Morgunblaðið - 05.10.2000, Qupperneq 80
AMERK
BEAUTY
Komin út á
sölumynd-
bandi!
MORG UNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI1,103 REYKJAVÍK, SÍM16691100, SÍMBRÉF66S1181, PÓSTHÓLF3040,
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 5691122, NETFANG: RITSTJ@MBL.1S, AKUREW: KAUPVANGSSTRÆTI1
FIMMTUDAGUR 5. OKTÓBER 2000
VERÐ í LAUSASÖLU 150 KR. MEÐ VSK.
Morgunblaðið/Rax
Heyrúllur
á túnum á
Suðurlandi
Övenjumikil skjálftavirkni í Goðabungu í Mýrdalsjökli
Mesta virkni sem mælst
ÞÓTT komið sé fram í október má
enn víða sjá heyrúllur á túnum á
Suðurlandsundirlendi, en fannhvít-
ar hlíðar Heklu minna á að veturinn
er í nánd.
Veðurstofan spáir suðlægum átt-
um fram á sunnudag og að vætu-
samt verði sunnan- og vestanlands.
Eftir helgina kólnar hins vegar
heldur í veðri með norðaustlægri
átt og skúrum norðanlands.
RÚV ekki
með þýsku
knatt-
spyrnuna
ÞÝSKA knattspyrnan verður
ekki á dagskrá Sjónvarpsins
fram að áramótum, en ekki
hefur enn verið tekin ákvörðun
um hvað verður á næsta ári.
Bjarni Guðmundsson, fram-
kvæmdastjóri Sjónvarpsins,
sagði að beinar útsendingar frá
bæði Evrópumeistarakeppn-
inni í knattspyrnu og nýaf-
stöðnum Ólympíuleikum hefðu
verið kostnaðarsamar og eitt-
hvað hefði því orðið undan að
láta. Hins vegar yrði tekið til
skoðunar hvort beinar útsend-
ingar frá þýsku knattspyrn-
unni hæfust að nýju eftir ára-
mót.
hefur í meira en áratug
SKJALFTAVIRKNI í Gcðabungu, í
vestanverðum Mýrdalsjökli, var
óvenjumikil í september og mældust
þar nær tvö hundruð skjálftar, flestir
á bilinu tveir til þrír á Richter. í sept-
ember á síðasta ári mældust ekki
nema um 30 skjálftar á þessu svæði
og að sögn Ragnars Stefánssonar
jarðskjálftafræðings er skjálfta-
virknin nú sú mesta sem mælst hefur
þama í meira en áratug.
Ragnar segir að á haustin aukist
skjálftavirkni jafnan í Goðabungu.
„Við köllum þetta hausthrinur og
byrjuðu þær óvenju snemma núna,“
segir Ragnar. „Þetta tengist því þeg-
ar snjófargi léttir af jöklinum þegar
líður á sumarið og fram eftir hausti.
Þá breystist snjórinn í vatn og renn-
ur af jöklinum."
Ragnar segir að almennt dragi aft-
ur úr skjálftavirkni þama snemma í
desember, en þá hafí snjóað og farg á
jöklinum aukist aftur. Hann segir
einnig að þó að bráðnunin í jöklinum
veki upp þessar hræringar sé hún
ekki aðalorsök þeirra.
„Við höfum ekki orðið vör við þetta
annars staðar og aðalástæða fyrir
þessu er ekki að farginu léttir af.
Gmndvallarástæðan er sú að það er
kvika þarna undir á frekar litlu dýpi
og þegar þrýstingurinn breytist á
fjallinu þá sprengir kvikan sig inn í
bergið," segir Ragnar.
Aðstæður myndu breytast áður
en búast mætti við gosi
Hann segist ekki þora að fullyrða
um ástæðu þess að virknin er þetta
meiri í ár en hún hefur verið undan-
farin ár, en það gæti verið meðal
annai-s vegna þess að í sumar hafí
verið óvenjulega mikil bráðnun í
jöklinum. Einnig gæti kvikuvirkni
þarna undir verið meiri en hún hefur
verið undanfarin tíu ár.
Ragnar segist telja að aðstæður
þarna myndu breytast vemlega áður
en búast mætti við gosi. „Maður á
síður von á gosi á þessum slóðum.
