Morgunblaðið - 12.10.2000, Side 2

Morgunblaðið - 12.10.2000, Side 2
2 FIMMTUDAGUR 12. OKTÓBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Ljósmynd/Gunnar Þór Hallgrímsson Fjallvákur á sveimi yfir Nauthólsvík SJALDGÆFUR ránfugl hefur gert sig heimakominn í Nauthóls- vík. Þegar fuglafræðingar frá Náttúrufræðistofnun skoðuðu | fuglinn siðastliðinn föstudag kom í ljós að þetta er ungur fjallvák- j ur. Fylgdust þeir með honum á músavciðum fram eftir degi. Ólíkt mörgum þeim flækings- ránfuglum sem sést hafa hér á landi hefur fuglinn haldið sig við Nauthólsvíkina það sem af er i þessari viku og hafa fuglaskoðar- ar fengið kjörið tækifæri til að skoða hann. Fjallvákurinn er talinn vera kominn frá Skandinavíu eins og flestir þeir sjaldgæfu fuglar sem sést hafa að undanförnu. Þeim sem hafa áhuga á að fylgjast með kornum sjaldgæfra fugla er bent á vikulegar fuglafréttir á heima- síðu Náttúrufræðistofnunar ís- lands, www.ni.is Ólafsfjörður Sekt ef börnin eru sótt of seint Ólafsfirði. Morgunblaðið. ÓLAFSF JARÐARBÆR ákvað á dögunum að sekta þá foreldra og/eða forráðamenn sem sækja börn eftir að um- sömdum vistunartíma á Leik- hólum lýkur. Sektin nemur 400 krónum í hvert sinn sem slíkt gerist og verður sektin innheimt með leikskólagjöldunum. Eitthvað mun hafa borið á því að for- eldrar sæki börnin of seint, þótt ekki sé það mjög áber- andi. Fyrstu innheimtuseðl- arnir með sektum fóru í dreif- ingu í vikunni. Samningaviðræður hafnar á milli grunnskólakennara og sveitarfélaga Krefjast hækkunar byrjun- arlauna úr 110 í 180 þúsund EIN meginkrafa grunnskólakennara í komandi kjarasamningum er að byrjunarlaun grunn- skólakennara hækki í 180 þúsund krónur á mánuði en skv. gildandi samningum hækka þau í 110 þúsund 1. desember nk. Kjarasamningar grunnskólakennara og sveitarfélaganna renna út um næstu áramót. Samninganefndir Félags grunnskólakennara og launanefndar sveitarfélaga komu saman til fyrsta samningafundarins vegna endurnýjunar kjarasamninga í gær. A fundinum lögðu samningsaðilar fram meg- ináherslur sínar og kröfur í kjaramálum. Sammála um að reyna að ljúka samningum fyrir áramót Guðrún Ebba Ólafsdóttir, formaður Félags grunnskólakennara, segir að í kröfugerð kenn- ara sé tekið mið af skoðanakönnun sem gerð var meðal kennara í mars sl. Stefnt er að því að halda samningafundi viku- lega á næstunni auk funda í smærri hópum. „Við leggjum áherslu á að koma okkur upp sameiginlegum markmiðum með gerð kjara- samningsins. Báðir hóparnir leggja áherslu á að samningsgerðinni verði lokið fyrir lok samn- ingstímabilsins um næstu áramót,“ sagði Guð- rún Ebba. Hún sagði að á næstu fundum myndu samn- ingsaðilar reyna að koma sér niður á sameigin- leg markmið í samningunum og einnig ætti að meta áhrif aðalnámskrár grunnskóla á starfs- umhverfi grunnskólakennara. Meðal annarra atriða í kröfugerð grunnskóla- kennara er áhersla á starf umsjónarkennara í skólum. „Umsjónarkennarar gegna lykilhlut- verki í starfi nemenda og er lögð mikil áhersla á gott samstarf á milli foreldra og umsjónar- kennara og að upplýsingastreymi til foreldra sé gott, því við vitum að gott samstarf á milli skóla og heimila getur verið lykillinn að farsælu starfi og skólagöngu nemenda," sagði hún. Atkvæðagreiðsla framhaldsskólakennara hafín Atkvæðagreiðsla meðal framhaldsskólakenn- ara og stjórnenda í framhaldsskólum um boðun verkfalls frá og með 7. nóvember hófst í gær. Kjörgögn hafa verið send trúnaðarmönnum sem eru umboðsmenn kjörstjórnar í hverjum skóla. 