Morgunblaðið - 01.11.2000, Side 30

Morgunblaðið - 01.11.2000, Side 30
LISTIR 30 MIÐVIKUDAGUR 1. NÓVEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ Nýjar bækur • Út er komin ný bók eftir Krist- ínu Steinsdóttur og heitir hún Krossgötur. I fréttatilkynn- ingu segir: „Kristín hefur margoft sýnt að hún er einn fremsti bama- og unglingabókahöf- undur þjóðarinn- ar og hafa bækur hennar jafnan hlotið afar góðar viðtökur. Meðal fyrri bóka hennar má nefna Draug- ar vilja ekki dósagos, Franskbrauð með sultu, Vestur í bláinn og Klein- ur og karrí, sem tilnefnd var til Bamabókaverðlauna Reykjavíkur í fyma. í Krossgötum segir frá krökkum í 8. bekk sem em að vinna að verk- efni um íslenskar þjóðsögur í skól- anum. Stína, Addi og Eyvi ákveða að taka fyrir þjóðsöguna Krossgötur á nýársnótt en þau órar ekki fyrir því hvert verkefnið á eftir að leiða þau. Stína óttast að þau séu komin út á vafasamar brautir en Eyva verður ekki haggað. Það endar þó með því að verkefnið verður afdrifaríkt fyrir þau öll. Krossgötur er vönduð og eftir- minnileg saga, hlaðin dulúð og spennu, og lesendur eiga ekki eftir að verða fyrir vonbrigðum.“ Útgefandi er Vaka-Helgafell. Bókin er 128 bls. að lengd, prentuð í Odda. Áslaug Jónsdóttir gerði bók- arkápu. Leiðbeinandi verð er 1.980 krónur. • Út er komin sjálfsræktarbókin Fegraðu líf þitt eftir Victoriu Mor- an. í fréttatilkynningu segir: „Höf- undurinn er þekktur fyrirlesari sem ferðast hefur um víða veröld í leit að hinni vandfundnu leið til fullnægjandi lífs og höfundur fjöl- margra bóka um listina að lifa. Bókin, sem er sérstaklega skrifuð fyrir konur, afhjúpar 70 leyndar- mál um hvemig hægt er að fá það besta út úr lífinu þrátt fyrir annríki nútímans." Þóra Sigríður Ingólfsdóttir þýddi bókina. Bókaútgáfan Salka gefur bókina útoghún er 248 blaðsíður. Leið- beinandi verð er 2.980 krónur. • Út er komin bók sem ber heitið 1000 gátur - 1000 spennandi og skemmtilegar gátur fyrir börn á öllum aldril I fréttatilkynningu segir: „Gátur hafa lengi verið vinsæl dægradvöl, enda er fátt skemmtilegra en að kljást við spennandi gátu. í þessari bók em afar fjölbreytilegar gátur sem hæfa öllum í fjölskyldunni. Hér hefur verið tekið saman í eina bók endurskoðað efni bókanna 444 gátur og 555 gátur, sem lengi hafa verið ófáanlegar, að viðbættri gátu númer 1000! Aldrei fyrr hafa birst á íslensku jafnmargar gátur í einni bók. Hér er að finna nýjar gátur og gamlar, langar og stuttar, léttar og erfiðar, en allar eru þær smellnar og skemmtilegar. Bókin hentar hvar sem er og efnið lífgar alls staðar upp á tilveruna. Tilvalið er að hafa hana við höndina heima og í skólanum, í bílnum eða sumar- bústaðnum. Bókin er ríkulega skreytt líflegum teikningum. 1000 gátur er bók fyrir alla fjölskyld- una, því enginn er of gamall til að spreyta sig á góðum og gáskafull- umjgátum." Utgefandi er Vaka-Helgafell. Bókin er 205 bls. að lengd, prentuð hjá Odda hf. Börge Jensen safnaði efninu, Jörgen Clevin teiknaði myndirnar, en Sigurveig Jónsdótt- ir þýddi og staðfærði. Björg Vil- hjálmsdóttir hannaði útlit og kápu. Leiðbeinandi verð er 2.980 krónur. • Út er komin bamabókin Leikur á borði eftir Ragnheiði Gestsdóttur. Ragnheiður er mörgum kunn fyr- ir fjölda bóka sem hún hefur samið og myndskreytt og fyrr á þessu ári veitti Fræðsl- uráð Reykjavíkur henni sérstök verðlaun fyrir framlag hennar til bamabóka og barnamenningar. I bókinni segir frá Sóleyju, sem er sjálfstæð og klár stelpa. Henni gengur vel að læra en bekkjarsystkini hennar leggjast öll á eitt við að gera henni lífið leitt. Þeg- ar ný stelpa kemur í bekkinn fara óvæntir hlutir að gerast og það á eft- ir að breyta ýmsu í lífi Sóleyjar. Útgefandi er Vaka-Helgafell. Bókin er 112 bls. að lengd, prentuð í Odda. Anna Cynthia Leplargerði bókarkápu. Leiðbeinandi verð er 1.980 krónur. Ragnhciðor Gestsdóttir MYNDLIST Stöðlakot DAMASK GEORGJENSEN Opið alla daga frá 14-18. Til 5. nóvember. Aðgangur ókeypis. DÖNSKU þjóðinni hefur tekist flestum öðrum þjóðum betur að halda utanum og rækta arfleifð fortíðar ásamt neistanum að baki