Morgunblaðið - 01.11.2000, Síða 12

Morgunblaðið - 01.11.2000, Síða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 1. NÓVEMBER 2000 MORGUNBLADIÐ FRÉTTIR Skipulagsbreytingar samþykktar á þingi BSRB Öll aðildarfélögin 34 fá fulltrúa í stjórn Ögmundur Jónasson Morgunblaðið/Ásdís Á ÞINGI BSRB sem haldið var um síðustu helgi voru samþykktar breytingar á stjórn- kerfi samtakanna sem felast í því að öll aðild- arfélögin 34 fá nú fulltrúa í stjórn samtak- anna. Ögmundur Jónasson formaður BSRB segir að mikill einhugur hafi ríkt innan sam- takanna um þessar breytingar. „Við erum að tengja félögin betur saman á vettvangi heildarsamtakanna og gera alla starfsemina, að okkar dómi, markvissari og lýðræðislegii. Áður var 21 manns stjórn en aðildarfélögin eru hins vegar 34 og þar var sá hængur á að fjöldi félaga hafði ekki lögbund- inn rétt til ákvarðanatöku. Nú er gert ráð fyrír því að formenn allra aðildafélaga BSRB eigi aðild að stjórn samtakanna og í umboði þessarar stjórnar stai-fi svo framkvæmda- nefnd,“ segir Ögmundur. Þingið var haldið undir kjörorðinu „Bætum samfélagsþjónustuna" og segir Ögmundur að í samræmi við þá yfirskrift hafi verið fjallað ítarlega um skipulagsbreytingar í samfélag- inu og var meðal annars ályktað um kjaramál og skatta- og efnahagsmál þar sem „megin- áherslan var lögð á að tryggja meiri jöfnuð í samfélaginu," segir Ögmundur. „Við ræddum einnig húsnæðismálin og þann mikla vanda sem við stöndum frammi fyrir þar. Við teljum að það þurfí að grípa til róttækra breytinga á húsnæðiskerfinu svo að það þjóni betur hags- munum landsmanna." Vara við þeirri einkavæðingarstefnu sem rekin hefur verið Ögmundur segir að á þinginu hafi talsvert verið rætt um réttarstöðu launafólks og mik- ilvægi þess að efla stöðu trúnaðarmanna á vinnustöðum. „Bæði var rætt um mikilvægi ráðningar- festu trúnaðarmanna og einnig að þeim verði búin skilyrði til að gegna þeim skyldum sem farið er að leggja þeim á herðar. Reyndai' lof- uðu ummæli fjármálaráðherra góðu því hann nefndi í sinni ræðu að efla þyrfti stöðu trún- aðarmanna.“ Ögmundur segir að einnig hafi verið rætt um vinnuverndarmál, jafnréttismál og aðra þá helstu þætti sem samtökin hafi verið að beita sér fyrir undan- farið. Unnið áfram að sameiginlegum réttindamálum „Við viljum vara við þeirri einkavæðingar- stefnu sem rekin hefur verið,“ segir Ögmund- ur og segist hann telja að hún hafi ekki tryggt þau þrjú atriði sem BSRB telji mikil- vægust þegar ráðist sé í breytingar á opin- benim rekstri; að bæta hag þess sem þjón- ustunnar nýtur og þess sem þjónustuna veitir og að leiða til þess að hagur starfsmanna batni. Samningamál eru svo á borði hvers aðild- arfélags fyrir sig en Ögmundur segir að á þingingu hafi verið samþykkt að hvetja til þess að tryggð yrðu 112.000 króna lágmarks- laun í komandi kjarasamningum og auk þess hafi verið ályktað um það á þinginu að stefna að styttri vinnutíma. „Við höldum auk þess áfram að huga að sameiginlegum réttindamálum. Búið er að ganga frá samningum varðandi veikindarétt og fæðingarorlof og nú erum við að hyggja að ýmsu sem lýtur að slysatryggingu, stöðu trúnaðarmanna og ýmsum öðrum réttinda- málum,“ segir Ögmundur. Þáttur RÚV um sjávar- útveg gagnrýndur Mismimun hagsmuna- aðila óvið- unandi GUÐBJÖRN Jónsson formaður Land- sambands íslenskra fiskiskipaeigenda sendi í gær útvarpsstjóra Ríkisútvarpsins - Sjónvai'ps harðorðar mótbárur vegna einhliða umfjöllunar um fiskveiðistjórnun í þættinum Aldahvörf - sjávarútvegur á tímamótum. I bréfinu, sem einnig var sent til dag- skrárstjóra innlendrar dagski'árgerðar, lýsir Guðbjörn fyrir hönd félagsmanna sinna yfir undrun á „þeim vinnubrögðum sjónvarpsins, við gerð svona þáttar, að einungis skuli haft inni sjónarmið þein'a aðlila sem hvað harðast hafa barist fyrir viðhaldi þess ranglætis