Morgunblaðið - 05.10.2000, Qupperneq 56

Morgunblaðið - 05.10.2000, Qupperneq 56
-áfe FIMMTUDAGUR 5. OKTÓBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ TOP SHOP Lækjargötu, Libia Mjódd, Snyrtivörudeildir Hagkaups Kringlunni, Smáratorgi, Skeifunni og Akureyri, Gallery Förðun, Keflavík. Vetrarlitirnir í HARD CANDY eru ævintýri líkastir Komdu og sjáðu ♦ ♦♦ 20% afsláttur af allri Nicotinell línunni Onicoiine í Þrjá daga g Komast a pall með þeim sem ekki reykja. * Eilyfja Lyf á lágmarksverði Tft (í^vtrí wul WítotíneW Lyfja Lágmúla • Lyfja Laugavegi Lyfla Hamraborg • Lyfla Setbergi. Útibú Grindavík Apótek Garðabæjar (Lyfja Garðatorgi) Nicotineir HÚSAVÍKUR ÆN,®SAPOlfii< & aPÓTEK & S. ■ ■— - ísamvmnu viö Lyfju Áforn-cí\írí m Iðnbúð 1,210 Garðabæ sími 565 8060 Collection SKOÐUN AÐ BRJÓTA FJÖREGG ÓVÍÐA á byggðu bóli tíðkast önnur eins dýrkun á gróða og hagkvæmni eins og á ísa köldu landi enda hefur stór hluti þjóð- arinnar asklok fyrir himin. Til að bæta gráu ofan á svart þjá- ist margur mörlandinn af enskumennsku, gapir upp í allt sem frá hinum enskumælandi heimi kemur. Kannski á dýrkunin á „íslend- ingnum“ Bjarna Sig- tryggssyni, „the game- fari“, rætur í dýrkun á enskri tungu. „The game-fari“ hætti nefnilega að tala íslensku og tók upp ensku í staðinn. Og eins og allir vita þá eru framfar- irnar orðnar svo enskar í framburði sínum svo snúið sé út úr ljóðlínu Steins Steinarr. Hvað kostar að skipta um mál? Því skyldi engan undra þótt menn velti því fyrir sér hvort leggja beri íslenskuna niður af hagkvæmn- issökum. Benedikt nokkur Jóhann- esson boðar þetta nýja fagnaðarer- indi í greininni „Hvað kostar að tala íslensku?"1 Höfundur spyr sig þeirrar spurningar hvort íslending- ar ættu að hætta að tala móðurmál- ið og taka upp ensku í staðinn. Það kosti nefnilega svo mikið að tala ís- lensku, við myndum græða hvorki meira né minna en sautján millj- arða króna á ári á því að taka upp goðamálið göfuga, ensku. Margt er skrítið í útreikningum Benedikts. Til dæmis staðhæfir hann að það að vera enskumælandi myndi auka aðgang íslenskra lista- manna að erlendum markaði og for- þénustan yrði tveir og hálfur millj- arður króna á ári. En þetta eru hreinar ágiskanir sem hann rök- styður ekki, hvernig veit hann að ágóðinn yrði ekki hundrað trilljón milljarðar króna eða bara tíu þús- und naglbítar? Svo staðhæfir hann að það að taka upp ensku myndi auka ferðamannastrauminn, ekki sé nein goðgá að tala um tuttugu prós- ent aukningu (Hvers vegna ekki 0,1% eða 35%? Hvar eru sannanirn- ar?). Jafnframt viðurkennir hann að ákveðinn ferðmannahópur gæti misst áhuga á íslandi vegna mál- skiptanna. En hvernig getur hann útilokað að sá hópur yrði svo stór að ferðamannastraumurinn minnkaði? því næst segir Benedikt að Is- lendingar myndu eiga auðveldara með framhaldsnám erlendis og að koma fyrir á alþjóðlegum vettvangi ef þeir töluðu ensku. Auk þess yrði auðveldara fyrir erlenda sérfræð- inga að setjast hér að ef svo yrði. Á þessu myndi þjóðarbúið þéna um tvo milljarða. Áftur spyr ég: Hvern- ig veit hann þetta? Hvaðan kemur honum sú viska að erlendir sérf- ræðingar myndu sækja hingað í auknum mæli? Hvernig veit hann að gróði er af því að koma vel fyrir erlendis? Og hvaðan kemur talan „tveir milljarðar“? Sumir af út- reikningum Benedikts svífa því í lausu lofti og slíkir útreikningar eru lítils virði. Eins og spakvitur maður sagði: „Til eru lygar, bölvaðar lygar og statistik." í