Morgunblaðið - 12.10.2000, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 12.10.2000, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. OKTÓBER 2000 25 ERLENT Forsætisráðherra skosku heimastjórnarinnar látinn Edinborg. Reuters, The Daily Telegraph. ÐONALD Dewar, forsætis- ráðherra skosku heimastjórnar- innar, lést af völdum heilablæðing ar í gær, 63 ára að aldri. Tony Blair, forsætis- ráðherra Bretlands, sagði þegar hann vottaði minningu Dewars virðingu sína að hann hefði gert stofnun skoska þings- ins og heimastjórnar- innar mögulega. Dewar var fluttur á sjúkrahús í fyrradag eftir að hafa hrasað við embættisbústað sinn í Edinborg og orðið fyrir höfuð- meiðslum. „Með mikilli hryggð verð ég að skýra frá því að Donald Dewar er látinn," sagði ráðgjafi hans, David Whitton, við blaðamenn á sjúkrahúsi í Edinborg. „Þetta er sorglegur dagur fyrir Skotland sem hefur misst mikinn mann." Dewar hóf störf að nýju fyrir nokkrum vikum eftir að hafa gengist undir hjartaskurðaðgerð í ***** EVRÓPA^ Stækkun ESB 2-3 ríki hæf til skjótrar iimgöngu Brussel. Reuters. HÁTTSETTUR embættismaður hjá Evrópusambandinu (ESB) sagði í gær, að aðeins tvö eða þrjú af þeim löndum, sem nú sækjast eftir aðild að sambandinu, væru hæf til að fá skjóta inngöngu, og að það yrði að líkindum komið árið 2005 áður en stærri hópi umsókn- arríkja yrði hleypt inn. Eneko Landaburu, sem er eins konar ráðuneytisstjóri yfir þeirri deild framkvæmdastjórnar ESB sem sinnir stækkunarmálunum, sagði hins vegar að enn væri ekki orðið fullljóst, hvernig farið yrði að við næstu stækkunarbylgju sam- bandsins. Landaburu lét þessi orð falla í kjölfar þess að Giinter Verheugen, sem fer með stækkunarmálin í framkvæmdastjórninni sjálfri, sagði að raunhæft væri að þau ríki sem bezt stæðu sig í undirbúningi aðildar fengju aðild strax árið 2003. Evrópusambandið er um þessar mundir að undirbúa leiðtogafund sem fara á fram í Nizza í Suður- Frakklandi í desember, þar sem til stendur að gengið verði frá þeim breytingum sem gera þarf á upp- byggingu sambandsins til að tryggja að það geti áfram starfað með skilvirkum hætti þótt ný að- ildarríki bætist inn í raðir þess. Ymsar leiðir hugsanlegar „Ýmsar leiðir eru hugsanlegar á þessu stigi," sagði Landaburu á ráðstefnu á vegum þankabankans European Policy Centre í Brussel. Vel sé hægt að sjá tvö til þrjú ríki fá inngöngu innan tveggja til þriggja ára. Hitt sé þó líklegra, að árið 2005 fái stærri hópur ríkja inngöngu samtímis. Donald Dewar maí. Hann hrasaði á tröppum fyrir utan bústað sinn í fyrradag eftir fund í skosku heimastjórninni. Hann hélt áfram störfum sínum en kvartaði seinna yfir því að sér liði illa og var fluttur á sjúkra- hús til rannsóknar. Heilsa hans versnaði um kvöldið og rann- sóknin leiddi í Ijós að blóðæð í heila hafði brostið. Hann var þá fluttur á gjörgæslu- deild annars sjúkra- hús en iæknum tókst ekki að bjarga lífi hans. Dewar starfaði áð- ur sem lögmaður og var leiðtogi Verka- mannaflokksins í Skotlandi. Hann varð forseti fyrsta þings Skotlands frá . árinu 1707 í fyrra þegar landið fékk takmörkuð sjálfstjórnarrétt- indi samkvæmt stjdrnarskrár- breytingu bresku stjórnarinnar. Verkamannaflokkurinn fékk ekki meirihluta í sögulegum kosningum til skoska þingsins í maí en Dewar varð þ<S forsætisráðherra heima- sljórnarinnar eftir að hafa náð samkomulagi um stjórnarsamstarf við Frjálslynda demókrata. Dewar var kjörinn á skoska þingið sem fulltrúi Anniesland- kjördæmis í Glasgow og sat einnig á breska þinginu fyrir sama kjör- dæmi. Hann fór áður með málefni Skotlands í bresku stjórninni. „Hánn gerði valdá- framsalið mögulegt" Tony Blair hefur lýst Dewar sem driffjöðrinni á bak við þá hug- mynd að veita Skotum aukin völd í eigin málum til að grafa undan kröfu skoskra þjóðernissinna um fullt sjálfstæði. „Hann gerði valdaframsalið mögulegt," sagði Blair í gær og lýsti Dewar sem „manni ráðvendni og heiðarleika f heimi ráðabruggs og leynimakks". „Hann veitti Skotlandi tækifæri til að koma á nýjum og betri tengslum við aðra hluta