Morgunblaðið - 12.10.2000, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 12.10.2000, Blaðsíða 12
12 FIMMTUDAGUR 12. OKTÓBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Vel gengur að leggja n^ja veginn yfír Þverárfjall Stórvirk tæki vinna allan sólarhringinn LAGNING nýs vegar yfir Þverár- fjall, milli Sauðárkróks og Blöndu- óss, gengur vel. Vinnuflokkur Suð- urverks hf. hefur látið hendur standa fram úr ermum og á rúmum mánuði hefur hann lokið við að aka út rúmlega þriðjungi allra undirfyll- inga. Áformað er að byggja nýjan veg milli Sauðárkróks og Skagastrand- arvegar í Austur-Húnavatnssýslu. Er þetta alls um 38 km leið og er yfir tvo fjallvegi að fara, Þverárfjall og Laxárdalsheiði. Með tilkomu vegar- ins styttist leiðin milli Sauðárkróks og Blönduóss um 30 km, verður um 46 km í stað 76 þegar farið er um Vatnsskarð. Aðeins hefur verið tek- in ákvörðun um lagningu fyrsta áfanga leiðarinnar, um 12 km á Þverárfjalli, frá Skagavegi í Laxár- dal ytri að Þverá í Norðurárdal. Verkið var boðið út og voru tilboð langt undir kostnaðaráætlun Vega- gerðarinnar. Kom verkið í hlut Suðurverks hf. í Reykjavík og hófst fyrirtækið handa fyrir rúmum mánuði. Ekki hafa ver- ið teknar ákvarðanir um framhald verksins, það er að segja um leiðina frá Skagavegi yfir Laxárdalsheiði að Sauðárkróki og leiðina niður Norð- urárdal að Skagastrandarvegi. Ljúka sigköflunum fyrir veturinn Suðurverk er með sextán manna vinnuflokk á fjallinu, þrjá trukka, tvær ýtur og eina stóra gröfu. Er unnið á vöktum allan sólarhringinn. Mennirnir voru að vinna við undir- fyllingar, á háfjallinu, þegar blaða- maður leit á aðstæður. Grétar Ólafsson verkstjóri er ánægður með ganginn á verkinu. Segir að á þeim rúma mánuði sem þeir hafa verið að sé búið að aka út um 35% allra undirfyllinga. Kapps- málið hafi verið að Ijúka sem mest sigköflum fyrir veturinn, það er að segja undirfyllingum yfir mýrasund. Vegurinn verði síðan látinn síga í vetur þannig að hægt verði að halda áfram næsta sumar. Segir Grétar að það sé langt komið. „Tækin eru ekki mörg en þau eru öflug. Það gengur því mikið undan mönnunum," segir hann. Síðan verður haldið áfram í vetur, á meðan veður leyfir, og þráðurinn tekinn upp næsta vor. Stefnt er að því aðljúka verkinu sem mest á næsta sumri, þótt ekki þurfi að skila Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Tækin sem eru að störfum á Þverárfjalli eru öflug og mennirnir dugleg- ir. Lagning vegarins er í'kapp við veturinn. Eftirlitsmaður í heimsókn. Stefán Reynisson (til hægri), eftirlitsmaður Vegagerðarinnar, og Grétar Ólafsson, verkstitíri hjá Suðurverki, á vinnusvæðinu á háfjalli Þverárfjalls. því fyrr en 2002. Vinnuflokkurinn hefur fengið ágætis veður þótt það hafi snjóað þegar blaðamaður var á ferðinni enda þá verið að vinna í 320 metra hæð á háfjallinu. Grétar segir að rigningar hafi aðeins tafið þá, en ekki teljandi. Hann segir þó ekki á vísan að róa með veðrið úr þessu og þeir verði að pakka saman og fara annað þegar veturinn gangi í garð fyrir alvöru. Góð hönnun Vegurinn yfir Þverárfjall á að vera heilsársvegur og lagður bundnu slitlagi. Ekki hafa allir verið sannfærðir um að hann yrði fær allt árið þar sem þarna eru frægar snjóakistur. Grétar lýsir þeirri skoðun sinni að vel hafi tekist til við hönnun vegarins og að hann ætti að geta verið opinn allt árið. Telur hann að vegurinn verði mik- ið notaður en getur þess að það verði ekki fyrr en framhaldi hans ljúki. I Norðurárdal, vestan heiðarinnar, tekur við einbreiður vegur sem þarf að byggja upp frá grunni. Ekki hef- ur verið tryggt fjármagn í lagningu hans og ekki heldur vegarins frá Skagavegi til Sauðárkróks en hann er raunar betri en vesturhlutinn. Sextán ungmenni hljóta Hvatn- ingarverðlaun forseta Islands FORSETI Islands, herra Olafur Ragnar Grímsson, veitti