Morgunblaðið - 01.11.2000, Page 8

Morgunblaðið - 01.11.2000, Page 8
8 MIÐVIKUDAGUR 1. NÓVEMBER 2000 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ [ í t ( f t í I I t I f í i I Ný skýrsla um kúariðumál f Bretlandi Áfellisdómur yf- ir sljórnvöldum Pegar kúariðufárið stóð sem hæst voru sýndar myndir í brezku sjónvarpi af þáverandi landbúnað- arráðherra úr röðum íhaldsflokks- ins, þar sem hann var að borða hamborgara og fóðraði dóttur sína á öðrum slíkum, m-***-^— ii^ ii t=3( Mega íslenskir neytendur eiga von á að hæstvirtur Guðni feti í fótspor kollega síns á Bret- landi í auglýsingarmennskunni og teygi úr fyrsta glasinu með þeim orðum að mjólk sé góð? SVR fær 60 milljónir HÆKKUN olíuverðs er aðalástæða aukins framlags borgaryfirvalda upp á 60 milljónir króna til Strætis- vagna Reykjavíkur, SVR, að sögn Lilju Ólafsdóttur forstjóra fyrirtæk- isins. „Hækkun olíuverðs hefur mikil áhrif á rekstur SVR þar sem akstur strætisvagna fer í um sex milljónir kílómetra á ári. Þá hafa áætlanir um fargjöld ekki fyllilega staðist og hafa farþegar nýtt sér í meira mæli en áð- ur afsláttarkort sem gerir það að verkum að heildarinnkoma SVR lækkar,“ sagði Lilja. Akveðið samband er að finna á milli aukinnar bifreiðaeignar og minni notkunar á strætisvögnum borgarinnar en nokkuð hefur dregið úr farþegafjölda. „Ég vil leggja á það áherslu að við erum að tala um 25 þúsund innstig í strætisvagna borgarinnar á degi hverjum eða um milljarð á ársgrundvelli þannig að það er Ijóst að um töluverða notkun á vögnunum er að ræða,“ sagði Lilja. Aðspurð kvað Lilja að ekki hafi komið til tals að hækka fargjöld Strætisvagna Reykjavíkur en hvað verður sé enn óráðið. Innbrot á Suðurlandi BROTIST var inn í verslun í Þor- lákshöfn í fyrrinótt og stolið þaðan töluverðu magni af tóbaki og skiptimynt. Einnig var framið innbrot í fyrr- inótt í söluskála í Laugarási í Biskupstungum og stolið þaðan skiptimynt. Að sögn lögreglunnar á Selfossi er ekki talið að tengsl séu á milli innbrotanna en í Þor- lákshöfn skildu þjófarnir verkfæri sín eftir. Nýr forstöðumaður Umhverfisstofnunar HÍ Auknar rann- sóknir og þjón- ustuverkefni Björn Gunnarsson Nýr forstöðumaður Umhverfisstofn- unar Háskóla ís- lands tók við starfi í ágúst sl. Bjöm Gunnarsson heitir hann og kemur til starfa frá Bandaríkjunum, eftir 19 ára nám og störf þar. Hann var spurður hvemig hið nýja starf legðist í hann? „Mér líst bara mjög vel á þetta allt hér. Aðstaða er góð hér í Tæknigarði þar sem Umhverfisstofnun er til húsa. Ástæður fyrir því að við hjónin réðumst í að koma heim eftir svo langa dvöl í Bandaríkjunum vom persónulegar. Synir okkar þrír em nú orðnir 7, 5 og 2ja og hálfs árs, allir að komast á skólaaldur. Þótt kona mín sé bandarísk þá var hún mér sammála um að besta væri að þeir gengju í íslenska skóla og fengju tækifæri til að kynnast sinni íslensku fjölskyldu, tungu- málinu og íslenskri menningu.“ - Var starf þitt við Johns Hopk- ins-háskóla að sumu leyti svipað hinu nýja forstöðumannsstarfí sem þú nú gegnir? „Að miklu leyti var það mjög svipað. Við Hopkins hafði ég um- sjón með mastersnámi. Þetta var stórt í sniðum, um 300 meistara- nemar vom innritaðir á hveiju ári og við vomm með um fimmtíu kennara sem kenndu í þessu prógrammi. Það var mikil vinna í tengslum við það, auk stjórnunar- starfa tók ég þátt í kennslu." -Þú hefur fengist mikið við rannsóknir ytra, íhverju voru þær fólgnar? „Rannsóknirnar vom eingöngu á sviði jarð- og jarðefnafræði. Doktorsverkefni mitt var að hluta til unnið hér