Morgunblaðið - 12.10.2000, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 12.10.2000, Blaðsíða 38
38 FIMMTUDAGUR 12. OKTÓBER 2000 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Trúðurinn sem samviska þjóðarinnar I kvöld kl. 20 verður dagskrá helguð Nóbelsverðlaunaskáldinu þýska, Heinrich Böll, í Goethe Zentrum, Lindargötu 46. Þar kemur Viktor Böll, bróðursonur skáldsins, fram og les úr Trúðnum, skáldsögu frænda síns, sem Franz Gíslason hefur þýtt yfír á íslensku. Þá gefst fólki kostur á að hlýða á Heinrich Böll sjálfan lesa brot úr sögunni af segulbandi. Tónlistarmenn koma fram og á veggjunum er ljósmyndasýning helguð rithöfundinum. Þorvarður Hjálmarsson hitti Viktor Böll og Franz Gíslason að máli í Goethe Zentrum. Morgunblaðið/Sverrir Vilhelmsson Franz Gíslason og Viktor Böll. Die Kulturtechniker Köln, Martin Habnemann og Ralf Wemer, verða með rafræna upplestrartónleika í Goethe-Zentrum í kvöld. SKÁLDSAGAN „Trúðurinn" vakti mikla athygli og umtal þegar hún kom út í Þýska- landi árið 1963 og menn voru ekki á eitt sáttir um efni hennar. Nú hefur Franz Gíslason þýðandi þýtt þessa þekktu sögu um hlutskipti nútímamannsins eftir fjörbrot síðari heimsstyrjaldar yfir á íslensku og það liggur beinast við að spyrja hann um hvað sagan fjalli í stuttu máli? „Þetta er saga ungs manns,“ svar- ar Franz Gíslason, „hann er tuttugu og átta ára þegar sagan gerist. Sagan segir frá því að rétt fyrir tvítugt kynnist hann ungri stúlku og þau byrja fljótlega að búa saman, en hún er kaþólsk en hann er hins vegar trú- leysingi. Það myndast fljótlega spenna út af því að kirkjuyfirvöld og háklerkar eru ef ég má orða það svo „að djöflast" í stúlkunni að slíta þessu syndsamlega sambandi. Þetta endar með því að hún fer frá honum fyrst og fremst fyrir tilstilli þessara klerka. Bókin fer í raun og veru öll fram í símtölum. Trúðurinn hringir í klerkana og deilir við þá um þeirra þátt í málinu, deilir við þá og deilir á þá mjög harðvítuglega, en svo er saga sambands þeirra Hans en svo heitir trúðurinn og Maríu sögð inni á milli. Hans er sjálflærður trúður sem byrjaði að læra það af sjálfum sér á unglingsaldri og er orðinn býsna góð- ur. Vel launaður miðað við það starf og eftirsóttur en um leið og stúlkan fer frá honum verður niðurleiðin brött. Hann er eiginlega ómögulegur maður þegar María hefur yfirgefið hann og fer að drekka, hættir að þjálfa sig og hrapar heldur fljótt í áliti hjá þeim sem sækjast eftir slík- um skemmtikröftum. Bókin endar á því að hann er búinn að ákveða að vinna fyrir sér með því að glamra á gítar og syngja á tröppum jámbraut- arstöðvarinnar í Bonn. En þar í borg á hann heima og býr þar reyndar í íbúð sem afi hans hafði gefið honum en Hans er af ríku fólki kominn. For- eldarar hans eru forríkir og vita ekki aura sinna tal en hann nýtur þessara auðæfa aldrei. Það kemur meira að segja í ljós að þegar hann var ungl- ingur lá við að hann væri sveltur, því þau eru svo nísk og hafa lítinn skiln- ing á þörfum unglings. Þetta er efni bókarinnar í aðalatriðum, ramminn utan um söguna.“ í sögunni takast þá væntanlega á spumingar um trú og trúleysi? Já, vissulega koma slíkar spum- ingar upp á yfirborðið. Hann veltir því mikið fyrir sér og reyndar ræðst á klerkana með nokk- uð harðvítugum spumingum um þessi mál. Svo maður nefni sem dæmi, þá finnst honum það hálfógeð- fellt að María fæðir andvana bam og samkvæmt trúarkenningum kaþól- ikka kemst það bam aldrei til himna- ríkis, það dvelur um alla eilífð í for- garði helvítis vegna þess að það hlýtur ekki skírn. Þessar og aðrar kenningar þykja trúðnum heldur harðsnúnar. Hörð gagnrýni á hræsni er auðvitað áberandi í þessari sögu, gagnrýni á hræsni bæði kirkjulegra og veraldlegra yfirvalda. Sagan ger- ist að hluta til í stríðinu og fjallar öðr- um þræði um undirlægjuháttinn gagnvart nasismanum. Hvemig allir beygja sig undir nasismann og síðan þessi kátbroslegu umskipti þegar daginn eftir að nasistamir era sigr- aðir, þann dag þá snúa allir umsvifa- laust við blaðinu! Þykjast vera andnasistar og ég veit ekki hvað og hvað, þótt þeir hafi starfað í flokkn- um. Þetta er svo mikil hræsni og þessi mál voru bara aldrei gerð upp í Þýskalandi, alla vega ekki vestan megin. Það var eitthvað verið að myndast við það austan megin en það var hvorki fugl né fiskur.