sextán ungmennum viðurkenninguna „Hvatningu forseta íslands til ung- ra íslendinga" í opinberri heim- sókn sinni um Snæfellsnes- og Hnappadalssýsiu. Viðurkenning- arnar voru afhentar á samkomu í Laugagerðisskóla og á fjölskyldu- hátfðum í Rifi í Ólafsvík og Félags- heimilinu í Stykkishólmi. Viðurkenninguna hlutu að þessu sinni: Daði Hjálmarsson, 14 ára, frá Rifi. Hann hefur sýnt hugrekki og dugnað þrátt fyrir erfið veikindi. Meðan hann gekkst undir meðferð á sjúkrahúsi var hann í daglegu sambandi við bekkjarsystkini sín og kennara með aðstoð fjarskipta- búnaðar. Guðmundur Margeir Skúlason, 14 ára, frá Hallkelsstaðahlíð. Hann er mikill íþrdttamaður og hefur hlotið fjölda verðlauna fyrir kúlu- varp, hestamennsku og fleiri íþróttagreinar, bæði í heimabyggð og á landsvísu. Guðni Heiðar Valentínusson, 15 ára, frá Stykkishólmi. Guðni hefur sigrast á erfiðum veikindum og Ieggur nú mikið kapp á íþróttaiðk- un. Hann lék í fyrra með úrvals- deildarliði Snæfellsness í körfu- bolta og í sumar með drengjalandsliði íslands. GimnhiJdur Jtínsdtíttir, 12 ára, frá Kolviðarnesi. Gunnhildur er mikill námsmaður og samviskusöm í öllum greinum, þá sérstaklega stærðfræði. Hún hefur einnig náð góðum árangri ílþróttum, einkum hlaupagreinum og sundi. _ Gyða Kristiánsdtíttir, 11 ára, frá Ölkeldu. Hún hefur sýnt með góðri framkomu og ljúfu viðmóti hvern- ig hægt er að hafa jákvæð áhrif á umhverfi sitt. Gyða hefur einnig náð góðum árangri í námi og íþrtíttum. Hallmar Reimarsson, 16 ára, frá Ólafsvík. Hailmar hefur glímt við erfið og langvinn veikindi en ávallt sýnt æðruleysi, kjark og dugnað. í erfíðri læknismeðferð hefur bjartsýni einkennt viðhorf hans. Hrefna Dögg Gunnarsdóttir, 16 ára, frá Stykkishtílmi. Hún hefur ætíð verið til fyrirmyndar í námi og félagsstörfum og æft íþróttir með góðum árangri frá unga aldri. Hrefha lék með unglingalandsliði Islands á Smáþjóðaleikunum auk þess að stunda tónlistarnám og vera í forystu í skátastarfí í Stykk- ishólmi. Jóhanna Osk Baldvinsddttir, 16 ára, frá Ólafsvík. Hún hefur skilað frábærum námsárangri samhliða námi í Ttínlistarsktíla Ólafsvíkur og leikið með lúðrasveit Snæfells- bæjar. Jtíhanna hefur einnig tekið virkan þátt í starfí leikfélagsins. Jóhanna Ómarsdóttir, 17 ára, frá Stykkishólmi. Hún hefur þrátt fyrir örorku og mikil veikindi sýnt hvernig kjarkur og atorka geta skilað góðum árangri. Jóhanna hefur náð gtíðum árangri í tónlist- arnámi og stundað nám sitt með prýði. Kristín Lilja Friðriksddttir, 15 ára, frá Grundarfirði. Hún hefur náð góðum árangri í námi og íþrdttum og staðið sig vel í tónlist- arnámi. Lára María Harðardóttir, 16 ára, frá Stykkishdlmi. Hún hefur ætíð náð gdðum árangri í námi auk þess að vera virk í skátastarfí og leggja stund á nám f píandleik og á blásturshljtíðfæri. Rúnar Ólason, 14 ára, frá Stykk- ishdlmi. Rúnar glímir við al- varlegan nýrnasjúkddm en hefur þrátt fyrir veikindin verið öðrum fyrirmynd um jákvæð lífsviðhorf og vilja til að sigrast á mdtlæti. Stíley Fjalarsdtíttir, 16 ára, frá Hellissandi. Hún hefur verið í landsliðsúrvali í kvennaknatt- spyrnu unglinga en einnig keppt í hlaupum, spjtítkasti og stökki bæði fyrir heimafélag sitt og hérað- ssambandið. Sædís Alda Karlsdtíttir, 12 ára, frá Grundarfírði. Hún hefur náð gtíðum árangri í íþrtíttum og námi og sýnt glaðlega og jákvæða fram- komu. Þorbjörg Dagný Kristbjörns- dtíttir, 12 ára, frá Hraunsmúla. Hún hefur hlotið fjölda verðlauna fyrir afburða námsárangur. Þorkell Máni Þorkelsson, 15 ára, frá Grundarfírði. Þorkell hefur sýnt gtíða tdnlistarhæfíleika, út- sett lög og lært á hljdmborð og or- gel auk þess að sýna gtíðan náms- árangur á öðrum sviðum. Greiðslur ríkisins á erlendum skuldum duga ekki til að lækka heildarskuldir landsmanna í ÞJÓÐHAGSÁÆTLUN fyrir árið 2001, sem Davíð Oddsson