Morgunblaðið - 20.10.2000, Qupperneq 41

Morgunblaðið - 20.10.2000, Qupperneq 41
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. OKTÓBER 2000 41 göngunefndar í: vor teldi hann ekki ástæðu til að fella út umrætt ákvæði í fjarskiptalögum. „Eg fór rækilega yflr þetta mál í sumar og lét mitt fólk vinna það. Niðurstaðan var þessi,“ segir hann og bætir því við að það verði síðan að koma í ljós hvort þingið sé sammála frumvarpinu eða ekki. Þegar ráðherra er spurður að því hvers vegna hann telji að tilkynna þurfi í upphafi símtals um hljóðritun segir hann eftirfarandi: „Ég tel það fullkomlega eðlilega háttsemi gagn- vart viðmælenda að hann sé látinn vita ef verið er að taka upp samtalið. Ég get ekki séð að blaðamenn hafi því hlutverki að gegna í þjóðfélaginu að þeir þurfi að taka upp samtöl öðruvísi en láta vita að það sé gert.“ RáðheiTa getur þess jafnframt að honum finnist reyndar gott og nauð- synlegt að blaðamenn taki upp sam- töl. „Ég spyr mjög oft hvort ekki sé örugglega verið að hljóðrita samtal- ið vegna þess að í því felst mikið ör- yggi. Ég myndi aldrei neita blaða- manni um að eiga við mig viðtal sem væri tekið upp á band.“ Þegar ráðherra er spurður að því hvernig túlka megi þá setningu í frumvarpinu að aðili þurfi ekki að tilkynna sérstaklega um upptöku samtals þegar ótvírætt megi ætla að viðmælanda sé kunnugt um hljóðrit- unina vísar hann m.a. í athugasemd- ir frumvarpsins þar sem segir m.a. að íslensk fjármálafyrirtæki hljóðr- iti símtöl undir ýmsum kringumst- æðum. Það sé talið nauðsynlegt vegna þess að í sívaxandi mæli sé stofnað til viðskipta símleiðis og hljóðritun símtals sé eina leiðin til að sanna hvað fram fór. Þegar ráðherra er spurður að því hvort fjölmiðlar geti ekki fallið undir þessa skilgi-ein- ingu vísar hann m.a. til tölvunefndar og segir það fara eftir túlkun henn- ar. „Eg tel þó ekki rétt að vísa þessu algjörlega á tölvunefndina eða per- sónuverndina þegar hún tekur við FJÖLMIÐLUN en ég tel líklegt að blaðamenn geti fundið sína leið til þess að gera öllum ljóst hvernig þeir meðhöndla upp- tökur.“ Hvernig geta þeirgert það? „Ég ætla ekki að segja nákvæm- lega fyrir um það en trúlega væri nú hægt að tilkynna það til okkar.“ Þegar Hjálmar Jónsson, formað- ur BI, er spurður að því hvers vegna hann, sem formaður BÍ, sé á móti því að fjölmiðlamenn þurfi að til- kynna um hljóðritun í upphafi sam- tals segir hann: „Ég er andvígur því vegna þess að slíkt kann að hindra blaðamenn í störfum sínum. Slíkar hindranir hafa hvergi mér vitanlega verið leiddar í lög á Norðurlöndum eða í Vestur-Evrópu. Þess vegna er það óskiljanlegt að samgönguráðu- neytið finni hjá sér þörf til að flytja slíka tillögu þvert ofan í vilja sam- göngunefndar sem flutti frumvarp um niðurfellingu ákvæðisins síðasta vor.“ Hjálmar bendir á að ákvæði ESB tilskipunarinnar, sem visað væri til í þessum efnum, þ.e. 97/66/EB, lytu öll að því að koma í veg fyrir hlerun fjarskipta, en „ekki að því að koma í veg fyrir þann sjálfsagða rétt hvers og eins að taka upp eigin samtöl“, eins og hann orðar það. „Það er frá- leitt að það sé vítavert að taka upp eigin samtöl." Hann bætir við að tekið sé á hugsanlegri misnotkun á hljóðupptöku í öðrum lögum, svo sem hegningarlögum. „Til viðbótar við þetta er augljóst að eini munur- inn á því að taka upp eigið samtal og skrifa það niður er sá að þú getur sannað hvað sagt var. Það geta kom- ið upp þær aðstæður í starfi blaða- manns að það sé nauðsynlegt. Höml- ur í þessum efnum sem geri blaðamönnum erfitt um vik að sinna starfi sínu eru ólíðandi í lýðræðis- þjóðfélagi. “ Höfundur er blaðamaður á Morgun- blaðinu og er í stjórn BÍ. BBC o g ITV slást um frétta- tíma BRESKA ríkissjónvarpið, BBC, hefur flutt aðal- fréttatfma sinn á kvöldin til klukkan 10 en hann hefur ver- ið klukkan 9 í 30 ár. Með því var í raun stríðshanskanum kastað gagnvart ITV- sjónvarpsstöðinni, sem hefur verið með sinn kvöldfrétta- tíma klukkan 10 enda beið hún ekki með að svara fyrir flytja kvöldfréttatíma BBC aftur um cina klukkustund og rökstutt þannig, að það kæmi sér betur fyrir kvölddag- skrána að öðru leyti. Ekki fór þó á milli mála, að með þessu var lfka verið að ögra ITV og þar á bæ brugðust menn skjótt við. I fyrrakvöld, sólarhring eftir breytinguna hjá BBC, kom stöðin með 10 mínútna fréttatíma klukkan 9 þar sem lestarslysið í Hertfordshire var aðalmálið. Hafa fréttir á þessum tíma ekki verið ákveðnar endanlega en haft var eftir starfsmanni ITV, að þar ætluðu menn að gera allt, sem í þeirra valdi stæði, til að drepa 10-fréttirnar hjá BBC. „Þetta var tækifæri til að sýna, að við munum svara fyr- ir okkur. Þetta var einn á hann og beint á snúðinn," sagði starfsmaðurinn. kuldagallar* 4.995 kr. húfur frá vettlingar frá kuldaskór frá 589 kr. 299 kr. 1.795 kr. Orginal Beaver Nylon er þægilegur fatnaður sem þolir næstum hvað sem er. Slitsterkt nylon að utanverðu, þægileg bómull að inn- anverðu. Efnið andar og hrindir vel af sér vatni, vindi og óhreinindum. '' ■ : : " Mkk. l's£Sl Sr n i m .... ,, * i;; .?■■,!! K. ■ 1 f r ^''Ía k'v' 3 1 % '" HAGKAUP Meira úrval - betri kaup nýtt kortatímabil
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.