Morgunblaðið - 12.10.2000, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 12.10.2000, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR 12. OKTÓBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Rafræn viðskipti jafnmikil hér og í Danmörku og Finnlandi RAFRÆN viðskipti á Netinu eru jafnmikil eða meiri hér á landi en í Finnlandi og Danmörku, sem þó eru í fremstu röð á þessu sviði. Þetta er niður- staða könnunar sem Samtök atvinnulífsins gerði meðal aðildarfyrirtækja sinna. Hannes G. Sigurðs- son, aðstoðarframkvæmdastjóri SA gerði grein fyrir niðurstöðunum á ársfundi samtakanna í gær. Hannes sagði að tilkoma Netsins hefði á örfáum árum leitt til mikilla breytinga á viðskiptaháttum. Viðskipti á Netinu hefðu verið að aukast hratt að undanförnu. Vöxturinn væri örastur í viðskiptum á milli fyrirtækja, en viðskipti fyrirtækja við ein- staklinga þróuðust hægar. Því væri spáð að við- skipti milli fyrirtækja ættu eftir að vaxa gríðarlega á næstu árum og að þau yrðu a.m.k. tífalt meiri, í fjárhæðum talið, en viðskipti milli fyrirtækja og einstaklinga. Hannes sagði að Finnar væru frumkvöðlar í notkun nýrrar upplýsingatækni og stæðu hvað fremstir meðal þjóða í rafrænum viðskiptum. Könnun á notkun fyrirtækja í Finnlandi og Dan- mörku með fleiri en 20 starfsmenn hefði leitt í ljós að yfir helmingur fyrirtækjanna notaði Netið til vörupantana árið 1999, en hlutfallið hefði verið 15% árið 1997. 40% fyrirtækjanna fengu pantanir gegnum Netið 1999, samanborið við 7% árið 1997. Helmingur fyrirtækja stundar rafræn viðskipti Samtök atvinnulífsins gerðu nýverið könnun meðal 920 aðildarfyrirtækja sinna á rafrænum við- skiptum. 404 fyrirtæki svöruðu, en þau eru sam- tals með um 30.000 starfsmenn og endurspegla vel atvinnulífið í heild. Niðurstaða könnunarinnar var að 45% fyrir- tækjanna notuðu Netið til vörupantana. 37% seldu öðrum fyrirtækjum vöru eða þjónustu og þriðj- ungur seldi neytendum vöru eða þjónustu gegn um Netið. Notkunin var mest í hugbúnaðargeiranum, hót- el- og veitingarekstri, samgöngum og fjarskiptum og fjármálaþjónustu eða á bilinu 60-75%. Ekki var mikill munur á notkuninni eftir stærð fyrirtækj- anna. Þegar beitt er sömu flokkun og gert var í könn- ununum í Finnlandi og Danmörku, þ.e. fyrirtæki með fleiri en 20 starfsmenn, er niðurstaðan sú að 53% stærri íslenskra fyrirtækja nota Netið til inn- kaupa, en hlutfaUið var 50% í hinum lóndunum. 39% íslenskra fyrirtækja selja óðrum fyrirtækjum í gegnum netið meðan hlutfallið er 40% í Dan- mörku og Finnlandi. Þriðjungur íslenskra fyrir- tækja selur neytendum í gegnum Netið, en 40% í hinum löndunum. „Samanburður við fyrrnefndar kannanir í Finnl- andi og Danmörku leiðir í ljós að útbreiðsla nýrra viðskiptahátta er jafnmikil eða meiri á íslandi og meðal þeirra Evrópuþjóða sem taldar eru standa fremst í þessu efni. Það má því draga þá ályktun af þessari könnun að íslensk fyrirtæki standa fylli- lega þeim fyrirtækjum í þeim ríkjum, sem fremst standa við upptöku og innleiðingar nýrrar tækni og viðskiptahátta, á sporði" sagði Hannes. Gæsluvarð- hald fram- lengt HÆSTIRÉTTUR hefur staðfest úrskurð héraðsdóms um framleng- ingu á gæsluvarðhaldi yfir konu sem grunuð er um að hafa orðið manni að bana í húsi við Leifsgötu seinnihluta júlímánaðar í sumar. Gæsluvarðhald- ið er framlengt til 14. nóvember næstkomandi. Þá hefur Hæstiréttur einnig