forsætis- ráðherra lagði fram við upphaf Al- þingis, er gert ráð fyrir því að hrein skuldastaða þjóðarbúsins verði í lok árs um 78% af landsframleiðslu eða 11% prósentustigi hærri en um síð- ustu áramót. Ennfremur er reiknað með að hrein skuldastaða verði um 85% af landsframleiðslu fyrir lok næsta árs. Segir í þjóðhagsáætlun að þessi skuldastaða stafi af miklum við- skiptahalla og lántökum til fjárfest- inga á erlendu áhættufjármagni en að sögn Þórðar Friðjónssonar, for- stjóra Þjóðhagsstofnunar, eru ís- lendingar, aðallega Hfeyrissjóðirnir, í auknum mæli farnir að fjárfesta í hlutabréfum erlendis og eru þær fjárfestingar jafnan fjármagnaðar með erlendum lántökum. Hækkun skuldastöðu þjóðarbúsins á milli ára helst því í hendur við meiri við- skiptahalla og lántökur til fjárfest> inga í erlendu áhættufjármagni. I þessu sambandi má geta þess að í þjóðhagsáætlun er gert ráð fyrir því að viðskiptahallinn nemi 54 milljörð- um króna á þessu ári og að sögn Þórðar Friðjónssonar er búist við að Skuldastaða þjóðar- búsins heldur áfram að versna hallinn verði um 57 milljarðar við lok næsta árs. Mjög aukin einkaneysla ,Ástæða viðskiptahallans er sú að þjóðarútgjöldin eru meiri en þjóðar- tekjurnar og þar að baki liggur ann- ars vegar mikil aukning einkaneyslu á undanförnum árum og hins vegar mikil fjárfesting," segir Þórður í samtali við Morgunblaðið og bendir á aðspurður að þarna sé einkum um að ræða fjárfestingar einkafyrir- tækja í atvinnulífinu sem taki í því skyni erlend lán í gegnum fjármála- stofnanir hér á landi. Bætir hann því við að framan af hagvaxtarskeiðinu, sem hófst árið 1994, hafi fjárfesting- ar átt meiri sök á hallanum en eftir því sem liðið hafi á hagvaxtarskeiðið hafi einkaneyslan verið ríkari þáttur í hallanum. I þjóðhagsáætlun er gert ráð fyrir því að einkaneysla vaxi um ríflega 2V4 % á næsta ári og sagt að það sé í takt við aukningu í kaup- mætti ráðstöfunartekna. Þá er gert ráð fyrir að samneysla aukist um 3% á næsta ári sem sé heldur minna en áætlað sé á árinu 2000 og að fjárfest/ ing dragist saman um V-A %. „Á þessum forsendum verður vöxtur þjóðarútgjalda í heild [á næsta ári] mun minni en á þessu ári eða 1,7%," segir í þjóðhagsáætlun en til saman- burðar stefnir í rúmlega 5% aukn- ingu þeirra á þessu ári. „Þótt þannig hægi verulega á vexti þjóðarút- gjalda samkvæmt spánni minnkar viðskiptahallinn ekki, einkum vegna minni fiskafla og hærri vaxta- greiðslna af erlendum lánum." Vegna þessa halla á viðskiptajófnuði segir í þjóðhagsáætluninni að helsta verkefni hagstjórnar verði að koma á betra jafnvægi í utanríkisviðskipt- um landsins, þ.e. að koma á betra samræmi milli þjóðarútgjalda og þjóðartekna. í þjóðhagsáætlun er gert ráð fyrir 3,8% hækkun vísitölu neysluverðs frá upphafi til loka árs 2000 og að hækkun á milli áranna 1999 og 2000 verði 5%. Aukinheldur er gert ráð fyrir að verulega dragi úr vexti innlendrar eftirspurnar og í samræmi við þær horfur er spáð að heldur dragi úr verðbólgu á næsta ári. Reiknað er með að verðlag hækki um ríflega 3% frá upphafi til loka árs 2001 en 4% á milli áranna 2000 og 2001. Þá er áætlað að at- vinnuleysi í ár verði um 1%% á þessu ári og kemur fram að það hafi ekki verið minna síðan í byrjun ára- tugarins. „Þótt reiknað sé með að hægi á hagvexti á næsta ári er búist við að atvinnuleysi verði áfram inn- an við 2%." Er gert ráð fyrir því að landsframleiðslan aukist um 1,6% á næsta ári samanborið við 3,6% á þessu ári. Að lokum má geta þess að fram kemur í þjóðhagsáætlun að horfur séu á að tekjuafgangur ríkis og sveitarfélaga nemi rúmum 19 millj- örðum króna á þessu ári samkvæmt uppgjöri Þjóðhagsstofnunar eða 2,8% af landsframleiðslu. Á hinn bóginn er gert ráð fyrir tæplega 18'/2 milljarðs króna afgangi árið 2001.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.