Morgunblaðið - 12.10.2000, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 12.10.2000, Blaðsíða 32
32 FIMMTUDAGUR 12. OKTÓBER 2000 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ „Leikhúsið er kirkjau Þannig orðaði Hallgrímur Helgason skoðun sína á íslensku leikhúsi á umræðufundi um leikhús í Borgarleikhúsinu á þriðjudags- kvöldið. Hávar Sigurjónsson greinir frá því helsta sem þar bar á góma. UMRÆÐAN var bæði snörp og líf- leg og voru nær 40 manns mættir til að taka þátt í og hlýða á umræður og varð mörgum að orði að slíkir umræðufundir væru ekki bara gagn- legir heldur bráðnauðsynlegir. A fundinum höfðu framsögu Guðjón Pedersen leikhússtjóri, Ragnheiður Skúladóttir, deildarstjóri leiklistar í Listaháskólanum, og Hallgrímur Helgason rithöfundur. Magnús Þór Þorbergsson, dramatúrg í Borgar- leikhúsinu, stýrði umræðum. Lagt var upp með spuminguna Leikhús - til hvers? og skyldu frummælendur ræða hvort leikhúsið ætti erindi í nú- tímasamfélagi og því velt upp hvort leiklistarkennsla og leikhús styrkt af almannafé ætti sér lengur einhvern tilverurétt. Hefur leikhúsið ein- hverju hlutverki að gegna í samfé- laginu lengur? spurði Magnús og Guðjón Pedersen var fyrstu til svars. Einfalt svar Hann sagði að svarið í sínum huga væri afskaplega einfalt. „Svarið er já. Leiklist er jafn sjálfsögð og súr- efnið sem við öndum að okkur, brauðið sem borðum og fötin sem við klæðumst. Allar listir eru sjálfsagðar og nauðsynlegar," sagði Guðjón. Hann kvaðst ekki ætla að setja á langa tölu og lauk máli sínu með hvatningu til allra viðstaddra um að skapa betra leikhús og vinna að því af heiðarleika og einlægni. Ragnheiður Skúladóttir var næst í ræðustól. Hún er nýráðinn deildar- stjóri leiklistai- við Listaháskóla Is- lands og starfaði um árabil sem leik- ari, leikstjóri og leiklistarkennari við háskóla í Bandaríkjunum eftir há- skólanám þar í landi. Hún sagði í upphafl máls síns að á íslandi væri einungis til ein tegund leikhúss. „Það er hefðbundið leikhús, hvort sem við köllum það markaðs- eða listaleikhús." í umræðum á eftir var Ragnheiður beðin að skýra nán- ar hvað hún ætti við með hefðbundnu leikhúsi og sagði hún að íslenskt leik- hús væri textabundið og færi troðnar slóðir í útfærslu hans. Þrælsótti og skoðanakúgun Ragnheiður sagði síðan í erindi sínu að vegna þess hve íslensk leik- listarumræða væri bundin við pers- ónur væri erfitt að fá nemendur til að tjá sig um leiklistina í landinu. „Verður að líta á það sem viðvörun- armerki. Nemendurnir virðast í fyrsta lagi ekki hafa forsendur til að ræða þessi mál á almennum, mál- efnalegum grundvelli og í öðru lagi eru þeir hræddir við að taka afstöðu með eða á móti vissum persónum af ótta við að framtíðaratvinnuöryggi þeirra sé stefnt í hættu. Að framtíð manns sé falin í höndum örfárra ein- staklinga hlýtur að skapa mikla Hafréttarstofnun íslands, utanríkisráðuncytið og iðnaðar- og viðskiptaráðuneytin gangast fyrir ráðstefnu í Þjóðmenningarhúsinu í Reykjavík dagana 13. og 14. október 2000 um Landgrunnið og auðlindir þess Ráðstefhan er öllum opin meðan húsrúm leyfir. Fyrirlestrar verða haldnir á íslensku, ensku eða einhverju Norðurlandamálanna. Dagskrá ráðstefnunar verður sem hér segir. FÖSTUDAGUR 13. OKTÓBERKL. 13:00-17:00 13:00 Mæting. 13:30 Ráðstefnan sett. Gunnar G. Schram, prófessor, formaður stjórnar Hafréttarstofnunar íslands. 13:40 Ávarp Halldórs Ásgrímssonar utanríkisráðherra. 13:50 Ávarp Valgerðar Sverrisdóttur iðnaðar- og viðskiptaráðherra. 14.00 Ávarp Páls Skúlasonar rektors Háskóla íslands. 