Morgunblaðið - 12.10.2000, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 12.10.2000, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR 12. OKTÓBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Ljósmynd/Gunnar Þór Hallgrímsson Fjallvákur á sveimi yfir Nauthólsvík SJALDGÆFUR ránfugl hefur gert sig heimakominn í Nauthóls- vík. Þegar fuglafræðingar frá Náttúrufræðistofnun skoðuðu | fuglinn siðastliðinn föstudag kom í ljós að þetta er ungur fjallvák- j ur. Fylgdust þeir með honum á músavciðum fram eftir degi. Ólíkt mörgum þeim flækings- ránfuglum sem sést hafa hér á landi hefur fuglinn haldið sig við Nauthólsvíkina það sem af er i þessari viku og hafa fuglaskoðar- ar fengið kjörið tækifæri til að skoða hann. Fjallvákurinn er talinn vera kominn frá Skandinavíu eins og flestir þeir sjaldgæfu fuglar sem sést hafa að undanförnu. Þeim sem hafa áhuga á að fylgjast með kornum sjaldgæfra fugla er bent á vikulegar fuglafréttir á heima- síðu Náttúrufræðistofnunar ís- lands, www.ni.is Ólafsfjörður Sekt ef börnin eru sótt of seint Ólafsfirði. Morgunblaðið. ÓLAFSF JARÐARBÆR ákvað á dögunum að sekta þá foreldra og/eða forráðamenn sem sækja börn eftir að um- sömdum vistunartíma á Leik- hólum lýkur. Sektin nemur 400 krónum í hvert sinn sem slíkt gerist og verður sektin innheimt með leikskólagjöldunum. Eitthvað mun hafa borið á því að for- eldrar sæki börnin of seint, þótt ekki sé það mjög áber- andi. Fyrstu innheimtuseðl- arnir með sektum fóru í dreif- ingu í vikunni. Samningaviðræður hafnar á milli grunnskólakennara og sveitarfélaga Krefjast hækkunar byrjun- arlauna úr 110 í 180 þúsund EIN meginkrafa grunnskólakennara í komandi kjarasamningum er að byrjunarlaun grunn- skólakennara hækki í 180 þúsund krónur á mánuði en skv. gildandi samningum hækka þau í 110 þúsund 1. desember nk. Kjarasamningar grunnskólakennara og sveitarfélaganna renna út um næstu áramót. Samninganefndir Félags grunnskólakennara og launanefndar sveitarfélaga komu saman til fyrsta samningafundarins vegna endurnýjunar kjarasamninga í gær. A fundinum lögðu samningsaðilar fram meg- ináherslur sínar og kröfur í kjaramálum. Sammála um að reyna að ljúka samningum fyrir áramót Guðrún Ebba Ólafsdóttir, formaður Félags grunnskólakennara, segir að í kröfugerð kenn- ara sé tekið mið af skoðanakönnun sem gerð var meðal kennara í mars sl. Stefnt er að því að halda samningafundi viku- lega á næstunni auk funda í smærri hópum. „Við leggjum áherslu á að koma okkur upp sameiginlegum markmiðum með gerð kjara- samningsins. Báðir hóparnir leggja áherslu á að samningsgerðinni verði lokið fyrir lok samn- ingstímabilsins um næstu áramót,“ sagði Guð- rún Ebba. Hún sagði að á næstu fundum myndu samn- ingsaðilar reyna að koma sér niður á sameigin- leg markmið í samningunum og einnig ætti að meta áhrif aðalnámskrár grunnskóla á starfs- umhverfi grunnskólakennara. Meðal annarra atriða í kröfugerð grunnskóla- kennara er áhersla á starf umsjónarkennara í skólum. „Umsjónarkennarar gegna lykilhlut- verki í starfi nemenda og er lögð mikil áhersla á gott samstarf á milli foreldra og umsjónar- kennara og að upplýsingastreymi til foreldra sé gott, því við vitum að gott samstarf á milli skóla og heimila getur verið lykillinn að farsælu starfi og skólagöngu nemenda," sagði hún. Atkvæðagreiðsla framhaldsskólakennara hafín Atkvæðagreiðsla meðal framhaldsskólakenn- ara og stjórnenda í framhaldsskólum um boðun verkfalls frá og með 7. nóvember hófst í gær. Kjörgögn hafa verið send trúnaðarmönnum sem eru umboðsmenn kjörstjórnar í hverjum skóla. 