stað- fest úrskurð héraðsdóms um fram- lengt gæsluvarðhald yfir rúmenskum manni sem hefur játað að hafa framið sjö innbrot hér á landi í sumar. Heild- arverðmæti þýfisins er áætlað um 25 milljónir kr. og hefur aðeins hluti þess komið í leitirnar en fyrir liggur að hluti þýfisins hefur verið sendur til Rúmeníu. Úrskurðurinn er kveðinn upp á grundvelli b. og e. liða 103. gr. laga 19/1991 þess efnis að ætla megi að kærði reyni að komast úr landi eða að hann haldi áfram brotum meðan máli hans er ekki lokið. Fallist er á kröfu lögreglustjórans í Reykjavík um að ákærði sæti gæsluvarðhaldi uns dóm- ur gengur í máli hans, þó ekki lengur en til föstudagsins 3. nóvember. ------------?_*_«------------ Titlar sig héraðsdóms- lögmann án leyfís SÝSLUMAÐURINN í Hafnaríirði hefur nú til meðferðar mál lögfræð- ings sem í heimildarleysi notaði tit- ilinn héraðsdómslögmaður við und- irritun innheimtubréfa. Lögfræð- ingurinn missti fyrir nokkrum árum málafærsluréttindi sín er bú hans var tekið til gjaldþrotaskipta. Lögfræðingurinn titlar sig samt sem áður héraðsdómslögmann en slíkt er brot á lögum. Gerði Lög- mannafélag íslands athugasemd við dómsmálaráðuneytið vegna þessa hátternis mannsins. Rannsókn er á lokastigi hjá emb- ætti sýslumannsins í Hafnarfirði. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um framhald málsins. Kaupás hf. hefur keypt Húsgagnahöllina og Intersport Morgunblaðið/Jim Smart F.v. Gylfi Arnbjörnsson, sljórnarformaður Kaupáss, Jón Hjartarson, stjórnarformaður og fulltrúi seljenda, og Þorsteinn Pálsson, i'orsí jóri Kaupáss, handsala kaupsamninginn. Nýr stórmarkaður fyrir- hugaður á Bíldshöfða KAUPÁS hf. og eigendur Hús- gagnahallarinnar, Intersport og fasteignarinnar Bfldshöfði 20 komust í gær að samkomuiagi um kaup Kaupáss á öllum rekstri og húseign fyrrgreindra félaga. Af- hending eignanna verður um næstu áramdt. Við þessi kaup eignast núverandi eigendur hlut f Kaupási, sem rekur sem kunnugt er verslunarkeðjurnar Ndatún, 11-11, KÁ-verslanir og Kosta- kaup. Þorsteinn Pálsson, forsfrjóri Kaupáss, sagði við Morgunblaðið í gærkvöldi, þegar hann var spurð- ur um markmið kaupanna, að fyr- irtækið hefði upphaflega verið stofnað til að reka verslanir. „Þarna er um að ræða tvö fyrir- tæki sem eru mjög áhugaverð verslunarfélög og falla vel að þeirri stefnu okkar að vera í blönduðum rekstri verslana. Að auki er húsið eitt af þremur stærstu verslunarhúsum á íslandi. Þar sáum við færi á að opna blandaðan stórmarkað, ásamt þeim verslunum sem þar eru, og hugsanlega að nýta það enn frek- ar til að opna fleiri verslanir," sagði Þorsteinn. Astæða þess að eigendur Hús- gagnahallarinnar og Intersport selja, að sögn Þorsteins, er að þeir líta svo á að með þátttöku í rekstri Kaupáss, séu þeir að efla sín fyrir- tæki tii framtíðar. HúsgagnahöIIin og Intersport hafa verið leiðandi fyrirtæki hvort á sínu sviði. Húsgagnahöllin hefur verið starfandi í tæp 40 ár og hef- ur umboð fyrir þekkt vörumerki á borð við IDÉ möbler, LA-Z-BOY, Broyhill og Serta-rúm. Intersport tók til starfa hér á landi fyrir rúmum tveimur árum þegar verslun var opnuð á Bflds- hðfða 20 og er hluti af alþjóðlegri keðju íþrdttavöruverslana, sem er ein sú stærsta sinnar tegundar í heiminum. Intersport starfrækir um 4.500 verslanir um allan heim, stofnað árið 1957, en höfuðstöðv- arnar eru í Sviss. Að sögn Þorsteins hefur rekstur félaganna