og andlega. Ahorfandinn virðist hafa komið á rangan stað (öfugum megin) á röng- um tíma. Svo virðist sem listaverkið sé að fást við ferðalag sögumanns og áhorfanda sem báðir eru blindir. Sunnudagana 5. nóvember og 3. og 17. desember verður opið milli kl. 16 og 18 að staðartíma en að auki er sýn- ingin opin á öðrum tímum eftir sam- komulagi. Hægt verður að sjá myndir frá sýn- ingunni á http://www.simnet.is/guk Þar er einnig hægt að skoða mynd- ir af fyrri sýningum í GUK. -------f-4-4----- Síðasta sýningarhelgi KOMIÐ er að síðustu sýningarhelgi á hinni viðamiklu samsýningu Tími - fresta flugi þínu í Listasafni Reykja- víkur - Kjarvalsstöðum. Megininntak sýningarinnar er ólík viðhorf listarinnar til tímahugtaks- ins. Tímans tákn birtist okkur í ýms- um myndum og hefur listamönnum samtímans tekist að fanga og útfæra nýja sýn á samspil þessara þátta. Á sunnudaginn er boðið upp á leið- sögn um sýninguna kl. 15. Sýnir í Fella- og Holakirkju OLGA Pálsdóttir opnar sýningu í Fella- og Hólakirkju sunnudaginn 8. október kl. 12. Þetta er önnur einkasýning Olgu. Viðfangsefni listaverka hennar er kvöldmáltíð, bænir og íslenska fjöl- skyldan. Verkið er unnið sem þrykk á postulín. Sýningin er opin daglega frá kl. 13-17 og stendur til 15. október. VERO MODA Kringlukast ■ ■ .■

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.