1. Landgrunn og alþjóðlegur hafréttur. Fundarstjóri: Sverrir Haukur Gunnlaugsson ráðuneytisstjóri utanríkisráðuneytisins. 14:10 Hinn nýi hafréttur. Guðmundur Eiríksson dómari við Alþjóðlega hafréttardóminn í Hamborg. 14:40 Réttarstaða landgrunnsins, réttur strandríkja til landgrunns og afmörkun íslenska landgrunnsins. Tómas H. Heiðar þjóðréttarfrœðingur í utanríkisráðuneytinu. 15:10 Kaflfihlé. 15:30 Hlutverk Landgrunnsnefndar Sameinuðu þjóðanna við ákvörðun ytri marka landgrunnsins. Harald Brekke, Noregi, einn nefndarmanna Landgrunnsnefndar Sameinuðu þjóðanna. 16:00 Afmörkun íslenska landgrunnsins: Tæknilegur grundvöllur og undirbúningsstarf. Steinar Þór Guðlaugsson jarðeðlisfræðingur á Orkustofnun. 16:30-17:00 Umræður. Stjórn: Gunnar G. Schram. LAUGARDAGUR 14. OKTÓBER KL. 9:00-13:00 2. Olíuleit og olíuvinnsla í Norður-Atlantshafi. Fundarstjóri: Þorgeir Örlygsson ráðuneytisstjóri iðnaðar- og viðskiptaráðuneytanna. 9:00 Auðlindir á hafsbotni: Hlutverk Orkustofnunar. Þorkell Helgason Orkumálastjóri. 9:10 Olíuleit og olíuvinnsla við meginlandsjaðra Norður-Atlantshafs: Staða og horfur. Anthony G. Doré leitarstjóri, Statoil, Bretlandi. 9:40 Olíuleit og oliuvinnsla við Noreg: Starfsemi og löggjöf. Harald Brekke yfirjarðfrœðingur Olíustofnunar Noregs. 10:10 Olíuleit við Grænland: Starfsemi og löggjöf. Hans Kristian Schonwandt forstjóri Auðlindastofnunar Grœnlands. 10:40 Oh'uleit við Færeyjar: Starfsemi og löggjöf. Herálvur Joensen forstjóri Olíustofnunar Færeyja. 11:10 Kaffihlé. 11:30 Er oliu eða gas að finna á íslenskum hafsvæðum? Karl Gunnarsson jarðeðlisfrœðingur á Orkustofnun. 12:00 Frumvarp til laga um leit, rannsóknir og vinnslu kolvetnis. Eyvindur G. Gunnarsson deildarsérfræðingur í iðnaðar- og viðskiptaráðuneytunum. 12:30-13:00 Umræður. Stjóm: Sveinbjörn Björnsson yfirmaður auðlindadeildar Orkustofnunar, formaður samráðsnefndar um landgrunns- og olíuleitarmál. Skráning þátttakenda fer ffam hjá Hafféttarstofnun íslands, sími 560 9939, þar sem allar ffekari upplýsingar um ráðstefnuna eru jafnffamt veittar. Þátttökugjald er kr. 1.500. Hafréttarstofnun íslands Utanríkisráðuneytið Iðnaðar- og viðskiptaráðuneytin „Viljum útskrifa sjálfstætt hugsandi listamenn," sagði Ragnheiður Skúladóttir. Morgunblaðið/Kristinn. Guðjón Pedersen, Hallgrímur Helgason og Þorvaldur Þorsteinsson lögðu allir sitt til málanna. spennu og óöryggi. Er það leikarinn sjálfur semgefur leik- eða leikhús- stjóranum valdið eða er þetta vald sem stjórarnir sjálfír taka? Mér finnst sláandi hvað nemendur í dag eru fókuseraðir á að fá fasta vinnu sem fyrst eftir útskrift og hvað það er h'til umræða, fyrir utan stakar áhyggjur af kjörum, sem á sér stað um leikhús og þjófélagslegt ástand yfirleitt. í þriðja lagi bendir viðhorf nemendanna til þess, vegna þess hversu stutt á veg við erum komin í umræðunni, að þeir eigi erfitt með að sldlja á milli sinna persónulegu tengsla við ákveðna manneskju og skoðana hennar. Þetta er langt frá því að vera einskorðað við nemendur heldur á þetta meira og minna við um okkur öll,“ sagði Ragnheiður. Fleiri tóku undir þetta sjónarmið og tók Þórarinn Eyfjörð svo djúpt í árinni að kalla þetta „þrælsótta, sem ekki er einskorðaður við leikhúsin". Silja Aðalsteinsdóttir bætti um betur og sagði: „Við lifum á tímum Lés konungs" og vísaði þar til nýafstað- innar frumsýningar á Lé konungi þar sem kúgun og valdbeiting eru viðfangsefni sýningarinnar. Öll leikhús háð markaði Hallgrímur Helgason flutti inn- blásið erindi sem varð til þess að Þorvaldur Þorsteinsson sagði inn- legg Hallgríms vera frábært dæmi um gott leikhús. „Skemmtilegt og innihaldsríkt, vel flutt og gaman að horfa á.