“ Þannig að það vakir ef til vill fyrir Heinrich Böll að opinbera þessa hræsni sem lifði með þýsku þjóðinni eftir stríðið? „ Já, án nokkurs vafa vakir það fyr- ir honum!" En „Trúðurinn" er ekki maður- inn eða manneskjan sjálf í einhverri mynd? „Jú, jú trúðurinn er maðurinn. Sagan heitir á frammálinu „Ansicht- en eines Clowns“ og ég lá nú lengi yf- ir því að reyna að þýða þann titil en það er nú oft þannig með bókartitla að þeir era erfiðasti hlutinn af verk- inu. Þetta er tvíræður titill því að orð- ið „Ansichten" getur bæði þýtt andlit og skoðun. Það er ómögulegt að finna íslenskt orð sem nær þessum merk- ingum báðum. Þess vegna ákvað ég að fara bara einfoldustu leiðina og kalla söguna „Trúðinn“.“ Það sem ég átti við var það hvort Böll skoðaði samfélagið út frá trúðn- um? Hvort hann horfði á það með augum trúðsins. „Já, hann sér það með hans aug- um. Það er greinilegt að Böll hefur mikla samúð með þessari persónu sinni. Hann samsamar sig henni. Þetta er hans maður! Annars er það einkenni á Böll eins og öllum góðum höfundum að hann sér fleiri en eina hlið á öllum hlutum. Þannig að maður getur lfka séð heiminn út frá augum annarra persóna í bókinni. Heinrich Böll var fæddur árið 1917 og lést árið 1985. Hann hlaut bók- menntaverðlaun Nóbels árið 1972. Hann er því einn þeirra höfunda sem kveðja sér hljóðs um miðja öldina sem nú er að líða. Af eldri skáld- sagnameisturam þýskra bókmennta er Thomas Mann sjálfsagt þekktast- ur hér á landi en hvað segir Viktor Böll um foðurbróður sinn. I hvaða hefð skrifaði hann bækur sínar, sótti hann eitthvað til þessara fyrirrenn- ara sinna á öldinni? „Nei, ég get nú ekki litið á hann sem eftirkomanda Thomasar Manns eða samtímahöfunda hans,“ svarar Viktor Böll. „Hann er af allt annarri kynslóð en Mann og óx úr grasi undir nasistastjóminni. Hann var ein sex ár í hemum og það er sú h'fsreynsla sem hann er að vinna úr í sínum bók- um. Þegar „Trúðurinn11 kom út árið 1963 var hún ákaflega tímabær í Þýskalandi. Hún tekur fyrir þróun- ina í Þýskalandi þar sem róttæk hægri stefna var í raun og vera við völd. Skoðun Bölls var að þessi rót- tæka hægri stefna ætti rætur sínar að rekja til þess að þjóðin hefði aldrei unnið úr eða gert upp við sig málin varðandi stríðið. Þessu var öllu sópað undir teppi! í sögunni „Trúðnum“ segir Hans mikið frá móður sinni. Það er einstaklega merkilegt að fylgjast með því hvernig hún fer al- veg áreynslulaust úr þessu nasíska þjóðfélagi yfir í eftirstríðssamfélagið. Nánast eins og að drekka vatn.“ Eftirköst stríðsins og nasism- inn settu mikinn svip á skoð- anir Heinrichs Bölls? „Já, hann er í bókum sínum alltaf að fást við eftirköst stríðsins," segir Viktor. „Og vandamálin vora mörg. Eitt þeirra var að nasistar voru í raun og vera búnir að eyðileggja tungumálið. Tungumáhð var í rúst eins og allt annað! Þetta kemur líka fram hjá fólki eins og Giinter Grass og Ingeborg Bachmann skáldkonu. Þau era af sömu kynslóð og Böll og þau skrifa í allt öðram stíl, skrifa allt annað mál heldur en höfundar á borð við Thomas Mann. Þau urðu í raun og vera að fara út í nýsköpun. Nasist- amir voru búnir að eyðileggja tungu- málið fyrir þeim.Við getum tekið ein- föld dæmi um orð eins og Blut und Boden. Þessi orð vora svo hryliilega misnotuð af nasistum að þau era búin að breyta um merkingu. I dag hafa orðin „blóð og jörð“ allt önnur tengsl við fólk en áður. Þetta gerðist með mjög mikið af orðaforðanum, orðin kveikja allt aðrar hugmyndir meðal fólks heldur en gerðist til dæmis með þessi sömu orð hjá kynslóð Thomas- ar Manns. Annað dæmi sem er ykkur íslendingum skylt er dæmið af fom- bókmenntum ykkar. Nasistar voru búnir að misnota svo þessar fornu bókmenntir að þær vora orðnar bannorð í Þýskalandi, „tabú“. Næstu kynslóðir Þjóðverja þora varla að minnast á þessar bókmenntir, því nasisminn loðir við þær. Germanski kynþátturinn og þessi ,JrasoIogía“ öll sem var meira og minna tilbúningur. Því miður er þetta svona jafnvel enn þann dag í dag.