Morgunblaðið - 12.10.2000, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 12.10.2000, Blaðsíða 30
30 FIMMTUDAGUR 12. OKTÓBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR 1 1 1 Ljósmyndir/Gísli Sigurðsson Múrinn, verk Ólafs Elíassonar í Hamburger Bahnhof, nær eftir endilöngum salnum. S Olafur Elíasson á sýningu í Hamburger Bahnhof UM ÞESSAR mundir og fram til 4. febrúar 2001 stendur yfir mynd- listarsýning í Hamburger Bahnhof í Berlín, gamalli járnbrautarstöð sem breytt hefur verið í sýningar- stað. Sýningin heitir Eftir múrinn og er í tilefni þess að áratugur er liðinn frá því Berlinarmúrinn féll og landið sameinaðist að nýju. Valdir voru fjórir ungir mynd- listarmenn, tákn þeirrar kynslóðar sem fram hefur komið eftir fall múrsins. Þar á meðal er íslenskur myndlistarmaður, Ólafur Eb'asson, sem býr og starfar í Berlín og er orðinn vel þekktur. Framlag Ólafs er sjálfur múrinn, þ.e. eftirmynd hans, en Ólafur hef- ur steypt rúmlega eins metra háan múrvegg eftir endilöngum sal Hamburger Bahnhof. Það vakti athygli blaðamanns Morgunblaðsins, sem var á ferð- inni í Berlín og tók myndirnar af sýningunni, að fréttasjónvar- psstöðin CNN fjallaði um sýning- una. Þar var viðtal við Ólaf Eli'as- son og sýndi hann sjönvarps- mönnum gryíju þar sem hann hafði tekið efnið í múrinn. Sagði hann að sýningunni lokinni yrði múrinn molaður niður og efnið sett á upprunalegan stað í gryfjuna. — || THE WML H*uptgeb«wde Ott - Qstftugel M«upt<j«b»Mde West I. £uge Sammlung Marx OltgAtcite ■ Hcoplgeblude Weit ErðgvtchoR WeittlUgel Joseph Bcuys - The secret block for a sccrct person In Ireland VVeitllugel 1. f tage OLAFUR THA .RIST,„ DIRK St*? Norðurljós - söngtónleikar HULDA Björk Garðarsdóttir, sópran, Kristina Wahlin, mezzó- sópran og Beth Elín Byberg, píanóleikari, flytja söngtónleik- ana Norðurljós í Safnaðarheim- ilinu í Vestmannaeyjum sunnu- daginn 15. október kl. 15.15 og í Norræna húsinu í Reykjavík mánudagskvöldið 16. október kl. 20. Þetta er samvinnuverkefni þessara þriggja tónlistarmanna sem felst í tónleikahaldi í októ- ber 2000 á íslandi, Noregi og Svíþjóð. Þær hafa starfað saman síðan á námsárum sínum við Royal Academy of Music í London og haldið meðal annars tónleika í Englandi og Noregi. A efniskrá tónleikanna eru lög eftir norræn tónskáld á borð við E. Grieg, Alnæs, Stenham- mer, Rangström, Nyström, Hjálmar H. Ragnarsson, Sig- valda Kaldalóns og Jón Þórar- insson. í; Syrgjandi kona Michaelangelos telst merkasta verk listamannsins sem fundist hefur í langan tíma. A Aður óþekkt verk Michaelangelos fínnst í Englandi London. Daily Telegraph. TEIKNING eftir Michaelangelo fannst nýlega í Castle Howard á Norður-Englandi og er teikning þessa ítalska endurreisnarlista- manns að mati Sotheby’s merkasta verk Michaelangelos er fundist hef- ur í langan tíma. Teikningin, sem nefnd hefur verið Syrgjandi kona, er metin á allt að átta milljónir punda, eða um 960 milljónir króna, og fannst hún við hefðbundið tryggingarmat á innviðum Castle Howards. Talið er að myndin Syrgjandi kona hafi verið keypt af Henry Howard, jarli af Carlisle á uppboði í London árið 1747. Hvorki jarlinn né aðrir þeir er teikninguna skoðuðu næstu 250 árin gerðu sér hins vegar grein fyrir að hér væri um verk Michaelangelos að ræða. „Þetta er eins og að finna gralinn helga,“ sagði James Miller, einn af stjórnarformönnum Sotheby’s. „Þetta er merkasta verk Michael- angelos sem fundist hefur í manna minnum." Breskum listasöfnum verður veittur forkaupsréttur á teikning- unni, sem Michaelangelo-sérfræð- ingar víðsvegar að úr heiminum hafa þegar staðfest sem verk listamanns- ins. Að mati Sotheby’s er verkið um- átta milljóna punda virði og takist engu bresku listasafnanna að afla nægjanlegs fjár til kaupanna mun teikningin verða boðin upp hjá Soth- eby’s í London við upphaf næsta árs. „Þetta er augljóslega teikning sem hefur mikið gildi þar sem sérfræð- ingar hafa allir samþykkt hana sem verk Michaelangelos og sem slík ætti hún því að vera til sýnis í listasafni þar sem allir geta notið hennar,“ sagði Simon Howard, eigandi Howard Castle. En glöggir sjónvarpsáhorfendur kynnu að kannast við húseignina sem ættaróðalið úr þáttunum „Brightshead Revisited", er byggðir voru á sögu rithöfundarins Evelyns Waughs.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.