Morgunblaðið - 01.11.2000, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 01.11.2000, Qupperneq 1
STOFNAÐ 1913 251. TBL. 88. ÁRG. MIÐVIKUDAGUR 1. NÓVEMBER 2000 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Risaþota ferst í flugtaki í Taívan Ottast að hundrað hafí farist Taipei, Chinang Kai Shek flugvelli. AP.AFP. FARÞEGAÞOTA í eigu Singapore Airlines fórst rétt eftir flugtak frá Chiang Kai Shek-flugvellinum í Taív- an í gærkvöldi að staðartíma. Af 159 farþegum og 20 manna áhöfn er talið að a.m.k. 66 manns hafi beðið bana, 64 á slysstað og tveir á sjúkrahúsi. Yfir- völd í Taívan óttast að tala látinna muni verða um 100 þegar upp er stað- ið. Risaþotan, sem var af gerðinni Boeing 747-400, steyptist til jarðar rétt eftir flugtak, kl. 23:18 að staðar- tíma, 15:18 að íslenskum tíma. Vélin brotnaði í þrjá hluta eftir að hún skall á flugvellinum og kviknaði í henni um leið. Þotan var að heija flug til Los Angeles. Farþegar hennar voru flestir frá Taívan og Bandaríkj- unum, eða 102, hinir komu víða að. Fellibylur var í aðsigi í Taívan og bentu fyrstu frásagnir af slysinu til þess að vindhviður hefðu valdið því að vélin hrapaði. Úrhellisrigning og rok var á slysstað í gærkvöldi en flug- málayfirvöld í Taívan sögðu síðar í til- kynningu að ólíklegt væri að veður eða vélarbilun hefði valdið slysinu. Aðskotahlutur orsök slyssins? Innes Wiilox, talmaður flugfélags- ins, sagði á blaðamannafundi í gær, að flugstjóri vélarinnar hefði sagt að að- skotahlutur hefði rekist á vélina í flugtaki. Hann sagði þetta einu skýr- ingu slyssins í bili. „Við erum að vinna að rannsókn málsins og erum enn að fá upplýsingar um hvað gerðist ná- kvæmlega við flugtak." Farþegar sem AP ræddi við sögðu að sér hefði fundist sem vélin hefði rekist á eitthvað. „Mér fannst eins og við hefðum rekist á eitthvað risastórt," sagði Doug Villerman, 33 ára farþegi frá Louisiana. „Það var sem fremsti hlut- inn dytti af. Síðan byrjaði þotan bara að detta í sundur. Eg hljóp ásamt flugfreyju að neyðarútgangi en okkur tókst ekki að opna hann. Eldtungum- ar loguðu rétt hjá mér. Ailir voru í uppnámi. ... Loksins tókst okkur að opna neyðarútganginn ... Við vorum öli dauðhrædd um að vélin spryngi í loft upp.“ Flugmálayfirvöld á Taívan sögðu að ástæða harmleiksins væri enn ókunn en að flugtak hefði verið rétt- lætanlegt miðað við veður. Þau sögðu að svarti kassinn yrði rannsakaður af flugöryggisnefnd. Flugvöllurinn var lokaður í sex klukkustundir eftir slys- ið. Að minnsta kosti 100 björgunar- menn, slökkvilið, læknar og hjúkrun- arfólk þustu til bjargar eftir að flug- slysið varð. Neyðarnefnd var komið á laggirnar í Singapore og aðstandend- um og farþegum veitt áfallahjálp. Hélt við myndum deyja Á meðal farþega voru hjónin Yu Yen-hui og eiginmaður hennar Chen Tien-hsueh. Þau eru nýgift og voru á leið í brúðkaupsferð tH Los Angeles. Þau lýstu andartakinu, þegar þotan steyptist á flugyöllinn, fyrir blaða- manni AFP. „Ég heyrði brothljóð Reuters Flak vélarinnar, sem var af gerðinni Boeng 747-400, á Chiang Kai Shek-flugvellinum í Taipai í Taívan í gær. Farþegar sem komust lífs af voru fluttir á spítala í snatri. Reuters þegar vélin hafði hafið sig á loft,“ sagði Yu. „Síðan hallaðist vélin til vinstri og fáeinum sekúndum síðar flugu eldkúl- ur í áttina að okkur frá fremri hluta vélarinnar Ég varð svo hrædd að ég tók á rás. Ég hélt við myndum deyja.“ Eiginmaður hennar sagðist hafa spurt áhöfnina hvort óhætt væri að fljúga í svo slæmu veðri. „Starfsfólkið sagði mér að svo væri þrátt fyrir að ég fyndi vélina hristast í vindhviðunum.