“ Föðurbróðir þinn tjáði sig mikið um samtímamálefni í Þýska- landi, bæði í ræðu og riti? „Já, hann var kallaður „samviska þjóðarinnar“ af ýmsum en vildi að vísu ekki kannast við þá nafngift sjálfur. Hann sagði að ef þjóð þyrfti á samvisku að halda þá ætti hún heima á þinginu, þingið ætti að vera sam- viska þjóðarinnar. Það gildir bæði um Böll og Grass og fleiri af þeirra kynslóð, að þeir h'ta á sig fyrst og fremst sem samfélagsþegna og síðan sem skáld. Þeir sækja efnivið í verk sín í samtíma sinn og samfélag." Áðan kom fram að „Trúðurinn“ gerist meira og minna í Bonn, þessari fyrrverandi höfuðborg Vestur- Þýskalands. Var Heinrich Böll ekki sjálfur ættaður frá þeim slóðum? „Jú, ættin er úr Rínarhéraðunum. Þetta var vestasti hlutinn af þýska ríkinu og mjög kaþólskt svæði. Fólk þama horfði mikið í vestur og tileink- aði sér vestræn lífsgildi. Héraðið var lengi hersetið af Frökkum, meðal annars af Napóleon. París var eigin- lega nær heldur en Berlín. Böll-fjöl- skyldan bjó alltaf við neðanverða Rín nálægt hollensku landamæranum.“ Og Heinrich Böll tók þátt í stríðinu sem hermaður, þá bráðungur? „Hann var hermaður í ein sex ár en var ekki mikið á vígstöðvunum sjálfum. Eiginlega kynntist hann ekki fyrir alvöra grimmd stríðsins fyrr en sumarið 1943 þegar hann var sendur á austurvígstöðvamar í Rúss- landi. En að lokum tókst honum að fela sig og komast undan.“ En hvað getur Viktor Böll sagt okkur um sjálfan sig? Hvers vegna ferðast hann um heiminn á þennan hátt og kynnir bókmenntir frænda síns? „Eg er bróðursonur Heinrichs og við voram ákaflega tengdir í lifanda lífi. Faðir minn, sem er löngu látinn, var eldri bróðir Heinrichs. Þegar ég var ungur maður vann ég fyrir frænda minn og við höfðum með okk- ur einhvers konar vinnusamskipti. Þegar hann ákvað að handrit hans og pappírar yrðu varðveitt í Köln, þá fór hann þess á leit við mig að ég myndi sjá um varðveisluna eftir sinn dag. Eg er starfsmaður Kölnarborgar og forstöðumaður Heinrich Böll-safns- ins sem er deild í Borgarbókarsafn- inu í Köln. Þar era öll eftirlátin hand- rit hans geymd og við söfnum líka öllum þýðingum á verkum hans hvað- anæva úr heiminum. Þá era þama ljósmyndir en sumar þeirra hanga nú uppi í Goethe Zentram hér á Lindar- götunni. Og fleiri gripir úr eigu frænda míns era þarna líka. Sýningin hér er öll úr þessu safni og hún hefur komið til sextíu landa. Eiginkona frænda míns, Annemarie Böll, sem skáldsagan „Trúðurinn" er tileinkuð, er enn á lífi og nýlega orðin níræð.“ Og í kvöld munt þú lesa upp úr verkum frænda þíns? „Við munum hlýða á Heinrich Böll sjálfan lesa brot úr sögunni af seg- ulbandi og ef til vill mun ég segja nokkur orð líka. Svo mun Franz Gíslason lesa valda kafla úr þýðingu sinni. Þá munu tónlistarmenn koma fram og ég sé ekki fram á annað en að hér stefni í ákaflega ánægjulega kvöldstund og gagnleg kynni við Is- lendinga.“ Eins og áður sagði er „Trúður- inn“ væntanlegm' í íslenskri þýðingu Franz Gíslasonar nú á næstu dögum. Þótt einkennilegt sé að segja frá því þá mun þetta ein- ungis vera í annað skipti sem bók eft- ir Heinrich Böll er gefin út hér á landi. Fyrir mörgum áram kom út bókin „Og sagði ekki eitt einasta orð“ í þýðingu Böðvars Guðmundssonar. Þá hefur Franz Gíslason lesið upp í útvarp þýðingar sínar á sögum Bölls þar á meðal á nokkram smásögum hans, en í þeirri grein bókmennta sem og öðram þótti Heinrich Böll mikill völundur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.