Morgunblaðið - 05.10.2000, Qupperneq 72

Morgunblaðið - 05.10.2000, Qupperneq 72
72 FIMMTUDAGUR 5. OKTÓBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM Tónskáldid og sönglistakonan Joan La Barbara er væntanleg til landsins Röddin er Tónskáldið, söngkonan og hljóðlistamaður- inn Joan La Barbara er væntanleg til lands- ins um helgina til hljómleikahalds en vinna hennar með mannsröddina og möguleika hennar hefur vakið mikla athygli sem eftir- tekt. Arnar Eggert Thoroddsen tók hús á henni og fræddist um líf hennar og störf. hljóðfæri Joan La Barbara: „Stundum heyrði maður áhorfendur skríkja og pískra... maður hefur verið að uppfræða þá í gegnum árin.“ MYNPBOND Píslarsaga hnefa- leika- kappa Fellibylurinn (The Hurricane) I) r a m a ★★*/> Leikstjóri: Norman Jewison. Handrit: Jewison, Armyan Bern- stein, Dan Gordon. Aðalhlutverk: Denzel Washington, Vicellous Reon Shannon, Live Schreiber, Deborah Unger. (145 mín) Bandaríkin, 1999. Sam-myndbönd. Bönnuð innan 16 ára. HÉR ER sögð píslarsaga bandaríska hnefaleikakappans Rubin Carter, en hann fékk viður- nefnið Fellibylur- inn (Hurricane) vegna leikni sinn- ar í íþróttinni. Carter skráði sögu sína er hann sat í fangelsi, en hann hafði þá set- ið inni í 16 ár fyrir morð sem hann framdi ekki. í bókinni, sem nefnist Sextánda lot- an, lýsir Carter hvernig fátækt og kynþáttafordómar léku hann grátt - allt frá barnæsku. Handrit þessar- ar kvikmyndar er ekki aðeins byggt á sjálfsævisögunni, heldur einnig bókinni Lasarus og Felli- bylurinn sem fjallar um ungan blökkumann sem átti í bréfaskrift- um við Carter og barðist ásamt þremur velgjörðarmönnum fyrir sýknun hans. Þetta er stórmerki- leg saga, sem er ágætlega fram- sett í kvikmyndinni, enda er leik- stjórinn Norman Jewison gamall í hettunni. Denzel Washington er rétti maðurinn í hlutverk Carters, en hann gefur kappanum sterkan persónuleika, heift og tilfinninga- þunga. Kvikmyndin er nógu vel gerð til að fanga athyglina frá ^upphafi til enda, en oft fer hún þó yfír strikið í væmni og melódrama. Þetta skemmir mjög fyrir, því í raun er efnið alvega nógu áhuga- vert og dramatískt í sjálfu sér, og er væmnum Hollywood-atriðunum því algerlega ofaukið. FERILL Joan La Barbara (f. 1947) er sláandi langur og víðfemur þegar að er gáð og skeytir hún lítt um hefð- bundnar, og verður að segjast, úrelt- ar skiptingar á milli „hámenningar" og „lágmenningar". Það er ekki oft sem hið ofnotaða heiti „fjöl- listamaður“ lýsir fólki rétt en í tilfelli La Barbara er það sannarlega við hæfi. La Barbara þykir brautryðjandi í hvers lags tilraunum sem taka á mannsröddinni sem söng- og hljóð- gjafa og í þeim efnum hefur hún m.a. lagt íyrir sig „fjölhljóðsröddun" (þar sem hljóð eru framköliuð samtímis á tveimur eða fleiri tónsviðum), radd- bandasmelli, hringsöng og spangól. Hún hefur unnið með virtum nú- tímatónskáldum eins og Morton Feldman, Steve Reich, Philip Glass og John Cage og hlotið fjölda verð- launa og styrkja í gegnum árin enn- fremur sem hún hefur samið verk fyrir leikhús, kóra, útvarp, balletta og kvikmyndir, gefið út sjö plötur með eigin verkum ásamt því að stjórna upptökum á tónlist Cage og Feldman. Hún hefur komið fram með fjölda sinfóníuhljómsveita um allan heim og einnig sungið í nokkr- um óperum ásamt því að vinna með bæði myndlistarmönnum og Ijóð- skáldum. Hún samdi verk fyrir kvik- myndina Anima þar sem m.a. er not- ast við trommur frá Miðaustur- löndum, rafeindatæki ýmiss konar, raddir og selló og einnig hefur hún samið tónverk fyrir rödd og rafhljóð sem notað var í teiknimyndinni Childrens Television Workshop/ Sesame Street, en hún er notuð til að aðstoða heilbrigð börn við samskipti við heyrnardaufa. Litríkur