Morgunblaðið - 05.10.2000, Qupperneq 67

Morgunblaðið - 05.10.2000, Qupperneq 67
MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR í I tó i i i Ljóðadagskrá til minningar um Sigríði og Ragnar H. Ragnar „ASTIN, tíminn og dauðinn" er heiti á ljóðadagskrá í tali og tónum, sem efnt verður til nk. laugardag, 7. októ- ber, kl. 16 í Hömrum, sal Tónlistar- skóla Isafjarðar. Flytjendur eru Þor- steinn Gylfason heimspekingur, söngvararnir Sif Ragnhildardóttir og Michael Jón Clarke ásamt píanóleikaranum Richard Simms. Flutt verða átján kvæði, sem fjalla um efnisflokkana þrjá, ástina, tímann og dauðann, og eru þau ýmist lesin eða sungin. Flest ljóðanna eru eftir útlend skáld, en í þýðingu Þorsteins, sem hefur umsjón með dagskránni. Ljóðin eru frá ýmsum löndum og tímum, en flest frá tuttugustu öld, m.a. eftir Bertolt Brecht, Tove Dit- levsen og Önnu Akhmatovu. Einnig má finna á dagskránni fomgrískt ást- arkvæði og ástarljóð efth- Shake- speare og Ben Jonson. Lögin, sem sungin verða, eru m.a. eftir Johannes Brahms, Wilhelm Stenhammar, Hanns Eisler og Kurt Weill. Ljóðadagskráin á laugardaginn er helguð minningu hjónanna Sigríðar Jónsdóttur og Ragnars H. Ragnar. Allt/rá árinu 1988 hafa verið haldnir á ísafii'ði minningartónleikar á hverju hausti, fyrst helgaðir minn- ingu Ragnars, síðan þeirra beggja. Ragnar stjómaði Tónlistarskóla Isafjarðar frá stofnun hans árið 1948 til ársins 1984 og naut til þess dyggr- ar aðstoðar Sigríðar, konu sinnar. Undh- þeirra stjórn varð skólinn öfl- ug stofnun, landsþekktur fyrir góða kennslu og kraftmikla stjóm við erf- iðar aðstæður. Þau hjón vora einnig mjög áberandi í bæjarlífinu á mörg- um öðram sviðum. Sigríður kenndi við tónlistarskólann, en var jafnframt einn ástsælasti kennari grannskól- ans, auk þess sem hún var mjög virk í félagslífi á ýmsum sviðum. Ragnai’ lést árið 1987, en Sigríður féll frá í mars 1993. Ljóðadagskráin fer fram í Hömr- um, sal Tónlistarskóla ísafjarðar, og verður miðasala við innganginn. Miðaverð er 1.500 kr., en aðgangur er ókeypis íyrir skólanema 20 ára og yngri. Ráðstefna um „Hið gullna jafnvægi“ RÁÐSTEFNA um ESB-verkefnið „Hið gullna jafnvægi", sem er sam- starfsverkefni Reykjavíkurborgar og Gallup, verður á Hótel Sögu næst- komandi föstudag kl. 8.15-14.30. Yf- irskrift ráðstefnunnar er Samkeppn- isforskot með auknum sveigjanleika °g er hún öllum opin. A ráðstefnunni verða bæði inn- iendir og erlendir fyrirlesai’ar, sem fjalla munu um ávinning fýrirtækja af auknum sveigjanleika, samræm- ingu starfs og einkalífs og bætta nýt- mgu mannauðsins í íslensku og al- þjóðlegu samhengi. Patrica Corcoran situr í ráðgjafa- nefnd bresku ríkisstjórnarinnai' um samræmingu starfs og einkalífs. Hún mun fjalla um áhrif aukins sveigjanleika á samkeppnishæfni fyrirtækja og það hlutverk sem stjórnvöld og atvinnurekendur í sameiningu geta tekist á hendur til að styðja við þróun í átt til fjölskyldu- vænna atvinnulífs. Bruce MeDonald er borgan-itari breska Lundúnasveitarfélagsins Royal Borough of Kingston upon Thames, sem