Morgunblaðið - 12.10.2000, Blaðsíða 30
30 FIMMTUDAGUR 12. OKTÓBER 2000
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
Ljósmyndir/Gísii Sigurðsson
Múrinn, verk Olafs Elíassonar í Hamburger Bahnhof, nær eftir endilöngum salnum.
S
Olafur Elíasson á sýningu
í Hamburger Bahnhof
UM ÞESSAR mundir og fram til 4.
febrúar 2001 stendur yfir mynd-
listarsýning í Hamburger Bahnhof
í Bcrlíti, gamalli járnbrautarstöð
sem breytt hefur verið í sýningar-
stað. Sýningin heitir Eftir múrinn
og er í tilefni þess að áratugur er
liðinn frá því Berlínarmúrinn féll
og landið sameinaðist að nýju.
Valdir voru fjórir ungir mynd-
Hstarmenn, tákn þeirrar kynslóðar
sem fram hefur komið eftir fall
múrsins. Þar á meðal er íslenskur
myndlistarmaður, Ólafur Elíasson,
sem býr og starfar í Berlúi og er
orðinn vel þekktur.
Framlag Óiafs er sjálfur múrinn,
þ.e. eftirmynd hans, en Ólafur hef-
ur steypt rúmlega eins metra háan
múrvegg eftir endilöngum sal
Hamburger Bahnhof.
Það vakti athygli blaðamanns
Morgunblaðsins, sem var á ferð-
inni í Berlín og tók myndirnar af
sýningunni, að fréttasjónvar-
psstöðin CNN fjallaði um sýning-
una. Þar var viðtal við Olaf Elías-
son og sýndi hann sjónvarps-
möiiiiuin gryfju þar sem hann
hafði tekið efnið í múrinn. Sagði
hann að sýningunni lokinni yrði
múrinn molaður niður og efnið sett
á upprunalegan stað í gryfjuna.
AFTER
THE
WALL
Ma»ptgetea«d« Ou •- OsMteget
M#«pigTb3«ile West 1. Etage
Sammliing Marx
OMg*t*rle Haufitqebktítít Wíu Erdgeuhod « W*jtflttf«l
Joseph Beuys - The secret block
for a sccret person ín freland
OLAFUR EJJíJSftON
^THAIft-MUfflÖSSE
CHraSTjllIljpKOWSKI
DiRK SKHfcBER
Norðurljós -
söngtónleikar
HULDA Björk Garðarsdóttir,
sópran, Kristina Wahlin, mezzó-
sópran og Beth Elín Byberg,
píanóleikari, flytja söngtónleik-
ana Norðurljós í Safnaðarheim-
ilinu í Vestmannaeyjum sunnu-
daginn 15. október kl. 15.15 og í
Norræna húsinu í Reykjavík
mánudagskvöldið 16. október kl.
20.
Þetta er samvinnuverkefni
þessara þriggja tónlistarmanna
sem felst í tónleikahaldi í októ-
ber 2Ö00 á íslandi, Noregi og
Svíþjóð. Pær hafa starfað saman
síðan á námsárum sínum við
Royal Academy of Music í
London og haldið meðal annars
tónleika í Englandi og Noregi.
Á efniskrá tónleikanna eru
lög eftir norræn tónskáld á borð
við E. Grieg, Alnæs, Stenham-
mer, Rangström, Nyström,
Hjálmar H. Ragnarsson, Síg-
valda Kaldalóns og Jón Þórar-
insson.
^
Syrgjandi kona Michaelangelos telst merkasta verk listamannsins sem
fundist hefur í langan tíma.
Aður óþekkt verk
Michaelangelos
finnst í Englandi
London. Daily Telegraph.
TEIKNING eftir Michaelangelo
fannst nýlega í Castle Howard á
Norður-Englandi og er teikning
þessa ítalska endurreisnarlista-
manns að mati Sotheby's merkasta
verk Michaelangelos er fundist hef-
ur í langan tíma. Teikningin, sem
nefnd hefur verið Syrgjandi kona, er
metin á allt að átta milljónir punda,
eða um 960 milljónir króna, og fannst
hún við hefðbundið tryggingarmat á
innviðum Castle Howards.
Talið er að myndin Syrgjandi kona
hafí verið keypt af Henry Howard,
jarli af Carlisle á uppboði í London
árið 1747. Hvorki jarlinn né aðrir
þeir er teikninguna skoðuðu næstu
250 árin gerðu sér hins vegar grein
fyrir að hér væri um verk
Michaelangelos að ræða.
„Þetta er eins og að finna gralinn
helga," sagði James Miller, einn af
stjórnarformönnum Sotheby's.
„Þetta er merkasta verk Michael-
angelos sem fundist hefur í manna
minnum."
Breskum listasöfnum verður
veittur forkaupsréttur á teikning-
unni, sem Michaelangelo-sérfræð-
ingar víðsvegar að úr heiminum hafa
þegar staðfest sem verk listamanns-
ins. Að mati Sotheby's er verkið um-
átta milljóna punda virði og takist
engu bresku listasafnanna að afla
nægjanlegs fjár til kaupanna mun
teikningin verða boðin upp hjá Soth-
eby's í London við upphaf næsta árs.
„Þetta er augljóslega teikning sem
hefur mikið gildi þar sem sérfræð-
ingar hafa allir samþykkt hana sem
verk Michaelangelos og sem slík ætti
hún því að vera til sýnis í listasafni
þar sem allir geta notið hennar,"
sagði Simon Howard, eigandi
Howard Castle.
En glöggir sjónvarpsáhorfendur
kynnu að kannast við húseignina
sem ættaróðalið úr þáttunum
„Brightshead Revisited", er byggðir
voru á sögu rithöfundarins Evelyns
Waughs.