Morgunblaðið - 12.10.2000, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 12.10.2000, Blaðsíða 34
34 FIMMTUDAGUR 12. OKTÓBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR BÆKUR Sagnfræði SAGA AKUREYRAR Fæðing nútímamannsins 1906- 1918 eftir Jón Hjaltason. III. bindi. 396 bls. Útg. Akureyrarbær. Prentun: ísafoldarprentsmiðja hf. Akureyri, 2000. Mannlíf og málefni A UNDANFÖRNUM árum hafa flestöll stærri sveitarfélög landsins fengið skráða sögu sína. Svo viða- mikið hefur það verkefni reynst, hringinn um landið, að heita má að það hafi orðið meginviðfangsefni ís- lenskra sagnfræðinga síðasta ald- arfjórðunginn. Nú hefur Jón Hjalta- son sent frá sér þriðja bindið af sögu Akureyrar. Hið fyrsta kom út 1990 og tók yfir þúsund ára tímabil, nánar til tekið 890-1862. Það mátti heita for- saga. Annað bindið, næstum tvöfalt stærra, kom út 1994 og fjallaði um ár- in 1863-1905, afar fróðleg, áhugaverð og vel skrifuð bók. Að mínum dómi var þar á ferðinni besta íslenska fræðiritið sem út kom það árið. Þriðja bindið, sem hér um ræðir, nær yfir tólf ára skeið, það er 1906 -1918. En á þeim tíma óx Akureyri úr litlu þorpi í dálaglegan kaupstað á þeirra tíma mælikvarða. Eins og aðrir, sem skráð hafa sögu kaupstaðanna, fer Jón Hjaltason yfir helstu áfanga í stjórnun, atvinnulífi, fjármálum og skipulagsmálum. Fá- tækraframfæri og skólamálum eru sömuleiðis gerð rækileg skil. Allt má kalla það dæmigerð bæjarmál. En í sögu Jóns verður það einungis grunn- ur undir öðru stærra og meira. Saga sjálfs mannlífsins verður þarna fyrir- ferðarmest. Fortjaldi liðna tímans er lyft til fulls. Augunum mæta svipir þeirra sem einu sinni voru en eru ekki lengur. Lífí er blásið í sagnaspjöldin og ljóstrað upp því sem gerðist á bak við tjöldin, svo maður lflri eftir orðum skáldsins. Af nógu er að taka. Akur- eyri varð snemma staður minnis; stæðra og afdrifaríkra viðburða. I gagnorðum annál segir svo um upp- hafsárið, 1906: »1 janúar er Ung- mennafélag Akureyrar stofnað. Um haustið brenna fimm glæsileg versl- unarhús á Oddeyri. „Mesti húsbruni á íslandi", segja Akureyrarblöðin. í desember vígja góðtemplarar nýtt samkomuhús á Barðsnefi, Hafnar- stræti 57.« Fyrsti áratugur aldarinnar var óslitið framfaraskeið um gervalla Evrópu, ísland þá hvergi undanskilið. íbúafjöldi Akureyrar nær þrefald- aðist. Borgararnir gerðust braut- ryðjendur á mörgum sviðum. Þjóðlíf- ið einkenndist af spennu og eftir- væntingu. Stjórnmálin voru hörð og miskunnarlaus. Fólk hafði á tilfinn- ingunni að teMst væri á um örlög og framtíð þjóðarinnar. Landsmálapólitíkin hafði að vísu óveruleg áhrif á bæjarmálapóli- tíkina en þeim mun meiri og margvíslegri á önnur samskipti manna. Uppkastið og kosning- arnar 1908 og 1909 skiptu mönnum í and- stæðar fylkingar. Og bannlögin, sem kosið var um fyrra árið, kyntu enn undir tilfinningahit- anum, enda þótt það mál væri ekki beinlínis pólitískt. Höfundur nefnir ýmis dæmi þess Jón að á góðra vina fundi Hjaltason hafi menn varast að nefna stjórnmál ef saman voru komn- ir bæði heimastjórnarmenn og sjálf- stæðismenn. Að öðrum kosti var frið- urinn úti. Og Vigfús, vert á Hótel Akureyri, varð þjóðhetja hjá heima- stjórnarmönnum þegar hann neitaði að leigja Birni Jónssyni ráðherra, sem komið hafði ríðandi að sunnan, herbergi á hótelinu. Varð Stefán skólameistari að skjóta skjólshúsi yfir ráðherrann. Gamli tíminn, sem ein- kenndist af hiki, varfærni og ótta við hraðar breytingar, var að víkja fyrir nýjum straumum. Eða eins og Jón Hjaltason kemst að orði: »Sultar- jarmur kynslóðanna hafði skilið eftir ör í sál íslensku þjóðarinnar sem þurfti miklu meira en ein aldaskipti til að afmá.