“ Chen bætti því við að hann og kona hans hefðu einmitt valið að fljúga með Singapore Airlines-flugfélaginu vegna þess að það hefði það orð á sér að vera öruggt flugfélag. Flugslysið er hið fyrsta í sögu flugfélagsins. Forseti Taívan, Chen Shui-bin, sendi frá sér yfirlýsingu í gær þar sem hann sagðist harma flugslysið. Síðast varð flugslys á flugvellinum fyi-ir tveimur árum en þá hrapaði vél China Airlines á húsaröð rétt fyrir ut- an flugvöllinn með þeim afleiðingum að allir um borð, 182 farþegar og 14 manna áhöfn, létust, auk sex manns á jörðu niðri. Stefnubreyting í Færeyjum Þórshöfn. Morgunblaðið. Hörð árás ísraelskra herþyrlna á höfuðstöðvar Fatah A ----------------- Arásir sagðar viðvörun Gaza, Jerúsalem. AFP, AP. LÖGMAÐUR Færeyja, Anfinn Kallsberg, kynnti í gær nýja stefnu í sjálfstæðisbaráttu Færeyja sem myndi leggja gildandi heimastjómar- lög til grundvallar. „Við verðum að viðurkenna að sú tillaga okkar um fullveldissáttmála sem við höfum reynt að fá samþykkta hjá dönsku ríkisstjóminni er orðin ónothæf." Lögmaðurinn leggur til að heima- stjómarlögin verði smám saman felld úr giidi og samtímis dragi Danir smám saman úr fjárstuðningi sínum. „Þannig fáum við að lokum full- veídi,“ sagði Kallsberg sem lagði enn- fremur til að viðræðumar við Dani yrðu brátt hafnar að nýju. Hann sagði einnig að vel væri hægt að semja við Dani áður en þjóðaratkvæðagreiðsla færi fram í Færeyjum um hvaða stefnu skal fylgt í fullveldisbarátt- unni. Anfinn Kallsberg vísaði þar með til orða Poul Nymps Rasmussen, for- sætisráðherra Danmerkur, sem bauð Færeyingum strax framhald við- ræðna eftir að upp úr slitnaði í síð- ustu viku. Ummæli Kalls- bergs ollu strax í gær töluverðu fjaðrafoki í fær- eyskum stjóm- málum þar sem hann hafði ekki haft samráð við samstarfsflokka sína í landstjóminni. Forystumenn samstarfsflokka Þjóðarflokks Kalls- bergs í landstjóminni, Högni Hoydal, Þjóðveldisflokknum, og Helena Dam, Sjálfstjómarflokknum, studdu samt þessa stefnubreytingu. Hoydal, sem er ráðherra sjálfstæðismála, sagði þó að hún þýddi ekki að áætlanir um færeyskt fullveldi hefðu verið lagðar á hilluna. Kallsberg sagði Jafnaðar- mannaflokkinn, sem er í stjómarand- stöðu, nú taka fullan þátt í fullveld- isáformunum. YASSER Arafat, leiðtogi Palestínu- manna, lét engan bilbug á sér finna í gær er hann skoðaði byggingar Fat- ah, hreyfingar hans, sem urðu fyrir árás ísraelskra herþyrlna í fyrra- kvöld. Árás ísraelska hersins í fyrra- kvöld varð engum að bana en hún er ein sú harðasta síðan átökin hófust. Hún var gerð í hefndarskyni við dráp þriggja ísraela síðustu fjóra daga og sagði aðalráðgjafi Baraks, Danny Yatom, að árásimar væra hugsaðar sem viðvömn til Fatah- hreyfingarinnar en liðsmenn hennar hafa haft írumkvæði í skotárásum á ísraela. Arafat sakaði Israela um að eyði- leggja friðaramleitanir Palestínu- manna og Israela. Ehud Barak, for- sætisráðherra Israel, hafnaði því og sagði ísraela eiga að undirbúa sig fyrir átök um „grandvallarréttindi." Mannskæð átök urðu á Vestur- bakkanum og Gaza-svæðinu í gær. Sex Palestínumenn létust í átökum við ísraelska hermenn og nokkrir tugir særðust. Meðal þeirra sem særðust í gær var bandarískur sjónvarpsmaður á vegum CNN- sjónvarpsstöðvarinnar. Hann særð- ist í átökum sem blossuðu upp í grennd við Karni sem liggur við mörk Israel og Gaza-svæðisins. Palestinumenn lögðu í gær til, að SÞ sendu 2.000 liðsmenn friðar- gæslusveita sinna til að gæta öryggis Palestínumanna á svæðum þeim er Israelar hernámu 1967. Hugmyndin kom fyrst til tals í síðustu viku og eru Israelar henni algerlega mótfallnir. ■ ísraelar gera/26 Jafntefli í fjórtándu skákinni London. AFP. FJÓRTÁNDU skák í heims- meistaraeinvígi Garry Kaspar- ovs og Vladimir Kramnik lauk í gærkvöldi með jafntefli. Það þýðir að áskorandinn Kramnik þarf eingöngu eitt jafntefli í við- bót til að tryggja sér sigurinn í einvíginu en hann hefur foryst- una með átta vinningum gegn sex. Kasparov, fremsti skák- maður heims um árabil, heldur hins vegar heimsmeistaratitlin- um nái hann að vinna tvær síð- ustu skákimar í einvíginu. Það myndi þýða jafntefli, átta-átta. ■ Kasparov/11 MORGUNBLAÐH) 1. NÓVEMBER 2000
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.