Morgunblaðið - 12.10.2000, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 12. OKTÓBER 2000 35
LISTIR
Feðgarnir og
frillustóðið
KVIKMYIVDIR
Háskólabíó
Atta og hálf kona
(8% WOMEN) ••
Leikstjóri og handritshöfundur
Peter Greenaway. Kvikmyndatök-
ustjóri Sacha Vierny. Aðal-
leikendur John Standing, Matthew
Delanere, Toni Collette, Vivian Wu,
Annie Shizuka Inoh, Barbara
Sarafian, Kirina Mano, Amanda
Plummer. Sýningartími 120 mín.
Bretland. Árgerð 2000.
KVIKMYNDAHATIÐ I REYKJAVIK
Kvikmyndagerðarmaðurinn Peter
Greenaway er jafnan öðruvísi, frum-
legur og óskammfeilinn. Ekki alltaf
skemmtilegur né viðráðanlegur,
hneykslar áhorfendur þegar best
lætur, þreytir þá úr hófí fram þegar
verst gengur. Sú varð afleiðingin í
sumar er 8 Vz kona var frumsýnd á
kvikmyndahátíðinni í Cannes. Þar
trylltist públikum undir sýningunni,
hellti ókvæðisorðum yfir kvik-
myndasmiðinn og strunsaði út að
hætti hússins. Þannig viðtökum er
Greenaway ekki óvanur. Myndir
hans njóta sjaldnar almenningshylli
en hitt. Eina undantekningin nánast
The Cook, The Thief, His Wife and
her Lover, frá 1989. Kolsvört gam-
anmynd, hnyttin og óforskömmuð,
með stórleikarana Michael Gambon
og Helen Mirren ógleymanleg í fylk-
ingarbrjósti úrvals listamanna.
Hefði Greenaway viljað almenn-
ingshylli, var um að gera að halda sig
á sömu braut. Hann hafði allt annað í
huga. Næsta mynd á eftir kasss-
stykkinu um kokkinn, var Prosperós
Books. Aldeilis hrútleiðinleg. Nú
siglir Greenaway e.k. ólgusjó um-
hverfis og persóna sem eru á mörk-
um skáldskapar og raunveruleika.
Innblásinn af einu meistaraverki
Fellini, 8 V2, rekur hann sögu feðga
sem eignast sitt eigið kvennabúr
með hálfri níundu konu. Það tryggir
ekki neina fullnægingu. Tilurð þess
er með þeim hætti að milljarðamær-
ingur (John Standing), missir konu
sína og lífsförunaut og tekur því
þunglega. Einkasonurinn (Matthew
Delamere), reynir að gleðja hann og
vekja aftur til lífsins. I því skyni fer
hann m.a. með karl á 8V2, e. Fellini,
til að kanna hvort kvennablómi ítal-
ans komi ekki blóðinu á hreyfingu.
Uppúr því fæðist hugmyndin að búr-
inu, sem þeir koma fyrir á herra-
garði við Genfarvatnið.
Kostir 8'/2 konu er kostulegur hug-
arheimur kvikmyndagerðarmanns-
ins, þeir afkimar eru engu líkir og
sjón sögu ríkari. Hugmyndaflugið er
takmarkalaust, atburðarás og upp-
ákomur harla óhefðbundnar. Gerir
grín að yfirburðum „sterkara kyns-
ins" svokallaða, dregur fram tak-
markanir okkar karla og tilfinninga-
legt helsi í samanburði við yfirburði
þess „veikara".
Kvennahópurinn er litskrúðugur,
þar sem rætast kynferðislegir
draumar karla um hið útvalda frillu-
stóð; þarna er mellan með gullhjart-
að, nunnan, hreina meyjan, osfrv.,
raunar virðist þó sem Greenaway sé
uppteknari af nekt karla. Útkoman
verður takmörkuð satíra, öllu frekar
kuldaleg og fráhrindandi tilrauna-
starfsemi sem finnur ekki tilgang
sinn.
Sæbjörn Valdimarsson
Trúarleg
rit
ÚT ERU komin tvö rit trúarlegs eðl-
is eftir Freddie Filmore í þýðingu
Sigrúnar Einarsdóttur er nefnast
Með auga tígursins og Þegar Guð
hrósar. Höfundurinn, Freddie Fil-
more Sr., er forstöðumaður
Freedom Ministries kirkjunnar í
Apopka í Flórídafylki í Bandaríkjun-
um. Hann hefur verið í þjónustu
kirkjunnar frá 1979 og forstöðumað-
ur frá 1983. Hann hefur þjónustað í
Bandaríkjunum, á íslandi, Englandi
og á Haiti. Frelsiskallið eru útvarps-
og sjónvarpsþættir sem sendir hafa
verið út í Bandaríkjunum og einnig á
sjónvarpsstöðinni Ömega á íslandi.
Ritin eru í heftuð í litlu broti, 16
bls., verð kr. 1.000 og 31 bls að stærð
verð kr. 1.200. ISBN-9979-60-574-X
og ISBN-9979-60-573-1. Prent-
vinnsla var í höndum Pennans. Ut-
sölustaðir eru í verslunum Pennans
og Bókabúð Kópavogs. Allur ágóði af
sölu rennur til líknarstarfa.
---------?-?-?--------
Síðasta sýning
á Panodil
fyrir tvo
SÍÐASTA sýning á gamanleikritinu
Panodil fyrir tvo sem sýnt er í Loft-
kastalanum verður laugardaginn 14.
októberkl.20.
Panodil fyrir tvo fjallar um tauga-
veiklaðan kvikmyndagagnrýnanda
(Jón Gnarr) sem stendur í skilnaði.
Hann sækir öll sín ráð um hvernig á
að umgangast konur í ímynduð sam-
töl við Humprey Bogart enda mikill
áhugamaður um kvikmyndir.
Leikendur eru Jón Gnarr, Katla
Margrét Þorgeirsdóttir, Þorsteinn
Guðmundsson, Ingibjörg Stefáns-
dóttir og Jón Atli Jónasson.
Helgarlilboð til
.ondon
19. október
kr. 24.900
Við höfum nú fengið viðbótarherbergi á Ambassador hótelinu í
Kensington á hreint frábærum kjörum. Þægilegt nýuppgert hótel
í hjarta borgarinnar, lítil herbergi, öll með baði, sjónvarpi og síma.
Rétt við Gloucester Road neðanjarðarstöðina. Morgunverður
innifalinn. Beint flug til London fimmtudaga og mánudaga í
október og nóvember.
Verð kr.
14.900
Flugsæti mánudaga til fimm-
tudags. Skattar kr. 3.790.-, ekki
innifaldir.
19.900
Verð kr.
Flugsæti, fimmtudaga til
mánudags.
Verð kr. 19.900 Skattar
kr. 3.790.-, ekki innifaldir.
Verð kr.
24.900
Flug og hótei í 4 nastur, helgar-
ferð 19. okt. Ferð fra fimmtudegi
til mánudags, Ambassador
hótelið, Kensington, m.v. 2 i
herbergi með morgunmat.
Skattar kr. 3.790.-, ekki inni-
faldir. Ferðir til og frá flugvelli,
kr. 1.600.-
Austurstræti 17, 2. hæð, sími 595 1000. www.heimsferdir.is
HEIMSFERÐIR
Fréttagetraun á Netinu
0mbLis
BOSS
HUGO BOSS
eterna
Benvenuto.
gardeur
strellson
BERTONI