gengið mjög vel undan- farin ár og verður engin breyting á rekstri og stjórnun þeirra. Öll- um starfsmönnum verður boðið áframhaldandi starf hjá nýjum eigendum og áfram verða verslan- ir í húsinu undir nöfnum Hús- gagnahallarinnar og Intersport. Stdrmarkaður með mat- og sérvöru A næsta ári mun fara fram end- urskipulagning- á húsnæðinu á Bfldshöfða 20 en húsnæðið er alls um 15 þúsund fermetrar að flatar- máli. Við þá endurskipulagningu er ætlun Kaupáss að opna þar stórmarkað með matvöru og sér- vöru, með svipuðu sniði og stór- markað KÁ á Selfossi. Aðspurður sagði Þorsteinn að nafn á þeim markaði hefði ekki verið ákveðið. Þá er gert ráð fyrir að fleiri verslanir og veitingastaðir muni verða þar til húsa í framtfðinni. Bestu ár lífsþins... www. namsmannalinan. is Geisladiskataska I Skipulagsmappa I Penni Námsmannalínudebetkort I Bílprófsstyrkir Námsmannalínureikninguri Netklúbbur Framfærslulán I Lægri yfírdráttarvextir Námsstyrkir I Námslokalán I Tólvukaupalán ISIC atsiáttarkort I Heimilisbankinn ®BÚNAÐARBANKINN Trauslur lianki námsmannalinan Eignir lífeyris- sjóða jukust um 20% EIGNIR lífeyrissjóða jukust um 110 milljarða króna á ár- inu 1999 og námu 517 millj- örðum króna í árslok. Aukn- ingin er 27% sem jafngildir 20% raunaukningu á árinu miðað við hækkun vísitölu neysluverðs, að^ því er fram kemur í skýrslu Fjármálaeft- irlitsins um rekstur og af- komu lífeyrissjóðanna á árinu 1999. Fram kemur að ráðstöfun- arfé í lífeyrissjóðakerfinu í heild ham 149,3 milljörðum króna á síðasta ári, saman- borið við 129,7 milljarða króna árið áður. Hrein raun- ávöxtun nam 12% á árinu miðað við vísitölu neyslu- verðs, en var 7,4% árið 1998. Iðgjöld jukust einnig mjög mikið milli ára eða úr 36,7 milljörðum kr. árið 1998 í 49 milljarða króna í fyrra. Gjald- færður lífeyrir var 16,3 millj- arðar kr. í fyrra og jókst um tæpan milljarð króna frá ár- inu áður. Þá kemur fram að lífeyris- sjóðum fækkaði úr 66 í 60 á árinu 1999 og fyrirsjáanleg var frekari fækkun um síðast- liðin áramót og um mitt þetta ár um fjóra sjóði til viðbótar. Af sjóðunum sextíu sem starfandi voru um áramót tóku 13 ekki lengur við ið- gjöldum og voru því full- starfandi sjóðír 47. Af þessum sextíu eru 46 lífeyrissjóðir án ábyrgðar annarra og 14 með ábyrgð annarra. Holtavörðuheiði Slæm umgengni í sælu- húsinu STARFSMENN Vegagerðarinnar í Borgarnesi hafa að undanförnu í- trekað orðið varir við slæma um- gengni fólks í sæluhúsinu á Holta- vörðuheiði, sem Vegagerðin hefur eftirlit með. Að sögn Bjarna Johansen, rekstrarstjóra Vegagerðarinnar, keyrði um þverbak í síðustu viku þegar Vegagerðarmenn urðu varir við það að fólk hafði gengið örna sinna inni í sæluhúsinu. í sömu ferð sáu starfsmenn Vegagerðar- innar að teljarakassi við veginn, sem stendur nálægt húsinu, hafði verið eyðilagður. „Það er alveg hörmulegt að hugsa til þess hvernig fólk gengur þarna um. Við höfum rætt það í okkar hópi að eðlilegast væri að leggja að minnsta kosti þetta hús niður. Sæluhúsið hefur ekki sömu þýðingu og það hafði á sínum tíma. Þegar svona vandamál koma upp fiýtir það fyrir slíkum ákvörðun- um. Við erum að missa þolinmæðina gagnvart þessari umgengni," sagði Bjarni. Fyrir nokkrum árum gafst Vegagerðin upp á að hafa fjar- skiptabúnað í sæluhúsinu, þar sem honum var ítrekað stolið eða hann skemmdur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.