sköpunarferlisins, þeim hefur lærst að hugsa í meiri víðernum og lengri tímabilum. Má ótvírætt telja grunninn að útbreiðslu danskrar hönnunar og hugvits um allan heim, allt frá smæstu ein- ingum í daglegri notkun til risa- vaxinna verkefna í húsagerðar- list. Hið upprunalega og varanlega í vinnubrögðunum höfðar til fólks hvar sem er í heiminum, gerendur eru þá ekki að stytta sér leið að markinu með sífellt nýjum tæknibrögðum, gerviefnum og glæsilegri umbúð- um heldur leitast við að höndla hið ekta og jarðtengda. Fyrir skömmu átti ég væna dagstund f Hróaskeldu, þar sem menn voru í óða önn að smíða stór víkingaskip, í einu og öllu með sömu aðferðum og verkfærum og vfkingarnir. Ekki fyrir sýndar- mennskuna eða til notkunar í hreyfimyndir af neinu tagi, heldur hávísindalegum tilgangi og útvíkk- unar á víkingasafninu á staðnum. Að horfa á vinnubrögðin framkall- aði yfirhafnar kenndir er hrísluð- ust um allan skrokkinn. Til þess að rækta arfleifðina á aðskiljanleg- ustu sviðum eru fremstu lista- menn og hönnuðir þjóðarinnar virkjaðir, þannig hermdi ég fyrr á árinu frá sýningu á risavöxnum góbelínteppum í Kristjánsborgar- höll, þar sem myndefnið var sótt í sögu Danmerkur, en prófessor Bjorn Norgaard, einn framsækn- asti listamaður þjóðarinnar, höf- undurinn að baki. Þessar kenndir eni dálítið í ætt við stemmninguna sem skapast af fagurlega dúkuðum borðum, til að mynda þá er damaskdúkar töfra fram um leið og þeir dala niður yf- ir borðin, auganu hátíð. Kem að þessu hér vegna þess að góbelín- teppin voru ofin á heimsþekktu verkstæði í París, en reitirnir yfir þeim eru kfæddir damaski frá verkstæði Georg Jensen Damask, og mynstrið teiknað af nefndum Bjorn Norgaard. Gilt handverk í vefnaði hefur verið auganu gleðigjafi frá fyrstu tíð og um leið og menn hafa tekið nútæknina í þjónustu sína við framleiðsluna leita þeir æ meira til fortíðar að upprunalegum hug- myndum í gerð og efnasamsetn- ingum. Þannig hafa þeir rannsak- að hinn gullbryddaða brúðarkjól Margrétar I Danadrottningar, þjóðhöfðingja allra Norðurlanda við stofnun Kalmarsambandsins, og yfirfært mynstrið á röngunni í damaskvef. Ekki svo að mynstrið á réttunni hafi verið öðruvísi, held- ur var það svo máð að ekki var mögulegt að greina það að gagni, hins vegar hafði það varðveist full- komlega á röngunni! Nýjasti dúkurinn frá verkstæð- inu hefur fengið nafnið „Dúkur Margrétar drottningar", og er byggður á nefndu munstri sem er silkibrydd með ítölskum stílein- kennum frá 12.-13. öld. Að þessu er vikið vegna kynn- ingarsýningar á damaskdúkum í Stöðlakoti við Bókhlöðustíg, sem A. Ragnheiður Thorarensen stendur fyrir. í fyrri skrifum hef- ur verið greint frá því hve hús- næðið er hentugt fyrir smærri hönnunarsýningar og óhætt er að árétta það hér í ljósi þess hve fag- urlega dúkarnir bera við hvítkalk- aða og hlaðna veggina. Hér kemur það fram sem Danir leggja svo mikla áherslu á, að hlutinir njóti sín og umhverfið dragi fram eðli og eiginleika þeirra til hins ýtr- asta. A sýningunni má sjá gott úr- val yfirmáta fagurra borðdúka og því sem þeim heyrir til, og lær- dómsríkt hvernig hinir snjöllu hönnuðir leita í arfinn, hvort tveggja hvað munstrin snertir og sjálfa söguna, meðal annars í æv- intýri H.C. Andersens. í litla gamla bænum Stöðlakoti andar þannig fortíðin í tvennum skilningi á gestinn þessa dagana, annars vegar rýmið sjálft og hinir hlöðnu veggir, hin vandaða smíð innra byrðis, hins vegar aldagömul hefð í stásslegum vefum, ígildi margs hins besta í danskri þjóðarsál. Bragi Asgeirsson Að rækta arfínn Morgunblaðið/Bragi Ásgeirsson Fínir damaskdúkar bera frábærlega vel við hvitkalkaða hlaðna veggi Stöðlakots þessa dagana, auganu hátíð. Reutcrs Púritanarnir sýndir í Sevilla ITALSKA sópransöngkonan Mari- ella Devia syngur hér hlutverk lafði Elviru Dalton úr óperunni „I Purit- ani“ sem e.t.v. má útleggja sem Púritanarnir, ásamt kór á æfingu í Teatro de la Maestranza í Sevilla á Spáni. Óperan, sem er verk Vincenzo Bellinis, verður á fjölum leikhússins nú í' haust.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.