hafði forgöngu um verkefnið. Hann mun fjalla um reynslu Kingston af því að styðja fyr- irtæki til aukins sveigjanleika. Claire McCormick er starfs- mannastjóri fjarskiptafyrirtækisins Motorola Easter Inch í Skotlandi. í erindi sínu mun hún greina frá að- ferðum og ávinningi Motorola af fjöl- skylduvænni starfsmannastefnu. í erindi Ernu Arnardóttur, starfs- mannastjóra hugbúnaðarfyrirtækis- ins Hugar, leitar hún svara við spumingunni hverjir tapa og hverjir hagnist á fjölskylduvænleika. Jón Karl Ólafsson, framkvæmda- stjóri Flugfélags íslands, fjallar í sínu erindi um stjómunarábyrgð og einkalífið. Þá munu Tómas Bjamason og Linda Rut Benediktsdóttir frá Gall- up kynna niðurstöður rannsóknar Gallup á viðhorfum fólks á höfuð- borgarsvæðinu til samræmingar starfs og einkalífs og vanda í því sam- hengi. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri og Hildur Jónsdóttir, jafnréttisráðgjafi Reykjavíkurborg- ar, munu einnig ávarpa ráðstefnuna. Ráðstefnugjald er 5.500 krónur og nánari upplýsingar era á heimasíð- unni: www.hidgullnajafnvaegi.is Reykjavfkurflugvöllur Hollvinasamtök stofnuð í dag STOFNA á samtök Hollvina Reykjavíkurflugvallar í kvöld og verður stofnfundur haldinn í ráð- stefnusal Hótels Loftleiða kl. 18 í dag. A stofnfundinum munu forsvars- menn hópsins gera grein fyrir markmiðum og tilgangi hollvinasam- takanna. Einnig verður þeim kosin stjórn. Tilgangur samtakanna verð- ur að kynna almenningi flugvöllinn, mikilvægi hans sem aðalflugvallar innanlandsflugs og flugs til Færeyja °g Grænlands. Þá mun Þorgeir Pálsson flugmála- stjóri greina frá gangi mála við fram- kvæmdirnar við endurnýjun Reykja- víkurflugvallar, sem staðið hafa á arinu. Myndasýning íFI-salnum GÖNGULEIÐIN sem nefnd hefur verið Öskjuvegurinn, frá Herðu- breiðarlindum í Svartárkot í Bárðar- dal, hefur átt miklum og vaxandi vin- sældum að fagna hjá göngufólki. Leiðin liggur um fjölbreytt landslag °g að fögrum náttúruperlum svo sem Öskju, um Dyngjufjalladal og í Suðurárbotna. Á myndasýningu í Pí-salnum á föstudagskvöld kl. 20:30 ætlar Ingvar Teitsson, formaður Ferðafélags Akureyrar, að lýsa þessari leið í máli og myndum. Hann ætlar einnig að sýna myndir frá fornri leið biskupa yfir Ódáða- hraun og ferðaslóðum FFA á Eyja- fjarðarsvæðinu. Ræktunar- sýning Hunda- ræktarfélags Islands ALÞJÓÐLEG ræktunarsýning Hundaræktarfélags íslands verður haldin í reiðhöll Gusts í Kópavogi 7. og 8. október. Dæmdir verða um 270 hundar af 41 tegund og hefjast dómar kl. 11:00 báða dag- ana. Dómararnir að þessu sinni eru Hans Lehtinen frá Finnlandi og Pamela Cross Stern frá Bret- landi. Auk þessa er vakin athygli á keppni ungra sýnenda en hún hefst um kl. 16:15 á laugardaginn. (Yngri flokkur ungra sýnenda 10- 13 ára). Dómari: Tracy Wilkinson frá Englandi. Á sunnudag fer svo fram keppni eldri flokks ungra sýnenda 14-17 ára. Dómari: Patricia Wilkinson frá Englandi. Parakeppni fer einnig fram á sunnudaginn, þ.e. tveir hundar af sömu tegund eru sýndir saman, og að sjálfsögðu lýkur svo deginum með