heima, sýnin vom héðan, frá Torfajökulssvæðinu og Heklusvæðinu. Doktorsritgerðin fjallaði um jarðfræði þessa svæðis og kvikugerðir þess. Þá vann ég í Kaliforníu að súrefnisísótópa mæl- ingum á íslensku bergi, þar sem í ljós kom mikilvægi uppbræðslu eldra skorpuefnis til myndunar á þróuðum kvikugerðum." -Hyggur þú á frekari rann- sóknir samhliða hinu nýja starfí þínu? „Fyrst um sinn sé ég ekki að það verði mikill tími aflögu til þess og sætti mig raunar alveg við það, þó að ég hefði mikinn áhuga á að vera í samstarfi með öðram við rann- sóknir. En það tekur tíma að kom- ast inn í hin ýmsu mál hér þannig að ég býst ekki við að mikill tími gefist til að sinna jarð- fræði og jarðefnarann- sóknum. Hins vegar er eitt af meginverkefnum og markmiðum Um- hverfisstofnunar að efla og samhæfa rannsóknir í umhverfisfræðum og stuðla að samstarfi við innlenda og erlenda rannsóknaraðila. Ég sé fram á það að ég og aðrir innan há- skólans munum taka þátt í þeim rannsóknum." - Munt þú beita þér fyrir áherslubreytingum á starfí Um- hverfísstofnunar? „Ég hef mikinn áhuga á að styðja vel við og raunar efla kennslu til meistaraprófs í um- hverfisfræðum og þá kannski að sníða það að einhverju leyti að er- lendri íyiirmynd og þá frá Banda- ríkjunum, þar sem ég þekki til. Einnig að vinna að því ötullega að efla og samhæfa rannsóknir í um- hverfisfræðum innan háskólans og ► Björn Gunnarsson fæddist í Reykjavík 24. aprfl 1957. Hann lauk stúdentsprófi frá Mennta- skólanum við Sund 1977. Eftir það fór hann í Háskóla íslands og lauk þaðan BS-prófi f jarðfræði 1980, vann í eitt ár hjá Orku- stofnun m.a. en fór svo í lok árs 1981 til Bandaríkjanna, til Johns Hopkins-háskóla og lauk þaðan doktorsprófi 1987 f jarðfræði og jarðefnafræði. Eftir það stundaði hann rannsóknir í tvö og hálft ár f Kaliforníu en starfaði sfðan við Johns Hopkins-háskóla við kennslu, rannsóknir og stjórnsýslu þar sem hann hafði umsjón með meistaranámi í um- hverfisfræðum. Bjöm er kvænt- ur Maríu Viktoríu Gunnarsson umhverfisfræðingi og eiga þau þrjá syni. utan. Þá hef ég mikinn áhuga á að efla samstarf við erlendar vísind- astofnanir og háskóla og gefa ís- lenskum sérfræðingum tækifæri að vinna að verkefnum erlendis. Aðrir þættir em að taka þátt í þjónustuverkefnum með upplýs- ingum og ráðgjöf og standa fyrir námskeiðum og ráðstefnum, svo og fyrirlestram í umhverfisfræð- um. Þess má geta að ég hef mikinn hug á því að Umhverfisstofnun verði sterkt sameiningarafl innan Háskóla Islands hvað varðar um- hverfisfræði og verði miðstöð rannsókna á því sviði.“ -Hvað starfa margir þarna? „I stjóm Umhverfisstofnunar em fimm prófessorar og sá sjötti er fulltrúi frá umhverfisráðuneyt- inu. Umhverisfræði era mjög þverfagleg í eðli sínu og þess vegna er Umhverfisstofnun HÍ ekki beintengd neinni einni deild háskóians heldur hefur hún sam- starf við íjölda deilda og stofnana innan háskólans. Stjóm Umhverfisstofnunar ber þessa merki, prófessoramir fimm em fulltrúar fimm deilda. Tveir fastir starfsmenn em, ég og verkefna- stjóri." - Hvernig fínnst þér rannsóknir á Islandi í umhverfísfræðum standa miðað við það sem þú þekk- irfrá Bandaríkjunum? „Þvi hefur verið fleygt að ísland sé tíu til tuttugu ámm á eftir ná- gi-annalöndum í rannsóknum og umræðum á sviði umhverfismála, það má vel vera en ef þróunin verð- ur viðlíka og hún hefur verið und- anfarin misseri hér þá stöndum við fljótt jafnfætis nágrönnum okkar." Áhugiá samstarfi við erlendar vísinda- stofnanir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.