Morgunblaðið - 12.10.2000, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 12.10.2000, Blaðsíða 10
10 FIMMTUDAGUR 12. OKTÓBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Þingmaður vill sam- göngubætur á Vestfjörðum GUÐJÓN A. Kristjánsson, þingmað- ur Frjálslynda flokksins, hefur lagt fram á Alþingi tillögu til þings- ályktunar um varanlegar samgöngu- bætur á Vestfjörðum. Vill Guðjón Arnar að samgönguráðherra verði falið að kanna hagkvæmni þess að gera jarðgöng úr botni ísafjarðar undir Kollafjarðarheiði annars vegar og undir Eyrarfjall hins vegar, úr Mjóafirði í Isafjarðardjúpi yfir í Isa- fjarðarbotn. Ennfremur að könnuð verði hagkvæmni þess að þvera Þorskafjörð, Djúpafjörð og Gufu- fjörð á Barðaströnd. I greinargerð með tillögunni segir að samgöngur á Vestfjörðum standi mjög í vegi fyrir frekari framþróun á svæðinu. Það eigi sérstaklega við á veturna þegar vegir séu iðulega ófærir eða illfærir um langa tíma vegna snjóþyngsla og óveðra. Telur flutningsmaður að gerð jarðganga sé í raun eina leiðin til að tryggja vetr- arsamgöngur til og frá Vestfjörðum og innan svæðisins. „Flutningsmaður er eindregið þeirrar skoðunar að jarðgöng sem stytta vegalengdir milli staða og leysa okkur undan snjómokstri á erf- iðum fjallvegum sé sú lausn sem stefna beri að þegar leita skal leiða sem talist geta varanlegar sam- göngubætur. Þetta á auðvitað best við á snjóþyngstu fjallvegum lands- ins, t.d. á Vestfjörðum. Það hefur einnig sýnt sig að þverun fjarða bæði styttir vegalengdir og færir vega- stæði af snjóþungum hættusvæð- um," segir í greinargerðinni. ? ? ? Hámarksverð olíuvara af- numið 1992 FRAM kom í máli Valgerðar Sverr- isdóttur, iðnaðar- og viðskipta- ráðherra, á Alþingi í gær að hún hefði nýverið ritað Samkeppnis- stofnun bréf þar sem hún óskaði þess að verðlagning olíufélaganna yrði athuguð og orsakir verðhækk- ana á olíu og bensíni skýrðar, auk þess sem kannað yrði hvort um sam- ráð kunni að vera milli olíufélaganna um verðákvarðanir. Sagði Valgerð- ur að vinna við þessa athugun væri þegar hafin. Kristján Pálsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, hafði borið fram fyrirspurn til ráðherrans um sam- keppni olíufélaganna en tilefni fyrir- spurnarinnar voru þær verðhækk- anir sem orðið hafa að undanförnu á þessum markaði. Furðaði Kristján sig á því að verð á olíu og bensíni skyldi alltafvera nákvæmlega það sama hjá stóru olíufélögunum þrem- ur. Ríkar ástæður þurfa að vera til að gripið verði til íhlutunar Kristján spurði viðskiptaráðherra m.a. um það hvernig væri háttað eft- irliti samkeppnisyfirvalda með verð- lagningu olíufélaganna á eldsneyti. Valgerður rifjaði upp að hámar- ksverð á olíuvörum hefði verið num- ið úr gildi 1. aprfl 1992. Sagði hún að frá þeim tima hefðu verðlagsyfir- völd og nú samkeppnisyfirvöld ekki haft bein afskipti af verðlagningu ol- íufélaganna. Benti hún á að skv. samkeppnislögum þyrftu að vera til staðar mjög ríkar ástæður tíl þess að samkeppnisyfirvöld grípi til íhlutunar í verðlagningu fyrirtækja. Til þess hefði enn ekki komið. Valgerður sagði ennfremur að á fákeppnismarkaði eins og olíumark- aðnum gæti sama verð hjá olíufélög- unum bæði verið til marks um að virk samkeppni ríkti og að félögin hefðu með sér samráð. Olíufélögin hefðu alfarið hafnað því að þau hafi með sér samráð og annað hefði ekki verið sýnt fram á. Morgunblaðið/Arni Sæberg Valgerður Sverrisdóttir svarar fyrirspurn Össurar Skarphéðinssonar á Alþingi í gær. Sameining rfldsbanka rædd við upphaf þingfundar Otímabært að velta fyrir sér beitingu lagaheimildar HUGSANLEG sameining Lands- banka og Búnaðarbanka kom til umræðu við upphaf þingfundar á Alþingi í gær en þá kvaddi Össur Skarphéðinsson, formaður Sam- fylkingar, sér hljóðs um störf þingsins. Spurði hann viðskiptar- áðherra hvort hún teldi ekki ráð að nota nú lagaheimild sem hún hefði til að biðja Samkeppnisstofnun um að kanna fyrirfram