úrslitum sýningar. Meistaraprófs- fyrirlestur Meistaraprófsfyrirlestur í jarð- og landfræðiskor raunvísindadeildai' Háskóla íslands verður föstudaginn 6. október nk. kl. 15. Ágúst Guð- mundsson ræðir um verkefni sitt til meistaraprófs í jarð- og landfræði. Verkefnið heitir Urðarjöklar og frerafjöll á Tröllaskaga. Fyrirlestur- inn verður fluttur í stofu 158 í VR-II, Hjarðarhaga 2-6. „Á landsvæðum þar sem mikill kuldi ríkir án þess að jöklar þeki allt land geta myndast ýmsar jarðmynd- anir sem er bein afleiðing frostvirkni á auða jörð. I fjalllendi geta slíkar jarðmyndanir silast undan halla og niður hlíðar og myndað eftirtektar- verð landform. I hærri hluta fjall- garðsins milli Eyjafjarðar og Skaga- fjarðar era tilkomumiklar jarðmynd- anir, myndaðar við niðurþrot vegna hitabreytinga og frostvirkni. Berg molnar úr fjallabrúnum, hrynur nið- ur að rótum bergveggja og leggst þar í þykka hauga sem era sambland afurð, snjóogís. Fjallað er um dreifingu urðar- bingja á Tröllaskaga sem ekki tengj- ast virkum jöklum eða virkum innri ís og leiddar líkur að upprana og myndunarferli þeirra," segir í m.a. ágripi um fyrirlesturinn. Leiðbeinendur hafa verið Jón Ei- ríksson jarðfræðingur og Helgi Björnsson jöklafræðingur. Prófdóm- arar eru Pálmi Pálmason verkfræð- ingur og Þorsteinn Þorsteinsson jöklafræðingur. Foreldrar barna með Tourette- heilkenni funda TOURETTE-samtökin á íslandi halda fund fyrir foreldra barna með Tom'ette-heilkenni í kvöld kl. 20.30 á Tryggvagötu 26,4. hæð. Þessir fundir era haldnir mánað- arlega, fyrsta fimmtudag hvers mán- aðar. Þar gefst foreldrum tækifæri til að spjalla saman yfir kaffibolla um málefni barna sinna. Leiðrétt Góðæri datt út ÞAU mistök urðu við birtingu greinar Halldórs Þorsteinssonar í blaðinu í gær, að eitt orð féll út. Rétt á setningin að vera þannig „Fyrir nokkra lýsti sami ráðheira yfir í viðtali við blaðamann Morgun- blaðsins, að það væri ánægjulegra að gh'ma við góðæri en hallarekstur.“ Það mikilvæga orð, góðæri, féll burtu. Pantaðu jólamyndatökuna tímanlega Ljósmyndastofan Mynd sími: 565 42 07 Ljósmyndastofa Kópavogs sími: 554 30 20 FIMMTUDAGUR 5. OKTÓBER 2000 67 DRAUMALAND KEFLAVIK 20 ÁRA Verslunin Draumaland verður 20 ára núna í október og af pv\ tilefni verður *. 20% afsláttur '*//• af mörgum vöruflokkum hjá okkur áagana 5. - 13. október. ^ ,a, , . „ , „ Dmumalam Opið \auqa\rdaq\m 7. oktober til kl. 16 Verið velkomin Tjarnargata 3, Keflavík, simi 421 3855. KringluKast áður kr. 16.900 nú 10.900 áður kr. 18.900 nú 11.900 KRINGLUNNI EIGINAMIÐIIMN ..... AlHb. Storfsmenn: Sverrir Kristinsson afr.oa löfls- . rð. Stefón Hrofn Slefónsson I iiuHyoown, juiuiiiuuui, M.MHIU Vo Id i marsdóttir, ougjýsingor, Steinarsdóttir, simovarslo og öflun skjda, Rokel Dögg Sigurgdn .........