Morgunblaðið - 01.11.2000, Qupperneq 32
32 MIÐVIKUDAGUR 1. NÓVEMBER 2000
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
Fjölbreyttar útgáfubækur bókaútgáfunnar Æskunnar haustið 2000
Þrjár nyjar barnabækur o g ævi-
saga Olafs biskups Skúlasonar
Adda Árni Þorgrímur
Steina Björnsdóttir Árnason Þráinsson
BÓKAÚTGÁFAN Æskan gefur út
eftirtaldar bækur í haust.
Geitungurinn 3 eftir Ái'na Árna-
son með teikningum eftir Halldór
Baldursson er þriðja heftið í flokki
verkefnahefta handa börnum sem
vilja læra að lesa. Heftið er 48 bls. í
brotinu A4.
LÍ SONG eftir Öddu Steinu
Björnsdóttur með teikningum eftir
Margréti Laxness segir frá Song,
fjölskyldu hans og vinum. Þau eiga
heima í litlu þorpi í Kína, skammt
neðan varnargarðs við stöðuvatn.
Eftir að rignt hefur dögum saman
brestur garðurinn og vatn fossar
fram og færir þorpið á kaf. Bókin er
gefín út í samvinnu við Rauða kross
Islands.
Kýrin sem hvarf er verðlauna-
saga eftir Þorgrím Þráinsson rithöf-
und og Þórarin F. Gylfason mynd-
listarmann úr barnabókasamkeppni
Búnaðarbankans, Sjóvá-Almennra
og Æskunnar 2000. Sagan greinir
frá Rúti litla sem fær bréf frá
frænku sinni þess efnis að hún vilji
gefa honum kálf í afmælisgjöf, kálf
sem ekki er enn fæddur. Bókin er 32
bls.
Svartiskóli er fyrsta bók ungra
höfunda, þeirra Ólafs Sindra Ólafs-
sonar og Ragnars Þór Péturssonar.
Bókin er í tölvuskeytastíl um ungl-
inginn Kobba sem er uppfullur af
ástríðum og pælingum um lífið,
samferðafólk og umhverfi. Bókin er
200 bls.
Þýddar barnabækur
I flokki þýddra barna- og ungl-
ingabóka koma út ellefu bækur á
vegum Æskunnar ehf.:
Veröldin okkar eftir Angelu
Wilkes í þýðingu Árna Árnasonar,
Guðna Kolbeinssonar og Sigrúnar
Á. Eiríksdóttur er myndskreytt bók
með fjölfræðilegu efni íyrir börn. í
bókinni eru yfir 800 litmyndir, skýrt
lesmál og einföld verkefni. Bókin er
320 bls.
Fyrsta orðabókin er heppileg bók
til að kenna bömum helstu orðin í
hversdaglegum orðaforða. Bókin 48
bls., með skýrum myndum og ein-
földu og litríku útliti.
Malla fer í leikskóla og Malla fer
í sund eftir Lucy Cousins fjallar um
Möllu mús sem börnin þekkja úr
sjónvarpinu. Með því að lyfta flipa
eða toga í sepa þá eru börnin í leik
með Möllu við að mála og leika sér
eins og börn gera í leikskóla. Hvor
bók er 16 bls.
Fingurætan eftir Dick King
Smith með teikningum eftir Arthur
Robins. Sagan gerist á norðlægum
slóðum. Þar stafar mannfólkinu
mikil ógn af jarðálfinum Úlfi fingur-
ætu. Þetta er bók fyrir unga lesend-
ur. Bókin er 64 bls.
Litli ofurhuginn eftir Jon Blake
með teikningum eftir Martin Chatt-
erton segir frá dóttur mesta ofur-
huga í heimi sem þráir að sýna jafn
ótrúleg ofdirfskuatriði og pabbi
hennar. Þetta er bók fyrir unga les-
endur. Bókin er 64 bls.
Eva & Adam - kvöl og pína ájól-
um eftir þá Máns Gahrton og Johan
Unenge í þýðingu Andrésar Ind-
riðasonar er fimmta bókin sem
Æskan ehf. gefur út um unglingana
Evu og Adam. Bókin er 140 bls.
Pési vinur minn og töfraskórnir
& arabahöfðinginn vinur minn eru
tvær sögur í sömu bók eftir Ulf
Stark í þýðingu Sigrúnar Á. Eiríks-
dóttur. Sögurnar eru að nokkru
leyti byggðar á reynslu höfundar.