og fjöl- breyttur ferill svo ekki sé nú meira sagt en að lokum má geta þess að hún hefur ljáð kvikmyndum eins og Alien Resurrection og I Still Know What You Did Last Summer rödd sína. „Dægurlist“/„æðri list“ „Jú, það er viss sannleikur í þeirri staðhæfingu," segir hin mjúkmála Joan La Barbara, er ég spyr hana um meint flökt hennar á milli þess sem mætti kalla „dægurlist" og þess sem iðulega er flokkað sem „æðri list“. „Er ég var að byrja ferillinn ástundaði ég t.d. djasssöng og hef unnið með fólki eins og Jim Hall, Don Sebesky og Hubert Laws. Ég myndi segja að á vissan hátt hafi ég alltaf haldið tengslum við og haft áhuga á poppheiminum þó að ég líti ekki á mig sem poppsöngkonu. Ég held ég sé nægilega tengd popp- heiminum til að geta hnýtt ákveðna hluti úr honum við það sem myndi teljast „sígild“ samtímatónlist." La Barbara bandar því blíðlega frá sér að um sé að ræða einhverja krossför í þessum efnum, segir þetta stílaflökt hennar tilkomið vegna þeirra mörgu, og á stundum ólíku, verkefna sem hún hefur verið að fást við í gegnum tíðina. „Nei, ég get nú ekki sagt að þetta sé einhver rómantísk barátta hjá mér. Þetta er einfaldlega hluti af uppsafnaðri reynslu. Tónlistarfólk er farið að blanda saman ólíkum formum, stílum og stefnum í meiri mæli en áður og skilin verða sífellt óljósari. Ég veit þó ekki hvort það sem ég geri sé jafnvinsældavænt og segjum t.d. Bobby McFerrin. Ég og Bobby höfum unnið saman og leiðir okkar liggja samsíða að mörgu leyti þótt hann taki sína vinnu nær megin- straumnum en ég geri.“ Raddstýrt myndband Þeir sem áræða að blanda saman ólíkum listahefðum eru oft litnir hornauga af þeim sem gera tilkall til þess að vera „sannir“ í faginu. La Barbara segist þó lítt hafa orðið vör við þetta. „Það hefur ekki gerst einfaldlega vegna þess að það sem ég geri er það óvenjulegt og sértækt. Eg er þekkt sem einskonar upphafsmaður og brautryðjandi þess sem kallað hefur verið framþróuð raddtækni (e. ex- tended vocal technique) og ég held að fólk sé ekki að láta þetta fara í taugarnar á sér vegna þess að þetta stendur í rauninni eitt og sér. Það eru mjög fáir sem eru að stunda þetta, fyrir utan mig get ég t.d. nefnt Meredith Monk og Diamanda Galas. Það væri til dæmi ekki hringt í mig ef það ætti að setja upp „hefð- bundna“ óperu, menn hugsa til mín ef þeir eru með eitthvað skrýtið eða óvenjulegt í huga.“ A tónleikum sínum í Salnum, Kópavogi, næstkomandi sunnudag, mun La Barbara flytja verk sem unnið er í samvinnu við íslenska myndbandalistamanninn Steinu. „Jú það er rétt. Hún hefur aldrei sagt mér hvað eftirnafnið sitt er ein- hverra hluta vegna,“ segir La Barb- ara og hlær miklum, smitandi hlátri. „Ég mun flytja verk sem er sam- starfsverkefni okkar á milli og við er- um stöðugt að endurvinna það, byrj- uðum á verkinu í kringum 1987. Þar er rödd mín notuð til að stjórna lög- un mynda sem birtast á sjónvarps- skjá (í gegnum styrkleikastýrða sveiflugjafa. Innsk. höf.). Cage La Barbara ber mikið lof á tón- skáldin John Cage og Morton Feldman, en hún starfaði með þess- um risum nútímaklassíkur í fjölda ára. „Cage var indæl sál og mjög ör- látur maður,“ segir hún einbeitt. „Ég vann með honum í næstum tuttugu ár svo að ég fékk færi á að sjá hann í margs konar kringumstæðum. Það sem mér fannst hvað stórkostlegast við hann sem persónu var að í hvert sinn sem að fólk kom upp að honum og spurði hann út í tónlist, heimspek- ina í kringum hana eða bara hvað sem er, gaf hann sér alltaf tíma til að svara, velti öllum spurningum fyrir sér og lagði það virkilega á sig að gefa sem best svör. Þetta lífsviðhorf hafði mikil áhrif á mig, þessi ótrú- lega góðvild og þetta örlæti sem hann sýndi varðandi tíma.