Morgunblaðið - 12.10.2000, Blaðsíða 80

Morgunblaðið - 12.10.2000, Blaðsíða 80
4 **0tmIit*feifr ELGCf Trausti íslenska muruorur Siðan 1978 Leitið tilboða !l steinpi MORGUNBLADIÐ,KRINGLUNNll,103BEYKJAVÍK,StMlS691100,StMBRÉFB691I81,PÓSTHÓLF3im, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 5691122, NETFANG: RITSTJ&MBLJS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆm 1 FIMMTUDAGUR 12. OKTOBER 2000 VERÐ ILAUSASOLU 150 KR. MEÐ VSK. i.a| Morgunblaðið/RAX Sigurmarkinu fagnað. Sigur vannst á N-Irum ÍSLENSKA landsliðið í knatt- spyrnu sigraði lið Norður-íra á Laugardalsvelli í gærkvöld með einu marki gegn engu. Þórður Guðjónsson skoraði markið á 90. ''mínútu. Landsleikurinn er liður í undan- keppni heimsmeistaramótsins í knattspyrnu. ísland fékk sín fyrstu stig í leiknum og er nú í fimmta sæti riðilsins, skammt á eftir þeim þjóðum sem þar eru fyrir ofan. ¦ Sigur Íslands/Bl-B8 ---------?-?-?--------- Kaupás hf. kaupir Hús- gagnahöllina KAUPÁS hf. og eigendur Húsgagna- hallarinnar, Intersport og fasteign- arinnar Bíldshöfða 20 hafa samið um kaup Kaupáss á öllum rekstri og hús- eign fyrrgreindra félaga. Húsið er eitt af þremur stærstu verslunarhúsum á Islandi, alls um 15.000 fermetrar. Hyggst Kaupás, sem relair verslunarkeðjurnar Nóa- tún, 11-11, KÁ-verslanir og Kosta- kaup, opna þar blandaðan stórmark- að með matvöru og sérvöru auk þess að reka þær verslanir sem þar eru fyrir. Einnig verða opnaðir veitinga- staðir í húsinu. ¦^Afhending eignanna verður um næstu áramót. Núverandi eigendur Húsgagnahallarinnar munu eignast hlutíKaupási. ¦ Nýr/4 Fjölskyldan á Brjánslæk stækkaði til muna þegar þríburar komn í heiminn Tylla ekki tánum ájörðina FJÖLSKYLDA Halldóru Ragnars- dóttur og Jóhanns Péturs Ágústs- sonar, bænda á Brjánslæk á Barða- strönd, stækkaði til muna á þriðjudag þegar þríburarnir þeirra, tveir drengir og stúlka, komu í heim- inn. Meðgangan gekk að sögn Hall- dóru mjög vel og var hún fótafær all- an tímann „og hefði getað labbað sjálf inn á fæðingarstofu þess vegna". Halldóra og Jóhann Pétur vissu fyrst af fjölda barnanna í sónarskoð- un eftir nítján vikna meðgöngu og sagði HaUdóra að fréttirnar hefðu komið svo flatt upp á þau að einu við- brögðin hefðu verið óstöðvandi hlát- ur. Tilhugsunin um börnin þrjú hefði svo haldið áfram að vera óraunveru- leg „og það er fyrst nú að við trúum þessu". Eins og títt er um fjölbura- mæður dvaldi hún síðari hluta með- göngunnar á fæðingardeild Land- spítala - háskólasjúkrahúss. Eftir tæplega 36 vikna meðgöngu ákváðu börnin svo að tími væri til kominn að kveðja móðurkvið og líta á veröld- ina, svo að morgni dags á þriðjudag komu þau eitt af öðru með mínútu millibiK, fyrst strákur, þá stelpa og svo aftur strákur. Systkinin hafa ekki fengið nöfn enn og ganga undir nöfnunum Jóhannsson a), Jóhanns- dóttir b) og Jóhannsson c) á vöggu- deildinni, foreldrarnir munu þó bæta úr þessu bráðlega. Sá elsti þríburanna vó 2144 g við fæðingu og mældist 44 cm á lengd, stúlkan 2600 g og 47 cm og sá yngsti er stærstur barnanna, 49 cm og er jafnþungur systur sinni. Móður og börnum heilsast vel. Fjölburafæðingin er sérstök að því leyti að foreldrarnir nutu engrar aðstoðar frjósemislyfja nema ef vera skyldi frá „heilnæmu sveitaloftinu" sagði Halldóra í samtali við Morgun- blaðið. Tímasetning fæðingarinnar var lflca einkar hagkvæm því þar sem hjónin eru fjárbændur þurfti Jóhann Pétur að klára smðlun fyrir vestan í tæka tíð fyrir barnsburðinn, sem svo gekk eftir. Samkvæmt töl- um Hagstofu íslands frá 7. janúar þessa árs voru 9 börn á aldrinum 0-5 ára í strjálbýli Patreksfjarðar, svo þessi eina þríburafæðing hækkar þá töiu um 25%. Hjónin á Brjánslæk leggja því sitt af mörkum við að draga úr fólksfækkuninni í heima- byggðinni. Litlu krílin þrjú eiga tvo eldri bræður, Markús Inga, 10 ára, og Ágúst Vilberg, tveggja