Morgunblaðið - 12.10.2000, Blaðsíða 72

Morgunblaðið - 12.10.2000, Blaðsíða 72
72 FIMMTUDAGUR 12. OKTÓBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ 4- FOLKI FRETTUM Draumur verdur að veruleika Madonna var minn sálfræðingur Madonnu-aðdáendur eiga vísan samastað í Galleríi Nema hvað?, Skólavörðustíg 22, nú um helgina því Hrund Jóhannesdóttir opnar þar tilbeiðsluhof til dýrðar einu mesta átrúnarðargoði sínu, f---------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------- Madonnu. Unnar Jónasson hitti hana í hofínu og hún sagði honum __________________frá gyðjunni í lífí sínu.__________________ „ÉG ÆTLA að breyta galleríinu í hof, alvöru Madonnu-hof. Eg þek alla veggina með veggmynda- og úr- klippu safninu mínu sem er ótrúlega^_ víðfeðmt. Hetjudýrkun Ég klippti út úr blöðum allar þær myndir sem ég komst yfir af Ma- donnu alveg frá því að hún byrjaði að koma fram á sjónarsviðið, svona í kringum 1983, og þangað til ég komst á gelgjuna um 1993 en þá hætti ég því f- þótti þetta ekki vera töff lengur. Það voru flestallir sem söfnuðu ein- hverju á þessum tíma, glansmyndum, sem'ettum eða einhverju svoleiðis en ég gat safnað átrúnaðargoðinu mínu og það var stór plús. Ég leitaði allra leiða til að verða mér úti um myndir af goðinu, skipti t.d. í gegnum Æsk- una og við vini og kunningja og fékk jafnvel lánaðar og ljósritaði þær myndir sem ég gat ekki eignast. Ég ætla að fylla galleríið af vegg- myndum. Svo verður líka hálfgert altari í horninu og á því verður biblía Táðdáendanna, ævisaga Madonnu. Þar tek ég líka flottustu myndina út úr og set hana fyrir ofan altarið og eins og í alvöruhofi mun hún eflaust tala til að- dáendanna. Ég verð líka með nokkur myndbönd með henni svo fólk geti Ifka virt hana fyrir sér „að verki". Síð- an verður náttúrlega líka tónlist en það er hún sem heldur þessu öllu saman. Fyrir mig er þetta draumur sem er í fyrsta sinn að verða að veru- leika því það var alltaf draumur minn þegar ég var unglingur að herbergið mitt væri algjörlega helgað Madonnu og núna er það loksins að rætast. Þegar ég var að grafa safnið upp úr kjallaranum gat ég ekki verið annað en stolt því það er svo ótrúlega stórt og svo mikill hluti af mér. Þetta var og er algjör hetjudýrkun. Það reddast allt Hrund segist samt aldrei hafa farið út í það að klæða sig eins og Madonna þótt margar stelpur hafi gert það á þessum tíma. „Ég upplifði til dæmis alltaf að hún væri að syngja tO mín í lögunum því mér leið nákvæmleg eins og hún var að lýsa í textunum," viðurkennir Hrund. „Textarnir voru allir svipaðir, allir um að þetta væri allt í lagi og myndi reddast að lokum. Því má eiginlega segja að fyrir mér hafi Madonna verið svona hálfgerður sálfræðingur. Hún hafði líka réttu framkomuna, gaf skít í reglur og predikaði að það væri töff að vera stelpa, sem var eitthvað sem allar unglingsstelpur þurfa að heyra. Svona dýrkun getur Iíka farið út í öfg- ar og er náttúrlega þegar maður h'tur Morgunblaðið/Ásdís Hrund Jdhannesddttir, Ma- donnu-aðdáandi númer eitt, inni í hofinu á Skólavörðustíg 22. til baka hjá sjálfum sér alveg stór- furðulegt fyrirbæri. Það að geta dýrkað einhverja lifandi manneskju svona mikið er alveg ótrúlegt. Þær öfgar sem maður þekkir hvað best eru til dæmis þegar fólk er að taka þátt í samkeppni um það hver er lík- ust Marilyn Monroe og þegar fólk fer að helga líf sitt annarri manneskju eins og t.d. Elvis Presley. Annars finnst mér allt í lagi að dýrka á meðan fólk er ekki skaða sjálft sig eða aðra með því t.d. að fara í lýtaaðgerðir eða Madonna eins og hún var þegar Hrund þótti hún ennþá töff. að þessi dýrkun verður að einhvers konar áráttu." Sýningin verður opnuð á föstudag- inn kl. 20 og þá verður heljarinnar stuð og tónlistin hennar Madonnu spiluð á fullu og boðið upp á þann drykk sem henni finnst bestur sam- kvæmt ævisögunni. Sýningin verður síðan opin alla helgina frá 14 til 18. Allir aðdáendur eru velkomnir og líka þeir sem eru forvitnir og vilja kynn- ast þessum trúarbrögðum betur. Galdrar framdir í Cafe 9 í Hafnarhúsinu Morgunblaðið/Unnar Jónasson Haraldur útskýrir fyrir áhorfendum tæknilegu hlið- ina á gjörningnum. Sjónarspil jim tungumál MIKLIR galdrar fdru fram síðastliðinn sunnudag í Listasafni Reykjavíkur, Hafnar- húsinu við Tryggvagötu. Þar var flutt dag- skráin IVCP og er hluti af Café 9 sem er al- þjóðleg samvinna menningarborganna 9. Það voru þrjár þeirra sem að stdðu að þess- ari dagskrá en þetta verkefni er skipulagt og stjdrnað af Haraldi Karlssyni í Reykja- vík, Juhany Raitanen í Helsinki og Guy van Belle í Brussel, auk aðstoðarmanna. Það voru heimatilbúin hljdðfæri í Reykjavík, Helsinki og Brussel sem voru notuð núna á sunnudaginn til að móta og bjaga myndir vOg hljdð og til þess voru notaðir mjög öflug- ¦*!é" mynd- og hljdðgerflar. í Reykjavík var það sjdnlistaþingmaðurinn Bjarni Þdrarins- son sem flutti gjörning þar sem hann kyrj- aði og fdr með vísur á sínu eigin tungumáli. Hann stýrði öllu sjdnarspilinu með hreyf- ingum súium en hann stdð á þrýstinæmri plötu og allt í kringum hann voru ljdsnæm- ar kandnur sem skynjuðu hreyfingar hans. Öllu þessu var svo varpað upp á vegg og -~*pa.r gátu áhorfendur notið sjdnarspilsins. Bjarni, eða Kokkur Kyrjan Kvæsir eins og hann vill Iáta kalla sig þegar hann fer í gjörningahaminn, sýnir hvað í honum býr. Bjarni stjdrnar myndinni fyrir aftan sig með þyngd sinni á pallin- um sem hann stendur á og eins með handahreyfingum. Listamennirnir. Morgunblaðið/Ásdís BUÐARGLUGGI í GLUGGUM Islandsbanka í Bankastræti stendur nú yfir sýn- ing á innsetningunni Búðargluggi. Höfundar eru myndlistarmenn- irnir Libia Pérez de Siles de Castro og Ólafur Arni Ólafsson. Sýningarrýmið er á vegum Sævars Karls. Sýningin hófs 30. september og stendur fram til 20. október. Hún er opin alla daga, allan sólarhringinn. List í búðarglugga. 1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.