Morgunblaðið - 20.10.2000, Síða 59

Morgunblaðið - 20.10.2000, Síða 59
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. OKTÓBER 2000 59 ,U. MOGGA- BEÐIÐ Mogga-beðið Morgunblaðið/Árni Sœberg NÚ næða naprir vindar. Veturinn er genginn í garð, það er rokkið á morgnana þegar við förum á stjá, sólin verður syfjaðri og syfjaðri og loks er hreinlega eins og hún nenni alls ekki á fætur. Þeir eru ófáir, sem vildu gjarnan kúra frameftir með sólinni, jaftivel fara helst ekki út úr húsi allan veturinn og taka ekki við sér fyrr en sól fer að hækka á lofti á ný. Hreyfirými margra minnkar ótrúlega mikið á vetr- um. Það takmarkast við vinnuna og heim- ilið og helst þyrfti að vera hægt að leggja „þarfasta þjóninum“ - bílnum - beint fyrir framan húsdymar. Gangi það ekki upp er næstbest að bretta upp kragann, draga húfuna vel niður fyrir eyru og hlaupa í hendingskasti inn án þess að líta til hægri eða vinstri. Já, það er einmitt það, án þess að líta til hægri eða vinstri. Á hvað á eiginlega að horfa þegar allt er orðið grátt og dapuriegt. Ekki getur gróð- urinn hresst upp á tilveruna á haust- in eða vetuma, það er annað á sumr- in þegar blessuð blómin ljóma í öllum regnbogans litum. En það er einmitt á þessum árstíma sem plöntuvalið í framgarðinum er hvað mikilvægast og aðkoman að húsinu skiptir sem mestu máli. Með réttu vali á mnnum má halda lífi og lit í umhverfinu allt árið. Það er einfalt að útskýra málið með ákveðnu dæmi og hér kemur Mogga-beðið til sögunnar. Aðkoman að Morgunblaðshúsinu er ósköp hefðbundin, bílastæði, hellulagðar gangstéttir og töluvert stórt hellu- lagt svæði framan við inndregið anddyri, svona eins og til að halda þarfasta þjóninum dálítið frá sjálf- um dyrunum. Ósköp grátt og dapur- legt ef hellulagða svæðið hefði ekki „dálítið“ gróðurbeð við eina húshlið- ina. Síðast þegar ég kom með grein í Blóm vikunnar gerði ég mér til gam- ans að telja plöntutegundimar á svæðinu (það kom smá-sólarglæta, svo ég hljóp hægar en venjulega og leit rétt aðeins í kringum mig) og þama vom hvorki meira né minna en tólf tegundir. Stórvaxnastur er hlynur, sem fær reynd- ar sérbeð, sem hann deilir með dvergfuru, en í aðalbeðinu era hansarós, skriðmispill, geislasópur, síbirískt baunatré, rannamura, vaftoppur, einir, hélu- rifs, rannafura og ein- hver víðitegund að mér sýndist. Og þama ljóm- aði beðið við mér og skartaði öllum regn- bogans litum þótt komið væri fram undir fyrsta vetrardag. Flestir þekkja hlyninn. Hann er glæsilegt garðtré með stóra og hvelfda krónu og verður langlífur, ef ekkert sérstakt kemur fyrir. Hlyn- urinn blómstrar, en maður tekur varla eftir því, enda éra blómin gul- græn á lit og hverfa í laufhvolfið. Það er hins vegar á haustin, sem við uppgötvum blómgunina, þvi fræ- myndunin er áberandi, hangandi klasi með stóram vængjuðum hnet- um sem raðast tvær og tvær saman. Haustlitir hlynsins era mjög falleg- ir, hann verður ljósgulur á litinn og ljómar hreinlega eins og sól í heiði. Það er breytilegt eftir árstíma, hvaða ranni í beðinu er mest áber- andi. Á vorin vekur geislasópurinn líklega mesta athygli. Hann er fín- gerður og verður aldrei meira en lið- lega metri á hæð. Áður en ranninn laufgast verður hann alþakinn gul- um blómum með sérstakan ilm. Miðsumars er geislasópurinn ekki áberandi, en á haustin tekur hann oft við sér aftur og blómstrar dálítið á ný og svo stendur hann fagur- grænn allan veturinn þar sem grein- amar halda grænum lit allt árið. Síberíska baunatréð blómgast næst. Blómin era falleg, mynda gul- an klasa og tréð minnir töluvert á gullregn, er eins og vasaútgáfa þess. I beðinu er vaxtarlagið þó mest áberandi, þar sem tréð er ágrætt á annan stofn og baunatréð er því drjúpandi. Um hásumarið og frameftir hausti er hansarósin drottning beðs- ins með fylltum fjólurauðum blóm- um, en hún fellir fljótt lauf. Stundum prýða hana þó aldinin ljósrauð á