Morgunblaðið - 01.11.2000, Side 49

Morgunblaðið - 01.11.2000, Side 49
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. NÓVEMBER 2000 49 UMRÆÐAN „Spænska veikin44 stingur sér niður! A AÐALFUNDI Samtaka fiskvinnslu- stöðva þann 6. okt. s.l. var ýmislegt skrafað um sjávarútvegs- stefnu ESB sem kom undirrituðum sjoánskt fyrir sjónir. I pall- borðsumræðum lét Róbert Guðfinnsson framkvæmdastjóri SH eftirfarandi orð falla (tilv. Fiskifréttir 13. okt.): „Halda menn virkilega að Spánverj- ar og Portúgalir muni ekki gera kröfu til Úlfar þess að fá aflaheimild- Hauksson ir við ísland ef íslend- ingar gerðust aðilar að samband- inu? Ég er ekki í nokkrum vafa. Og enda þótt byggt hafi verið á veiðireynslu þegar núgildandi stefna var ákveðin er ekkert sem segir að sama verði upp á tening- num þegar nýjar þjóðir ganga inn. Þær þurfa að sernja". Gunnar Tómasson stjórnarformaður Þor- bjarnarins sagði: „Eins og staða mála er nú í dag er mikilvægt að sjávarútvegnum sé stjórnað frá hverju ríki fyrir sig. Við sjáum hvað hefur verið að gerast t.d. í Bretlandi þar sem Spánverjar troða sér inn á fölskum forsendum og virða svo engar leikreglur á miðunum...“. Friðrik J. Arngríms- son framkvæmdastjóri LIU þuldi upp ummæli eftir danskan starfs- bróður sinn: „Innan ESB er röðin þessi: Spánn, Spánn, Spánn, síðan kemur Portúgal, aðeins Italía, pínulítið Bretland og Holland og svo Spánn, Spánn...“. Það verður að segjast eins og er að ummæli þessara ágætu manna eru vægast sagt óvísindaleg og ekki til þess fallin að lyfta Evrópu- umræðu á íslandi upp á hærra plan. Aflaheimildir Veiðireynsla er forsenda fyrir kvótaúthlutun og í norska aðildar- samningnum var miðað við árin 1989-1993. Engin ESB-þjóð getur því rökstutt kröfu um veiðiheimild- ir á íslandsmiðum á þessari for- sendu. Fyrir utan veiðireynslu byggist úthlutun veiðiheimilda á mikilvægi sjávarútvegs fyrir við- komandi ríki - hvort tveggja vinn- ur því með okkur ef til aðildar- viðræðna kæmi. I EES ferlinu viðurkenndi ESB gríðarlegt mikil- vægi fiskveiða fyrir fsland og dró allar kröfur sínar um veiðiheimild- ir til baka. Það er engin ástæða til að ætla að ESB muni snúa við blaðinu hvað þetta varðar. Aðildar- viðræður snúast um að finna klæðskera- saumaða lausn fyrir ríkið sem sækir um aðild. Markmiðið er ekki að grafa undan lífsviðurværi viðkom- andi þjóðar - slíkt samrýmist ekki stefnu ESB. Sameiginleg stefna - allra hagur Sjávarútvegsstefn- an er einstök tilraun ríkja sem hafa sameiginleg markmið við fisk- veiðistjórnun á fiskistofnum sem þau deila sín á milli. í ESB ná fiskveiðihagsmunirnir nær undan- tekningalaust út fyrir lögsögu þjóðríkja en slíkt heyrir til undan- tekningar hér á landi. Það ætti því ekki að koma á óvart að það skuli taka lengri tíma að finna lausn á fortíðarvanda offjárfestinga og óstjórnar í sjávarútvegi í ESB en á íslandi. Innan ESB er nokkuð góð sam- staða um að núverandi fiskveiði- stjórnunarkerfi, sem byggist á hámarksafla og ríkjakvótum sem ríkin síðan úthluta eftir eigin höfði, sé það besta sem völ er á við þær aðstæður sem eru ríkjandi í ESB. Samstaða er einnig um að kerfið verði að bæta. Það hefur löngum þótt þægileg undankomuleið að kenna öðrum um órækt í eigin garði. Þannig hafa Bretar