—sölum.,Guðmunájr Sigurjónsson [fr., sölum., Oskor R. Hariorson, sölumoöur, Kmrton Wkeri, Ingo Hannesdóttir, sínwvorsla og rítari, Olöf f ittir, símavorslo og öRun skjolo. ÁI Sími 588 9090 • Fax 588 9095 • Síðumúia 21 HUSNÆÐI OSKAST 4RA-6 HERB. Einbýlishús eða raðhús í Kópa- vogi óskast Traustur kaupandi óskar eftir 200-300 fm einbýlishúsi, Fossvogsmegin í Kópavogi. Góðar greiðslur í boði. Parhús - Bakkasmári - frábær staðsetning Vorum að fá (einkasölu rúmlega 200 fm tvl- lyft parhús á frábærum útsýnisstað. Á 1. hæð eru m.a. stórar stofur m. stórum svöl- um, eldhús, bað, gott herb., innb. bllskúr o.fl. Á jarðhæð eru m.a. 3 herb., baðh., þvottah., stór geymsla o.fl. Lóðin er mjög falleg, hellulögð og með góðri verönd o.fl. V. 24,0 m. 9840 HÆÐIR Sunnuvegur Mjög glæsileg 4ra herbergja 110 fm neðri sérhæð á frábærum stað I Laugardalnum. Vandaðar innréttingar og gólfefni, sérver- önd og sérinngangur. V. 15,8 m. 9847 Stóragerði Gullsmári Glæsileg 107 fm 4ra herbergja (búð í lyftu- blokk f Kópavogi. Eignin skiptist m.a. i þrjú herbergi, stofu, eldhús og baðherbergi. Sérþvottahús I íbúð. Vandaðar innréttingar og gólfefni. V. 13,5 m. 9769 3JA HERB. Blikahólar Falleg og björt 3ja herb. 79 fm íbúð auk bíl- skúrs, með glæsilegu útsýni við Blikahóla. Eignin skiptist f hol, eldhús, stofu, tvö her- bergi og baðherbergi. Góð eign. 9846 2JA HERB. Njálsgata - m. frábæru láni Vorum að fá i einkasölu snyrtilega og bjarta u.þ.b. 30 fm ósamþykkta kjallarafbúð f timburhúsi við Njálsgötu. Ibúðin er mjög snyrtileg og vel umgengin og með þarketi á gólfi. Sérgeymsla og sam. þvottahús. ATH! A fbúðinni hvflir 2,0 m. lán til 25 ára með 5,1 % vöxtum. V. 3,7 m. 9778 Tjamarmýri Gullfalleg 56 fm íbúð ásamt stórri geymslu I kjallara. íbúðin er á jarðhæð með sérgarði. Vandaðar innréttingar, þarket á gólfum og flísalagt baðherbergi. Laus fljótlega. V. 8,9 m. 9854 Falleg og björt 5 herbergja 130 fm neðri sérhæð auk bflskúrs f Stóragerði. Eignin skiþtist m.a. f þrjú herb., stofu, borðstofu, baðherbergi og rúmgott eldhús. Baðher- bergið er nýstandsett og flfsalagt f hólf og gólf. Vönduð massíf eikarinnrétting f eld- húsi. Húsinu hefur verið mjög vel viðhaldið og er! góðu ástandi. V. 18,5 m. 9835 Gautavík - glæsihæð m. bílskúr Vorum að fá f einkasölu glæsilega u.þ.b. 137 fm sérhæð ásamt 23 fm bllskúr I vönd- uðu þrfbýlishúsi. íbúðin er parketlögð og fllsalögð og með glæsilegum sérsmlðuðum innréttingum og gólfefnum. Sérinngangur. Stórt glæsilegt baðherbergi með kari og sturtu. Rúmgott eldhús með glæsilegri inn- réttingu og vönduðum tækjum. Sérþvotta- hús. Ibúð I sérflokki. V. 17,3 m. 9857 ATVINNUHÚSNÆÐI Síðumúli - lager- og þjónustu- pláss í sérflokki Vorum að fá við Sfðumúlann glæsilegt at- vinnuhúsnæði á götuhæð (bakhús). Húsið er u.þ.b. 605 fm, steinsteypt og byggt árið 1987. Húsið er flísalagt að utan og með fernum innkeyrsludyrum og góðri lofthæð. Afstúkaðar skrifstofur, kaffistofur o.fl. Mal- bikuð lóð. Möguleiki að skipta í ca 400 og 200 fm einingar. Laust um áramót. Nánari uppl. veitir Stefán Hrafn. V. 51,0 m. 9752 Álfhólsvegur - verslunarhús- næði/ íbúð 223 fm versl.húsn. á jarðhæð f góðri út- leigu. I hluta húsn. hefur verið innr. glæsileg rúmgóö 2ja herb. Ibúð. V. 16 m. 9856
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.