Morgunblaðið - 12.10.2000, Blaðsíða 63

Morgunblaðið - 12.10.2000, Blaðsíða 63
MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR FIMMTUDAGUR 12. OKTÓBER 2000 63 Snorri Ingimars- son ráðinn til UVS DR. SNORRI Ingimarsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri lækningasviðs líftæknifyrirtækis- ins Urðar, Verðandi, Skuldar ehf. Sem framkvæmdastjóri mun Snorri meðal annars leiða sam- skipti fyrirtækisins við samstarfs- lækna þess og heilbrigðisstofnanir. Snorri lauk læknanámi frá læknaháskólanum í Stokkhólmi, Karolinska Institutet, árið 1976 og framhaldsnámi í krabbameins- lækningum við Radiumhemmet, Karonliska-sjúkrahúsinu í Stokk- hólmi og við Karolinska Institutet árið 1982 og hlaut sérfræðiviður- kenningu í Svíþjóð og á Islandi sama ár. Snorri varði doktorsrit- gerð sína við Karolinska Institutet í Stokkhólmi árið 1980 og varð dós- ent við sömu stofnun 1984. Snorri starfaði sem sérfræðing- ur í krabbameinslækningum við Landspítalann 1982-1984. Hann starfaði sem sérfræðingur við Krabbameinsskrána í hlutastarfi 1982-1984, þar af sem staðgengill yfirlæknis um 6 mánaða skeið. Snorri var forstjóri Krabba- meinsfélags íslands 1984-1988 og sérfræðingur og yfirlæknir við Heilsuhæli NLFI 1988-1991. Snorri hefur starfað við geðdeild Landspítalans frá 1991 og hlaut sérfræðiviðurkenningu í geðlækn- ingum á íslandi 1994 og í Svíþjóð 1995 og hefur jafnframt rekið eigin lækningastofu. Snorri var í vinnu- hópi 1987-1988 við gerð krabba- meinsáætlunar Norrænu ráðherra- nefndarinnar og sat í fram- kvæmdastjórn verkefnisins frá upphafi árið 1989 og var formaður stjórnar árin 1991-1998. Hann hef- ur verið fulltrúi íslands á fjölmörg- um vinnufundum um krabbameins- mál á vegum Alþjóðaheilbrigðis- stofnunarinnar (WHO) á undanförnum árum. Snorri var einn af stofnendum The European Assoeiation for Cancer Education árið 1987 og fyrsti forseti samtakanna. Hann sat í ritnefnd International Journal of Cancer Education 1987-1988. Rannsóknastörf Snorra hafa flest verið á sviði krabbameins; grunni'annsóknir, klínískar og faraldursfræðilegar rannsóknir. Síðari ár hefur rannsóknasviðið verið tengsl geðsjúkdóma og krabbameins og rannsóknir á heilsutengdum lífsgæðum sjúkl- inga. Snorri er höfundur eða meðhöfundur rúmlega 60 vísinda- greina, útdrátta og bókakafla í er- lendum og innlendum ritum og bókum og hefur haldið fjölda fag- fyrirlestra á íslandi, austan hafs og vestan, auk kynningar- og fræðslu- efnis um krabbamein fyrir almenn- ing á íslandi í blöðum, útvarpi og sjónvarpi. Fræðslufundir Lækna- félags Reykjavíkur Offíta og ráð til megrunar LÆKNAFÉLAG Reykjavíkur gengst fyrir fræðslufundum fyrir almenning. Fundirnir eru þannig skipulagð- ir að sérfræðingur heldur erindi um ákveðið heilsufarsvandamál og síðan er góður tími til fyrirspurna og umræðna. Fyrirhugað er að halda fundi reglulega tvisvar í mánuði í vetur. Þetta fræðslustarf er í samvinnu við Fræðslustofnun lækna. Fundirnir verða á fímmtu- dagskvöldum kl. 20.30, að jafnaði tveir í mánuði, og fara fram í hús- næði læknasamtakanna á 5. hæð, Hlíðasmára 8 í Kópavogi. Aðgang- ur er ókeypis og allir velkomnir. Fyi'sti