Morgunblaðið - 12.10.2000, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 12.10.2000, Blaðsíða 57
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. OKTÓBER 2000 5?_ UMRÆÐAN Valdníðsla stjórnarinnar VALDSTJORNIN sem ræður ríkjum hér- lendis gerir nú kröfur um stórfellda eigna- upptöku í Árnessýslu. Það á að taka mikið land af fjallabæjunum, þinglýstar eignir og skerða stórlega rétt sveitarfélaganna til af- réttanna. Fyrirhuguð upptaka lands nemur um helmingi sýslunnar. Lögmaður nokkur, sem virðist reka hat- ursherferð gegn bænd- um, mun vera aðal- Páll Ragnar höfundur kröfugerðar- Steinarsson innar, sem er svo vit- laus að engu tali tekur. Sem dæmi má nefna að fjármálaráðherra gerir kröfu til allrar jarðarinnar Hóla í Biskupstungum, sem var bújörð um aldir en fór í eyði á fyrri hluta 20. aldar. Þá keypti Biskupstungna- hreppur jörðina og varð hreppurinn þinglýstur eigandi hennar. Ráðherrann gæti allt eins gert kröfu til Nesjavallanna eða hverra annarra þinglýstra eigna sem er. Það mætti benda erlendum fjár- festum á að óvíst sé hvort leikreglur réttarríkja eigi að gilda hérlendis, svipað stöðu mála í Zimbabwe. Fjár- festum er illa við að þinglýsingar eignaheimilda séu ógiltar. Menn tala um að þessi stórfellda árás á eignarrétt almennings í Ar- nessýslu sé kommúnismi. Stalín stóð fyrir svívirðilegri jarðaupptöku í Sovétríkjunum. Rökin fyrir þeim að- gerðum voru að bændurnir ættu ekki jarðirnar, heldur öll þjóðin. Þetta voru svipuð rök og nú er beitt í þjóðlendumálinu. Þó tók steininn úr þegar Rússar köstuðu kommúnism- anum fyrir róða og fóru í einkavæð- ingu eigna almennings. Hvenær var kommúnismi tekinn upp í Sjálfstæðisflokknum, eða er það einkavæðing af rússnesku tagi sem á að beita? Fyrst eru eignir teknar af fólki og síðan eru þær af- hentar fámennum hópi auðmanna til eignar eða nýtingar fyrir h'tið gjald eða ekkert. Framkvæmd einkavæð- ingar ríkisfyrirtækja og úthlutun sérleyfis til nýtingar örvera í hverum landsins bendir í þessa átt. Þeir menn sem nú ráða ríkjum í Sjálf- stæðisflokknum ættu að athuga sinn gang. Stendur til að flokkurinn hætti að sækja fylgi til bænda og annarra íbúa dreifbýlisins? Getur það verið að fjárframlög dreifbýlismanna til flokksins séu ekki næg? Ólafur Thors og Bjarni Ben. hefðu aldrei lagt út í slíka aðgerð. Þeir byggðu flokkinn upp sem flokk allra stétta. Guðni frá Brúnastöðum deilir ann- að slagið á þessa kröfugerð, en Davíð og Geir segja að hann misskilji þetta. Óbyggðanefnd muni dæma af réttsýni. En þeir virðast ekki skilja alvarleika málsins. Það er um fram- tíð Guðna í stjórnmálum að tefla. Hann er í ríkisstjórn sem ætlar að beita kjósendur hans þjösnaskap og órétti. Fólkið í sveitunum skynjar aðgerðina sem stríðsyfirlýsingu. Þetta mál er ámóta stórt fyrir upp- sveitir Árnessýslu og ráðherrann ætlaði að taka þinglýstar eignir af 1-2 þús. fjölskyldum í Reykjavík. Svo og landeignir Reykjavíkur og orkuveitu hennar í Blá- fjöllum, Hengli og Hell- isheiði. Það getur hver maður séð að slík gerð væri pólitískt sjálfsvíg. Ég vil benda þing- mönnum kjördæmisins á að athuga að flest sveitarfélög á Suður- landi eru aðilar að af- réttunum. Þar að auki veit ég að fólkið sem býr á fjallabæjunum hefur mikinn og al- mennan stuðning í bar- áttu sinni um allt hér- aðið til strandar. Sveitarfélögunum er fullkomlega treystandi til þess að fara með stjórn mála á af- réttum sínum í þágu allrar þjóðar- innar, eins og verið hefur. Það er frá- leitt að færa yfirráð þeirra til annars landshluta, sem mun verða raunin, þegar meirihluti þings verður frá höfuðborgarsvæðinu. Þessar aðfarir eru í fullkomnu ósamræmi við þá stefnumörkun að færa aukin verk- efni til sveitarfélaganna. Þingmenn virðast