Morgunblaðið - 12.10.2000, Blaðsíða 66

Morgunblaðið - 12.10.2000, Blaðsíða 66
66 FIMMTUDAGUR 12. OKTÓBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ I 5UPP05E THERE ARE TIME5 UUHEN YOU CANNOT IMA6INE TRVIN6 TO 60 THR0U6H LIFE WITHOUT ME.. ,ÆlX^_ BHfen&^ „^-^Cjj^ 1 \i^9 9/25/00 Ég geri ráð fyrir að stundum getir þú ekki hugsað þér lífið án mín.. Á hinn bóginn. Hvað er að því að lifa bara lífinu? BREF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 Gott og illt á víð og dreif Frá Alberti Jensen: ÞJÓÐFÉLAG okkar er þrátt fyrir smæðina stórt í sniðum og býður ótrúlega fjölskrúðugt lífsmynstur í leik og starfi. Þar bera hátt fjöl- margar söngskemmtanir, alskonar list- og leiksýningar. Arlegir hljóm- leikar í Skálholti eru þakkarverð sumargjöf góðs tónlistarfólks um leið og notið er hins merka staðar. Sinfóníuhljómsveit íslands, ótrúlega margir frábærir óperu- og dægur- lagasöngarar og leikarar. Mögnuð kóramenning, gróska í lagasmíðum, íslenski dansflokkurinn, fjöldi frá- bærra kvikmyndahúsa og veitinga- staða og stórkostlegar uppfærslur eins og þúsaldarkórinn og raddir Evrópu svo eitthvað sé nefnt sem er á háu plani og líklega á heimsmæli- kvarða. En það er líka boðið upp á að drepa tímann i stað þess að njóta hans. I þeim efnum er fjölbreytnin líka til staðar og á það fólk, sem nýt- ur þess að sjá umkomulausar útlend- ar stúlkur reyna að bjarga sér með því að stríplast utan í rörum, margra kosta völ. Ég tel mig hvorki betri né verri þó ég vorkenni þessum stúlk- um innilega og mér þykir leitt að til skuli vera íslendingar sem maka krókinn með þessum hætti. Hug- myndasnauðir kráeigendur sem bjástra við að græða á hinum lægri hvötum eru óvinir góðra gilda og þeirra betri maður fer í felur af skömm. Aukist hefur að huglaus III— menni á ýmsum aldri hópi sig saman til að fá útrás á óeðli sínu og lágkúru og berji fólk til óbóta. Ekki er illskan minni hjá eiturlyfjasölunum sem frá mínum bæjardyrum séð eru ekkert annað en ógnvekjandi skemmdar- vargar og morðingjar sem laumast um og byrla börnum og unglingum eitur. Og hætturnar eru víðar því á vegakerfi landsmanna er of mikið af ökuníðingum eða fólki sem skortir reynslu og ábyrgðartilfinningu. All- ir, líka þeir sem keyra með gætni og tillitssemi, mega þakka fyrir hvern dag sem þeir koma heilir heim því það er lífshættulegt að fara út á göt- urnar. Karlmenn fá bílpróf of ungir ef miðað er við að oflátungsháttur þeirra og skortur á ábyrgð er meiri en hjá konum því þeir eru lengur að verða fullorðnir. Líka er kennslu byrjenda t.d. hvað varðar malarvegi og ábyrgð mjög ábótavant. Víða í Dalasýslu hef ég séð ein- breiða vegi sem eru eins og úthugs- aðar dauðagildrur sem farendum er ómögulegt að varast. Á stórhættulegum vegi í Hvols- dalnum þrengdi jeppi smábíl út í skurð, slasaði fólk og hvarf í grjót- hríð. Virðingarleysi fyrir lífi og heilsu annarra er vissulega áhyggju- efni. Ræsi sem eru mjórri en vegirn- ir eru hrein skömm þeim sem málið varða og ættu fyrir löngu að vera horfin. Eitt slfkt er í Bröttubrekku og ótrúlegt að Vegagerðin skuli meta mannslíf svo lítils að láta slíkt á sér hvfla. Vont er þegar þekktir lögfræðing- ar og lærdómsmenn taka frjálsræðið fram yfir öryggi almennings. Ellefta ágúst, daginn eftir að Arnór Péturs- son skrifaði grein í Morgunblaðið og undraðist viðhorf Jóns Steinars Gunnlaugssonar í öryggismálum, skrifar lögmaðurinn eins konar svar sem er reiðiþrungið. Meðal annars greinir hann frá lífsskoðun sinni og litist mér hreint ekki á ef hann hefði yeruleg áhrif á lagasmíðar Alþingis. Ég hvet menn til að verða sér út um þessa grein en hún heitir: Farsæll leiðarvísir. Afl fyrir Austuriandi sýndi lands- mönnum svo ekki verður um villst, að hjá þeim helgar tilgangurinn meðalið. Ómerkilegum vinnubrögð- um hefur sjaldan verið hampað á svo óskammfeilinn hátt. Forysta virkj- unarsinna leggst svo lágt að fá hóp nytsamra sakleysingja til að gerast félagar í náttúruverndarsamtökum á fölskum forsendum. Gerir fólk sér ljóst hvað menn með slíkan hugsunarhátt væru hættuleg- ir ef þeir kæmust til valda í þjóðfé- iaginu? Þeir myndu með brögðum múlbinda alla sem ekki væru þeim sammála. Gera það bara á lýðræðis- legan hátt eins og í þessu tilviki. Löglegt en siðlaust. ALBERT JENSEN, fv. bygg- ingameistari, Háaleitisbraut 129, Reykjavík. Hreppurinn hans Eggerts Haukdal Frá Sigurði G. Marinóssyni: ÞAÐ HEFUR verið gaman að fylgj- ast með máli vinar míns, Eggerts Haukdal, fv. þingmanns. Margir góðir menn hafa komið að máli Egg- erts, góðir og gegnir hver á sínu sviði. Einn er þó, sem ekkert hefur verið fjallað um, en það er Guðbjörn Jónsson, núverandi formaður Landsambands íslenskra fiskiskipa- eigenda, LÍF, sem tók málefni Egg- erts í þau umskipti sem raun ber vitni. Vinir Eggerts fóru á fund Guð- björns í júní og báðu hann að fara yf- ir bókhaldslegan þátt málsins. Guð- björn tók bóninni vel og fékk undirritaður það hlutverk að boða Eggert til borgarinnar í júnímánuði sl. Guðbjörn vann verk sitt af stakri prýði og skilaði til Eggerts fullri greinargerð um málið átta dógum síðar. Guðbjörn sýndi og sagði þá strax að hreppurinn skuldaði Egg- erti en ekki Eggert hreppnum. Það að hafa haft sannleika og heiðarleika sem sinn lífsförunaut gerir Eggert að gæðamanni. Sú niðurstaða sem Hæstiréttur komst að gleður vini Eggerts Haukdal mjög, þó að þeir sem þekkja hann hvað best hafi allt- af vitað í hjarta sínu um sakleysi hans og aldrei efast. Hlutur Guð- björns Jónssonar, formanns LÍF, er ekki lítill í málinu, sem og annarra, og ég óska Eggerti Haukdal til ham- ingju með niðurstöðuna. SIGURÐUR G. MARINÓSSON, Selvogsbraut 37, Þorlákshöfn. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.