fundurinn er í kvöld, fimmtudaginn 12. október, og fjall- ar um offitu og ráð til megrunar. Gunnar Valtýsson, sérfræðingur í lyflækningum, innkirtla- og efna- skiptasjúkdómum, sér um fræðsl- una. Næsti fyrirlestur verður 26. október og heitir: Reykingar. Viltu hafa blóð eða kalkhröngl í þínum æðum? Stefán Einar Matthíasson æðaskurðlæknir sér um fræðsluna. A dagskránni í vetur verða m.a. er- indi um geðræn vandamál hjá öldr- uðum, matarsýkingar.vefjagikt og síþreytu, nýjungar í augnskurð- lækningum, atvinnusjúkdóma og nýjungar í baráttunni við brjósta- krabbamein. Lýst eftir vitnum LÖGREGLAN í Reykjavík lýsir eft- ir vitnum að umferðaróhappi sem varð á gatnamótum Suðurlands- brautar og Faxafens hinn 7. október kl.10.55. Þarna varð árekstur milli rauðrar Daihatsu Cuore bifreiðar sem ekið var austur Suðurlandsbraut og rauðrar Nissan Pathfinder bifreiðar sem ekið var norður Faxafen. Agreiningur er um stöðu umferð- arljósa er óhappið varð. Þeir sem upplýsingar kynnu að geta veitt um mál þetta eru vinsamlega beðnir um að hafa samband við lögregluna í Reykjavík. Renoull logunci MH Nýskr. 11.1999, 2000 cc vél, 5 dyra, sjálfskiptur, grænn, k ekinn 9 þ. Verð 1.830 þ. Grjóthálsi 1 Sími 575 1230/00 Ráðinn fram- kvæmdastjóri fj ármáladeildar RÚV BJÖRN Bjarnason, menntamála- ráðherra, hefur ákveðið að veita Guðmundi Gylfa Guðmundssyni, hagfræðingi, stöðu framkvæmda- stjóra fjármáladeildar Ríkisútvarps- ins. Með auglýsingu menntamálaráðu- neytisins, dags. 23. ágúst sl., var staða framkvæmdastjóra fjármála- deildar Ríkisútvarpsins auglýst laus til umsóknar. Umsóknarfrestur um stöðuna rann út hinn 11. september sl. og voru alls 6 umsækjendur. Auk Guð- mundar sóttu um stöðuna Guðmar E. Magnússon, Haraldur Jónasson, Hólmfríður Árnadóttir, Ófeigur Hjaltested og Sigurður H. Helgason. Eftir lok umsóknarfrests óskaði menntamálaráðherra eftir umsögn og tillögum útvarpsstjóra og út- varpsráðs um veitingu stöðunnar, í samræmi við lög nr. 122/2000 um Ríkisútvarpið. í umsögn og tillögu Markúsar Arnar Antonssonar útvarpsstjóra og meirihluta útvarpsráðs, var lagt til að Guðmundi Gylfa Gumundssyni yrði veitt staðan og ákvað mennta- málaráðheira að verða við þeirri til- lögu. Handl laugartæki iGrohe-vatn.og vellíöanl i l Grohe h með ker r , andlaúgartækin eru amic blöndunarhylki 1 OPIÐ ÖLL KVÖLD TIL KL. 21 > 11 METRO Skeifan 7 • Simi 525 0800 KOSTABOÐ Allt oð Friform afsláttur Fagleg rábgjöf Fullkomin tölvuteiknun Fyrsta flokks hönnunarvinna HÁTÚNI6A (1 húsn. Fðnix) SlMI: 552 4420 Eg get huggað mig við það „Sonur minn var að fara í skurðaðgerð og ég er í öngum mínum. Ég get huggað mig við að svæfingarlyfin verka strax og að hann finnur ekki til á meðan aðgerðin fer fram. En sú blessun að hann getur sofið á meðan.“ Lyf skipta sköpum! Samtök verslunarinnar, sími: 588 8910 Fræðsluhópur lyfjafyrirtækja Austurbakki hf. • Delta hf. • Farmasía ehf. • Glaxo Wellcome ehf. • Gróco ehf. • ísfarm ehf • Lyfjaverslun fslands hf. Medico ehf. • NM Pharma ehf. • Omega Farma ehf. • Pharmaco hf. • Thorarensen Lyf ehf. EFLIR / HNOTSKÓGUR LF 307-00
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.