Morgunblaðið - 20.10.2000, Side 73

Morgunblaðið - 20.10.2000, Side 73
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. OKTÓBER 2000 73 Fengu bíl í Happdrætti SIBS ÞEGAR dregið var í Happdrætti SIBS 5. október sl. hrepptu hjónin Harpa Guðmundsdóttir og Ragnar Sigurjónsson Peugeot-bifreið. Mið- ann keyptu þau í Videómarkaðin- um í Kópavogi. Með þeim á mynd- inni er Helga Friðfinnsdóttir, framkvæmdastjóri happdrættisins, sem afhenti bílinn. Hinir tveir Peugeot-bflarnir sem dregnir voru út á árinu fóru norður í Skagafjörð og suður í Voga. Rit um mark- aðssetningu raffanga LÖGGILDINGARSTOFA hefur gefið út rit um markaðssetningu raf- fanga. í ritinu sem nefnist: Reglur um markaðssetningu raffanga - Ábyrgð og skyldur framleiðenda, innflytjenda og endursöluaðila er fjallað um reglur sem þessum aðil- um ber að fara eftir við markað- ssetningu raffanga. Öll rafföng sem markaðssett eru á íslandi skulu uppfylla ákvæði um ör- yggi sem fram koma í reglugerð um raforkuvirki og einnig ákvæði reglu- gerðar um rafsegulsviðssamhæfi. Framleiðendur og/eða innflytjendur bera ábyrgð á að ákvæðum ofan- greindra reglugerða sé fylgt. Fagg- iltar skoðunarstofur í umboði raf- magnsöryggisdeildar Löggildingar- stofu sjá með virkri markaðsgæslu til þess að rafföng uppfylli þau skil- yrði sem sett eru í reglugerðunum. í ritinu er einkum fjallað um raf- föng sem um gilda sameiginlegar reglur á Evrópska efnahagssvæð- inu. Ritið er fyrst og fremst til leið- beiningar þeim sem standa að mark- aðssetningu raffanga. Ritið verður sent framleiðendum, innflytjendum og endursöluaðilum raffanga. Einnig er hægt að nálgast það á vefsíðu Löggildingarstofu www.ls.is og í afgreiðslu Löggilding- arstofu í Borgartúni 21. Kynning á þjóðbúningum ÞJÓÐBÚNINGAKYNNING verður helgina 21.-22. október hjá Heimil- isiðnaðarfélaginu. Kynntar verða eldri gerðir búninga, upphlutur og faldbúningur. Sýndir verða full- gerðir búningar og búningar í vinnslu. Þjónustudeildin, þar sem seld eru efni til búningagerðar, verður opin. Einnig verða kennarar skólans á staðnum til að skoða og meta bún- inga í einkaeigu. Gestir geta komið með búninga til mátunar og um- sagnar. Gullsmiður mun kynna kvensilfur og meta gamalt silfur sé þess óskað. Opið verður kl. 13-17, laugardag og sunnudag, í Homstofu Heimilis- iðnaðarfélagsins á Laufásvegi 2. Aðgangur er ókeypis. FRÉTTIR IGRACEI TISKUVERSLUN GOLDIX Haustvörurnar komnar œ vetmrdmleíhr ® Síglfírðíngafélagsíns í Reykjavík og ndgrenní Verður í Rúqbrauðsqerðinni.Skúlatúni lauaardaainn 21.október 2000 MÆTUM ÖLL - HITTUMST OG HÖFUM GAMAN AF Kynning'ar- fundur Kristi- legs stúdenta- félags KYNNINGARFUNDUR hjá Kristilega stúdentafélaginu verður haldinn laugardaginn 21. október. KSF vai- stofnað 1936 og starfar sjálfstætt innan þjóðkirkjunnar. Markmið félagsins er m.a. að sam- eina trúaða stúdenta og annað ungt fólk til þess að styrkja og glæða trúarlíf þeirra og boða fagnaðarer- indið um Jesú Krist. Félagið heldur fundi á hverju laugardagskvöldi klukkan 20.30 í húsi KFUM og K, Holtavegi 28 Reykjavík. Á fundina mæta á bilinu 20-40 manns á aldrinum 19-35 ára. Á kynningarfundinum verður sungið, félagið verður kynnt nánar, skemmtiatriði verður ílutt og hug- leiðing kvöldsins er í höndum sr. Gunnars Sigurjónssonar. Nánari upplýsingar er einnig hægt að finna á www.hi.is/~ksf Allir eru velkomn- ir. Ráðstefna um stöðu barna FJÖLSKYLDURÁÐSTEFNA Landssambands framsóknarkvenna verður haldin laugardaginn 21. októ- ber að Hverfisgötu 33, Reykjavík, kl. 10 til 13. Yfirskrift ráðstefnunnar er: „Hve- nær hættir barn að vera barn?