hafa verið hallir undir þessa aðgerð, til þess að geta fært aukin völd til sín. Að vísu telja margir þingmenn að kröfugerðin sé ekki í samræmi við vilja þingsins. En hver var vilji þingsins? Því er erfitt að svara, þar sem Alþingi afhenti fjármálaráðherra kröfugerðarvaldið. Þingmenn dreifbýliskjördæmanna munu hins vegar finna fyrir málinu, þegar herferð rangindamanna ráð- herrans heldur áfram rangsælis um landið. Hætt er við að sumir lands- hlutar geti fengið mun verri útreið en Arnessýsla, ef kröfugerð verður svipuð. Hvernig gæti kröfugerðar- kort litið út í kjördæmi utanríkisráð- herrans, þar sem víða er stutt milli strandar og 250 m hæðarlínunnar? Það gæti verið að mönnum þætti að sér þrengt milli þjóðlendna til lands og sjávar. Ekki er víst að kjósendur ráðherrans verði ánægðir með til- færslu nýtingar hálendis til sérhags- munahópa á svipaðan hátt og gert var með þjóðlenduna í hafinu. Ráð- herrann varð fyrir árásum vegna fjölskyldutengsla við kvótakónga fyrir síðustu kosningar. Honum sárnaði þetta og taldi að óréttmætt væri að ræða þessi mál, en ég bendi honum á að hér er um lífsafkomu fólksins að ræða. Varðandi afréttina er málið svo einfalt að það verður ekki séð að Al- þingi eða dómstólar hafi neinn rétt til að breyta því fyrirkomulagi, sem hefur verið á nýtingu afréttanna um aldir. Sveitarfélögin hafa alla tíð far- ið með stjórn mála þar, og íbúar þeirra nýttu öll gæði þeirra. Þetta er viðurkennt í þjóðlendulögunum, enda eiga þau að lýsa því í hverju nýtingin var fólgin. Nú vilja sumir meina að sveitar- félögin eigi ekki afréttina. Þau eigi einungis nýtingarrétt, en grunneign- arréttur að landinu sé ríkisins. í þessu er ýmsum hundakúnstum beitt, eins og að landið hafi í upphafi ekki verið numið nema rétt upp fyrir efstu bæi, sem nú eru í byggð. Af- réttirnir hafa verið kenndir við sveit- arfélögin frá fornu fari, enda voru þeir alla tíð álitnir vera eign þeirra eða fylgja jörðunum í hverjum Þjóðlendur Hvenær var kommún- ismi tekinn upp í Sjálf- stæðisflokknum, spyr Páll Ragnar Steinars- son, eða er það einka- væðing af rússnesku tagi sem á að beita? hreppi. Ríkisvaldið mótmælti ekki þessum skilningi fyrr en eftir miðja 20. öld. Væntanlega mun síðan verða mikill þrýstingur á ríkið að svíkja sveitirnar og rýra nýtingarréttinn. Almenningur á hefðbundinn og lögboðinn umferðarrétt um heima- lönd og afrétti. Skefjalaus áróður er rekinn gegn bændum og öðrum íbú- um sveitanna, að þeir vilji hindra að fólk geti notið þessa réttar. Ég held að það sé nær sanni, að það séu aðrir landeigendur en íbúar sveitanna sem hafa lokað fyrir umferð fólks um sín lönd. Ég sé ekki neina ástæðu til annars en að Árnesingar taki þennan slag af fullri einurð og reki landránsmenn af höndum sér og alla leið út úr sýsl- unni. Höfundur er sölumaður frá Hlfð iGnúpverjahreppi. HELENA RUBINSTEIN Komið og kynnist nýju líkamsvörunum ART OF SPA. Upplifðu orku og kraft Energizing Power eða slakandi áhrif Relaxing Power. kemmtilegir haust- og vetrar- £HIN|UKU sem breytast eð Ijósi einnig kynntir. mnar á kynningu c l og á morgun. Yið minnum íkaupauka. F'NÁ snyrtivöruverslun Háholti 14, sími 586 8000 Laugavegi 80, sími5611330 vg>mbl.is ----ALLTy\f= eiTTHKSAÐ A/Ýn~ MYNDASOGUBLAÐIÐ ZETA www.nordiccomic. com sta? ¦ Lífrænn heilsuhúsið barnamatur • Engin aukaefni. «Enginn viðbættur sykur. • Eins og heimatilbúinn matur. • Fyrir börn á öllum aldri. • Gott og spennandi hráefni. Hi Éf Bragð náttúrunnar - og ekkert annað Niko heildverslun hf, sími 568 0945 >a Sjáðu okkur og Agora ::: Laugardalshöll 11.-13. október :SB7ið erum í básurn :: C3: A8: VarOi Uos Al :•: lOSRsykiavi slmbréf 552.1620 s* verdKLjos
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.