Morgunblaðið - 12.10.2000, Page 4
4 FIMMTUDAGUR 12. OKTÓBER 2000
FRETTIR
MORGUNBLAÐIÐ
Rafræn viðskipti jafnmikil hér
og í Danmörku og Finnlandi
RAFRÆN viðskipti á Netinu eru jafnmikil eða
meiri hér á landi en í Finnlandi og Danmörku, sem
þó eru í fremstu röð á þessu sviði. Þetta er niður-
staða könnunar sem Samtök atvinnulífsins gerði
meðal aðildarfyrirtækja sinna. Hannes G. Sigurðs-
son, aðstoðarframkvæmdastjóri SA, gerði grein
fyrir niðurstöðunum á ársfundi samtakanna í gær.
Hannes sagði að tilkoma Netsins hefði á örfáum
árum leitt til mikilla breytinga á viðskiptaháttum.
Viðskipti á Netinu hefðu verið að aukast hratt að
undanfömu. Vöxturinn væri örastur í viðskiptum á
milli fyrirtækja, en viðskipti fyrirtækja við ein-
staklinga þróuðust hægar. Því væri spáð að við-
skipti milli fyrirtækja ættu eftir að vaxa gríðarlega
á næstu árum og að þau yrðu a.m.k. tífalt meiri, í
fjárhæðum talið, en viðskipti milli fyrirtækja og
einstaklinga.
Hannes sagði að Finnar væru frumkvöðlar í
notkun nýrrar upplýsingatækni og stæðu hvað
fremstir meðal þjóða í rafrænum viðskiptum.
Könnun á notkun fyrirtækja í Finnlandi og Dan-
mörku með fleiri en 20 starfsmenn hefði leitt í ljós
að yfir helmingur fyrirtækjanna notaði Netið til
vörupantana árið 1999, en hlutfallið hefði verið
15% árið 1997. 40% fyrirtækjanna fengu pantanir
gegnum Netið 1999, samanborið við 7% árið 1997.
Helmingur fyrirtækja
stundar rafræn viðskipti
Samtök atvinnulífsins gerðu nýverið könnun
meðal 920 aðildarfyrirtækja sinna á rafrænum við-
skiptum. 404 fyrirtæki svöruðu, en þau eru sam-
tals með um 30.000 starfsmenn og endurspegla vel
atvinnulífið í heild.
Niðurstaða könnunarinnar var að 45% fyrir-
tækjanna notuðu Netið til vörupantana. 37% seldu
öðrum fyrirtækjum vöru eða þjónustu og þriðj-
ungur seldi neytendum vöru eða þjónustu gegn um
Netið.
Notkunin var mest í hugbúnaðargeiranum, hót-
el- og veitingarekstri, samgöngum og fjarskiptum
og fjármálaþjónustu eða á bilinu 60-75%. Ekki var
mikill munur á notkuninni eftir stærð fyrirtækj-
anna.
Þegar beitt er sömu flokkun og gert var í könn-
ununum í Finnlandi og Danmörku, þ.e. fyrirtæki
með fleiri en 20 starfsmenn, er niðurstaðan sú að
53% stærri íslenskra fyrirtækja nota Netið til inn-
kaupa, en hlutfallið var 50% í hinum löndunum.
39% íslenskra fyrirtækja selja öðrum fyrirtækjum
í gegnum netið meðan hlutfallið er 40% í Dan-
mörku og Finnlandi. Þriðjungur íslenskra fyrir-
tækja selur neytendum í gegnum Netið, en 40% í
hinum löndunum.
„Samanburður við fyrrnefndar kannanir í Finnl-
andi og Danmörku leiðir í ljós að útbreiðsla nýrra
viðskiptahátta er jafnmikil eða meiri á Islandi og
meðal þeirra Evrópuþjóða sem taldar eru standa
fremst 1 þessu efni. Það má því draga þá ályktun af
þessari könnun að íslensk fyrirtæki standa fylli-
lega þeim fyrirtækjum í þeim ríkjum, sem fremst
standa við upptöku og innleiðingar nýrrar tækni
og viðskiptahátta, á sporði “ sagði Hannes.
Gæsluvarð-
hald fram-
lengt
HÆSTIRÉTTUR hefur staðfest
úrskurð héraðsdóms um framleng-
ingu á gæsluvarðhaldi yfir konu sem
grunuð er um að hafa orðið manni að
bana í húsi við Leifsgötu seinnihluta
júlímánaðar í sumar. Gæsluvarðhald-
ið er framlengt til 14. nóvember
næstkomandi.