Bret- lands," sagði Blair. „Skoska þingið er hans afrek, vitnisburður hans, og hans verður ávallt minnst fyrir það." Nóbelsverðlaunin í hagfræði Greining töl- fræðigagna um atferli fólks Stokkhólmur. AFP, AP. SÆNSKA vísinda- akademían veitti í gær tveimur Banda- ríkjamönnum, Jam- es J. Heckman og Daniel L. McFadd- en, Nóbelsverðlaun- in í hagfræði. Eru verðlaunin veitt fyr- ir rannsóknir þeirra á hegðunarmynstri fólks í lífi og starfi, sem hafa haft áhrif á þróun launakerfa, starfsþjálfunar- stefnu og samgöngu- og samskiptakerfa. í greinargerð sænsku akadem- íunnar segir að framlag tvímenning- anna til þróunar að- ferða til greiningar tölfræðigagna um atferli fólks sé afar mikilsvert. Samtvinnun fræðanna og raunveruleikans Þykir val Heck- mans og McFaddens til marks um þá stefnubreytingu akademíunnar und- anfarin ár að beina sjónum sínum í auknu velferðarhagfræði. Heckman er 56 ára gamall og lauk doktorsprófi í hagfræði frá Princeton-háskóla árið 1971. Hann hefur kennt við Columbia- háskóla og Yale-háskóla, en er nú prófessor í hagfræði við Háskól- ann í Chicago. „Starf Heckmans er gott dæmi um samtvinnun fræðanna og raunveruleikans, einkum hvað varðar stefnumótun á vinnumarkaði," sagði Jörgen Weibull, meðlimur vísindaakad- emíunnar. Weibull benti á að lík- an Heckmans væri enn notað af stjórnvöldum við stefnumótun í atvinnu- og starfsþjálfunarmál- James J. Heckman mæli að um. „Með hjálp lík- ana Heckmans er hægt að reikna út hvaða áhrif eins árs menntun er líkleg til að hafa á tekjur og skoða launamun kynjanna út frá menntun og aldri," sagði Karl Gustav Jöreskog, annar meðlimur akad- emíunnar. Rannsóknir á vali á búsetustað McFadden er 64 ára gamall og hlaut doktorsgráðu í hag- fræði frá Háskólan- um í Minnesota. Hann hefur meðal annars kennt við Há- skólann í Pittsburg, Yale-háskóla og Tækniháskóla Massachusetts, en gegnir nú prófess- orsstöðu í hagfræði við Berkeley-háskóla í Kaliforníu. Hann þróaði kenningu um hvernig einstakling- ar kjósa sér atvinnu- og búsetustað, sem hefur meðal annars gerð samgöngu- haft áhrif á mannvirkja í San Fransisco, fjár- festingar í fjarskiptatækni og stefnu í húsnæðismálum aldr- aðra. Að sögn Weibulls tók aka- demían einnig tillit til þess við val sitt að kenningar McFaddens voru notaðar til að meta heildar- tjónið af olíulekanum frá olíu- flutningaskipinu Exxon Valdez við strendur Alaska árið 1989, og meta hvaða aðgerða ætti að grípa til eftir slysið. Nóbelsverðlaunin í hagfræði eru í ár að verðmæti níu milljóna sænskra króna, eða 76,5 milljóna íslenskra króna. Heckman og McFadden deila verðlaunafénu. AUÐUR í krafti kvenna Virkjum kraft kvenna Ráðstefna á vegum AUÐAR í krafti kvenna fyrir allar konur sem hafa áhuga á atvinnurekstri 19. október2000 Grand Hótel Reykjavík Dagskrá 13:00 Ráðstefna sett. 13:10 Mikilvægi nýsköpunar fyrir íslenskt hagkerfi. Dr. Guðfinna S. Bjarnadóttir, rektor HR. 13:30 AUÐUR í krafti kvenna. Sagan á bak við verkefnið og árangurinn hingað til. Halla Tómasdóttir, framkvcemdastjóri AUÐAR í krafti kvenna. 14:00 „The care-taker trip that traps women." Joanna Freeman, frumkvöðull og eigandi SWIM. Hún er leiðbeinandi á vegum Management Centre Europe. 15:00 Kaffi. 15:30 Möguleikar Internetsins. ÞórðurVíkingurFriðgeirsson, verkfrceðingur MSc, CPM. 16:00 Með viljann að vopni, erindi frá frumkvöðlum. 'lris Cunnarsdóttir og Soffía Steingrímsdóttir. 16:30 Eiginleikar frumkvöðla. Árelía E. Cuðmundsdóttir, lektor í viðskiptadeild HR. 16:50 AUÐARverðlaunin. Ávarp, Cuðrún Pétursdóttir, formaðurverkefnastjómar. Verðlaunaafhending. 17:20 Ráðstefnu slitið. Kokteill í boði styrktaraðila AUÐAR. Fjöldi ráðstefnugesta er takmarkaður við 300 þátttakendur. Vinsamlegast tilkynnið þátttöku með tölvupósti audur@ru.is (takið fram nafn og kennitölu) eða í síma 510 6252. Ráðstefnugjald er kr. 3.500.- í krafti kvenna HÁSKÓLINN | REYKJAVÍK NÝSKÖPUNARSJÓÐUR ISLANDSBANKI www.nsa.is www.fsbink.ls Deloitie& Touche '.deloitte.ls ^ $B©$®twiM&M&
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.