1.279 félagsmenn eru á kjörskrá. At- kvæðagreiðslan stendur yfir til 16. október. Stefnt er að því að talning atkvæða fari fram laugardaginn 21. október. Tónleikar í Kennedy Center New York. Morgunbladiö. SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT íslands var að koma sér fyrir á sviðinu í Kennedy Center í Washington til að æfa fyrir tónleika þar þegar mynd- in var tekin í gærkvöldi. Eggert Pálsson pákuleikari sést hér raða sleglum si'nuin og gera klárt fyrir átök kvöldsins. Valt ut í fjöru MAÐUR og kona sluppu ómeidd að telja má úr bílveltu skammt frá Ós- brú í Bíldudal í gærkvöldi. Vegurinn liggur við fjöruborðið og valt bfllinn út í fjöruna og hafnaði þar á þakinu í fjörugrjótinu. Fólkið var í bílbeltum og má telja víst að þau hafi bjargað miklu í þessu tilfelli. Morgunblaðið/Einar Falur Hlutabréf deCODE lækka um 17% GENGI hlutabréfa í deCODE Gene- tics, móðurfyiirtæki íslenskrar erfðagreiningar, lækkaði um 17% á Nasdaq-hlutabréfamarkaðnum í Bandaríkjunum í gær. Gengi bréf- anna við lok viðskipta var 20,125 Bandaríkjadalir en var 24,25 dalir við lok viðskipta daginn áður. Þetta er lægsta gengi bréfanna til þessa. Gengi hlutabréfa deCODE lækkaði einnig á evrópska hlutabréfamark- aðnum Easdaq í gær en ekki eins mikið og í Bandaríkjunum. Loka- gengi bréfanna á Easdaq var 24,00 Bandaríkjadalir en síðasta viðskipta- gengi þeirra áður var 24,80 dalir. Lækkunin þar var því 3,2%. Viðskipt- in á Easdaq voru einungis með 1.000 hluti en hins vegar voru viðskipti með 315.400 hluti í Bandaríkjunum. Stofnkostnaður vegna nýs svæðisskípulags höfuðborgarsvæðisins Framkvæmdir munu kosta 181 milljarð STOFNKOSTNAÐUR vegna helstu framkvæmda, sem nauðsyn- legt er að ráðast í vegna nýs svæðis- skipulags fyrir höfuðborgarsvæðið, er um 131 milljarður króna. Arleg fjárfesting er þannig 5,7 milljarðar króna eða um 1% af vergri þjóðarframleiðslu. Svæðisskipulagið á að gilda til ársins 2024. Gert er ráð fyrir að íbú- um svæðisins fjölgi um 60 þúsund á þessu tímabili. í skýrslu um skipulagið segir: „Kostnaðaráætlunin var byggð upp með það í huga að geta borið saman mismunandi skipulagstillögur, frek- ar en til að gefa heildaryfirlit yfir op- inbera fjárfestingu á svæðinu og tekur aðeins til þjóðvega, almennra vega, dagheimila, grunnskóla, hjúkrunarheimila og elliheimila. Þannig er undanskilinn stofnkostn- aður orkuveitu, vatns- og fráveitu- kerfa.“ Til viðbótar þessu er gert ráð fyrir að það þurfi 6 milljarða vegna frek- ari endurbóta á vegakerfinu ef hald: á uppi núverandi þjónustustigi þess I skýrslunni kemur fram að þörfn fyrir fjárfestingar á höfuðborgar svæðinu muni að miklu leyti ver: undir áhrifum annarra þátta utai svæðisskipulagsins, svo sem sam söfnunar þjóðarinnar á höfuðborg arsvæðið og þjóðfélagslegrar þróun ar, sem leiðir til hlutfallslegra fjölgunar eldri borgara. ■ Gert ráð fyrir/16 í dag l*SlMIR sstooR •••••*99*9<m99WW9WW99WWW9WW9W ••••••• •••••••• Eiði Smára Guðjohnsen líkt við David Beckham/Bl Tékkar brotlentu á Möltu í heimsmeistaraleik/B6 Fylgstu með nýjustu fréttum www.mbl.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.