Morgunblaðið - 12.10.2000, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 12.10.2000, Blaðsíða 18
18 FIMMTUDAGUR 12. OKTÓBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ LANDIÐ Morgunblaðið/BFH Böðvar og Björn í síðdegissólinni, Sellandafjall fylgist með verkinu. Einu sinni var Smári Mývatnssveit - Þeir Böðvar Jónsson á Gautlöndum og Björn Guðmunds- son í Hólabraut mættust í haustlit- unum sunnan undir Sandfelli, suður frá Stöng í Mývatnssveit, á leið sem liggur frá Stöng suður hjá Engidal í Bárðdælahreppi. Þeir hafa margs að minnast frá liðinni tíð þegar Björn var framkvæmdastjðri Rækt- unarsambandsins Smára og Böðvar stjórnarformaður. Smári var ræktunarsamband búnaðarféiaganna í Laxárdal, Reykjadal og Mývatnssveit, það var stofnað 1947 og var Pétur Jónsson í Reynihlíð fyrsti formaður þess. Fé- lagið eignaðist sína fyrstu jarðýtu 1949 og var hún af Cletrack-gerð. Smári var með allumsvifamikinn rekstur vinnuvéla, einkum á ár- unum 1965 tii '70. Björn Guðmundsson frá Arkarlæk í Skil- mannahreppi gekk til liðs við félag- ið 1955 er hann varð meðeigandi og framkvæmdastjóri fram til ársins 1971. Böðvar Jónsson var stjórnar- formaður á árunum 1960-71 þegar félagið var með sín stærstu verk- efni, nefnilega við byggingu Kísilið- junnar með jarðýtur og skurðgröfukrana. Félaginu var slit- ið 1988 og eignum skipt milli eig- enda. Ræktunarsamböndin komu með stðrvirkari vinnuvélar en áður höfðu þekkst, einkum til þurrkunar lands og túnvinnslu. Stærsta tún- verkefni rs. Smára var Hofsstaða- heiðin í Mývatnssveit þar sem brot- ið var mólendi uni 70 ha. Er enn að á lítilli ýtu Björn á Stöng, eins og hann var oft nefndur, mun hafa farið 15 ára að vinna á jarðvinnsluvélum hjá rs. Flóa og Skeiða. í dag, 54 árum síð- ar, er Björn enn að, með litla ýtu sem hann eignaðist 1979. Hann er í góðum félagsskap með Sigga á Stöng, Hlöðveri Pétri á Björgum og Marteini á Hálsi við að byggja upp góðan sumarveg suður móana í átt- ina að Stórási. Þeir vinna þannig að fyrst aka þeir mold í hjólförin, sem eru all- djúpur grafningur, og fylla þau næstum, síðan setrja þeir malarlag ofan á og er þá kominn góður veg- ur jafnhár mdlendinu og engin hætta á uppblæstri. Þetta er hið snyrtilegasta verk, sem þessara manna er von og vísa. Leiðin er mjög vel þess virði að bregða sér um sumardag, því víð- áttan er mikil og sjónarhornið sér- stakt. Smám saman reytist úr Fjall- vegasjóði til lagfæringa á slóðinni, langur vegur er þ<5 eftir. Mikil þörf er á að Fjallvegasjóður verði efldur til að geta annað brýnni þörf fyrir þokkalegar fjallaslóðir vfða um land. Utanvegaakstur myndi minnka verulega í dbyggðum ef grafningsslóðir væru víðar teknar og byggðar upp á sama hátt og hér hefur verið gert svo myndarlega. Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Horft af Hrísmýrarkletti yfir hið nýja hringtorg. Nýtt hringtorg á Suðurlandsvegi Selfossi - Unnið er við frágang á hringtorgi á Suðurlandsvegi vestan Selfoss skammt frá Biskups- tungnabraut. Af nýja hringtorginu verður unnt að aka inn í Ár- bæjarhverfi um Árbæjarveg annars vegar og hins vegar inn á Hrísmýri og að athafnasvæði Steypustöðvar Suðurlands og fleiri fyrirtækja. Hið nýja hringtorg mun hægja á um- ferð og auka öryggi vegfarenda. Það er verktakafyrirtæki Sigurðar Karlssonar, Verktækni á Selfossi, sem annast frágang hringtorgsins. Sýsluskrifstofan í Stykkishólmi í nýju húsi Stykkishóimi - Sýslumaður Snæfell- inga hefur flutt starfsemi sína í nýtt og glæsilegt hús í Stykkishólmi. Bygging hússins hefur gengið mjög vel. Fyrstu skóflustungu að húsinu tók Þorsteinn Pálsson, þáverandi dómsmálaráðherra, 28. janúar 1999. Samið var við Trésmíðaverkstæði Pálmars Einarssonar í Grundarfirði um byggingu hússins, en það fyrir- tæki átti lægsta tilboð í verkið. Byggingaframkvæmdir hófust á vor- mánuðum árið 1999 og nú er