« En framtíðarsýn þeirri, sem við blasti, lýsir hann svo: »Galdur hins nýja tíma fólst í breyttum hugs- unarhætti: þar sem 19. aldar maður- inn hefði látið hugfallast sá aldamóta- maðurinn rvallt vonarglætu.« Meðal meiriháttar viðburða þess- ara ára voru konungskoman og stofn- un Gefjunar 1907, upphaf bílaaldar og lagning vatnsveitu 1914 og stofnun blaðanna Dags og Verkamannsins 1918. Þar með var Akureyri í raun orðin höfuðstaður Norðurlands. Matthías Jochumsson hafði reist hús uppi á Brekkunni sem hann nefndi Sigurhæðir. Vafalaust hefur trúar- vissan ráðið þeirri nafngift. Þó Matt- hías væri hálfsextugur orðinn þegar hann fluttist til Akureyrar átti nafn hans ekki eftir að tengjast öðrum stað fremur. Hann hafði flust þangað sem sóknarprestur en sat þar nú í virðu- legri elli á heiðurslaunum. Með per- sónu sinni setti hann svip á bæinn. En heitið Sigurhæðir varð réttnefni í víð- tækari skilningi. Akur- eyringar voru að svipta af sér álagaham þeim sem fátækt og vesöld hafði á þjóðina lagt á undangengnum hörm- ungaröldum. Mannlífsmyndasafn- ið á götum bæjarins hefur sannarlega verið skrautlegt. Sjá mátti af svipmóti og klæðaburði hver maðurinn var og hvar hann stóð í mann- virðingastiganum. Kaupmönnum fór fjölg- andi. Og verslunin fór að sama skapi vaxandi. »Það sem meðal annars gerði Akureyri girni- legri til búsetu en sveitina, og reyndar flesta aðra kaupstaði landsins sé farið út í þá sálma, var hinn mikli fjöldi verslana í bænum,« segir höfundur. Hann upplýsir ennfremur að »árið 1910 voru ísfirðingar litlu færri en Akureyringar en urðu að láta sér lynda 27 verslanir þegar Akureyring- ar gátu rápað á milli 46 verslana, stórra og smárra.« Ekkert verslunar- fyrirtæki í höfuðstað Norðurlands átti þó eftir að verða þvflíkt stórveldi sem Kaupfélag Eyfirðinga. Hallgrím- ur Kristinsson stýrði því á þessu tímabili. Það kom af sjálfu sér að miðja bæjarins yrði þar sem hann valdi því stað. Þetta var fyrir daga bflaaldar. Menn fóru gangandi húsa á milli en lengri leiðir á hestbaki. Sumir höfðu atvinnu af að aka vörum á hestvögnum. Þeir voru kallaðir keyrarar. Lystikerrur sá- ust líka á götum bæjarins. Og enginn varð þurrður á umræðuefni Frásögn- in af Theódóri Ágústssyni, brúðgum- anum á nærbuxunum, rninnir á leikrit eftir Dario Fo. Nema hvað leikskáldið spann hvaðeina upp í huga sér en brúðkaupssaga Theódórs var dagsönn, þótt ótrúleg væri. Mismunandi efna- hagur setti auðvitað svip á bæjarlífið. Sumir lyftust, sjálfkrafa að því er virt- ist, upp á öldufald gæfunnar en bárust svo jafnharðan ofan í næsta öldudal. Til að mynda segir þarna frá manni nokkrum sem hófst upp úr fátækt, varð stóreignamaður á unga aldri og endaði sem bankastjóri. Enginn vissi betur en hann rækti þann starfann með sóma. Þar til er von var á aðal- bankastjóranum að sunnan að hann er skyndilega horfinn sjónum eins og jörðin hefði gleypt hann. Allir hugðu hann týndan og tröllum gefinn. Löngu síðar fréttist af honum úti í Noregi. Þaðan fluttist hann svo tfl Ameríku