Morgunblaðið - 12.10.2000, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 12.10.2000, Blaðsíða 44
44 FIMMTUDAGUR 12. OKTÓBER 2000 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ I krafti samruna / Utlendingar ranghvolfa greinilega aug- um... þegar ósameinuð fyrirtœki ofan s aflslandi banka upp á. Þegarfulltrúar sameinaðra fyrirtækja sýna sig erhins vegar rúllað fram rauðum dregli... Ef fram heldur sem horfír verður brátt aðeins einn banki yf- ir íslandi. Það væri mjög í samræmi við aðrar tilhneigingar í samfélaginu. Verslunarkeðjum er steypt saman. Nöfn íþróttafélaga eru skrifuð með skástriki og tryggingafélaga með bandstriki. Yfirleitt eru nöfn fyrirtækja að verða svo löng vegna hinna ýmsu samruna, sem ekki verða með meiri sátt en svo að báðum nöfnum gömlu fyrirtækj- anna verður að halda til haga í nafni þess nýja, að oft VIÐHORF Eftir Karl Blöndal tekur það margar línur í texta. Nöfn á borð við Landspítali-háskóla- sjúkrahús, Landsbókasafn Is- lands-Háskólabókasafn, Sjóvá- Almennar og Íslandsbanki-FB A eru sannkallaður gleðibanki íyrir- sagnahöfunda. Samruni er allajafna mikið gleð- iefni fyrir þá, sem viðkomandi fyr- irtæki reka. Þá er allajafna hamr- að á þeim vísdómi að samlegðaráhrif muni leiða til slíkr- ar hagræðingar að við neytandan- um blasi alsæla og himnaríki. Mál- ið er hins vegar sjaldnast svo einfalt og hag neytandans ekki svo auðveldlega borgið. í það minnsta er iðulega haft á orði að hagur neytandans sé best tryggður með samkeppni og leikur það orð í munni frumkvöðla og athafna- manna þessa lands. Allt þar til kemur að þeim sjálfum, reyndar. Þá verður stórvarasamt að láta frjálsa samkeppni ráða ferðinni og öllu affarasælla að einhver með forsjárvald grípi í taumana. Þeir bankar, sem nú er talað um að sameina, era Landsbanki og Búnaðarbanki og er haft fyrir satt að efst á lista yfir nöfn á nýja bankann sé Landbúnaðarbankinn þótt að líkindum verði hið þjála Landsbankinn-Búnaðarbanki ofan á. Þetta yrði frekar stór banki og ætti því að færa ríkinu ómældar tekjur þegar hann loks verður seldur. Hann ætti að geta skákað öðrum báknum, sem farið hafa undan handarjaðri ríkisins yfir í einkageirann og áttu að vera svo stór að ekkert fengi skákað þeim. Hinn nýi banki fengi nokkuð góða stöðu á markaðnum. Þótt hann yrði ef til vill ekki ráðandi væri stigið stórt skref í átt til fá- keppni. Við fyrstu sýn mætti ætla að samkeppnisyfirvöld myndu hafa eitthvað við slíkt samkrull að athuga. Þar á bæ eru menn hins vegar mestanpart uppteknir af flugsamgöngum og fjarskiptum, en þekktir fyrir að missa af því þegar fyrirtæki ná ráðandi mark- aðsstöðu þannig að of seint er að bregðast við þegar sú staða er tryggð endanlega. Þó er haft fyrir satt að Sam- keppnisstofnun myndi líkast til vilja að Landsbréf og Vátrygg- ingafélag Islands verði ekki hluti af samruna. T0 fyrirbyggja slíkt er hermt að ráðamenn hyggist grípa til gamalkunnugs hollráðs og breyta lögunum. Er það í sam- ræmi við þá hefð að þegar lögin gerast óhentug beri ekki að fara eftir þeim heldur setja ný. Iðulega eru þau rök færð fyrir samruna, sameiningu