Þá hefur Hæstiréttur einnig stað-
fest úrskurð héraðsdóms um fram-
lengt gæsluvarðhald yfir rúmenskum
manni sem hefur játað að hafa framið
sjö innbrot hér á landi í sumar. Heild-
arverðmæti þýfisins er áætlað um 25
milljónir kr. og hefur aðeins hluti
þess komið í leitirnar en fyrir liggur
að hluti þýfisins hefur verið sendur til
Rúmeníu.
Úrskurðurinn er kveðinn upp á
grundvelli b. og c. liða 103. gr. laga
19/1991 þess efnis að ætla megi að
kærði reyni að komast úr landi eða að
hann haldi áfram brotum meðan máli
hans er ekki lokið. Fallist er á kröfu
lögreglustjórans í Reykjavík um að
ákærði sæti gæsluvarðhaldi uns dóm-
ur gengur í máli hans, þó ekki lengur
en til fóstudagsins 3. nóvember.
---------------
Titlar sig-
héraðsdóms-
lögmann án
leyfís
SÝSLUMAÐURINN í Hafnarfirði
hefur nú til meðferðar mál lögfræð-
ings sem í heimildarleysi notaði tit-
ilinn héraðsdómslögmaður við und-
irritun innheimtubréfa. Lögfræð-
ingurinn missti fyrir nokkrum
árum málafærsluréttindi sín er bú
hans var tekið til gjaldþrotaskipta.
Lögfræðingurinn titlar sig samt
sem áður héraðsdómslögmann en
slíkt er brot á lögum. Gerði Lög-
mannafélag íslands athugasemd
við dómsmálaráðuneytið vegna
þessa hátternis mannsins.
Rannsókn er á lokastigi hjá emb-
ætti sýslumannsins í Hafnarfirði.
Ekki hefur verið tekin ákvörðun
um framhald málsins.
Kaupás hf. hefur keypt Húsgagnahöllina og Intersport
Morgunblaðið/Jim Smart
F.v. Gylfi Arnbjörnsson, stjórnarformaður Kaupáss, Jón Hjartarson, stjórnarformaður og fulltrúi seljenda, og
Þorsteinn Pálsson, forstjóri Kaupáss, handsala kaupsamninginn.
Nýr stórmarkaður fyrir
hugaður á Bíldshöfða
KAUPÁS hf. og eigendur Hús-
gagnahallarinnar, Intersport og
fasteignarinnar Bíldshöfði 20
komust í gær að samkomulagi um
kaup Kaupáss á öllum rekstri og
húseign fyrrgreindra félaga. Af-
hending eignanna verður um
næstu áramót. Við þessi kaup
eignast núverandi eigendur hlut í
Kaupási, sem rekur sem kunnugt
er verslunarkeðjurnar Nóatún,
11-11, KÁ-verslanir og Kosta-
kaup.
Þorsteinn Pálsson, forstjóri
Kaupáss, sagði við Morgunblaðið í
gærkvöldi, þegar hann var spurð-
ur um markmið kaupanna, að fyr-
irtækið hefði upphaflega verið
stofnað til að reka verslanir.
„Þarna er um að ræða tvö fyrir-
tæki sem eru mjög áhugaverð
verslunarfélög og falla vel að
þeirri stefnu okkar að vera í
blönduðum rekstri verslana. Að
auki er húsið eitt af þremur
stærstu verslunarhúsum á íslandi.
Þar sáum við færi á að opna
blandaðan stórmarkað, ásamt
þeim verslunum sem þar eru, og
hugsanlega að nýta það enn frek-
ar til að opna fleiri verslanir,"
sagði Þorsteinn.
Ástæða þess að eigendur Hús-
gagnahallarinnar og Intersport
selja, að sögn Þorsteins, er að þeir
Iíta svo á að með þátttöku f rekstri
Kaupáss, séu þeir að efla sín fyrir-
tæki til framtíðar.
Húsgagnahöllin og Intersport
hafa verið leiðandi fyrirtæki hvort
á si'nu sviði. Húsgagnahöllin hefur
verið starfandi í tæp 40 ár og hef-
ur umboð fyrir þekkt vörumerki á
borð við IDÉ möbler, LA-Z-BOY,
Broyhill og Serta-rúm.
Intersport tók til starfa hér á
landi fyrir rúmum tveimur árum
þegar verslun var opnuð á Bílds-
höfða 20 og er hluti af alþjóðlegri
keðju íþróttavöruverslana, sem er
ein sú stærsta sinnar tegundar í
heiminum. Intersport starfrækir
um 4.500 verslanir um allan heim,
stofnað árið 1957, en höfuðstöðv-
arnar eru í Sviss.
