Morgunblaðið - 12.10.2000, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 12.10.2000, Blaðsíða 6
6 FIMMTUDAGUR 12. OKTÓBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR 500 manns hið minnsta myndu starfa við byggingu 3. áfanga álverksmiðju Norðuráls á Gremdartanga A sjötta hundr- að myndu starfa í álverinu eftir stækkun Forsvarsmenn Norðuráls hf. hafa farið þess bréflega á leit við íslensk stjórnvöld að mega auka mjög verulega framleiðslugetu álverksmiðjunriar á Grundartanga. Björn Ingi Hrafnsson kynnti sér áform fyrirtæk- isins um risavaxið álver með allt að 300 þús- _____und tonna framleiðslugetu á ári._____ Ljósmynd/Emil t>ór Framkvæmdir standa nú yfir við stækkun álversins á Grundartanga úr 60.000 í 90.000 tonna ársframleiðslu. MORGUNBLAÐIÐ fékk þetta stað- fest hjá öllum aðilum málsins í gær, en gangi stækkunarhugmyndir Norð- uráls að fullu eftir er um að ræða fimmföldun á núverandi framleiðslu- getu fyrirtæMsins, eða 300 þúsund tonn á ári í stað 60 þúsund tonna nú. Gert er ráð fyrir að slík stækkun skapi 250-350 ný störf og hið minnsta 500 manns komi að byggingarfram- kvæmdum. Framkvæmdir standa nú yfir við stækkun álverksmiðjunnar á Grund- artanga og verður framleiðslugeta hennar 90 þúsund tonn á ári eftir breytinguna, en gert er ráð fyrir að starfsemi í stækkuðu álveri getí hafist af fullum kraftí næsta vor. Bygginga- framkvæmdum vegna stækkunarinn- ar lýkur væntanlega um næstu ára- mót, en gert er ráð fyrir að um 50 starfsmenn verði ráðnir til álversins vegna breytínganna. Fyrir starfa um 170 starfsmenn í álverinu á Grundar- tanga. Áhugi á stækkun hefur legið fyrir Ahugi forsvarsmanna Norðuráls á umtalsverðri stækkun álversins hefur legið fyrir í nokkurn tíma og í febr- úarmánuði 1996 samþykkti Skipu- lagsstjóri ríkisins mat á umhverfis- áhrifum 180 þúsund tonna álsvers. Þriðji byggingaráfangi hefur þannig gert ráð fyrir að ráðist verði í bygg- ingu 90 þúsund tonna kerskála við hlið þess sem fyrir er. Forsvarsmenn Norðuráls hafa hins vegar áformað að ráðast strax í byggingu 150 þúsund tonna stækkunar, þannig að heildar- stærð álversins verði 240 þúsund tonn. Með nýrri tækni, þar á meðal betri nýtingu á kerum, eru síðan áform uppi um að ná framleiðslu- aukningu tíl viðbótar upp á 60 þúsund tonn, svo heildarframleiðslugetan verði 300 þúsund tonn. Til samanburðar er álframleiðsla ísals í Straumsvfk, stærsta iðnfyrir- tækis landsins, riflega 160 þúsund tonn á ári. Þar sem: leyfi Skipulagsstjóra hljóðar „aðeins" upp á 180 þúsund tonn er hins vegar ljóst að 150 þúsund tonna stækkun þyrfti að gangast und- ir mat á umhverfisáhrifum. Rekið með hagnaði frá í fyrravor Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðsMptaráðherra, staðfesti við Morgunblaðið í gær að Norðurál hefði komið á framfæri ósk um stækkun við íslensk stjórnvöld. „Það hefur borist formleg beiðni um stækkun álversins," sagði Val- gerður. „Það kom í sjálfu sér ekki á óvart, enda gáfu Norðurálsmenn þetta í skyn þegar ráðist var í núver- andi áfanga. En þetta myndi þýða verulega stækkun, það er óhætt að segja." Ráðherra vildi ekkert frekar ræða þessi mál, en sagði að fundað yrði með Norðuráli og Landsvirkjun á næstu dögum. Þegar hefur einn fundur farið fram vegna þessa máls, þar sem for- svarsmenn Norðuráls skýrðu sín sjónarmið, en eins og fram kom í Morgunblaðinu