þar sem hann gerðist góðborgari og lifði langa og farsæla ævi. Sem geta má nærri steig hann ekki framar fæti á ísagrund. Sagan af fjárdrætti hans er auðvitað lítt merkileg. Slfkt hefur gerst bæði fyrr og síðar. En hvernig honum tókst að leynast í bænum, dög- um og vikum saman meðan leitað var að honum, og sleppa síðan úr landi, dulbúinn og óséður framhjá vökulu auga nágrannanna! Það mátti svo sannarlega kalla ævintýri líkast. Auð- vitað þjáðist þessi hraðstækkandi bær af vaxtaverkjum fyrsta kastið. Hall- dóra Bjarnadóttír, skólastjóri barna- skólans, taldi að betur þyrfti að aga börnin. Bændur og búalið í nágranna- sveitum leit á bæinn sem spillingar- bæli þar sem ungum stúlkum væri stórhætta búin. Og ekM fengust þeir til að stofna húsmæðraskóla með Akur- eyringum nema skólinn stæði í tryggi- legri fjarlægð frá þessari Sódómu freistinganna. Stórbrunar urðu svo tíð- ir að með ódæmum mátti kalla. Þeirra hluta vegna var farið að Uta með tor- tryggni til Akureyringa. Óhöppin áttu þó sínar skýringar. Allt var byggt úr timbri. Híbýli sín lýstu menn upp með kertum og olíulömpum. Vindla- reykingar voru í tísku. Og þar voru menn sannarlega með eldsglóð í hönd- um. Þar við bættist að brunavarnir voru bæði frumstæðar og vanmáttug- ar. Ekki voru heilbrigðismálin auð- veldari viðureignar. Fólk var að deyja úr kvillum sem nú teljast hættulausir. Vatn var lengst af sótt í brunna. Þeg- ar taugaveiM blossaði upp þurfti ekM lengra að leita orsakanna. Ætla mætti að hreint vatn sé víðast hvar að hafa á Iandi hér. Akureyringum gekk þó bæði seint og erfiðlega að afla þess. Hreinlæti var ábótavant. BerMarnir tóku að breiðast út eins og hver önnur farsótt. Þar á móti kom að læknarnir voru farnir að láta tfl sín heyra og krefjast úrbóta. Höfundur talar um Guðmundartímabilið. Það er orð að sönnu. Guðmundur Hannesson, einn þeirra þriggja, sem báru það nafn, varð héraðslæknir á Akureyri. Hann stóð fast á sínu og kvað sterkt að orði. Eftirmaður hans var Steingrímur Matthíasson, einnig þjóðkunnur. Hann gerðist heimaríkur þegar annar læknir var settur honum við hlið. Steingrímur brýndi fyrir fólM að bæta mataræðið. En þar var úr vöndu að ráða. Þó meginhluti þjóðarinnar starfaði að framleiðslu kjöts og mjólk- ur var hvorugt auðfengið þarna í þétt- býlinu. Menn urðu þá að kaupa fé á fæti og slátra því sjálfir. Margir héldu hins vegar kýr tií að hafa mjólk til heimilis. Fiskurinn var jafnvel sjald- séðari. Steingrímur læknir sagði »að það væri auðveldara að fá sardínur frá FrakMandi í búðum Akureyrar- kaupmanna en íslenskan fisk.« Hins vegar ofbauð Steingrími kaffiþambið. Kvað hann svo að orði að kynt væri undir kaffikatlinum „ ... með undir það eins miMUi árvekni og alvöru og verið væri að kynda undir gufukatli á sMpi í sjávarháska". Undir lok þessa tímabfls var bær- inn að fá á sig ímynd þá sem hann hef- ur síðan haldið í vitund þjóðarinnar. Bæjarstæðið þótti hlýlegt. Húsin voru reisuleg mörg hver, þar að auM prýdd ýmiss konar sMauti. I augum þeirra, sem aldir voru upp í lágreist- um torfbæjum, hlutu þau að líta út eins og hallir í ævintýrum. Erlendir ferðamenn, sem nokkuð voru teknir að venja komur sínar til íslands, róm- uðu ásýnd bæjarins. Framtakssamir bæjarbúar tóku snemma að gróður- setja tré. Trjágróðurinn átti eftir að setja vaxandi svip á bæinn. Þó kulda- skeiði