ofanálag gleymir hann þeirri frumreglu bókhaldsins að hyggja ber að útgjöldum jafnt sem tekjum. Hann athugar ekki að það myndi kosta stórfé að skipta um tungumál. Þýða yrði öll opinber skjöl á ensku og skófla þeim íslensku á sorphaug- ana. Sama gildir um skjöl einka- fyrirtækja, hræddur er ég um að sum þeirra færu á hvínandi hausinn fyrir vikið. Moka yrði íslenskum bókum út úr bókasöfnum og kaupa ógrynni bóka á ensku í staðinn. Ekki yrði heldur ókeypis að kenna öllum íslendingum ensku svo vel að þeir gætu notað hana skammlaust dagsdag- lega. Sennilega myndi öll venjuleg atvinnu- starfsemi truflast verulega af þeim sök- um því hálf þjóðin yrði að vera á skólabekk stóran hluta dagsins. Skólakerfinu þyrfti að breyta frá A til Ö og slík breyting myndi kosta skilding. Til að mynda yrði að kosta stórfé til að láta enskukennslu taka þann sess sem íslensk- ukennsla hafði áður og finna ný störf handa íslenskukennurum (rithöfunda yrði sennilega að skjóta og byssukúlur eru ekki beint billegarl). Stór hluti þjóðarinnar yrði um áraraðir hálfr- uglaður málfarslega og myndi jafn- vel sletta (!!) íslensku. Það gefur augaleið að málruglað fólk er tæp- ast góður starfskraftur í þekkingar- samfélaginu. Auk heldur er líklegt að svona róttækar breytingar á þjóðfélaginu myndu valda upplausn og rótleysi sem aftur gæti aukið eit- urlyfjaneyslu og alkóhólisma. Slíkt og þvílíkt yrði ekki þjóðarbúinu til framdráttar þótt einstaka dópsali myndi maka krókinn. Vopnasalar gætu líka grætt því málskipti gætu leitt til borgarastyrjaldar. Ástæðan er sú að sumir málunnendur myndu heldur drepa og deyja en að þola málskiptin. Borgarastríð eru sem frægt er orðið ekki ýkja hagkvæm, spyrjiði bara fólkið á Balkanskaga. Aukinheldur yrðu Islendingar að skipta um nöfn því íslensk nöfn eru mörg hver ekki skrifanleg á goð- tungunni miklu. Eins og nær má geta yrðu slík nafnskipti þjóðinni mjög kostnaðarsöm, sjá má af öllu að málskiptin myndu verða Islend- ingum geypilega dýr. Auk þess verða málskipti vart framkvæmd nema með umfangsmikilli opinberri áætlanagerð en flest bendir til þess að áætlunarbúskapur sé afar óhag- kvæmur. Þess utan gæti slík áætl- anagerð ógnað einstaklingsfrelsinu en frelsið telja margir helstu for- sendu efnahagslegra framfara. Benedikt til varnar má nefna að hann sér að það að tala íslensku gæti hafa hleypt stáli í þjóðina sem aftur gæti hafa eflt efnahaginn. En hann athugar ekki að beinn gróði kunni að vera af því að tala ís- lensku. Hefðu íslendingar lagt ást- kæra ylhýra niður fyrir tuttugu ár- um síðan hefði ættfræðiþekking Islendinga sennilega glatast. Þá hefði íslensk erfðagreining aldrei séð dagsins ljós en það fyrirtæki malar Islendingum gull eins og al- kunna er. Ættfræðiþekkingin ís- lenska er gott dæmi um þá stað- reynd að í öllum tungumálum er fólgin sérþekking sem ekki verður svo auðveldlega yfirfærð til annarra tungna. í hvert sinn sem tungumál frumstæðra þjóða í regnskógunum deyr út hverfur gífurleg þekking, ekki síst á jurtum sem nota má til lækninga. Líka má ætla að verk- þekking ýmiss konar sé fólgin í tungumálum, ekki er örgrannt um að slíka þekkingu megi finna í ís- lensku sjómannamáli. I þessu sambandi má nefna að Nóbelsverðlaunahafínn Friedrich von Hayek og fjölfræðingurinn Michael Polanyi sögðu að efnahag- urinn hvíldi á stoðum sem ekki verða svo auðveldlega vegnar og metnar. Polanyi sagði að grundvöll- ur efnahagslífsins væri svo kölluð þögul