Morgunblaðið - 12.10.2000, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 12.10.2000, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDÁGUR 12. OKTÓBER 2000 11 FRETTIR Alyktun Ahugahóps um auðlindir f almannaþágu um skýrslu auðlindanefndar Fyrningarleiðin er í takt við framþróun AHUGAHOPUR um auðlindir í al- mannaþágu tekur undir þá meginnið- urstöðu í nýútkominni álitsgerð auð- lindanefndar að fyrir afnot af auðlindum í þjóðareign þurfi að koma gjald og að slík þjóðareign verði stað- fest með stjórnarskrárákvæði. „Fyrningarleiðin ein er í samræmi við öll meginrök nefndarinnar og til- lögur hennar um aðrar auðlindir en fiskinn í sjónum," segir m.a. í ályktun hópsins sem var kynnt í gær. Guðmundur G. Þórarinsson verk- fræðingur rifjaði upp að Ahugahópur um auðlindir í almannaþágu hefði lát- ið fiskveiðistjórnun til sín taka og Markús Möller hagfræðingur gerði grein fyrir ályktun hópsins um fyrrnefnda skýrslu. I nefndri ályktun kemur fram að „hópurinn telur það koma skýrt fram í áliti auðlindanefndar að útboð sé eðlilegasta aðferðin til að útdeila tak- mörkuðum gæðum í þjóðareigu, svo sem nýtingu náttúruauðlinda. Með því tekur nefndin undir ráðandi sjón- armið í þeim ríkjum, sem hafa lengsta hefð fyrir lýðræði, mannréttindum og markaðsbúskap, eins og m.a. hefur komið fram í nýafstöðnum útboðum á farsímarásum í grannlöndum okkar." Markús sagði að skýrslan væri að mörgu leyti merkilegt plagg og í henni kæmi fram grundvallarafstaða sem félli hópnum mjög vel í geð. Eðli- legt væri að taka gjald fyrir auðlindir, eðlilegt væri að bjóða þær út og rétt væri að veita stjórnmálamönnum ekki endalaust svigrúm heldur bæri að binda svona hluti í stjórnarskrá. „Útboðsleiðin er búin að fá heilbrigð- isvottorð frá þeim sem um þetta fjöll- uðu," sagði Markús. Hópurinn ályktar að til lengri tíma tryggi útboðsleiðin jafnan rétt allra til að nýta auðlindirnar, lág- markshættu á spillingu og ójöfnuði við úthlutun, sanngjarna greiðslu þjóðarinnar sem sé eigandinn og rétt þeirra sem vilja nýta auðlindirnar, þar sem þeim verði aldrei gert að greiða meira fyrir afnotin en þeir telja sér hagkvæmt á hverjum tíma. „Fyrningarleiðin, sem auðlindanefnd bendir á, veitir auk þess færi á sann- gjarnri aðlögun fyrir útgerðina, ekki hvað síst fyrir þá útgerðarmenn sem hafa þurft að kaupa kvóta af þeim Dómur Héraðsdóms í máli vegna Blönduvirkjunar Líklegt er að Lands- virkjun- afryi FORSTJÓRA Landsvirkjun- ar sýnist blasa við að áfrýjað verði til Hæstaréttar niður- stöðu Héraðsdóms Reykja- víkur um rétt íslenska ríkis- ins til að krefja Landsvirkjun um endurgjald vegna virkjun- arréttinda í Blöndu fyrir al- mennings- og Eyvindarstaða- heiðar. Friðrik Sophusson, for- stjóri Landsvirkjunar, segir að forsendur héraðsdómsins séu svo veikar að full ástæða sé að áfrýja dómnum og fá niðurstöðu Hæstaréttar í þessu máli. Formleg ákvörðun um áfrýjun verður hins vegar tekin innan tíðar. „Hér er um grundvallar- atriði að ræða," sagði Friðrik. Morgunblaðið/Sverrir Vilhelmsson Markús Möller og Guðmundur G. Þórarinsson kynna ályktun Áhugahóps um auðlindir í almannaþágu. sem áður höfðu ókeypis fengið sam- eign þjóðarinnar til afnota," segir m.a. í ályktuninni. Veiðigjaldsleiðin meingölluð Hópurinn bendir á, að auðlinda- nefnd víki frá grundvallarreglum, þegar komi að fiskistofnunum, mikil- vægustu náttúruauðlind þjóðarinnar, með því að bjóða upp á veiðigjaldsleið við hliðina á hinni almennu útboðs- leið, fyrningarleiðinni. Sú veiði- gjaldsleið, sem auðlindanefnd lýsi, sé meingölluð, meðal annars vegna þess að hún bindi augljóslega ekki enda á deilur, heldur kalli