því, sem Jón Hjaltason kallar réttilega vott af ísöld, væri síður en svo loMð, gat Akureyri þó alltént tal- ist til veðursælli staða á landinu. Eins er þá ógetið sem átti vafalaust drjúgan þátt í hröðum vexti og við- gangi bæjarins, en það var síldar- ævintýrið. Sfldveiðunum fylgdi hraði, áhætta og uppgrip. Að ekki sé minnst á lífsstflinn sem dró til sín unga fólMð. Kringum síldina var líf og fjör og pen- ingar en - óneitanlega dálítið slark! Krossanesverksmiðjan, sem Norð- menn reistu nokkru fyrir utan bæinn, varð í raun stóriðja síns tíma. Rit þetta spannar sem sagt gervallt li+róf bæjarlífsins á þessu viðburða- ríka tímabili. Áhrifaríkast verður það fyrir þá sök hversu höfundi tekst að tvinna saman sögu mannlífs og mál- efna. Jón Hjaltason hefur viðað að sér ótölulegum fjölda heimilda sem hann hefur síðan vegið og metið. Auk þess sem sagan er raMn í meginmáli er geysimiMU fróðleikur saman dreginn í myndatextum. Myndirnar sjálfar segja ennfremur sína sögu. I fáum orðum sagt: skemmtileg bók, afar vel og sMpulega skrifuð. Og stórfróðleg. Erlendur Jónsson ÞAÐ sem ég hefi lesið eftir Vibeke Gr^nfeldt eru skáldsögur sem gerast í smábæjum utan áhrifasvæðis helstu borga Danmerkur. I sögumiðju er sérstæður einstaklingur og samsMpti hans við margvíslegar persónur um- hverfisins. 1990 birtist skáldsagan Títílbjalla (D^dningeuret, endurprentuð tvíveg- is). Þar segir frá einfaranum Sebasti- an, miðaldra húsgagnasmið, sem er annálaður fyrir Ustræna sköpun og endurgerð á sínu sviði. Hann hefur nokkra lærUnga, einnig sæMr fyrr- verandi kærasta fast á hann, en hann einangrar sig jafnan. Allskyns frekju- dólgar vaða yfir hann, án þess hann fái rönd við reist. Þessi hlédrægni mannsins eða flialdssemi birtist i mörgu, t.d. erfir hann happdrættis- miða sem stórvinningur kemur á, en þá mjakar hann honum bara innundir veggfóðrið. Og skýring þessa hugar- fars er smám saman gefin í skyn að nokkru leyti; á unglingsárum var hann saklaus dæmdur og fangelsaður fyrir morð á ungri stúlku. I samsMpt- um þessa feimna einfara við venjulegt fólk umhverfisins virðist það fullkom- lega sturlað, en hann eðUlegur. Flest- ar persónur eru nefnilega einhUða skrípamyndir, en þó sannfærandi. TitiUinn vísar til tifs í bjöllu sem ét- ur sig í gegnum harðvið vandaðra smíðisgripa sðguhetju, og eyðileggur alla þessa Ust fyrr eða síðar. Þetta táknar þá tímans tönn, og hnignun birtíst lflca í æ fáránlegri hegðun ým- issa aukapersóna. í fyrra birtist löng skáldsaga, Hið rétta (Det rigtige). Hún snýst um konu á miðjum aldri, sem erft hefur Einhliða en sannfær- andi skrípamyndir Vibeke Gr0nfeldt er meðal virtustu skáldsagnahöfunda Danmerkur, segir Örn Ólafsson. Hún hefur þrjá um fímmtugt, og hefur sent frá sér fímmtán bækur. allstóra gróðrarstöð, sem fjölskyldan hefur reMð í a.m.k. þrjá ætt- liði, hún minnist oft kennslu afa síns um blómaræM og ávaxta. En nú ber stöðin sig ektó lengur, og konan verður að vinna á þvottahúsi til að endar nái saman. Hún rekur samt gróðrarstöðina áfram, en gefur afurð- irnar alls konar fólM. Titfllinn vísar til áráttu aðalpersónu að gera rétt, hún er sífellt að Vibeke gera við sprungur og Grenfeldt fúa í gróðrarstóðinni, þótt hún hafi ekkert nema tap af henni. Þessi þráhyggja að gera „hið rétta" felur þá auðvitað í sér að aðal- persónan leggst alveg