Ymsar hliðar vináttunnar eru tekn-
ar fyrir. Bókin er 176 bls.
Ógnaröfl - 2. hluti, bækur 1, 2 og
3 eftir Chris Wooding í þýðingu
Guðna Kolbeinssonar. Ógnaröfl er
bókaflokkur um ævintýri, ástir og
svik. Guðni Kolbeinsson hlaut
barnabókaverðlaun Reykjavíkur
fyiir þýðingu sína á 1. hluta Ógnar-
Oafla. Hvor bók er 180 bls.
Ævisögur og endurminningar
Undir merki Almennu útgáfunnar
koma út tvær bækur.
Magnús organisti eftir Aðalgeir
Kristjánsson greinir frá Magnúsi
Einarssyni sem var brautryðjandi í
söng- og tónlistarlífi Akureyrar um
og fyrir síðustu aldamót. Bókin er
248bls.
Ólafur biskup - æviþættir.
Ólafur Skúlason biskup lýsir hér
lífshlaupi sínu, lýsir kynnum af fjöl-
mörgu fólki, fjallar um menn og
málefni og átök sem áttu sér stað
innan kirkjunnar á starfstíma hans.
Björn Jónsson skráði. Bókin er 400
bls.
Þýdd skáldverk og handbækur
Undir merki Almennu útgáfunnar
koma út:
Fyrir norðan lög og rétt eftir
Ejnar Mikkelsen í þýðingu Hlés
Guðjónssonar. „Hinn þekkti danski
heimskautafari Ejnar Mikkelsen
skrifaði þessa áhrifamiklu skáld-
sögu um veiðimanninn Sachawachi-
ak og innrás siðmenningarinnar í líf
hans. Bókin er 158 bls.
Gegn einelti - handbók fyrir
skóla. Höfundar: Sonia Sharp og
Peter K. Smith. Ingibjörg Markús-
dóttir sálfræðingur þýddi. „í bók-
inni er fjallað um hagnýtar leiðir
fyrir skóla í baráttunni gegn einelti.
Bókin er 104 bls.
Birgir - hvernig skólinn kemur
til móts við ofvirkan, misþroska
dreng er bók sem byggist á rann-
sóknarverkefni Margrétar Jóels-
dóttur sérkennara. Bókin greinir
frá tilviksrannsókn hennar um níu
ára ofvirkan og misþroska dreng
með sérstaka námsörðugleika. Bók-
in er 206 bls.
Félagsstarf og frístundir ís-
lenskra unglinga eftir Þórólf
Þórlindsson, Kjartan Ólafsson, Við-
ar Halldórsson og Ingu Dóru Sig-
fúsdóttur greinir frá könnun sem
fór fram árið 1997 að frumkvæði
íþrótta- og tómstundaráðs Reykja-
víkur. Bókin er 160 bls.
Sungið með fullri reisn
BRESKA kvikmyndin „The Full
Monty,“ eða Með fullri reisn eins og
hún hét á íslensku naut gífurlegra
vinsælda víðast hvar fyrir nokkrum
árum.
í sumar gafst landsmönnum sið-
an tækifæri á að virða fyrir sér ís-
lenska útgáfu verksins og er sög-
usviðið þá gert að bæ úti á landi.
Með fullri reisn hefur nú einnig ver-
ið sett á fjalirnar í Bandaríkjunum
og er þar orðið að söngleik á fjölum
Eugene O’Neill-leikhússins á
Broadway í New York.
„Kristalnætur44 minnst
í Goethe-Zentrum
FYRIR Þjóðverjum er 9. nóvember
ekki eingöngu gleðidagur þar sem
fólk minnist falls Berlínarmúrsins
1989. Þetta er einnig dagur sorgar
og ógnar því að kvöldi þessa dags
árið 1938 hófst hin svokallaða
„Kristalnótt" sem markaði upphafið
að ofsóknum nasista á hendur gyð-
ingum.
Þessa nótt var kveikt í bænahús-
um gyðinga um gjörvallt Þýskaland
og verslanir í eigu gyðinga voru
rændar og lagðar í rúst.
Til að minnast hinna skelfilegu
viðburða fyrir rétt rúmlega 62 árum
verður þýska heimildarkvikmyndin
„Herr Zwilling und Frau Zucker-
mann“ sýnd í Goethe-Zentrum á
Lindargötu 46, annað kvöld,
fimmtudagskvöld, kl. 20.30.