Maður býst frekar við gosi á Kötlu-
svæðinu og það er allt frekar rólegt
þar. En þessi aukning núna gerir það
að verkum að við þurfum að vera vel
á verði,“ segir Ragnar.
Kalkþörungavinnsla
gæti skapað 20 störf
RANNSÓKNIR hafa staðið yfir á
hafsbotni Amarfjarðar í sumar á
vegum Atvinnuþróunarfélags Vest-
fjarða í því augnamiði að kanna hvort
kalkþömngar á þessum slóðum séu
hæfir til vinnslu. Bergmálsmæling-
um er lokið og í vikunni lauk bomn-
um til að kanna efnasamsetningu
þömnganna. Beðið er eftir fyrstu nið-
urstöðum en reynist efnasamsetning-
in hagkvæm verður ráðist í frekari
rannsóknir og undirbúning vinnslu á
þörangunum með verksmiðju við
Arnarfjörð í huga, svipaðri þeirri sem
starfrækt hefur verið á Reykhólum.
Samkvæmt upplýsingum sem
Morgunblaðið hefur aflað sér er talið
að 18 til 20 milljónir tonna af kalkþör-
ungum sé að fínna á botni Arnar-
fjarðar. Úr því má vinna 15 til 20 þús-
und tonn á ári. Miðað við þá stærð af
verksmiðju gæti hún skapað 15 til 20
störf. Heimamönnum þykir þetta
verkefni spennandi, enda atvinnulífíð
einhæft við Arnarfjörð með fisk-
vinnslu sem aðalatvinnugrein á
Bfldudal.
Aðstæður skoðaðar í Skotlandi
Fulltrúar frá Atvinnuþróunarfé-
laginu hafa skoðað sambærilega
kalkþörangaverksmiðju sem starf-
rækt er í Skotlandi og munu aðilar
frá þeirri verksmiðju vera væntan-
legir til landsins um helgina til að
skoða aðstæður í Arnarfirði.
Borgarbókasafnshúsið
við Þingholtsstræti
Hæsta til-
boð 70
milljónir
SEX tilboð bárust í húsið við Þing-
holtsstræti sem áður hýsti Borgar-
bókasafn Reykjavíkur, en tilboðs-
frestur rann út í gær. Hæsta tilboðið
hljóðar upp á 70 millj. kr. og næst-
hæsta er á rúmar 60 millj. kr. Talið
er að ákvörðun um hvaða tilboði
verður tekið geti legið fyrir eftir fund
borgarráðs næstkomandi þriðjudag.
Islands
Nú býðst korthöfum VISA heimagæsla á sérstöku tilboðsverði.
Einungis er greitt fyrir 10 mánuði á ári.
Bjóðum einnig þráðlausan búnað.
©
r FRIÐINDAKLUBBURINN
slands
Síml 533 2400
Stjórnsýslukæra vegna lagningar Hallsvegar
Vilja veginn í stokk
ÍBÚAR við Garðhús í Grafarvogi í
Reykjavík hafa sent umhverfísráð-
herra stjórnsýslukæm vegna úr-
skurðar skipulagsstjóra um lagn-
ingu Hallsvegar, tveggja akreina
vegar sem mun tengja Fjallkonuveg
og Víkurveg. Samkvæmt aðalskipu-
lagi verður Hallsvegur fjögurra ak-
reina stofnbraut í framtíðinni og
telja íbúar ófært að aðeins hluti
framkvæmdarinnar hafi verið settur
í umhverfismat.
Gunnar H. Sigurðsson, íbúi í
Garðhúsum, sagði að síðastliðið vor
hefðu framkvæmdaraðilar verksins
kynnt frammat á umhverfísáhrifum
vegna tveggja akreina vegar. Gunn-
ar sagði að að mati íbúanna væri
verið að leggja hraðbraut, sem kæmi
til með að kljúfa Grafarvogshverfið í
tvennt. Hann sagði að íbúarnir færu
fram ú frekara mat og að þeir hefðu
einnig óskað þess að vegurinn yrði
settur í stokk vegna nálægðar við
húsin í norðanverðum Garðhúsum.
■ Framkvæmdin/15