hvort samein- ing bankanna stríddi gegn sam- keppnislögum. Sagði Össur að það lægi nefnilega fyrir að við samein- ingu þessara tveggja ríkisbanka yrði til „ofurbanki" sem hefði sennilega næstum 60% hlutdeild á viðskiptabankamarkaði. Hætta væri á að slíkur banki teldist mark- aðsráðandi skv. samkeppnislögum og óhætt væri því að segja að áhöld væru um það hvort sameiningin stæðist gildandi lög. Valgerður Sverrisdóttir, við- skipta- og iðnaðarráðherra, bar til baka þá staðhæfingu Össurar að stjórnvöld hefðu staðfest að fram færu nú viðræður um sameiningu bankanna. Sagði hún enga ákvörð- un hafa verið tekna um það að sam- eina bankana. Spurning Össurar væri ótímabær á meðan svo væri. Sagðist hún ekki geta svarað því hvenær tíðinda væri að vænta af þessum málum, en þess yrði vart lengi að bíða. Menntamálaráðherra segir drög að njrju lagafrumvarpi um Rflrisútvarpið liggja fyrir Segir engan ágreining vera um næstu skref BJÖRN Bjarnason menntamála- ráðherra greindi frá því á Alþingi í gær að fram hefðu farið samræður milli hans og Halldórs Ásgrímsson- ar utanríkisráðherra og formanns Framsóknarflokksins um rekstrar- form Ríkisútvarpsins. Sagði hann þessar samræður hafa verið með þeim hætti að hann ætti ekki von á öðru en samkomulag næðist milli stjórnarflokkanna um framtíðar- skipan mála í Efstaleitinu. Rifjaði ráðherra jafnframt upp að hann hefði margoft lýst þeirri skoðun sinni að hlutafélagaformið væri heppilegast. Það var Kalbrún Halldórsdóttir, þingmaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, sem gerði mál- efni RÚV að umtalsefni í utandag- skrárumræðu. Hún gagnrýndi að enn skyldi eiga að draga saman í rekstri þess ef marka mætti frum- varp til fjárlaga. Sagði Kolbrún að því færi fjarri að afnotagjöld RUV hefðu hækkað í samræmi við neysluverðsvísitölu og velti fyrir sér hvernig stofnunin ætti að upp- fylla skyldur sínar við þessar að- stæður, sem kallaðar hefðu verið „fjárhagsleg spennitreyja". Kolbrún sagði vilja menntamála- ráðherra til að breyta rekstrar- formi Ríkisútvarpsins liggja fyrir. Hún vildi hins vegar vita hvort samkomulag hefði verið gert milli stjórnarflokkanna um þau mál og hún lýsti ennfremur eftir boðuðu frumvarpi um Ríkisútvarpið. Björn Bjarnason menntamála- ráðherra sagðist skilja orð Kol- brúnar þannig að hún vildi hækkun afnotagjalda RÚV. Hann sagði að við núverandi verðbólguaðstæður væri lítið svigrúm til slíkra aðgerða og benti á að ríkisstjórnin hefði nú einmitt legið undir ámæli fyrir ALÞINGI þensluvaldandi aðgerðir í efna- hagsmálum. Björn kvaðst áður hafa lýst þeirri skoðun sinni að þrjár leiðir væru einkum færar til að standa að fjármógnun Ríkisútvarpsins. Að viðhalda áfram núverandi afnota- gjaldakerfi, að teggja á ákveðinn nefskatt fyrir RUV og í þriðja lagi að það fengi sínar fjárveitingar af fjárlögum og yrðu þá tekjur þess innheimtar í almennu skattkerfi ríkisins. Sagðist ráðherra einna helst hallast að síðustu leiðinni og upplýsti að hann hefði látið kanna þann kost sérstaklega. „Það frumvarp sem ég hef hugað að varðandi Ríkisútvarpið liggur í sjálfu sér fyrir í drögum á mínum vegum, og það hafa farið fram við- ræður á milli mín og formanns Framsóknarflokksins um næstu skref í málinu. Við erum að ræða það mál en það hefur ekki neitt komið fram í okkar samtölum sem segir mér að það náist ekki sam- komulag á milli stjórnarflokkanna í þessu máli," sagði Björn. Lét hann þess getið að hann liti ekki svo á að ágreiningur væri milli flokkanna og að hann teldi víst að þeir kæmust að sameiginlegri niðurstöðu. I framhaldi af orðum ráðherra varpaði Einar Már Sigurðarson, Samfylkingu, þeirri spurningu til fulltrúa Framsóknarflokksins hvort rétt væri að enginn ágrein- ingur væri um RUV. Páll Magnús- son svaraði því til að framsóknar- menn væru ekki andsnúnir breytingum á formi Ríkisútvarps- ins þó að þeir höfnuðu einkavæð- ingu þess. Sagði Páll einnig eðlilegt að velta