“ Ráð- stefnustjóri er Una María Óskars- dóttir, stjórn LFK. Erindi flytja Þuríður Jónsdóttir lögfræðingur, Halldór Ásgrímsson, formaður Framsóknarflokksins, Kolfinna Jóhannesdóttir, varafor- maður Áfengis- og vímuvarnaráðs, Helga Sigrún Harðardóttir, atvinnu- ráðgjafi og kennari Ökuskólans við Suðurlandsbraut, og Birkir J. Jóns- son, aðstoðarmaður félagsmála- ráðherra. Loks verða pallborðsumræður. Allir eru velkomnir. Kerfí Talfrelsis endurbætt LOKIÐ er við að stækka og endur- bæta þann hluta GSM-kerfis Tals hf. sem heldur utan um Talfrelsi. Af- kastageta kerfisins var tvöfölduð og ýmsar tæknilegar ráðstafanir gerðar til að auka rekstraröryggi. Talfrelsi er fyi-h'framgi-eidd notk- un GSM-síma og því þarf annan hug- búnað og tæknibúnað til að sinna slíkum símhi’ingingum en frá föstum áskrifendum. Veruleg aukning hefur verið í sölu Talfrelsis á þessu ári og því var nauðsynlegt að auka afkasta- getu símakerfisins, segir í fréttatil- kynningu. Málfundur um baráttu Pal- estínumanna AÐSTANDENDUR sósíalíska viku- blaðsins The Militant á íslandi og Ungir sósíalistar standa fyrii' mál- fundi um baráttu Palestínumanna fyrir heimalandi og sjálfsákvörðun- arrétti föstudaginn 20. október. Málfundurinn hefst á framsögu en svo verða opnar umræður um efnið. Hann verður haldinn í Path- finder-bóksölunni, Klapparstíg 26,2. hæð, til vinstri, og hefst klukkan 17.30. Safnaramark- aður frímerkja- safnara SAFNARAMARKAÐUR verður haldinn í félagsheimili Félags frí- merkjasafnara í Síðumúla 17,2. hæð, sunnudaginn 22. október. Stendur markaðurinn frá kl. 13-17. Þarna verða til sölu og til skipta frímerki, umslög og ýmislegt annað sem tengist frímerkjasöfnun, þá verður þarna mynt, seðlar, minnis- peningar, barmmerki, pennar og margt fleira. Myntsafnarafélag íslands og Fé- lag frímerkjasafnara standa að markaðnum og eru safnarar og al- menningur hvattir til að mæta með hluti til að skipta eða selja, segir í fréttatilkynningu. S> mbl.is _ALLTAf= e!TTH\SA£> A/ÝT7- kápur, stuttkápur, úlpur, dragtir, peysur Opið virka daga 10-18, laugardaga 10-16 Suðurlandsbraut 50, (Bláu húsunum við Faxafen.) sími 553 0100 //ijmaáisþakkir Innilegar þakkir til allra þeirra sem heiðruðu mig á 80 ára afmœli mínu 9. október sl. Sérstak- ar þakkir til barna minna og fjölskyldna þeirra fyrir ógleymanlegan dag. Guð blessi ykkur öll. Kœrar kveðjur. Guðmundur Runólfsson, Grundarfirði. Lagersala á Bíldshöfða 14 Skór, töskur, belti, leðurhanskar, nærföt o.fl. Mikið úrval. Alltaf eitthvað nýtt! Opið alla föstudaga milli kl. 16 og 19, laugardaga milli kl. 12 og 16 og sunnudaga milli kl. 13 og 17. www.sokkar.is oroblu@sokkar.is D0MUS MEDICA við Snorrabraut - Reykjavík Sími 551 8519 STEINAR WAAGE SKÓVERSLUN KRINGLAN Kringlunni 8-12 • Reykjavik Sími 568 9212 PÓSTSENDUM SAMDÆGURS Teg.: 021121 Litur: Svartur lakk Stærðir: 35-40V2 Teg.: 021122 Litur: Svartur Stærðir: 35-40V2

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.