“ Hallgrímur lagði nokkuð út af þeirri umræðu sem orðið hefur um markaðsleikhús og hvað í því fælist. Hann sagði öll leikhús í dag vera háð markaðnum að meira eða minna leyti, „Shakespeare sjálfur skrifaði öll sín leikrit fyrir markaðsleikhús og átti og rak slíkt leikhús í London á sínum tíma,“ sagði Hallgrímur. María Sigurðardóttir leikstjóri kvaðst ekki vilja að hugtök eins og markaðsleikhús og listaleikhús fest- ust í sessi. Lárus Ýmir Óskarsson- ,kvikmyndaleikstjóri og leiklistarráðunautur Sjónvarpsins, lagði þá orð í belg og sagði nauðsyn- legt að hafa hugtök eins og markaðs- leikhús og listaleikhús til að nota í umræðunni. „Að afneita hugtökum er eins og að segja að ekki sé hægt að tala um list. Við verðum að geta talað um leiklistina og komið okkur upp hugtökum í umræðunni." Höfundar dýrir leikhúsunum Hallgrímur kom að því í erindi sínu að leikritahöfundar í leikhúsinu væru kannski of kröfuharðir, ástæða þess að ekki væru færð upp fleiri ný íslensk leikrit væri kannski sú hversu dýrt það væri fyrir leikhúsin að kaupa leikritin af höfundunum. Árni Ibsen, formaður Leikskáldafé- lags íslands, mótmælti þessu og sagði að leikritahöfundar væru síst of vel haldnir af greiðslum fyrir leikrit. „Launin sem höfundur fær fyrir leikrit heima fyrir eru einu launin sem hann getur vænst. Greiðslur fyrir uppsetningar á leik- riti annars staðar tíðkast ekki, held- ur alls staðar sú regla að höfundar fái laun sín í heimalandinu,“ sagði Árni. Undir þetta tók Þórarinn Eyfj- örð og benti á að af þeim tæpa millj- arði sem íslensk leikhús hefðu sam- eiginlega til ráðstöfunar árlega í opinberum styrkjum og sjálfsaflafé færi ekki nema liðlega eitt prósent til íslenskra leikritahöfunda. Sjálfstætt hugsandi listamenn Hallgrímur kom svo inn á það að leikhúsin í dag væru eins og kirkjur. „Leikhúsgestir eru eins og kirkju- gestir, spariklæddir og ganga um leikhúsið eins og helgidóm," Þessu vildi Hallgrímur breyta og óskaði eftir því að áhorfendur létu meira í sér heyra, velþóknun og vanþóknun. „Hrópa bravó ef þeim líkar vel.“ Ragnheiður Skúladóttir sagði að með breyttum áherslum í leiklistar- deild Listaháskólans ætti ekki að kenna eða útskrifa nemendur með ákveðinn markað í huga. „Við beitum okkur fyrir því að útskrifa sjálfstætt hugsandi listamenn sem hafa í far- teskinu það sem þarf í sambandi við tækni. Þetta fólk getur svo valið sjálft hvort það vill fara í framhalds- nám í einhverri sérgrein eða beint út í það að vinna í leikhúsi eða einhverju öðru sem því þóknast. Við viljum út- skrifa nemendur sem hafa nógu sterkan tæknilegan bakgrunn og sem eru nógu sjálfstætt þenkjandi til að gera sér grein fyrir hvernig leik- hús þeir vilja gera og hvort sem valið verður hið svokallaða markaðsleik- hús eða hið listræna þá geti þeir gert það vel og af sannfæringu og krafti. Þetta er fólkið sem á eftir að svara spurningunum um hvað framsækið leikhús er og á eftir að taka ákvarð- anir um hvort við getum jafnvel talað um slíkt fyrirbæri. Þau eiga eftir að sprengja ramma og traðka niður hefðir. Þau eiga eftir að breyta leik- húsumræðunni frá hinu persónulega til hins málefnalega. Allt þetta viljum við að þau geri og það er okkar að rétta þeim vopnin og kenna þeim hvernig eigi að nota þau. Við eigum að hlusta á þau og læra af þeim.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.