fyrir sér hvort ríkið ætti að standa í rekstri dægurmálaútvarps. Arni Gunnarsson, flokksbróðir Páls, tók í sama streng. Sagðist hann þó viss um að fyrir því væri afgerandi meirihluti á Alþingi að RUV verði áfram ríkisútvarp. Sagði Árni að ná þyrfti þverpóli- tískri sátt um RUV enda væri stofnuninni lítill greiði gerður með því að sífellt væri verið að gera stofnunina að þrætuepli á Alþingi. Hlutafélagaformið fysilegur kostur? Ögmundur Jónasson, Vinstri grænum, velti því fyrir sér í fram- haldinu hvort Framsóknarflokkur- inn væri að komast á þá skoðun að hlutafélagavæða ætti RÚV og þau Svanfríður Jónasdóttir, Samfylk- ingu, og Steingrímur J. Sigfússon, VG, gagnrýndu mjög bein og öbein afskipti menntamálaráðherra af Ríkisútvarpinu, sem sá síðarnefndi sagði beinlínis miða að því að veikja stofnunina. Sigríður Anna Þórðardóttir og Þorgerður K. Gunnarsdóttir, Sjálf- stæðisflokki, lýstu hins vegar þeirri skoðun sinni að hlutafélagaformið væri fýsilegur kostur í stöðunni. Lét Sigríður þess getið að hún teldi endurskoðun laga um Ríkisútvarp- ið löngu tímabæra og m.a. ætti að leggja niður útvarpsráð enda ætti það engan rétt á sér við breyttar aðstæður. Stofnað verði sér- stakt laga- ráð á veg- um Alþingis LAGT er til að sett verði á stofn sérstakt lagaráð á veg- um Alþingis í frumvarpi sem þrír þingmenn Samfylkingar hafa lagt fram á Alþingi. Yrði lagaráð þetta skipað af for- seta Alþingis til fjögurra ára í senn og hefði það hlutverk að setja samræmdar reglur um samningu lagafrumvarpa og annan undirbúning löggjafar- mála. Ennfremur gera flutn- ingsmenn ráð fyrir að lagaráð verði AJþingi og stjórnarráð- inu til ráðgjafar um undirbún- ing löggjafar, um það hvort frumvörp standast stjórnar- skrá eða alþjóðasamninga sem ísland er bundið af eða hvort á frumvörpum eru laga- tæknilegir ágallar. Bryndís Hlöðversdóttir, þingmaður Samfylkingar í Reykjavík, er fyrsti flutnings- maður frumvarpsins. Fram kemur í greinargerð að það sé lagt fram nú í framhaldi af skýrslu sem rædd var á þingi síðasta vetur um starfsskil- yrði stjórnvalda, eftirlit með starfsemi þeirra og viðurlög með réttarbrotum í stjórnsýslunni. I skýrslunni, sem unnin var af nefnd er laut forystu Páls Hreinssonar, dósents við Háskóla íslands, hafi komið fram að annars staðar á Norðurlöndunum sé það liður í starfsemi ráðun- eyta að starfrækja sérstakar lagaskrifstofur sem hafi það hlutverk að fara yfír stjórnar- frumvörp og kanna m.a. hvort á þeim séu lagatæknilegir ág- allar eða hvort þau samræm- ast stjórnarskrá. Þetta sé hins vegar ekki reyndin á ísl- andi. I skýrslunni komi ennfrem- ur fram að miklu fleiri hnökr- ar séu á íslenskri löggjöf en á löggjöf annarra norrænna ríkja, t.d. misræmi eða árekstrar milli lagaákvæða, prentvillur og óskýr texti. Telja flutningsmenn að þðrf sé á markvissum úrbótum á þessu sviði og því sé frum- varpið lagt fram. Þeir segja hins vegar að ástæða þess að lagt er til að sú leið sé farin að stofna lagaráð en ekki laga- skrifstofu við Stjórnarráð Is- lands, sem hefði sama hlut- verk með höndum, sé fyrst og fremst sú að með þessu fyrir- komulagi væri verið að styrkja þátt Alþingis í laga- setningunni. Alþingi Dagskrá FUNDUR hefst í Alþingi í dag kl. 10.30. Á dagskrá fundarins eru eft- irfarandi mál: 1. Neytendalán. 1. umræða. 2. GrundvöIIur nýrrar fiskveiði- stjórnar. Fyrri umræða. 3. Sijórn fiskveiða. 1. umræða. 4. Stjdrn fískveiða. 1. umræða. 5. Þátttaka íslands í Alþjóðahval- veiðiráðinu. Fyrri umræða. 6. Fjárfesting erlendra aðila í at- vinnurekstri. 1. umræða. 7. Almannatryggingar. 1. umræða. 8. Varanlegar samgöngubætur á Vestfjörðum. Fyrri umræða. 9. Könnun á umfangi vændis. Fyrri umræða. 10. Landsvegir á hálendi íslands. Fyrri umræða. 11. Loftferðir. 1. umræða. 12. Jarðalög. 1. umræða. 13. Tekjuskattur og eignarskattur. 1. umræða. 14. Almannatryggingar. 1. um- ræða.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.