í fyrra mánuði hefur fyrirtækið verið rekið með hagnaði frá því það komst í fullan gang í fyrra- vor. „Það er mjög jákvæð niðurstaða miðað við 60.000 tonna framleiðslu- getu og þá möguleika sem felast í stækkun álversins. Við erum því fullir bjartsýni," sagði Ragnar Guðmunds- son, framkvæmdastjóri fjármála- og stjórnunarsviðs Norðuráls. Friðrik Sophusson, forstjóri Landsvirkjunar, staðfesti að fulltrúar Norðuráls hefðu verið í sambandi við Landsvirkjun vegna þessa máls. „Norðurál hefur óskað eftir form- :itti eyraj a Súfístanum fimmtudagskvöld 12. október kl. 20 menntakvöld II Gunter Grass: Blikktromman Erlend Loe: Ofumæfur Milan Kundera: Fáfræðin Aleksis Kivi: Sjö bræður Mál og menning malogmenning.is legum viðræðum um stækkun ál- verksmiðju fyrirtækisins á næstu ár- um," sagði hann. „Fulltrúar fyrirtækjanna munu hittast í næstu viku til þess að fara yfir þessi mál tæknilega og skoða þá möguleika sem eru í stöðunni." Friðrik bendir á að framkvæmdir standi nú yfir við Vatnsfellsvirkjun og þeim Ijúki á næsta ári, en þeirri virkj- un er ætlað að mæta aukinni raforku- þörf Norðuráls vegna stækkunar ál- versins upp í 90 þúsund tonn. „Það er alveg Uóst að frekari orku er ekki hægt að selja fyrirtækinu án þess að byggja tO þess sérstakar virkjanir. Það eru einmitt slík atriði sem ræða þarf við fulltrúa Norðuráls. Við verðum jafnframt að hafa í huga, að Landsvirkjun hefur átt í viðræðum við hóp fjárfesta í Reyðaráli um möguleika á orkukaupum fyrir gríð- arstóra verksmiðju. Það er bráðnauð- synlegt að líta á þessi mál í samhengi, verði í þau ráðist," sagði Friðrik. Tómas M. Sigurðsson, fram- kvæmdastjóri tækni- og umhverfis- sviðs Norðuráls, segir fulla alvöru á bak við stækkunaráformin. „Við höfum mikinn áhuga á þessu verkefni og teljum að byggingartím- inn gæti verið 20-24 mánuðir." Tómas telur Ijóst að svo stór fram- kvæmd komi sér vel fyrir íslenskt efnahagslíf og hann telur ekM að áform Norðuráls muni raska fyrirætl- unum Reyðaráls um álver í Reyðar- fírði. „Framkvæmdir þeirra, verði af þeim, fara ekM af stað fyrr en eftir nokkur ár. Ég tel að framkvæmdir við stækkun verksmiðju okkar gætu þess vegna komið þarna á milli og haldið þannig ákveðnu jafnvægi á markaðn- um, öllum til hagsbóta," sagði hann. Að sögn Tómasar má gera ráð fyrir að a.m.k. 500 manns muni fá störf við byggingarframkvæmdir á Grundar- tanga vegna stækkunarinnar, en nú þegar starfi um eitt hundrað iðnaðar- menn á svæðinu vegna yfirstandandi stækkunar. Hann segir jafnframt ljóst að margfalda þyrfti starfs- mannafjölda álverksmiðjunnar tíl lengri tíma litið. 250 til 350 ný störf myndu þannig bætast við og alls myndu því vel á sjötta hundrað manns vinna í verksmiðjunni þegar upp er staðið. Þyrla sótti slas- aðan dreng ÞYRLA landhelgisgæslunnar TF- SIF sótti í gær þriggja ára gamlan dreng til Stykkishólms og flutti á Landsspítala - háskólasjúkrahús í Fossvogi í Reykjavík. Drengurinn var með alvarlega höfuðáverka og fór beint í aðgerð. Hann var við leik í leikskólanum í Stykkishólmi þegar hann féll á höfuðið með fyrrgreindum afleið- ingum. Leikskólinn er í sama húsi og St. Fransiskusspítalinn og Heilsugæslustöð Stykkishólms og komst drengurinn því fljótt undir læknishendur. Ákveðið var að flytja drenginn á spítala í Reykjavík og var óskað eftir sjúkraflugvél um kl. 14. Þyrlan var komin í