lit. Runnamuran tekur seint við sér. Hún byrjar ekki að blómstra fyrr en síðsumars en hún er að fram á harða vetur. Blómin era allstór, en þó mis- jafnlega eftir kvæmum og blómlit- urinn breytilegur, frá hvitu upp í rauðgult. Runnamuran er eins og þakin með hundrað-krónu pening- um fram eftir öllu hausti. Vaftoppurinn byrjar að blómstra um miðjan júlí og er lengi að. Blóm- klasamir era áberandi, blómin rauð- leit að utan meðan þau era ung en verða gulhvít með aldrinum. Ilmur- inn af vaftoppi er sætur og hun- angsflugur finna þar margt við sitt hæfi. Vaftoppurinn er í eðli sínu klif- urplanta, getur orðið margir metrar á hæð en hann er h'ka skemmtilegur sem ranni. Þá eru greinarnar stytt- ar svo toppurinn verði þéttur og bústinn. I beðinu eru ýmsir þekjurunnar. Hélurifsið er ekki ræktað vegna berja sem era blá á litinn. Það er mun lágvaxnara en berjarifsið, verð- ur liðlega hálfur metri á hæð, en breiðir vel úr sér og getur þakið all- stórt svæði. Haustlitir hélurifsins era hreinlega stórkostlegir eins og hreint tónverk í rauðu, gulu, gullnu og grænu. Bramin á hélurifsinu era líka mjög áberandi, löng, hárauð og glansandi og skreyta rannann þegar laufið er fallið. Skriðmispillinn hefur líka dýrð- lega haustliti, blöðin verða sérkenni- lega mattrauð og rauð, glansandi ber era oft áberandi fram eftir vetri. Það era hins vegar barrplöntum- ar, sem gefa aðallitinn á vetram. Dvergfuranni og rannafuranni er auðvelt að halda htlum með því að passa að nývöxturinn verði ekki of mikill á sumrin, bara brjóta af sprot- unum helminginn meðan þeir era mjúkir. II Á vetuma er líka eins og einirinn komi betur í Ijós. Sú tegund sem er ræktuð í beðinu er afbrigði himalajaeinis, heitfr Juniperas squ- amata, „Meyeri", og virðist jafnvel harðgerðari en íslenski einirinn, a.m.k. kelur hann síður. Greinarnar sveigjast út og upp, en himalajaein- irinn verður varla meira en metri á hæð. Litur hans er skemmtilega stálblár eða blágrænn og ranninn er einstaklega fallegur í dálítilli snjóföl. Af þessu rabbi má sjá að úr nógu er að velja eigi að lífga upp á aðkom- una að húsinu. Þeir sem ekki nenna að vera að þessu blómadútli geta leitað á náðir rannanna. Með því að blanda saman rannum af mismun- andi hæð, með ólíkan blómgunar- tíma og ólíka haustliti má fá mikla tilbreytingu í tilverana. Og svo má ekki gleyma því sígræna, það er augnakonfektið á vetram. S.Hj. BLOM VIKUIVMR 447. þáttur llmsjon Sigríðnr lljartar Harður árekstur á Víkurvegi FÓLKSBIFREIÐ og pallbíll skullu saman á gatnamótum Víkurvegar og Gagnvegar í Grafarvogi um klukkan 13 í gær. Þrír farþegar pallbílsins og ökumaður fólksbif- reiðarinnar vora fluttir á slysadeild Landspítalans í Fossvogi. Ökumað- urinn var meiddur á fótum og á hendi. Lögreglan í Reykjavík segir til- drög slyssins þau að ökumaður pallbifreiðarinnar hafi ætlað að beygja af Víkurvegi yfir á Gagnveg. Hann ók þá í veg fyrir fólksbifreið- ina sem var ekið suður Víkurveg. Áreksturinn var harður og era bfl- arnir mikið skemmdir. Þeir vora báðir dregnir burtu með kranabíl. Líkamsrækt á Ingólfstorgi HEILSUGARÐUR Gauja litla ætl- ar að opna líkamsræktarplan á Ing- ólfstorgi í Reykjavík í dag, föstudag- inn 20. október, kl. 12. Boðið verður upp á Qui Gong og hefur verið fenginn danskur Qui Gong-kennari til þess að kenna gest- um og gangandi þessa fornu tækni sem er bæði styrkjandi og spennu- losandi, segir í fréttatilkynningu. Qui Gong-tímar verða á hverjum föstudegi milh kl. 12 og 13 í allan vet- ur og verða í hvaða veðri sem er, ókeypis fyrir alla. Aðeins í örfáa daga útsala á skíöavörum! ^^lðogfá<íu^„,. Rýmum fyrir 2001 módelunum. • Skiðabunaður • Snjóbrettabúnaður • Skíðafatnaður Bindingaásetningar unnar af fagmönnum á fullkomnasta skíðaverkstæði landsins. Munið eftlr fríkortinu! UTILIF GLÆSIBÆ Sími 545 1500 • www.utilif.is
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.