og samkrulli fyrirtækja að með öðrum hætti geti þau tæplega haslað sér völl er- lendis. Stórt er stórkostlegt og h't- ið lágkúrulegt. Útlendingar rang- hvolfa greinilega augum í hneykslan og forundran þegar ósameinuð fyrirtæki ofan af Is- landi banka upp á. Þegar fulltrúar sameinaðra fyrirtækja sýna sig er hins vegar rúllað fram rauðum dregli og allar dyr opnaðar upp á gátt. Heima fyrir er hins vegar hætt- an sú að neytendumir missi af lestinni og verði of litlir fyrir hin sameinuðu ofurfyrirtæki. Hvað hefur lítilmótlegur einstaklingur að gera inn í hof sameinaðs ofur- banka? Hér er ljóst að ekki geta fyrirtækin ein verið um að njóta góðs af samruna. Emstaklingamir verða harla máttlitlir innan um alla þessa sameinuðu risa. Eina svar einstaklingsins er að samein- ast, eini leikur fjölskyldna að mynda stórfjölskyldur. Haldi fram sem horftr má því búast við að gamla ættarsamfélagið fari að ryðja sér til rúms á ný. Hánefs- staðaættin renni saman til höfuðs sameinaðri Skútustaðaætt og þar fram eftir götunum. Reyndar hefði slíkt fyrirkomulag ákaflega slæm- an galla, sem skáldið Oscar Wilde benti á endur fyrir löngu þegar hann sagði að munurinn á fjöl- skyldu og vinum væri sá að hægt væri að velja sér vini en maður sæti uppi með fjölskylduna. Heimspeki samrunans er sú að ekki eigi að hugsa smátt því þá verði manni ekkert ágengt. Astæð- ulaust er að hugsa um að þóknast innlendum hagsmunum þegar er- lendis geta verið miklu stærri hagsmunir. Hins vegar læðist að manni sá grunur að enn sé hugsað of smátt. Þrátt fyrir endalausa samruna og myljandi samlegðar- áhrif, sem þó leiða aldrei til þess að neytendur njóti lægri vaxta þegar þeir fá lánaða peninga hjá bankan- um og hærri vaxta þegar þeir lána bankanum peninga, eru þessi fyr- irtæki ekkert sérlega stór á geim- rekstrarhagfræðilegan kvarða. Ollu heldur eru þau áfram frekar smá og þyrfti einhvers konar margfeldi að eiga sér stað við sam- runann ætti það að vera öðru vísi. Lausnin á öllum þessum vanda- málum væri vitaskuld að stofna eitt kompaní, sem öll þjóðin starf- aði hjá. Þá loksins væri komin gjaldgeng stærð fyrirtækjavædds fyrirtækis á hnattvæddum hnetti. Yrði þá hver einasti íslendingur alvæddur og þyrfti ekki að hafa áhyggjur af því að vera snuðaður af fyrirtækinu því að hann væri fyrirtækið og ekkert annað fyrir- tæki kæmi til greina. Samkeppnis- stofnun myndi sennilega hafa eitt- hvað við þessa tilhögun að athuga, en hún myndi sennilega ekki taka eftir því frekar en fyrri daginn þegar umrætt stórfyrirtæki næði markaðsráðandi stöðu og því ekki sjá ástæðu til að aðhafast, enda væri það fremur erfitt þar sem hún yrði lítið annað en undirdeild í hinu sameinaða fyrirtæki. Eins og stendur er neytandinn að sýna vald sitt - þótt h'tið sé - þegar hann ákveður hvort hann eigi að fara í banka í Austurstræti 5 eða Austurstræti 11. Gangi nýj- asta sameiningarhugmyndin eftir verður aðalmáhð fyrirsjáanlegt slit á skósólum þegar vegið er og met- ið á hvom staðinn skuli farið. AUÐUR GUÐRÚN ARNFINNSDÓTTIR + Auður Guðrún Amfinnsdóttir fæddist í Ytri- Lambadal í Dýrafírði 23. desember 