Morgunblaðið - 01.11.2000, Side 43

Morgunblaðið - 01.11.2000, Side 43
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR MIÐVIKUDAGUR 1. NÓVEMBER 2000 43 JON HILMAR SIGÞÓRSSON + Jón Hilmar Sig- þdrsson fæddist í Reykjavík 21. oktd- ber 1955. Hann lést á Landspítalanum við Hringbraut 16. oktd- ber síðastliðinn og fdr útför hans fram frá Langholtskirkju 24. oktdber. Okkur langar í örfá- um orðum að minnast vinar okkar og sam- starfsmanns Jóns Hilmars Sigþórssonar. Þegar haustar að og veturinn boðar komu sína kveður Jón okkur langt um aldur fram. Þó að við vissum hve sjúkdómurinn var eríiður þá kemur andlátsfregnin á óvart því maðurinn er þannig gerður að við höldum í vonina meðan lífíð endist. Jón var trúaður og ég held að hann hafi haft fullvissu um að það væri ann- ar staður sem tæki við þegar við fær- um héðan. En hvernig sem það er þá erum við viss um að Jón lendir þang- að sem betra og skemmtilegra fólkið fer. Jón var lærður smiður en hann var ekki bara smiður heldur var hann smiður af guðs náð. Hann gat gert allt sem hugur og hönd þurftu að vinna saman að. Mér er minnisstætt þegar við Jón kynntumst fyrst. Þá var hann að byrja að vinna með mér sem park- etmaður. Ég var vanur því að menn þyrftu langa æfingu til þess að ná tök- um á því sem til þarf að inna það starf vel af hendi, en ekki hann Jón. Þegar ég hafði verið með honum í u.þ.b. tvo tíma þá vissi ég að ég hafði þar ekkert meira að gera, hann sá strax hvemig átti að vinna verkið. Svona var allt sem Jón kom nálægt, hann vissi alltaf hvemig best var að standa að hlutun- um svo að þeir væm sem best af hendi leystir. Það var afskaplega gott að vinna með honum Jóni, í öll þau ár sem við unnum saman man ég aldrei eftir öðm en það væri gaman í vinn- unni, ekki af þvi að vinnan væri svo skemmtileg heldur af því að hann gerði vinnuna skemmtilega. Dagur- inn byrjaði og endaði á léttu nótunum. Hann gat gert spaug úr öllu, meira að segja eftir að hann greindist með krabbann gat hann spaugað með sjúkdóminn og hann kvartaði minna en sumir sem ekkert amar að. Jón var vinafastur og átti marga góða vini og kunningja sem hann ræktaði sam- bandið við. Fjallaferðimar og veiði- ferðimar með félögunum vom í miklu uppáhaldi. En öll ferðalög enda um síðir og hann Jón hefur nú farið í sitt síðasta ferðalag. En ég veit að þeir gleyma ekki vini sínum og minnast allra spaugsyrðana og hnyttnu til- svarana hans, hann verður áreiðan- lega með þeim í öllum þeirra ferðum um ókomin ár. Hann vai- hjálpfús við vini sína, alltaf boðinn og búinn til að rétta hjálparhönd. Hræddur er ég um að við höfum ekki þakkað það sem skildi heldur tekið sem sjálfsagðan hlut. Jón var ungur þegar hann missti pabba sinn. Ef til vill var það þess vegna sem honum var svo umhugað um að vera góður faðir. Þó að árin væm alltof fá sem honum auðnaðist að vei-a með Halla sínum þá var hann meira með honum en mai'gir feður a Minningarkort Hjartaverndar 535 1825 Gíró- og greiðslukortaþjónusta gera á miklu fleiri árum. Og þegar árin líða og Halli verður fullorðinn þá veit ég að stundun- um með pabba gleymir hann ekki. Þegar við sitjum hér og skrifum þessar línur og látum hugann reika kemur svo margt skemmtilegt upp í hugann, þannig vildi Jón líka öragglega láta minnast sín, hann var lítið gefin fyrir vol og vfl. Elsku Helga, Halli og aðrir ástvinir, ykkar missir er mestur en allar góðu minningarnar sitja eftir hjá okkur öllum og létta okkur sorg- ina. Við emm heppinn að hafa fengið að vera samferðamenn Jóns Hilmars. Sigurður og Þurý. Haustið er komið og laufin farin að falla af trjánum. Eins er með vin okk- ar