á endalausa togst- reitu um fjárhæðir og gjaldprósent- ur, með tilheyrandi óvissu fyrir út- gerðir og almenning. Hún viðhaldi misrétti og forréttindum, torveldi áfram aðgengi nýliða að sjávarútvegi og bjóði heim spillingu og fyrir- greiðslu, þar sem makk milli stjórn- málamanna og voldugra hagsmuna- aðila komi í stað þess að nota sjálívirka farvegi markaðarins. „Fyrningarleiðin er markaðsleið og þar með í takt við alla plmenna fram- þróun í þjóðlífi og viðskiptum. Gjald- tökuleiðin er í stíl löngu úreltra vinnubragða, í ætt við skömmtunar- kerfi og verðlagseftirlit." Markús sagði að kalla mætti veiði- gjaldsleiðina grátkórsleið. Á fimm ára fresti þyrfti að semja um það hvort útgerðin hefði efni á að borga þetta eða hitt. Þetta væri afturhvarf til gömlu tímanna, þegar samið hefði verið um gengið. Með þessu fyrir- komulagi yrði samið um veiðigjald í staðinn. í ályktuninni kemur jafnframt fram að nú reyni á hvort ríkisstjórnin leggi meiri áherslu á velferð þröngs hóps fyrirtækja og flokksgæðinga eða hagsmuni alls almennings í land- inu, hvort hún vilji ríghalda í úrelta, opinbera forsjá eða beita markaðs- lausnum. Skuldasöfnun Markús sagði að ekki ætti að niður- greiða atvinnugreinar og ef málið snerist um hvort útgerðin borgaði um þriðjung af ríkiskostnaði við sjávar- útveg hefði verið hægt að loka því fyr- ir mörgum árum. Hann sagði að ann- að orð yfir veiðigjaldsleiðina gæti verið skuldasöfnunarleið, því að skuldir útgerðarinnar myndu aukast verulega frá því sem nú er, jafnvel allt upp í 300 milljarða króna innan skamms. „Ég hef ekki enn séð skýr °g óyggjandi rök fyrir því hvers vegna þarf að taka veiðigjald," sagði hann um skýrsluna og bætti við að þau vinnubrögð auðlindanefhdar að kalla til sérfræðinga væru til fyrir- myndar. Utanríkisráðherra um tæpt kjör Nor- egs í Öryggisráð SÞ Kostnaður vegna bar- áttunnar veldur áhyggjum HALLDOR Ásgrimsson utan- ríkisráðherra fagnar inngöngu Norðmanna í Öryggisráð Sam- einuðu þjóðanna en eftir at- kvæðagreiðslu í fyrradag komst Noregur inn í fjórðu tilraun eft- ir baráttu við ítali um annað tveggja sæta Vesturlanda í ráð- inu. Irland komst inn í fyrstu umferð atkvæðagreiðslunnar. Norðmenn munu sitja í ráðinu til 2002 og árið 2004 verður kos- ið um inngöngu Dana. Ráðgert er að ísland sitji í Öryggisráðinu árin 2009 og 2010 eftir kosningu árið 2008, samkvæmt samkomulagi milli Norðurlandanna. Þetta gæti þó breyst gangi þau áform eftir að fjölga fastafulltrúum í ráðinu. Halldór sagðist í samtali við Morgunblaðið hafa vitað af því að kjör Norðmanna yrði tæpt. Hann hefði skynjað það í símtali við Thorbjörn Jagland, utanrík- isráðherra Noregs, um síðustu helgi. Breyta þarf fyrirkomulaginu „Þetta hefur verið mjög hörð barátta, og harðari en oftast áð- ur. Hér er um norrænt framboð að ræða og þess vegna höfum við íslendingar stutt það með ráðum og dáð. Við erum að sjálfsögðu afskaplega ánægðir með þessa niðurstöðu. Það sem vekur hins vegar áhyggjur inn í framtíðina, með tilliti til okkar framboðs síðar, er hvað þessi barátta hefur kostað mikla fjár- muni. Ég tek undir með þeim sem hafa rætt þessi mál að nást þurfi samkomulag um breytt fyrirkomulag. Norðurlöndin munu þurfa að hafa sig öll við til að halda sinni stöðu," sagði Halldór. Hann benti á að framboð ít- ala hefði komið seint inn í um- ræðuna. Þeir hefðu falast eftir stuðningi Islands en ekki fengið þar sem búið var að heita Ir- landi og Noregi stuðningi. Kalkþörungar f Arnarfirði Þörf á frekari rann- sóknum á sýnum FYRSTU niðurstöður rannsókna á kalkþörungum á botni Arnarfjarð- ar benda til þess að magn kalkþör- unga í setlögunum, sem borað var í, sé ekki nægjanlegt til hráefnis- vinnslu. Atvinnuþróunarfélag Vestfjarða stóð að rannsóknunum og sagði Aðalsteinn Óskarsson, framkvæmdastjóri félagsins, við Morgunblaðið að þessar bráðabirgðaniðurstöður væru viss vonbrigði en málinu yrði haldið áfram með frekari rannsóknum á sýnunum sem tekin voru í sumar í firðinum. Finna þarf út hvaða svæði í Arnarfirði, sem könnuð voru, gefa best af sér. Reiknað er með frekari niðurstöðum eftir u.