sem felst í núver- andi stjórnun fiskveiða." Guðbjörn segir sjónvarpið einnig með þessari framgöngu sinni hafa „gengið til liðs við hinn þrönga hóp sem vill viðhalda ranglætinu, en al- gjörlega hunsað sjónarmið þeirra sem benda með skýrum rökstuðningi á það ranglæti sem viðgengst." Guðbjörn telur að vegna meintrar mis- mununar hagsmunaaðila í sjávarútvegi sem fjallað hafi verið um í Aldahvörfum sé annað óviðunandi en sjónvarpið geri annan þátt þar sem sjónarmið „þess breiða hóps sem telur á sér brotið með núverandi framkvæmd fiskveiðistjórnun- ar“ komi fram. Segir hann nauðsynlegt að slíkur þáttur verði gerður sem fyrst, „svo eðlilegt mótvægi myndist gegn þeim sjón- armiðum sem túlkuð voru í þættinum." Að lokum segist Guðbjörn treysta því að ekki þurfi frekari aðgerðir til að fá fram „eðlilegt jafnræði milli hagsmunaaðila í sjávarútvegi, í umfjöllun sjónvarpsins um framkvæmd fiskveiðistjórnunar." Tölvunefnd gerir athugasemdir við vinnu rannsóknarhóps sem skoðar tengsl erfða og alzheimer TÖLVUNEFND hefur ákveðið að endurskoða skilmála sem nefndin setti vegna rannsóknar á erfðum alz- heimer-sjúkdómsins. Ástæðan er sú að við rannsóknina hafi komið fram hnökrar sem ýmist hafi verið and- stæðir lögum eða leyfinu sem rann- sóknin byggðist á. Tiilvunefnd er nú með til umfjöllunar drög að nýju leyfi sem gerir ráð fyrir að skilmálar verði hertir. Endurskoðað leyfi hefur enn ekki verið formlega afgreitt í nefnd- inni. í apríl 1998 gaf tölvunefnd út leyfi til Jóns Snædal, Pálma Jónssonar, Björns Einarssonar og Sigurbjöms Björnssonar, sem allir eru sérfræð- ingar í lyf- og öldrunarlækningum, til að vinna með persónuupplýsingar, þ.á m. lífssýni, vegna rannsóknar á erfðum alzheimer-sjúkdómsins. Leyfið var bundið sömu skilmálum og tölvunefnd hafði sett um önnur skyld samstarfsverkefni lækna og Islenskrar erfðagreiningar en þeir voru grundvallaðir á samkomulagi nefndarinnar og IE um fyrirkomulag tæknilegra og skipulagslegra ráð- stafana til að vernda persónuupplýs- ingar. Ekki tekið fram að setja ætti saman samanburðarhóp Tölvunefnd setti sérstakan tilsjón- armann með rannsókninni. í júlí 1999 barst tilsjónarmanni ábending um að í rannsókninni væri verið að safna upplýsingum um aðra einstakl- inga en þá sem tilgreindir væru í lýs- ingu leyfis tölvunefndar á vísinda- rannsókninni, þ.e. fólk í samanburð- arhópi. Kom þar fram að tveir tauga- sálfræðingar, starfsmenn Þjón- ustumiðstöðvar rannsóknarverkefna ynnu að þessum þætti rannsóknar- innar. Jón Snædal staðfesti þetta við nefndina. I áliti tölvunefndar segir að í um- sókn læknanna til nefndarinnar sé þess í engu getið að ætlunin sé að koma upp samanburðarhópi. Nefnd- in segir að þýðingarmikið sé að um- sóknum til tölvunefndar sé rétt lýst. Rannsóknin ekki unnin í samræmi við rannsóknarleyfið Tölvunefnd hefur gert athugasemdir við hvernig staðið var að rannsókn á erfðum alzheimer-sjúkdómsins. Nefndin telur að við rannsóknina hafi komið fram hnökrar sem ýmist hafí verið andstæðir lögum eða leyfí tölvunefndar. einstaklinga þegar verið var að afla nýrra þátttakenda í rannsóknina. „Þetta er ekki skilningur okkar sem að þessari rannsókn höfum staðið frá upphafi og óskiljanlegt að þessu skuli hafa verið haldið fram,“ segir í bréfi Jóns til tölvunefndar. Jafn- framt tilkynnti hann að læknirinn myndi ekki halda áfram þátttöku í verkefninu. Gagna aflað með ólögmætum hætti Jafnframt er gerð athugasemd við að þeir sem gáfu samþykki sitt fyrir þátttöku í samanburðarhópnum hafi fengið í hendur eftirfarandi texta: „Rannsóknin hefur hlotið samþykki tölvunefndar og vísindasiðanefnd- ar.