kennt Spánverjum um nánast allt sem miður hefur farið í breskum sjávarútvegi og sakað þá um að virða ekki leikreglur. í skýi-slu sem unnin var af þing- nefnd neðri deildar breska þings- ins er niðurstaðan sú að þessar ásakanir séu ekki á rökum reistar heldur sé um að ræða reyfara- kenndan sálfræðihernað af hálfu Breta. I skýrslu um svokallað kvótahopp er unnin var við háskól- ann í Portsmouth kemur fram að öllum breskum skipum sé heimilt að sigla með afla. Arið 1996 var um 30 prósentum af kvóta Breta landað erlendis. Uppistaðan kom frá skipum sem ekki eru kvóta- hopparar og einungis 3,5 prósent- um var landað á Spáni! Það er því augljóst að kvótahoppið er ekki ástæða þess að fiski er landað utan Bretlands. Skýrsluhöfundar kom- kvæmt gildandi kerfi, hækka aðeins um 2.600 kr. á mánuði eftir þrjú ár þegar breytingin á bamabótunum er að fullu komin til framkvæmda. Skýr- ingin er m.a. sú að í nýju kerfi fellur niður á móti tæplega 32 þúsund króna viðbótargreiðsla sem hjónin fengu áður vegna yngra bamsins. Bótafjárhæðirnar og skerðingar- mörkin í gildandi barnabótakerfi hafa ekki heldur haldið í við verðlag frá árinu 1995, en bamabætur væru annars 9% hærri í dag. Þær eiga að hækka um rúm 5,5% á næsta ári, síð- an um 3% 2002 og 2,75% á árinu 2003. Miðað við verðbólguspár munu bóta- fjárhæðirnar sennilega ekki að raungildi ná því á árinu 2003, sem þær ættu að vera í dag hefðu bóta- fjárhæðirnar haldið í við verðlag frá árinu 1995. Kosningaloforð stj órnarflokkanna Framsóknarflokkurinn stendur ekki við kosningaloforð sitt um að greiddar verði 30 þúsund krónur á árinu vegna allra barna. Þeir standa að hálfu við loforðið því greiddar verða barnabætur vegna um 30 þús- und barna að 7 ára aldri. Fastar ótekjutengdar barnabætur koma ekki vegna um 38 þúsund barna á aldrinum 7-15 ára. Landsfundur o ts Hvorki spænsk skip né skip annarra ESB þjóða, segir Úlfar Hauksson, myndu gera innrás á Islandsmið ast að þeirri niðurstöðu að kvóta- hoppið sé ekki efnahagslegt vandamál heldur sé um pólitískan og þjóðernislegan áróður að ræða. Undirritaður þorir að fullyrða að hvorki spænsk skip né skip annarra ESB þjóða myndu gera innrás á Islandsmið gerðumst við aðilar að ESB. Undirritaður mun fjalla nánar um kvótahopp í nóv- emberhefti Ægis - tímarits Fiski- félagsins. Hagsmunir og áhrif EES-samningurinn tryggði ís- lendingum aðgang að innri mark- aði ESB og er um að ræða því sem næst fulla aðild - aðild án atkvæð- is. Við fulla aðild fengist tillögu- og atkvæðisréttur í öllum nefnd- um, vinnuhópum og stofnunum ESB og við gætum fylgt málum eftir frá upphafi til enda og þannig styrkt fullveldi okkar í samfélagi við aðrar þjóðir sem sett hafa sér áþekk markmið. Innan ESB er sérfræðiþekking í hávegum höfð. I ljósi sérstöðu Islendinga á sviði sjávarútvegs er óhætt að fullyrða að vægi okkar í öllum vinnuhópum og nefndum tengdum sjávarútvegi yrði mikið værum við aðilar að sambandinu. Samfara því að tryggja hagsmuni okkar í sjávar- útvegi gætum við haft veruleg áhrif á þróun sjávarútvegsstefn- unnar því þrátt fyrir smæð þá er Island stórveldi á sviði sjávarút- vegs. Samt sem áður hafa íslensk stjórnvöld útilokað aðild og bent á sjávarútvegsstefnuna sem óyfir- stíganlegan þröskuld. Jafnframt