Að sögn Þorsteins hefur rekstur
félaganna gengið mjög vel undan-
farin ár og verður engin breyting
á rekstri og stjórnun þeirra. ÖIl-
um starfsmönnum verður boðið
áframhaldandi starf hjá nýjum
eigendum og áfram verða verslan-
ir í húsinu undir nöfnum Hús-
gagnahallarinnar og Intersport.
Stórmarkaður með
mat- og sérvöru
Á næsta ári mun fara fram end-
urskipulagning á húsnæðinu á
Bfldshöfða 20 en húsnæðið er alls
um 15 þúsund fermetrar að flatar-
máli. Við þá endurskipulagningu
er ætlun Kaupáss að opna þar
stórmarkað með matvöru og sér-
vöru, með svipuðu sniði og stór-
markað KÁ á Selfossi. Aðspurður
sagði Þorsteinn að nafn á þeim
markaði hefði ekki verið ákveðið.
Þá er gert ráð fyrir að fleiri
verslanir og veitingastaðir muni
verða þar til húsa í framtíðinni.
Geisladiskataska / Skipulagsmappa t Penni
Námsmannalínudebetkort i Bílprófsstyrkir
Námsmannalínureikningur / Netklúbbur
Framfærslulán / Lægri yfirdráttarvextir
Námsstyrkir / Námslokalán / Tölvukaupalán
ISIC afsláttarkort / Heimilisbankinn
® BÚNAÐARBANKINN
Tmustur banki
námsmannalinan
J
Eignir
lífeyris-
sjóða
jukust
EIGNIR lífeyrissjóða jukust
um 110 milljarða króna á ár-
inu 1999 og námu 517 millj-
örðum króna í árslok. Aukn-
ingin er 27% sem jafngildir
20% raunaukningu á árinu
miðað við hækkun vísitölu
neysluverðs, að' því er fram
kemur í skýrslu Fjármálaeft-
irlitsins um rekstur og af-
komu lífeyrissjóðanna á árinu
1999.
Fram kemur að ráðstöfun-
arfé í lífeyrissjóðakerfinu í
heild nam 149,3 milljörðum
króna á síðasta ári, saman-
borið við 129,7 milljarða
króna árið áður. Hrein raun-
ávöxtun nam 12% á árinu
miðað við vísitölu neyslu-
verðs, en var 7,4% árið 1998.
Iðgjöld jukust einnig mjög
mikið milli ára eða úr 36,7
milljörðum kr. árið 1998 í 49
milljarða króna í fyrra. Gjald-
færður lífeyrir var 16,3 millj-
arðar kr. í fyrra og jókst um
tæpan milljarð króna frá ár-
inu áður.
Þá kemur fram að lífeyris-
sjóðum fækkaði úr 66 í 60 á
árinu 1999 og fyrirsjáanleg
var frekari fækkun um síðast-
liðin áramót og um mitt þetta
ár um fjóra sjóði til viðbótar.
Af sjóðunum sextíu sem
starfandi voru um áramót
tóku 13 ekki lengur við ið-
gjöldum og voru því full-
starfandi sjóðir 47. Af þessum
sextíu eru 46 lífeyrissjóðir án
ábyrgðar annarra og 14 með
ábyrgð annarra.
Holtavörðuheiði
Slæm
umgengni
í sælu-
húsinu
STARFSMENN Vegagerðarinnar
í Borgarnesi hafa að undanförnu í-
trekað orðið varir við slæma um-
gengni fólks í sæluhúsinu á Holta-
vörðuheiði, sem Vegagerðin hefur
eftirlit með.
Að sögn Bjarna Johansen,
rekstrarstjóra Vegagerðarinnar,
keyrði um þverbak í síðustu viku
þegar Vegagerðarmenn urðu varir
við það að fólk hafði gengið örna
sinna inni í sæluhúsinu. I sömu
ferð sáu starfsmenn Vegagerðar-
innar að teljarakassi við veginn,
sem stendur nálægt húsinu, hafði
verið eyðilagður.
„Það er alveg hörmulegt að
hugsa til þess hvernig fólk gengur
þarna um. Við höfum rætt það í
okkar hópi að eðlilegast væri að
leggja að minnsta kosti þetta hús
niður. Sæluhúsið hefur ekki sömu
þýðingu og það hafði á sínum tíma.
Þegar svona vandamál koma upp
flýtir það fyrir slíkum ákvörðun-
um.
Við erum að missa þolinmæðina
gagnvart þessari umgengni,“ sagði
Bjarni.
Fyrir nokkrum árum gafst
Vegagerðin upp á að hafa fjar-
skiptabúnað í sæluhúsinu, þar sem
honum var ítrekað stolið eða hann
skemmdur.