“ Tölvunefnd segir í áliti sínu að nefndin hafi aldrei samþykkt þetta og leggur að ábyrgðaraðila rann- sóknarinnar að breyta texta staðl- aðrar samþykkisyfirlýsingar. Fór um landið og skoðaði sjúkragögn I nóvember 1999 barst tölvunefnd önnur ábending tilsjónarmanns um að læknir, sem ekki var einn þeirra sem fengið höfðu leyfi til rannsókn- arinnar, hefði farið um landið og afl- að nýrra þátttakenda í rannsókninni. „Hafði hann sjálfur skoðað sjúkra- gögn, spurst fyrir um minnisskert fólk og lagt mat á það hvort viðkom- andi væri með alzheimer. Hefðu og borist kvartanir um að þetta hafi gerst ýmist með eða án samþykkis yfirlæknis. Tilsjónarmaður greindi frá því að þegar haft hafi verið sam- band við sjúklinga á grundvelli upp- lýsinga, sem þannig voru fengnar, hafi komið í ljós að hluti þeirra hafi verið ranglega greindur með alz- heimer og málið vakið undrun - bæði þeirra sjálfra og aðstandenda þeirra.“ Þegar tölvunefnd óskaði eftir skýringum á þessu kom fram hjá Jóni Snædal að umræddur læknir hefði tekið yfir rannsóknarþátt Björns Einarssonar. Ekki var þó leitað eftir formlegu samþykki tölvu- nefndar fyrir þessari breytingu sem var þó nauðsynlegt samkvæmt for- sendum fyrir leyfinu. í bréfi Jón Snædals til tölvunefnd- ar kemur fram að umræddur læknir hafi í samtali við hann tjáð þann skilning að rannsóknarhópnum hafi verið heimilt að fara í sjúkraskýrslur í janúar á þessu ári sendi tilsjón- armaður rannsóknarinnar tölvu- nefnd bréf þar sem segir: „Þann 20. janúar var undirrituð við tilsjónar- störf í ÞR. [Þjónustumiðstöð rann- sóknarverkefna] í Nóatúni 17. Kom þá í Ijós mappa með gögnum sem skv. skilmálum tölvunefndar mega ekki koma í ÞR. Gögnin varða að stórum hluta einstaklinga sem ekki eru þátttakendur í alzheimer-rann- sókninni. Um þessa einstaklinga eru ýmsar upplýsingar, s.s. um innlagnir á heilbrigðisstofnunum, lyfjanotkun og samþykkisyfirlýsing vegna svæf- ingar.“ I framhaldi af þessu hélt tilsjónar- maður fund með Jóni Snædal og starfsfólki ÞR þar sem gerð var grein fyrir alvöru málsins. Jafnframt voru gögnin afhent tölvunefnd sem aftur afhenti þau landlækni sem kom þeim til réttra aðila. Tölvunefnd seg- ir ljóst að þessara gagna hafi verið aflað með ólogmætum hætti. Þá gerir tölvunefnd athugasemd við að það hafi borið við að læknar hlutaðeigandi sjúklings hafi ekki fyrst kannað vilja sjúklinganna og aðstandenda þeirra til þátttöku í rannsókninni áður en ábyrgðaraðilar hennai' eða heilbrigðisstarfsmenn á þeirra vegum höfðu samband við þá. í niðurlagi álits tölvunefndar seg- ir: „í bréfi Jóns Snædal, dags. 9. febrúar 2000, er viðurkennt að það sé ljóst að við framkvæmd þessarar rannsóknar hafi komið fram hnökrar á meðferð persónuupplýsinga sem ekki verði fram hjá litið. í ljósi þess sem hér að framan greinir telur tölvunefnd að þar sé hvergi ofmælt. Þegar litið er til þess um hve mörg atriði vinnsla persónuupplýsinga við rannsókn á erfðum alzheimer-sjúk- dómsins hefur ýmist verið andstæð lögum eða leyfi því sem hún grund- vallast á, s.s. hér að framan gi'einh', telur tölvunefnd óhjákvæmilegt að taka skilmála leyfisins til endurskoð- unar.“ Að sögn Páls Hreinssonar, for- manns tölvunefndar, hafa verið lögð fyrir nefndina drög að nýjum og hertum skilmálum vegna rannsókn- arinnar. Hann segir að skilmálarnii' hafi enn ekki fengið formlega af- greiðslu. Tekið skal fram að nafn þess lækn- is sem um tíma tók þátt í rannsókn- inni er þurrkað út í áliti tölvunefnd- ar. Sigurður Guðmundsson landlækn- ir sagði aðspurður að landlæknis- embættið hefði fjallað um mál þessa læknis. Það hefði verið sín ákvörðun að hann hætti þátttöku í rann- sókninni og í því fælist áfellisdómur um störf hans. Að öðru leyti hefði embættið ekki brugðist við þeirri gagnrýni sem hefði beinst að störf- um hans. Sigurður sagði mikilvægt að rannsóknin hefði haldið áfram þrátt fyrir þá hnökra sem orðið hefðu á framkvæmd hennar. Um væri að ræða rannsókn sem vænta mætti að skilaði merkum niður- stöðum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.