undir reglur umhverfisins og væntingar, eins og hún telur þær vera. At- kvæðalítil móðir henn- ar er einskonar líkamn- ingur þessara reglna, en bróðir hennar leggst ýmist í þunglyndisköst eða reynir að rífa sig upp í nýtt líf, yrkir, ger- ist bókavörður, kvæn- ist. Alltaf sækir þó í sama farið aftur, og þannig verður hann einskonar forboði ör- laga söguhetju, sem virðast þá þeim mun eðlUegri, óumflýjan- legri. Það sækir nefni- lega æ meir á aðalper- sónuna, að hún er ekM fyrr búin að gefa fólM gjafir eða gera því greiða en hún „sér hvað það er að hugsa um hana; aumingi, ræffll, auh". Því ræðst hún fyrirvaralaust að alls- konar fólM með óbótaskömmum og hótunum. EkM bætir úr skák að hún verður alteMn af ástarþráhyggju til ókunnugs gifts manns, og ofsóknar- órum hennar fylgir æ stjórnlausari drykkjuskapur, sem herðir enn á allri þessari upplausn og hnignun. Það má undrast hve ánægjulegt er að lesa um svo sorglegt ferfl. En þar kemur tvennt til. I fyrsta lagi er þetta vel skrifað eins og annað sem ég hefi séð frá Gronfeldt, og í öðru lagi er þetta eins og í Tifbjöllunni, bara önnur mynd af tímans tönn sem smám sam- an vinnur á öUu, þrátt fyrir hetjulega baráttu söguhetjunnar gegn eyðing- unni. Sjálf áreynslan í þeirri baráttu fer með konuna, eyðir henni. Það er erfitt að fullyrða um bók- menntaáhrif, en oft varð mér hugsað til Guðbergs Bergssonar þegar ég las þessar sögur, einkum vegna spaugi- legra skrípamynda þeirra af fóUd sem þó er venjulegt. Og það er hreint ekM svo fráleitt að hugsa til Guðbergs, hann varð víst vinsæll í Danmörku meðal ungra skálda og sérstakra áhugamanna um bókmenntir þegar Tangasögur hans birtust í danskri þýðingu fyrir aldarfjórðungi. í nýj- ustu skáldsögu Gronfeldt, Hið rétta, er vitnað til Engla aUieimsins eftir Einar Má Guðmundsson, enda er meginefnið svipað, þótt hér virðist geðbUun söguhetju frekar stafa af þeim kröfum sem hún gerir til sjálfr- ar sín fyrir hönd umhverfisins. Samhengi ekki sjáanlegt Eitt sérstæðasta verk Gr0nfeldt er I dag, sem birtist fyrst fyrir tveimur árum. Þetta er safn smáþátta, sem tímasettir eru með fáeinna ára milU- biU frá 1952 til 1996. Samhengi er ekki sjáanlegt, hvorM í atburðarás né eru hinar mörgu persónur tengdar. Þetta er afar fjölbreytt, skoplegar sögur og sorglegar, hverdagsleg at- vik og aföll, sturlun og dauði, ímynd- uð átök og raunveruleg. Þeim mun merkilegra er að verMð er samstillt heild, svo að sumir gagnrýnendur kölluðu það skáldsögu. Það sem gerir öll þessi margvíslegu brot að heild er að mínu mati ekM fyrst og fremst efn- ið. Vissulega mynda allar þessar ör- lagasögur syeitamanna og smábæjar- búa einskonar yfirsýn um danskt þjóðlíf undanfarna hálfa öld, heildar- mynd sem erfitt hefði verið að ná með einni aðalpersónu. En það sem bræð- ir sögurnar saman í eina heild er öllu heldur stflUnn, hlutlægni frásagnar- innar. I þessu minnir verMð á helstu rit stórmeistara danskra samtíma- bókmennta, Per Hultberg; Byen og verden (frá 1992), sem hann fékk bók- menntaverðlaun Norðurlandaráðs fyrir, og Requiem (frá 1985), sem bæði eru samstillt heild sundurlausra texta. En verk Granfeldt eru fyllUega sjáUstæð sköpun á þessum sameigin- legu vegum. Þetta eru sterk verk og vönduð og sMpa Gronfeldt í fremstu röð danskra sagnaskálda.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.