Myndin, sem í fyi-ra var tilnefnd
til Evrópsku kvikmyndaverðlaun-
anna sem besta heimildarmynd, er í
fullri bíómyndarlengd og með ensk-
um texta.
I fréttatilkynningu segir: „Sögu-
svið myndarinnar er borgin
Tsjernóvits í vestanverðri Úkraínu,
Úr heimildarmyndinni.
skammt frá rúmensku landamærun-
um. Borgin, sem áður fyrr var mið-
stöð gyðinglegrar menningar í hinu
fjölþjóðlega héraði Búkóvínu,
heyrði eitt sinn undir Austurríki og
síðan undir Rúmeníu áður en hún
varð sovésk, þar næst þýsk, svo aft-
ur sovésk og loks úkraínsk. Um
tíma var helmingur íbúanna gyðing-
ar en aðeins fáir þeirra lifðu af þá
nauðungarflutninga í einangrunar-
búðir sem Þjóðverjar og Rúmenar
fyrirskipuðu. Meðal hinna eftirlif-
andi eru vinirnir Matthias Zwilling
og Rosa Zuckermann sem bæði eru
þýskumælandi. Hvert einasta kvöld
heimsækir hinn sjötugi Zwilling
hina níræðu Zuckermann til að
ræða um liðna tíma, stjórnmál og
bókmenntir og efnahagsvandamál
líðandi stundar.
Leikstjórinn Volker Koepp fær
gamla fólkið til að segja fi-á þjáning-
arfullri ævi sinni. Hann er þolin-
móður hlustandi og næmur spyrill
sem að auki veitir áhorfandanum
innsýn í nær óþekkta veröld í út-
jaðri Evrópu. Hann fylgist með há-
tíðahöldum í bænahúsi gyðinga og
sýnir grafreiti héraðsins en farið var
ránshendi um fjölskyldugrafir
beggja aðalpersónanna á síðustu ár-
um.“
Aðgangur að myndinni er ókeypis
og öllum heimill.
Nýjar bækur
• Út er komið Almanak Þjóð-
vinafélagsins 2001 í 127. sinn, en
það kom fyrst út í Kaupmannahöfn
árið 1874.
Alla tíð síðan hefur almanakið
komið út á vegum Þjóðvinafélags-
ins og um langa hríð í samprenti
með Almanaki Háskóla íslands.
Auk almanaksins sjálfs hefur ár-
bók íslands alltaf verið fastur liður
í ritinu og má þannig finna í
almanökum Þjóðvinafélagsins sam-
fellda yfirsýn yfir sögu 20. aldar
og aftur á 19. öld.
I fréttatilkynningu segir:
„Almanak Þjóðvinafélagsins fyrir
árið 2001 er í lengra lagi, 216 bls.
að stærð. Þorsteinn Sæmundsson
stjörnufræðingur hefur reiknað og
búið almanakið sjálft til prentunar,
en árbókina fyrir árið 1999 ritar
Heimir Þorleifsson sagnfræðingur.
I þessari árbók er ítarlega fjallað
um alþingiskosningarnar 1999 og
stjórnmál ársins. Þá er að venju
yfirlit um árferði, atvinnuvegi,
íþróttir, verklegar framkvæmdir,
mannalát og margt fleira.“
Forseti Hins íslenska þjóðvina-
félags er Ólafur Ásgeirsson þjóð-
skjalavörður. Umsjónarmaður
almanaksins er Jóhannes Hall-
dórsson cand.mag. Prentsmiðjan
Oddi prentaði ritið og það er Sögu-
félag, Fischersundi 3, sem sér um
dreiíingu.
Almanakið fæst í bókaverslun-
um um land allt og kostar 1.450
krónur.
Unnt er að gerast áskrifandi hjá
Sögufélagi og þar eru einnig fáan-
legir eldri árgangar.
M-2000
Miðvikudagur
BORGARLEIKHÚSIÐ KL. 20
Prag
* Bohemia Family Project. Gates eftir
Jan Kodet.
* Domino Dance Company: Love,
They Call It eftir Lenka Ottova.
Bergen
* Cecilie Lindeman Steen: 180157
56780 eftir Ina Kristel Johannessen.
KAFFILEIKHÚSIÐ KL. 21
Óvæntir bólfélagar
Ævintýrasveitin Óvæntir bólfélagar í
október eru Magga Stína og dverg-
arnirsjö, nýhljómsveit sem hún mun
skipa barnungum hljóöfæraleikurum.