Morgunblaðið - 05.10.2000, Side 53

Morgunblaðið - 05.10.2000, Side 53
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. OKTÓBER 2000 53 • UMRÆÐAN Malbik, umferð og gróður SIÐASTLIÐIÐ sumar var einstaklega hagstætt til útiverka, svo sem malbikunar og garðyrkju. Því mátti ætla að Reyk- víkingar og aðrir njót- endur borgarinnar gætu séð vandaða um- hirðu gróðursins og umfangsmiklar maL bikunarviðgerðir. í því efni gáfu auknar fjárveiting- ar til malbikunar sér- stök fyriheit. Núna þegar komið er fram á Kristinn elleftu stundu malbik- Snæland unartíma er gatna- kerfi borgarinnar meira og minna sundurgrafið eftir margs konar vinnuflokka og skurðir þeirra standa jafnvel vikum saman opnir eða aðeins malar- eða moldarfyllt- ir. Þar við bætist að fjöldi gatna er enn afar illa farinn og holóttur svo mjög að ógnvænlegt er að slíkar götur mæti vetri, salti og nöglum án mikilla og vandaðra viðgerða. Óþarfi ætti að vera að tíunda ein- hverjar götur enda fjöldi þeirra slíkur að óteljandi er í stuttri grein. Nefna skal ég þó nokkrar slæmar sem samt eru ekkert verri en fjöldi annarra gatna: Tryggva- gata vestan, Mýrargata og rétt norður Grandann en þar er m.a. djúp hættuleg hola fyrir utan aðr- ar skemmdir.Hafnarstrætið, norð- ur Pósthússtrætið og þaðan austur Tryggvagötu. Þetta svæði, mikið umferðar- og ferðamannasvæði er vægt sagt ömurlegt. Þá má nefna Bústaðaveginn og enn Fellsmúlann neðst við Grensásveg. Hverfismiðstöðvar Borgaryfirvöld hafa komið upp mörgum góðum hverfismiðstöðv- um. Starfsmenn þeirra vita hvern- ig ástand gatna í hverfinu er. Ef gatnamálastjóri óskaði eftir skýrslum frá stöðvum þessum um ástand gatna í hverfinu gætu þess- ir ágætu starfsmenn tilgreint göt- urnar nákvæmlega og m.a.s. hversu margar holur þyrfti að laga í hverri götu. Ekki er málið nú flóknara en þetta. Spurningin er þá þessi, hvert fór hið aukna mal- bikunarfjármagn? og svo hin, verða götur borgarinnar sá leggja- brjótur sem íbúarnir þurfa að brjótast um í vetur? Umferðarálag Mjög er rætt um hið vaxandi umferð- arálag hér í borginni og til lausnar talað um jarðgöng, lestarferðir og gífurleg umferðar- mannvirki. Ekki get ég stillt mig um að leiða saman í umræðu í þessum efnum fjarskiptatæknimenn og skipulagshönnuði umferðar- mannvirkja. Okkur er tjáð að bif- reiðaumferð vaxi ofboðslega næstu fimmtán ár eða svo. Til að mæta þessari gífurlegu umferðaraukn- ingu muni þurfa gífurleg ný um- ferðarmannvirki. Þegar fjarskiptatæknimenn fjalla um sína tækni er á þeim að skilja að flestar athafnir fólks muni í mjög náinni framtíð fara fram um ljósleiðara, breiðbönd eða annað í þá veru. Nú þegar þarf hvorki að fara að heiman til að ná sér í áfengi né stunda bankaviðskipti og fundi er hægt að stunda úr hjóna- rúminu, nám úr borðstofunni, við- skipti með fisk eða kvóta úr stof- unni ogsvona mætti lengi telja. Tæknin er þegar slík að fjöldinn allur mun hverfa úr skólum, skrif- stofum og fjölda annarra vinnu- staða. Sú framtíðarsýn sem tækni- mennirnir birta mér, ef þeir hafa rétt fyrir sér, blæs út í buskann öllum mínum áhyggjum um kom- andi umferðarvandamál. Samt þarf að gera við malbikið hér í borginni fyrir veturinn. Ég legg því til að fjarskiptatæknimenn og skipulags- hönnuðir tali saman og leggi eftir það fyrir oss almenning umferðar- spár sínar svona næstu 25 ára. Gróðurinn Afar illa hefur gengið í sumar að halda grasflötum og gróðurreitum borgarinnar í góðu og snyrtilegu ástandi. Ekki nefni ég eitt frekar en annað en sleppi ekki að nefna arfareitinn sem borgin kom upp Kanebo kynning Sérfræðingur Kanebo kynnir nýja hreinsilínu og kremlinu í Andorru, Hafnarfirði, fimmtudag og föstudag frá kl. 13—18. Boðið er upp á húð- greiningartölvu og faglega ráðgjöf. Látið ekki streitu dagsins í dag draga úr fegurð morgundagsins. Endurheimtið innri fegurð og jafnvaegi húðarinnar með hjálp hins besta úr náttúrunni og tækni og þekkingar Kanebo. í II II II XrMin Xsmtn Gatnagerð Hvert fór hið aukna malbikunarfj ármagn spyr Kristinn Snæland, og verða göturnar leggjabrjótur sem íbúar þurfa að brjótast um í vetur? við aðreinina að Reykjanesbraut frá Miklubraut, rétt við gömlu Fákshúsin. Skýringin kann að vera sú að borgin okkar vill ekki greiða fólki til starfa við gróðurinn sam- keppnisfær laun. Líklegt er að það muni borgin okkar ekki gera held- ur á komandi sumri. Þess vegna er það firra sem verið er að gera þessa dagana en það er að fjölga blómareitum meðfram Miklubraut. Til lítils er að fjölga þessum fögru reitum ef fólk fæst ekki til þess að halda þeim snyrtilegum. Þrátt fyr- ir afar slælega frammistöðu við slátt sl. sumar er þó mun minna verk að slá grasflötinn en planta blómum og hirða um blómabeðin. Auðvitað mætti reyna að borga fólki til gróðurstarfa eða malbikun- arviðgerða mannsæmandi laun. Til þess þarf vissulega pólitískan vilja. Höfundur er leigubúsljóri. METEORITES HSIýr ilrrreir og förðunarlína GUERLALN LAW.s Michel Colas Fimmtudag 5.10. Snyrtivöruverslunin Glæsibæ Föstudag 6.10. Clara Kringlunni. verður með förðun á eftirtöldum stöðum: Einnig verður förðunarfræðingur frá Guerlain með kynningu í Clöru Kringlunni í dag fimmtudag 5.10 og laugardag 7.10 Aðrir útsöiustaöir: Tímapantanir Snyrtistöfan Guerlain Óðinsgötu, Hygea Laugavegi, Oculus Austurstræti, Stella Bankastræti, Andorra Hafnarfirði, Keflavíkur Apótek, Hjá Maríu, Amaro Akureyri, Farðinn Vestmannaeyjum. Grunnnám í Höfuðbeina- og spjaldhryggsjöfnun hefst 14. okt. 2000 Leiðbeinandi Thomas Attlee DO.MRO.RCST COLLEGE OF CRANIO-SACRAL THERAPY Sfmi 699 8064/564 1803 www.simnet.is/cranio 352 Iðnbúð 1,210 Garðabæ sími 565 8060

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.