þ.b. mánuð. Vegna rannsóknanna hefur fé- lagið átt samstarf við þörunga- verksmiðju á írlandi, ekki í Skot- landi eins og ranghermt var í Morgunblaðinu í síðustu viku. Fulltrúi frá fyrirtækinu var stadd- ur hér á landi um helgina og kynnti sér aðstæður í Arnarfirði og fyrstu niðurstöður rannsókna. Hann átti einnig fundi með Út- flutningsráði og Fjárfestingastof- unni. „Hann sagði að við værum á réttri leið og stæðum rétt að mál- um, en kanna þyrfti sýnin betur áður en kæmi til einhverra fram- kvæmda. Ef sýnin gefa betri nið- urstöðu hafa Irar fullan hug á að taka þátt í stofnun verksmiðju á komandi árum. Þeir eiga í viðræð- um við mögulega kaupendur hrá- efnis í Bandaríkjunum og ef það gengur upp þurfa þeir meira hrá- efni til vinnslu. Af þeim sökum eru þeir að leita í kringum sig. Þrátt fyrir þessar fyrstu niðurstöður okkar sýna þeir málinu enn mikinn áhuga," sagði Aðalsteinn. Renndu blint í sjóinn Hann sagði ennfremur að At- vinnuþróunarfélagið hefði rennt blint í sjóinn með þessar rann- sóknir í sumar. Ekki hefði áður verið borað niður í hafsbotn, til að rannsaka þörungasetlagið, heldur aðeins tekið efsta lagið. Slíkar rannsóknir hefðu bæði farið fram áður í Arnarfirði og á Húnaflóa, og gefið jákvæðar vísbendingar. Bankastjóri Landsbankans Osanngjörn gagnrýni HALLDÖR J. Kristjánsson, banka- stjóri Landsbankans, segist í samtali við Morgunblaðið ekki skilja þá gagn- rýni sem stjórnarformaður Byggð- astofnunar, Kristinn H. Gunnarsson, setti fram nýlega á fundi með verk- fræðingum þess efnis að bankarnir sýndu landsbyggðinni áhugaleysi þegar kæmi að fjárfestingum þar og viðskiptum við fyrirtæki. Bankarnir fjárfestu t.d. frekar í hátækni á höf- uðborgarsvæðinu og í útlöndum. Halldór segir þessa gagnrýni Krist- ins ósanngjarna hvað Landsbankann snertir. Halldór segist vilja ítreka það sem áður hafi komið fram frá bankanum að útlánsákvarðanir lúti sömu reglum faglega, óháð búsetu og lögheimili fyrirtækja og annarra viðskiptavina. Hann bendir á að útlán Lands- bankans á Vesturlandi og Vestfjörð- um séu mun hærri en innlán, eða um 8 milljarða útlán á móti 6,5 milljarða innlánum. Nettófjármagnsstreymi til uppbyggingar á þessum svæðum sé því 1,5 milljarðar. „Þessar tölur tala sínu máli og sýna að engin mismunun eða skortur á áhuga er á landsbyggð- inni í Landsbankanum. Mér finnst þessi gagnrýni Kristins því ósann- gjörn í okkar garð," segir Halldór. Varðandi fjárfestingu Lands- bankans í London bendir Halldór á að bandaríski bankinn, First Union, hafi staðið fyrir þeirri eiginfjáraukn- ingu sem þörf var á vegna kaupanna í London, sú aðgerð sé hins vegar já- kvæð fyrir alla viðskiptavini Lands bankans, einnig á landsbyggðinni. „Fjárfestingar í nýrri tækni eru af- ar mikilvægar fyrir Landsbankann til að geta aukið sjálfvirkni og nýta fjarskipti, svo veita megi öllum við- skiptavinum bankans betri þjónustu, ekki síst þeim sem búa fjarri útibúum bankans. Aukin tæknivæðing í fjár- málastarfsemi hefur jákvæð áhrif fyrir þjónustustig bankans um allt land. Eg skil í raun alls ekki þennan þátt í gagnrýni Kristins," segh- Hall- dór.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.