ára, sem að sögn Halldóru „tylla ekki tánum á jörðina fyrir hamingju frekar en pabbi þeirra og við hin". Þess má geta að í sveitum Barðastrandar var víða fáni dreginn að húni til að fagna fæðingu systkinanna. Morgunblaðið/Kristinn Stolt móðir með þríburana sína f fanginu. Þríburafæðingar fátíðar FJOLBUBAFÆÐINGUM hefur að sögn Atla Dagbjartssonar, vöggudeildarlæknis á Landspít- ala - háskólasjúkrahúsi, fækkað nokkuð á undanförnum ármn aft- ur, eftir mikla fjöigun, vegna aukins árangurs sem náðst heftir með glasafrjóvgunum. Af þeim 40-50 fjölburafæðing- um sem eiga sér stað árlega á Is- landi eru tvíburafæðingar al- gengastar og sagði Atli í samtali við Morgunblaðið að þríburafæð- ingar væru afar fátíðar og þá sérstaklega þegar engra frjósem- islyfja nyti við. Þóra Fischer, fæðingarlæknir á Landspítalan- um - háskólasjúkrahúsi, tók und- ir orð Atla og sagði að líkurnar á tvíburafæðingu væru um ein á móti áttatíu en líkurnar á þrí- burafæðingu mun minni þar sem þær gerast ekki nema á þriggja til fjögurra ára fresti, þríburafæðing væri því vissu- lega sérstök en alls ekki ein- stök. Foreldrar fjölbura halda úti bldmlegum félagsskap og gefur stjórn Tvíburafélagsins m.a. út fréttablað og býður upp á dag- skrá árið um kring og eru allir fjölburar velkomnir í félagið. Forsvarsmenn Norðuráls vilja stækka álverið á Grundartanga um 150 þúsund tonn Myndi þýða fímmföldun á núverandi framleiðslugetu FORSVARSMENN Norðuráls hf. hafa farið þess bréflega á leit við ís- lensk stjórnvöld að hafnar verði við- ræður um þriðja áfanga álverk- smiðjunnar á Grundartanga, en nú stendur yfir vinna við annan áfanga verksmiðjunnar. Verði af áætlunum Norðuráls þýðir það fimmföldun á núverandi framleiðslugetu fyrirtæk- isins og risavaxið álver með allt að 300 þúsund tonna framleiðslugetu á ári. Morgunblaðið fékk þetta staðfest hjá öllum aðilum málsins í gær, en gert er ráð fyrir að slík stækkun skapi 250-350 ný störf og hið minnsta 500 manns taki þátt í bygg- ingarframkvæmdum. Framkvæmdir standa nú yfir við stækkun álverksmiðjunnar á Grund- artanga og verður framleiðslugeta þess 90 þúsund tonn á ári eftir breytinguna, en gert er ráð fyrir að starfsemi í stækkuðu álveri geti haf- ist af fullum krafti næsta vor. Áhugi forsvarsmanna Norðuráls á umtalsverðri stækkun álversins hef- ur legið fyrir í nokkurn tíma og í febrúarmánuði 1996 samþykkti skipulagsstjóri ríkisins mat á um- hverfisáhrifum 180 þúsund tonna ál- vers. Þriðji byggingaráfangi hefur gert ráð fyrir að ráðist verði í bygg- ingu 90 þúsund tonna kerskála við hlið þess sem fyrir er. Forsvars- menn Norðuráls hafa hins vegar í hyggju að ráðast strax í byggingu 150 þúsund tonna stækkunar, þann- ig að heildarstærð álversins verði 240 þúsund tonn. Með nýrri tækni, þar á meðal betri nýtingu á kerjum, eru síðan áform uppi um að ná fram- leiðsluaukningu til viðbótar upp á 60 þúsund tonn svo að heildarfram- leiðslugetan verði 300 þúsund tonn. Þyrfti að fara í umhverfismat Þar sem leyfi skipulagsstjóra hljóðar „aðeins" upp á 180 þúsund tonn er hins vegar Ijóst að 150 þús- und tonna stækkun þyrfti að gang- ast undir mat á umhverfisáhrifum. „Borist hefur formleg beiðni um stækkun álversins," sagði Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskipta- ráðherra, í gær. „Það kom í sjálfu sér ekki á óvart, enda gáfu Norður- álsmenn þetta í skyn þegar ráðist var í núverandi áfanga. En þetta myndi þýða verulega stækkun, það er óhætt að segja." Tómas M. Sig- urðsson, framkvæmdastjóri tækni- og umhverfissviðs Norðuráls, segir fulla alvöru á bak við stækkunará- form fyrirtækisins. Tómas telur ljóst að svo stór framkvæmd komi sér vel fyrir ís- lenskt efnahagslíf og telur ekki að áform Norðuráls raski fyrirætlun- um Reyðaráls um álver í Reyðar- firði. ¦ Á sjötta hundrað/6
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.