þekking, þ.e. þekking sem ekki er auðtjáð í staðhæfingum. Það gefur augaleið að hagrænt gildi slíkrar þekkingar er varla mælan- legt. Bæta má við að margt bendir til þess að vinnusiðferði og spar- semistrú mótmælenda hafi reynst efnahagslífi víða um lönd lyftistöng en engin leið er að mæla þau áhrif í Málskipti yrðu efna- hagslegt og siðferðilegt glapræði, segir Stefán Snævarr í grein sinni um Benedikt Jóhannes- son og íslenskuna. krónum og aurum. Sjálfur held ég að minnimáttarkennd Norðmanna vegna þess að þeir glötuðu tungu- máli sínu hafi skaðað þá efnahags- lega, þótt sá skaði verði ekki bein- línis mældur. Nær má geta að málmissir myndi valda svipaðri minnimáttarkennd hjá íslendingum sem aftur gæti skaðað efnahaginn. Reyndar held ég að vissa Islend- inga um afrek forfeðra sinna á rit- vellinum hafi aukið þeim kjark. þeir hafa gjarnan ansi mikið sjálfstraust miðað við Norðmenn og sjálf- straustið er örugglega gott fyrir efnahagslífið. Ef þetta er rétt hefur það beinlínis borgað sig fyrir ís- lendinga að viðhalda tungunni. Án hennar hefðu fornsögurnar horfið í gleymskunnar dá og Islendingar ekki fengið þann innblástur til af- reka frá sögunum sem þeir nutu lengi. Hvað sem því líður bendir margt til þess að efnahagsstarfsemi byggi á ómælanlegum grunni. Þess vegna er ég ekki viss um að hægt sé að mæla tap eða gróða af því að tala ís- lensku. Hvemig á að mæla gróða Islenskrar erfðagreiningar af ætt- fræði? Er þekking á Bergsættinni gróðavænlegri en þekking á Zoéga- fjölskyldunni? Enska og alþjóðavæðing Ég vona Benedikts vegna að hann trúi því ekki að það að mæla á enska tungu eitt og sér hljóti að efla hagsæld. Bretar og írar búa við öllu verri lífskjör en íslendingar og ekki hefur enskan gert hina „fokríku" íbúa Jamaiku feita. Jamaika er blásnauð og enskumælandi eins og fjöldi annarra ríkja víða um veröld. Áuðvitað geta menn sagt að íbúar þessara landa væru enn fátækari ef þeir töluðu eitthvert heimatilbúið hottentottamál en sönnunarbyrðin hvílir á þeim sem það telja. Finnar tala svo sannarlega slíkt hotten- tottamál, samt hefur þeim ekki orð- ið skotaskuld úr því að byggja upp farsímaveldi. Þriðji hver farsími sem seldur er á jarðarkringlunni er framleiddur í Finnlandi, landi þar sem stór hluti þjóðarinnar talar varla erlend mál. Nágrannar Finna, Svíar, eru vissulega sleipari í al- þjóðamálum en tala smátungu og eru samt annað helsta netveldi heimsins. Svo má ekki gleyma Jap- önum sem eru mæltir á annarlega tungu. Þeir eru önnur mesta iðnað- arþjóð heimsins og það þótt þeir noti ritmál sem virðist flest annað en hagkvæmt. Á tímabili virtust Japanir komnir góða leið með að sigla fram úr Bandaríkjamönnum á efnahagssv- iðinu. Fyrir hundrað árum benti flest til þess að þýska yrði mál framtíðarinnar, Þýskaland aðal- efnahagsstórveldið. Því er ekki hægt að útiloka að enskan missi stöðu sína sem heimsmál, Banda- ríkin forystuhlutverk sitt í efna- hagslífi heimsins. Það myndi ekki koma mér hið minnsta á óvart þótt Kínverjar eða Indverjar tækju við því hlutverki innan næstu hundrað ára. Eiga íslendingar þá að skipta um tungumál enn á ný? Og hvað ef spænskumælandi Bandaríkjamönn- um heldur áfram að fjölga eins hratt og nú? Margir telja að spænska verði aðaltunga Banda- ríkjanna í lok næstu aldar og hvað þá, litla þjóð? Vaya con dios, sahib! Þá kann einhver að segja að hvernig sem allt veltur muni al- Stefán Snævarr
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.