Jón, hann hefur kvatt þetta líf. Eft- ir erfiða baráttu við illvígan sjúkdóm varð hann að lúta í lægra haldi. Að setjast niður og skrifa minningar- grein um sinn besta vin er ekki auð- velt og virkilega sárt. Við kynntumst Jóni og Helgu fyrst í gegn um rallið en svo fór að okkar samskipti urðu miklu meiri en bara þar, því við ferð- uðumst saman bæði innanlands og ut- an. Jón var frábær ferðafélagi, því kynntumst við í gegn um tíðina, alveg sama á hverju gekk, alltaf var hægt að ganga að brosinu hjá Jóni vísu og það var gjaman viðkvæðið hjá honum „gaman að þessu, ég hefði ekki viljað missa af þessu“. Einnig var skemmti- legt að fylgjast með honum þegar kom að því að smíða eitthvað. Fyrstu árin vom það rallbflamir sem bám handbragði hans vitni, alltaf snyrti- legir og vel unnir, risið í Drekavogin- um og síðan húsbfllinn sem hlaut nafnið Vinurinn. Minningamar úr sleðaferðunum em einnig ómetanleg- ar. Þær urðu hálfu skemmtilegri þeg- ar maður sá hvað hann naut þeirra. Kæri vinur, þín verður sárt saknað, en við lítum á það sem Guðs gjöf að hafa fengið að kynnast þér og um- gangast. Eisku Helga og Halli, aðrir ætt- ingjar og vinir, ykkarmissir er mikill og við biðjum algóðan Guð að gefa ykkur styrk í sorginni. Rver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibj.Sig.) Kristín, Birgir og böm. Elsku frændi, friðurinn er þinn. Þó að sorgin sé ólýsanlega sár, þá er ekki annað hægt en gleðjast við að hugsa um þig. Léttleikinn var þitt aðals- merki svo ég tali ekki um hjálpsem- ina. Hvort það var fyrsta íbúðin eða kaup á bflum, ekkert var sjálfsagðara en að leita til þín. Það lýsir þér betur en nokkur orð. Það er ekki allt hve lengi maður lifir, heldur hvemig mað- ur lifir lífinu. Þitt lífshlaup er öðmm til eftirbréytni. Bömin mín fá svo sannariega að vita hvaða mann þú hafðir að geyma og verða þau án efa ríkari á eftir. Allt tekur enda í þessu lífi og einhvem tíma á ég eftir að finna fyrii' því, þá verður ekki ónýtt að eiga mann eins og þig að. Það lygnir alltaf á eftir storminum, megi þú öðlast innri Mð og horfa stoltur yfir fjöl- skyldu þína og ættingja, alveg eins og við eram stolt af þér. Hvfl í friði. Elsku Helga og Halli, missir ykkar er mikfll, meira en nokkur orð fá lýst. Megi guð styrkja ykkur. Sigþór Hilmar Guðnason og fjölskylda. Kynni okkar Jóns Hilmai's Sig- þórssonar hófust fyrir aldarfjórðungi eða svo, en stuttu eftir að ég hitti þá sem varð konan mín, kynntist ég þeirri traustu og hlýju vináttu sem sem lengi hefur verið með fjölskyld- um hennar og Jóns Hilmars. Fyrsta vitneskjan um tilvist hans og fólks hans varð með þeim hætti, að er ég kom á heimili tengdaforeldra minna sá ég að þar var uppi mynd af móður með bamahóp og allt var fólk- ið alvarlegt og sorgbitið. Oddný móðir hans hélt á Sigþóm yngstu systur hans nýskírðri, en sorgin sem yfir myndinni var átti þá skýringu að nokkm áður en hún var tekin eða þann 30. janúar 1962 varð m/b Særún fyrir áfalli í Látraröst. Brúna tók af skipinu í brotsjó og fórst fjölskyldu- faðirinn sem á myndina vantaði, Sig- þór Guðnason skipstjóri. Þótt Jón Hflmar hafi þannig ungur orðið að kynnast sorginni, þá var það öðm nær að hún væri áberandi þáttur í lífi hans eða einkennandi fyrir lífs- hlaup hans. Hann var ávallt glaðleg- ur, brá gjaman fyrir sig gamansemi og glettni og var hnyttinn í tilsvömm. Með honum var gaman að vinna, sem og að hlæja og skemmta sér. Hann lærði trésmíði og fórst hvað eina vel úr hendi sem hann tók sér fyrir hendur. Ekki einasta sóttist honum hvert verk vel, heldur var hann jafnframt vandvirkur og ein- staklega úrræðagóður þegar