1.279 félagsmenn eru á kjörskrá. At- kvæðagreiðslan stendur yfir til 16. október. Stefnt er að því að talning atkvæða fari fram laugardaginn 21. október. Tónleikar í Kennedy Center New York. Morgunbladiö. SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT íslands var að koma sér fyrir á sviðinu í Kennedy Center í Washington til að æfa fyrir tónleika þar þegar mynd- in var tekin í gærkvöldi. Eggert Pálsson pákuleikari sést hér raða sleglum si'nuin og gera klárt fyrir átök kvöldsins. Valt ut í fjöru MAÐUR og kona sluppu ómeidd að telja má úr bílveltu skammt frá Ós- brú í Bíldudal í gærkvöldi. Vegurinn liggur við fjöruborðið og valt bfllinn út í fjöruna og hafnaði þar á þakinu í fjörugrjótinu. Fólkið var í bílbeltum og má telja víst að þau hafi bjargað miklu í þessu tilfelli. Morgunblaðið/Einar Falur Hlutabréf deCODE lækka um 17% GENGI hlutabréfa í deCODE Gene- tics, móðurfyiirtæki íslenskrar erfðagreiningar, lækkaði um 17% á Nasdaq-hlutabréfamarkaðnum í Bandaríkjunum í gær. Gengi bréf- anna við lok viðskipta var 20,125 Bandaríkjadalir en var 24,25 dalir við lok viðskipta daginn áður. Þetta er lægsta gengi bréfanna til þessa. Gengi hlutabréfa deCODE lækkaði einnig á evrópska hlutabréfamark- aðnum Easdaq í gær en ekki eins mikið og í Bandaríkjunum. Loka- gengi bréfanna á Easdaq var 24,00 Bandaríkjadalir en síðasta viðskipta- gengi þeirra áður var 24,80 dalir. Lækkunin þar var því 3,2%. Viðskipt- in á Easdaq voru einungis með 1.000 hluti en hins vegar voru viðskipti með 315.400 hluti í Bandaríkjunum. Stofnkostnaður vegna nýs svæðisskípulags höfuðborgarsvæðisins Framkvæmdir munu kosta 181 milljarð STOFNKOSTNAÐUR vegna helstu framkvæmda, sem nauðsyn- legt er að ráðast í vegna nýs svæðis- skipulags fyrir höfuðborgarsvæðið, er um 131 milljarður króna. Arleg fjárfesting er þannig 5,7 milljarðar króna eða um 1% af vergri þjóðarframleiðslu. Svæðisskipulagið á að gilda til ársins 2024. Gert er ráð fyrir að íbú- um svæðisins fjölgi um 60 þúsund á þessu tímabili. í skýrslu um skipulagið segir: „Kostnaðaráætlunin var byggð upp með það í huga að geta borið saman mismunandi skipulagstillögur, frek- ar en til að gefa heildaryfirlit yfir op- inbera fjárfestingu á svæðinu og tekur aðeins til þjóðvega, almennra vega, dagheimila, grunnskóla, hjúkrunarheimila og elliheimila. Þannig er undanskilinn stofnkostn- aður orkuveitu, vatns- og fráveitu- kerfa.“ Til viðbótar þessu er gert ráð fyrir að það þurfi 6 milljarða vegna frek- ari endurbóta á vegakerfinu ef hald: á uppi núverandi þjónustustigi þess I skýrslunni kemur fram að þörfn fyrir fjárfestingar á höfuðborgar svæðinu muni að miklu leyti ver: undir áhrifum annarra þátta utai svæðisskipulagsins, svo sem sam söfnunar þjóðarinnar á höfuðborg arsvæðið og þjóðfélagslegrar þróun ar, sem leiðir til hlutfallslegra fjölgunar eldri borgara. ■ Gert ráð fyrir/16 í dag l*SlMIR sstooR •••••*99*9<m99WW9WW99WWW9WW9W ••••••• •••••••• Eiði Smára Guðjohnsen líkt við David Beckham/Bl Tékkar brotlentu á Möltu í heimsmeistaraleik/B6 Fylgstu með nýjustu fréttum www.mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.