Stykkishólm um klukkutíma síðar og lenti með drenginn í Reykjavík um kl. 16. Þegar beiðni kom um sjúkraflug hafði stjórnstöð Landhelgisgæsl- unnar þegar hafið undirbúning að leit á sjó með TF-SIF en bátur sem var á veiðum við Hópsnes hafði hætt sendingum í sjálfvirka til- kynningaskyldukerfið og ekM náð- ist samband við bátinn með öðrum hætti. Ákveðið var að Fokker-flug- vél Landhelgisgæslunnar leitaði bátsins en TF-SIF hélt áleiðis til Stykkishólms. Stuttu síðar kom í ljós að báturinn hafði af einhverjum orsökum hætt að senda frá sér boð til tilkynningaskyldunnar en að öðru leyti amaði ekkert að um borð. Þegar beiðni um sjúkraflug barst var sjúkraflugvél til reiðu í Reykja- vík en þar sem flugmenn voru ekki tiltækir á þeirri stundu var ákveðið að TF-SIF færi í sjúkraflugið. Páll Magnússon hættir á Stöð 2 og Bylgjunni Tekur við fram- kvæmdastjórn hjá IE Laugavegi 18 • Sími 515 2500 • Síðumúla 7 • Sími 510 2500 PÁLL Magnússon hefur látið af störfum sem fréttastjóri Stöðvar 2 og Bylgjunnar og tekur innan tíðar við starfi framkvæmdastjóra samskipta- og upplýsingasviðs íslenskrar erfða- greiningar hf. og móðurfyrirtækis þess, deCODE genetics Inc. Páll seg- ir að það hafi verið ákveðið strax að hann hætti sem fréttastjóri þó svo að hann eigi eftir að vinna þar í eina til tværvikur. „Þetta er gert til að vernda trú- verðugleika Stöðvarinnar. Það er ekki við hæfi að menn gegni starfi fréttastjóra þegar viðkomandi hefur ákveðið að taka sér annað starf fyrir hendur," sagði Páll. Páll hóf störf sem fréttastjóri Stöðvar 2 við stofnun fyrirtældsins 1986. Frá 1991 til 1994 var Páll for- stjóri íslenska útvarpsfélagsins, 1995-1996 var hann í fyrirsvari þess að koma sjónvarpsstöðinni Sýn á laggirnar og tók að því búnu aftur við fréttastofunni og hefur verið frétta- stjóri síðan. Áður hafði Páll m.a. verið fréttamaður og aðstoðarfréttastjóri RfMssjónvarpsins. Hreggviður Jónsson, forstjóri ís- lenska útvarpsfélagsins, sagði að þeg- ar það lá fyrir að Páll hefði ákveðið að taka tilboði um nýtt starf hjá ís- lenskri erfðagreiningu hefði verið tekin sameiginleg ákvórðun um að hann hætti strax störfum hjá íslenska útvarpsfélaginu. Páll hafi fengið til- boð sem hann hafi ekM getað hafnað og enginn getað keppt við. „Við töldum að það gengi ekM að hafa fréttastjóra við störf þegar hann hefði ákveðið að vinna á öðrum vett- vangi og ætti hugsanlega að stýra hér málum sem geta komið upp á borð um þetta ákveðna fyrirtæki. íslensk erfðagreining hefur verið og er enn í mikilli fjölmiðlaumfjöllun og við vor- um sammála um að til að tryggja sjálfstæði fréttastofunnar væri aðeins um það eitt að ræða að hann hætti strax stjómun á fréttastofunni. Hann verður hins vegar hér áfram að yúka ákveðnum verkefnum, í það minnsta þessa og næstu viku," sagði Hregg- viður. Enginn sérstakur arftakiísigtinu Hann sagði að varafréttastjórarnir tveir, Sigmundur Ernir Rúnarsson og Karl Garðarsson, tækju við starfi Páls tímabundið. „Þetta er ákvörðun sem hefur borið mjög brátt og þess vegna báðum við várafréttastjórana að taka við stjórninni þar til við hefðum áttað okkur á málunum," sagði Hreggviður og bætti því við að engirin sérstakur arftaM Páls væri í sigtinu. EMd stæði heldur til að gera breytingar í fram- haldi af þessu innan fréttastofunnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.