einfald- ar lausnir virtust okkur hinum ekki í sjónmáli. Af smíðum hans þykir mér einna vænst um göngubrú eina, boga- dregna og svo forkunnarfagra, að það er sem maður gangi inn í ævintýra- heim þegar maður gengur yfir hana. Þannig skulum við vinir hans trúa að honum sjálfum líði nú, er hann geng- ur tfl nýrra heimkynna. Jón Hilmar var lánsamur í einka- lífi. Hann og Helga bjuggu sér fallegt heimili í Drekavoginum þai-sem hann undi sér vel í faðmi fjölskyldunnar. íbúðin var og byggð og innréttuð af þeirri natni og smekkvísi, sem mark- aði öll hans störf. Þar átti hann svo athvarf og skjól þegar erfiðleikar og veikindi steðjuðu að og naut hlýrrar umhyggju og umönnunar eiginkonu sinnar. Hafliði sonur þeirra Helgu stendur nú í hliðstæðum sorgarspor- um og Jón Hilmar stóð sjálfur í, sem lítill drengur á myndinni sem getið er hér að framan. Við Hrönn og Maren biðjum Guð að sefa sorg Hafliða, Helgu móður hans, Oddnýjar ömmu hans og þeirra allra sem þótti vænt um Jón Hilmar og gefa þeim fljótt gleði á ný, gjaman líka þeirri lífsgleði, sem bjó með honum og einkenndi líf hans og störf. Kristján Þorbergsson. + Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, MARGRÉT ELÍSABET HJARTARDÓTTIR, Fannborg 8, Kóparvogi, sem andaðist fimmtudaginn 19. október, hefur verið jarðsett í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Þökkum auðsýnda samúð. Hjörtur Bjarnason, Guðrún Sigurjónsdóttir, Halldóra Bjarnadóttir, Ragnar Ingimarsson, Margrét K. Bjarnadóttir, Svandís Bjarnadóttir, Ólafur Karvel Pálsson, Guðrún Bjarnadóttir, Geir Lúðvíksson, Ingimar Bjarnason, Rut Ólafsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, fóstur- faðir, tengdafaðir og afi, PÉTUR GUÐNI EINARSSON Holtastíg 13, Bolungarvík, lést sunnudaginn 29. október. Helga Aspelund, Hannes Pétursson, Sólveig Sveinbjörnsdóttir, Arna Gísladóttir Aspelund, Einar Pétursson, Aníta Ólafsdóttir, Hildur Elísabet Pétursdóttir, Svavar Þór Guðmundsson, Harald Pétursson, Friðþóra Sigfúsdóttir r og barnabörn. + Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, BJÖRG SÆMUNDSDÓTTIR, Kambi 4, Patreksfirði, lést á Sjúkrahúsi Patreksfjarðar mánudaginn 30. október. Sæmundur Jóhannsson, Hrafnhildur Guðmundsdóttir, Kristján Jóhannsson, Jenný Óladóttir, Fríða Valdimarsdóttir, Örn Sigfússon, barnabörn og barnabarnabörn. + Elskuleg móðir mín, tengdamóðir, amma og systir, UNNUR SIGURÐARDÓTTIR frá Bolungarvík, Hagamel 31, Reykjavík, lést á Landspítala Vífilsstöðum mánudaginn 30. október. Sigurður Viggó Kristjánsson, Svanhildur Svavarsdóttir, Kristján Sigurðsson, Inga Valsdóttir, Svandís Unnur Sigurðardóttir og systkini. + Eiginmaður minn, KRISTJÁN ÞORLÁKSSON fyrrv. hvalveiðiskipstjóri frá Súðavík, Álfaskeiði 72, Hafnarfirði, verður jarðsunginn frá Súðavíkurkirkju laugar- daginn 4. nóvember kl. 14.00. Ingibjörg Sigurgeirsdóttir. + Innilegar þakkir sendum við öllum þeim, sem auðsýndu samúð, hlýhug og vináttu við andlát og útför ástkærrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, BÁRU SIGFÚSDÓTTUR, Bjargi við Mývatn. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki og læknum á Fjóðungssjúkrahúsinu Akureyri og Heilbrigðisstofnun Þingeyinga, Húsavík. Jón lllugason, Guðrún Þórarinsdóttir, Sólveig Ólöf lllugadóttir, Birkír Fanndal Haraldsson, Hólmfríður Ásdís lllugadóttir, Sigurður Guðbrandsson, Finnur Sigfús lllugason, Guðrún Jónsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför okkar ástkæru, ASTU PELTOLU SIGURBRANDSDÓTTUR, Finnlandi. Olavi, Vappu og Matti, Oskari og Eini, Tapani, Pirjo, Nina og Satu.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.