1905. Hún lést á Hjúkrun- arheimilinu Eir 4. október síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Ingibjörg Jóna Sigurlínadóttir, f. 6. ágúst 1879, d. 24. október 1973 og Arnfinnur K.M. Jóns- son, f. 14. janúar 1862, d. 20. septem- ber 1946. Systkini hennar voru Margrét, f. 1895; Guðfinna, f. 1899; Jón, f. 1900; Jó- hanna, f. 1901; Sigríður, f. 1902; Kristín, f. 1903; Guðmundur, f. 1906; Kristín, f. 1908; Ármann, f. 1909; Kristján, f. 1910; Kristján, f. 1912; Jóna Halldóra, f. 1913; Ing- unn, f. 1916; Jóna Kristrn, f. 1917 og Kjartan, f. 1922. Auk þess ólst upp hjá þeim Ingunn Jónsdóttir, f. 1916, dóttir móðursystur Auðar. Auður giftist árið 1933 Guðmundi Gunn- ari Sigurðssyni frá Kleifum í Skötufirði, f. 10. júní 1904, d 26. febrúar 1936. Dætur þeirra eru 1) Karen Lísa, f. 7. aprfl 1934, maður hennar var Eyj- ólfur Halldórsson, f. 27. mars 1927, d. 30. janúar 2000, böm þeirra a) Anna Björg, f. 1958, b) Auður Guðrún, f. 1962 og c) Halldór Gunnar, f. 1966. 2) Guðmunda Gunnur, f. 21. júní 1936, maður hennar Ingþór Indriðason ísfeld, f. 26. september 1935, börn þeirra em a) Þóra Gunnur, f. 1959, b) Stefán, f. 1961, c) Heiða Björg, f. 1962 og d) Harpa Kolbrún, f. 1967. Seinni maður Auðar (gift 1966) var Ég hefi þekkt marga háa sál. Ég hefi þekkt bækur og tungumál og setið við lista lindir, en enginn kenndi mér eins og þú hið eilífa og stóra, kraft og trú, né gaf mér svo guðlegar myndir. Ég kveð þig móðir, í Kristi trú sem kvaddir forðum mig sjálfan þú á þessu þrautanna landi. Þú fagra Ijós í ljósinu býrð nú launar þér Guð í sinni dýrð nú gleðst um eilífð þinn andi. (Matt Joch.) Elsku mamma! Þakka þér fyrir lífið sem þú gafst mér. Þakka þér mildu móðurhendurnar sem leiddu mig fyrstu skrefin. Þakka þér kærleika þinn til mín og allra sem þú umgekkst. Þakka þér glöðu lundina þína, sem var sönn og hrein. Þakka þér góðvildina við mig og alla menn. Þakka þér gjafmildina þína sem glæddi mig og mína. Þakka þér heiðarleikann sem þú sýndir í öllu þínu lífi. Þakka þér langlyndi þitt við mig þegar ég var óþekkt barn. Þakka þér umhyggjuna þína fyrir mér og öllum sem áttu bágt. Þakka þér fyrir frækorn trúarinn- ar sem þú sáðir í sál mína. Eg þakka Guði mínum að hafa gef- ið mér þig fyrir móður. Þín Karen Lísa. Ertu horfin? Ertu dáin? Ernú lokuð glaða bráin? Angurs horfi ’ ég út í bláinn, autt er rúm og stofan þín, elskulega mamma mín, gesturinn með grimma ljáinn glöggt hefir unnið verkin sín. Ég hef þinni leiðsögn lotið, líkaþinnarástarnotið finn, hve allt er beiskt og brotið, burt er víkur aðstoð þín, elsku góða mamma mín.- Allt sem gott ég hefi hlotið, hefir eflzt við ráðin þín. Þó skal ekki víla og vola, veröld þótt oss bijóti í mola. Starfa, hjálpa, þjóna, þola, það var alltaf hugsun þín, elsku góða mamma mín,- Og úr rústum kaldra kola kveiktirðu skærust biysin þín. Flýg ég heim úr fjarlægðinni, fylgi þér í hinzta sinni, krýp með þökk að kistu þinni, kyssi í anda sporin þín, elsku góða mamma mín,- Okkur seinna í eilífðinni eilíft ljós frá guði skín. (Ami Helgason.) Elsku mamma mín, nú ertu farin og hugur minn fyllist