húsið tílbúið og starfsemin flutt inn. Húsið er teiknað á Teiknistofu arkitekta Gylfa Guðjónssonar og félaga. Húsið er á tveimur hæðum og alls um 789 fermetrar að stærð. Á efri hæð er skrifstofur sýslumannsembættisins, en á þeirri neðri lögreglustöð, bfla- geymslur og fangaklefar. Að sögn Olafs K. Ólafssonar sýslu- manns er um mikla breytingu að ræða fyrir starfsfólk og viðskipta- vini. Gamla sýsluskrifstofan á Aðal- götu 7 var löngu búin að sprengja ut- an af sér húsnæðið sem var mjög óhentugt, enda ekki ætlað til að hýsa skrifstofur. Það er gamalt íbúðarhús sem byggt hefur verið við. Þetta er í fyrsta skipti í langri sögu embættis- ins að byggt er hús sem eingöngu er ætlað að hýsa skrifstofu embættisins og lögreglu. Það var Framkvæmda- sýsla ríkisins sem hafði umsjón með framkvæmdum fyrir hönd ríkissjóðs og mæddi þar mest á Herði Krist- jánssyni. Bygging er falleg og setur svip á innkomuna í bæinn. Það vekur at- hygli að ekki var flutt inn í húsið fyrr en það var fullfrágengið bæði að inn- an og utan og er sá vinnumáti til fyr- irmyndar. Sýslumaður Snæfellinga er Olafur K. Ólafsson og hefur hann starfaðhérsíðanl992. Morgunblaðið/Gunnlaugur Arnason Starfsfólk sýslumannsins í Stykkishólmi stuttu eftir að búið var að flytja og koma sér fyrir í nýja húsnæðinu. Nýja sýsluskrifstofan í Stykkishólmi er áberandi og fallegt hús við inn- komuna í bæinn. Teiknistofa Gylfa Guðjónssonar teiknaði húsið. Ollum framkvæmdum var lokið áður en flutt var inn. Auk þess var gengið frá lóðinni með hellulögnum og gróðri. Klukkan á húsinu vekur athygli og hjálpar bæjarbúum að fylgjast með ti'manum. Morgunblaðið/Gunnar Hallsson Frá vígslu íþrótta- og æfingasvæðisins í Bolungarvík. Nýtt íþrótta- og æfínga- svæði vígt í Bolungarvík Bolungarvík - Nýtt íþrótta- og æf- ingasvæði var vígt í Bolungarvík sl. laugardag. Hið nýja íþróttasvæði, sem er rétt neðan við knattspyrnu- völl bæjarsins á Skeiði, mun breyta allri aðstöðu til alls konar íþróttaiðk- unar í Bolungarvík. Sóknarprestur Bolvíkinga, séra Agnes Sigurðar- dóttir, flutti blessunarorð og að því loknu afhjúpuðu nemendur í fyrsta bekk Grunnskóla Bolungarvíkur skjöld sem á er letrað: „Þetta íþróttasvæði var byggt á árunum 1996-2000 og vígt laugardaginn 30. september 2000. Knattspyrnuráð UMFB." Undirbúningur að gerð svæðisins hófst fyrir fjórum árum er Elísabet Gunnarsdóttir arkitekt var fengin til að teikna svæðið og vorið 1997 hóf- ust svo jarðvinnuframkvæmdir. Síð- ustu tvö ár hefur svo verið unnið við að tyrfa svæðið og voru félagar UMFB iðnir við að leggja til vinn- uframlag undir dyggri stjórn knatt- spyrnuráðs félagsins, sem staðið hefur fyrir þessum framkvæmdum. Framlag bæjarsjóðs Bolungarvík- ur til þessa verkefnis er 6,4 milljónir króna, en í ávarpi sem Élías Jóna- tansson, gjaldkeri knattspyrnuráðs, flutti af þessu tilefni kom fram að verk af þessari stærðargráðu hefði kostað á þriðja tug milljóna ef það hefði verið boðið út. Góðar gjafír bárust Magnús Ólafs Hanson, formaður knattspyrnuráðs UMFB, þakkaði þeim fjölmörgu einstaklingum og fyrirtækjum sem með einum eða öðrum hætti lögðu þessu verkefni lið og gat þess jafnframt að Sparisjóður Bolungarvíkur hefði nýlega ákveðið að gefa tvö pör af knattspyrnumörk- um fyrir yngri aldursflokka og eitt par af knattspyrnumörkum í fullri stærð til nota á hinu nýja íþrótta- svæði. Meðal þeirra sem ávörp fluttu við þetta tækifæri voru Helga Jónsdótt- ir, formaður Ungmennafélags Bol- ungarvíkur, Ólafur Kristjánsson bæjarstjóri og Kristinn H. Gunnars- son alþingismaður, en hann er fyrr- verandi formaður knattspyrnuráðs UMFB. Öllu ungu íþróttafólki sem við- statt var athöfnina var afhentur sér- stakur heiðurspeningur sem sleginn var af þessu tilefni og að lokum var efnt til grillveislu á hinu nýja íþróttasvæði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.