“ Morton Feldman er talið vera eitt vanmetnasta nútímatónskáld sem uppi hefur verið. „Feldman var gríðarmikill hugs- uður,“ svarar La Barbara er ég inni hana eftir áliti á samstarfi þeirra tveggja. „Tónlistin hans er mjög hljóðlát og hann velti eðli og hrein- leika hljómsins mikið íýrir sér. Hann áleit tónlist vera í sinni hreinustu og „réttustu" mynd þegai- þú heyrir hana í huganum. Þegai- hún væri svo flutt af tónlistarmönnum væri hún búin að missa hluta af gildi sínu að einhverju leyti. Hann var vegna þessa mjög hrifinn af því að láta tón- Iistina fjara út án þess að fólk tæki eftir því. Hún svífur einhvern megin í loftinu, töfrum bundin.“ Kennir í háskóla La Barbara hefur komið nokkuð að háskólakennslu en gerir þó lítið úr því og segir það starf síður en svo rekast á líf hennar sem listamaður. „Ég kenni nefnilega mjög sértæk námskeið. Ég kenni nokkuð sem kallað er „tilraunahefðin“ (e. The experimental tradition.) sem fæst við mjög ákveðið tímabil og viðföng. Ég byrja á ítölsku fútúristunum, fer svo í þýsku og svissnesku dadaistana og svo áfram í Fluxushreyfinguna, minimalisma og tilraunatónlist. Þannig að þetta stendur utan við þessa hefðbundnu háskólakennslu, ég kenni t.d. ekki tólftónaaðferðina," segir hún og glottir. „Ég kenni þá tónlist sem ég hef mestan áhuga á sjálf og þekki hvað best.“ La Barbara er á því að olnboga- rými hinna nýtilkomnu stílaflöktara hafi aukist á síðustu árum. „Þegar ég var að byrja þótti þetta afar furðu- legt og skrýtið. Stundum heyrði maður áhorfendur skríkja og pískra vegna þess að hljóðin sem ég var að framkalla voru ekki í neinum tengsl- um við hugmyndir fólks um konsert- söng. Þannig að maður hefur í raun og veru verið að uppfræða áhorfend- ur og gera þá reiðubúna í áratugi. Eins og staðan er í dag er þetta ekki eins erfitt." Nýir tímar - allt að gerast A síðustu ái'um hefur tilrauna- kennd raftónlist verið að tengjast meginstrauminum í æ ríkari mæli og La Barbara hefur notast þó nokkuð við raftónlist í verkum sínum. „Þessi þróun er heillandi," segir hún. ,Á sjónarsviðið er komin kynslóð sem notai' hljóðsmala og raftæki ým- iss konar í gríð og erg við lagasmíðar og tónlistarsköpun. Tölvan hefur mik- ið að gera með þetta þar sem heil kynslóð hefur vaxið úr grasi með tölv- una sér við hlið. Þetta er tungumál og tækni sem þau skilja og eiga samleið með. Það er eitthvað við tölvur sem er mjög persónulegt. Þú getur verið að skapa einsamali inni í herbergi og ég held að í því felist nokkuð sterkt að- dráttarafl. Þetta er samfélagslegt lyr- irbæri sem er mjög áhugavert," segir hinn skarpsýni listamaður, Joan la Barbara, að lokum. Heiða Jóhannsdóttir VERK HÖFUNDUR STAÐUR TÍMI 12 Vindstig Lára Stefánsdóttir Ráðhús Reykjavíkur 19.30 My movements are alone like streetdogs Jan Fabre Tjarnarbió 20.00 og 22.00 TÍhríst Dansleikhús með Ekka Iðnó 21.00 ^^^tuclaciiir 6 ukt £ -Wmf' She shrieks og Mamma Sara Gebran Tjarnarbió 18.00 Hreingjörningur Anna Richardsdóttir Ingólfsstræti 8 18.00 Örsögur úr Reykjavík Danskvikmynd Tjarnarbió 21.00 jP^iiari.'.iijiii v.uM fjff Hreingjörningur Anna Richardsdóttir Kaffileikhúsið 13.15 Hreingjörningur Anna Richardsdóttir Tjarnarbíó 18.15 She shrieks og Mamma Sara Gebran Tjarnarbíó 18.30 NPK, Maðurinn er alltaf einn, Flat space moving Katrín Hall, Ólöf Ingólfsdóttir, Rui Horta Borgarleikhúsið 20.00 My Movements are alone like streetdogs Jan Fabre Iðnó 22.00 Vatnameyjan Reijo Kela Tjörnin 22.45 ^^UllllllCÍ.IIjlir f; okt ttakin Sveinbjörg Þórhallsdóttir, Jóhann Björgvinsson Listasafn Reykjavfkur 12.00 Miðasala við innganginn - nánari upplýsingar fást á skrifstofu IETM í síma 552 4004
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.