af minningar- brotum úr æsku og frá fullorðins- árum en í gegn skína allir þínir góðu eiginleikar. Eg minnist þín og hjarta mitt fyll- ist þakklæti fyrir að hafa átt þig að. Þú með þinni ást greiddir öll mín spor. Allar þínar leiðbeiningar og góðu ráð eru periur í mínu lífi. Eg veit að nú líður þér vel og allar heimsins þjáningar ná ekki til þín. Eg kveð þig, elsku mamma mín, og veit við munum hittast aftur. Guð geymi þig. Þín dóttir Auður Inga. Mig langar að skrifa nokkur kveðjuorð til ömmu minnar sem nú er látin í hárri elli. Margar góðar minningar á ég frá heimsóknum til ömmu í Löngu eins og hún var jafn- an kölluð. Arum saman fórum við á hverjum sunnudegi til að spila vist og drekka kaffi. Amma var ávallt með heitt súkkulaði og góðar kökur sem borðaðar voru með bestu lyst. Amma hafði þann sið að hún bætti alltaf einni kökusneið á diskinn þeg- ar maður var orðinn vel saddur, þannig að erfitt var að standa upp frá borðum. Sem strákur bar ég út blöð og kom þá alltaf við hjá ömmu og lét hana fá blað. Fékk ég þá að launum nammi sem amma henti venjulega út um gluggann á 3. hæð. Ömmu þótti afar mikilvægt að geta glatt mig með einhverjum hætti er ég kom með blaðið og ég var sér- staklega beðinn um að láta hana vita er ég kom með því að hringja bjöllunni. Eg þakka þér, amma, fyrir alla hlýjuna sem þú sýndir mér. Halldór Gunnar. Mig langar að minnast yndislegr- ar ömmu minnar og nöfnu sem lést miðvikudagskvöldið 4. október. Hún hefði orðið 95 ára gömul á Þorláks- messu. Langlífi ömmu var mikið en það má þakka hollu matarræði og mikilli hreyfingu. Hún bjó yfir ein- stöku jafnaðargeði og ekki síst glað- lyndi sem hefur haft mikið að segja um hve gömul hún varð. Amma hafði fengið lömunarveiki sem ung kona en á undraverðan hátt náði hún mikl- um bata. Auk þess var hún búin að vera hjartveik í áratugi. Amma bjó í Lönguhlíð 19 frá því ég man eftir mér. Hún bjó þar ásamt móður sinni, Ingibjörgu Jónu, og seinni manni sínum, Ingvari, sem ég kallaði alltaf Inga. Amma var fríð kona. Hún klæddist dökkum, oft ein- litum fatnaði meðan hún valdi fötin sín sjálf. Amma vildi aldrei vera áberandi en yfir henni var látlaus glæsileiki. Lífið í Löngu var allt í föstum skorðum. Amma og langamma hjálp- uðust að við heimilisstörfin. Alltaf var vaknað, borðað og farið að sofa á nákvæmlega sama tíma. Eftir há- degismat var sá siður að heimilisfólk lagði sig sem þekkist varla í dag. Á heimilinu ríkti einstök snyrti- Ingvar Brynjólfsson frá Norður- koti, Stafholtstungnahr., Mýr., f. 7. aprfl 1901, d. 22. nóvember 1995. Dóttir þeirra er Auður Inga, f. 24. júní 1953. Maður hennar er Guðjón Jóhannsson, f. 31. maí 1952. Börn þeirra eru a) Ingvar, f. 1975, b) Jó- hann, f. 1977 og c) Rebekka Bryn- hildur, f. 1988. Auður ólst upp í Ytri-Lambadal og naut þar almennrar bama- fræðslu en heimiliskennari dvaldist þar á vetrum. Árið 1927 fluttist' fjölskyldan að Dröngum í Dýrafirði og bjó þar til ársins 1939 að þau brugðu búi og fluttu á Þingeyri. Auður og Guðmundur Gunnar bjuggu á Isafirði og síðar í Hnífs- dal, en Guðmundur Gunnar fórst 26. febrúar 1936 er skip hans Egg- ert Ólafsson strandaði í aftaka- veðri í Stapavík undir Jökli. Árið 1945 flutti Auður ásamt dætram sínum, foreldram og Kjartani bróð- ur sinum til Reykjavíkur þar sem hún tók upp sambúð með Ingvari Brynjólfssyni. Auður og Ingvar bjuggu alla tíð í Reykjavík, lengst af í Lönguhlíð 19. Utför Auðar fer fram frá Háteig- skirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. mennska. Mikið var af hannyrðum því að amma var mjög lagin í hönd- unum. Mest af öllu man ég þó eftir blómahafinu hennar. Allar glugga- kistur voru fullar af óvenju grósku- miklum og oft sjaldséðum potta- plöntum. Þær voru síblómstrandi því amma gaf þeim ýmsan dularfullan áburð. I eldhúsinu var svo uppeldis- stöð afleggjara. Ótrúlega oft hef ég séð plönturnar hennar ömmu í suð- lægum löndum þegar ég hef verið á ferðalagi og minnist þá þess hve fal- legþessi blóm voru hjá henni. í hverri viku og jafnvel oftar var farið í heimsókn í Löngu, eins og við kölluðum að fara til ömmu. Það var alltaf tilhlökkunarefni því að það var víst að þar biðu mikíar krásir og skemmtileg viðfangsefni. Amma var mikill snillingur í köku- bakstri og var hráefnið iðulega af dýrustu sort ef veita átti gestum. Kleinurnai- hennar voru líka þær mýkstu sem ég hef smakkað. Smá- kökurnar hennar ömmu voru svo matarmiklar að maður þurfti ekki margar til að verða saddur af. Ég varð fyrir sárum vonbrigðum þegar ég uppgötvaði að enginn hafði þær svona stórar nema hún. Hugur henn- ar var allur við það að veita vel og það var oft sem hún setti meira á diskinn hjá mér þó að ég væri búin að þakka fyrir mig. Eftir að amma flutti úr Lönguhlíð- inni þótti henni verst að geta ekki lengur boðið sínum nánustu upp á veitingar. Ef hún átti hins vegar eitt- hvað sælgæti í töskunni sinni var það umsvifalaust boðið. Ég man eftir því þegar ég var krakki hvað mér þótti ágætt að vera lasin heima því að þá var örugglega von á sendingu úr Löngu. Amma og langamma útbjuggu iðulega pakka sem var með krossbandi yfir og inni- hélt hann ýmislegt góðgæti sem maður hefði annars ekki fengið. Til- gangur þeirra var auðvitað eins og alltaf að gleðja og hressa veik ömmu- bömin. Amma var reyndar alltaf gefandi. Ef að frændfólk bar að garði var það yfirleitt leyst út með gjöfum, eins og súkkulaðistykkjum, kaffipökkum, sokkum, vettlingum og fleiru. Helst mátti enginn fara tómhentur heim. Mér er í fersku minni að þegar ég var sex ára gömul fór ég ásamt vini mínum út í móa til að tína gleym- mér-eyjar. Okkur þótti þetta ótrú- lega fin blóm og kjörin söluvara. Við gengum í hús en okkur kom á óvart að blómvendirnir seldust ekki. Mér datt þá ráð í hug. Við skyldum fara í heimsókn til ömmu. Það brást ekki að amma keypti af okkur alla blóm- vendina og leysti okkur út með nammi. Amma varð þeirrar gæfu aðnjót- andi að dvelja á hjúkrunarheimilinu Eir síðustu æviár sín. Hún talaði oft um hve umhverfið væri fallegt þar og hve dásamlegt starfsfólkið væri við sig. Má segja að amma hafi hlotið betri heilsu fyrst í stað eftir að hún flutti þangað. Ég heimsótti ömmu oft
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.