hefur því verið borið við að aðild borgi sig ekki. Við myndum greiða meira til ESB en við gætum vænst að fá til baka. I ritstjórnargrein í fréttabréfi Samtaka iðnaðarins (okt.) varar Sveinn Hannesson við því að dregin séu fram örfá atriði í þessu sambandi en öðrum sleppt sem erfitt er að verðmeta. Sveinn tekur dæmi: „Skiptir okkur engu þó að íslensk heimili og fyrirtæki þurfi að borga helmingi hærri vexti af lánunum en í nágranna- löndunum? Skiptir engu að vitað er og viðurkennt að matvælaverð í ESB er mun lægra en hér á landi? Skiptir engu máli að íslensk fyrir- tæki þurfa enn að búa við sveiflur í tekjum og afkomu vegna gengis- sveiflna íslensku krónunnar? Hvað kostar að halda áfram með eigin gjaldmiðil, handónýta mynt, sem hvergi er gildur gjaldmiðill nema á íslandi? Skiptir engu máli að er- lendir aðilar eru tregir til að fjár- festa hér vegna þess að við erum ekki aðilar að ESB? Hvernig er hægt að reikna út að ESB aðild komi ekki til greina án þess að taka ofangreind atriði inn í það reikningsdæmi?" íslendingar verða að koma sér upp úr skotgröfunum og ræða þessi mál af fullri alvöru og skyn- semi. Höfundur er stjórnmálafræð- ingTir og vinnur sjálfstætt að Evrópurannsóknum. wuiBBfgsYSTAa jiiiBnrta í hyikjum Sólhattur Styrkur Fæst í apótekum owmim* Sjálfstæðisflokksins skoraði á ríkis- stjórnina rétt fyrir kosningar á sl. ári að afnema tekjutengingu barnabóta eða að öðrum kosti að taka upp per- sónuafslátt fyrir hvert barn frá fæð- ingu til 18 ára aldurs, sem foreldrar gætu nýtt. Þrátt fyrir auknar bama- bætur, þökk sé verkalýðshreyfing- unni, standa eftir svikin loforð stjórn- arflokkanna. Höfundur er alþingismaður. O HELLUSTEYPA JVJ Vagnhöfða 17 112 Reykjavík Sími: 587 2222 Fax: 587 2223 Gerið verðsamanburð Tölvupöstur: sala@hellusteypa.is Ertu góður stjórnandi? Við leitum að hæfileikaríkum og metnaðarfullum einstaklingi til starfa hjá Íslandsbanka-FBA. Forstöðumaður útibúaþjónustu Útibúaþjónusta er miðlæg eining sem þjónar útibúaneti bankans á sviði bakvinnslu, gæðamála, árangursmælinga, fræðslu og ráðgjafar til útibúa. (útibúaþjónustu starfa á níunda tug samhentra starfsmanna með mikla og fjölbreytta þekkingu og reynslu að baki. Mikilvægi útibúaþjónustu felst ekki síst í að styðja við öflugt sölu- og ráðgjafarstarf í útibúum bankans. Útibúaþjónusta tilheyrir viðskiptabankastarfsemi (slandsbanka-FBA. Til viðskiptabanka teljast 31 útibú, 39 hraðbankar, beinlínutengingar við viðskiptavini, símaþjónusta, þjónustumiðstöð fasteignaviðskipta og netbanki.is auk markaðsdeildar og útibúaþjónustu. (viðskiptabanka mynda 550 starfsmenn öfluga liðsheild sem er einbeitt í að veita trausta og örugga þjónustu við einstaklinga og smærri fyrirtæki. Ef þú hefur: • áræðni og eindreginn vilja að leggja þig fram • menntun á háskólastigi • umtalsverða reynslu af stjórnun og skipulagningu • hæfileika til mannlegra samskipta og til að laða það besta fram í samstarfsfólki • jákvæðni og sveigjanleika hafðu þá samband við okkur eða sendu okkur umsókn fyrir miðvikudaginn 8. nóvember. Nánari upplýsingar veitir Jón Þórisson framkvæmdastjóri viðskiptabanka Islandsbanka-FBA hf. í síma 560 8000 eða í netpósti: jon.thorisson@isfba.is. Umsóknir sendist til Guðmundar Eiríkssonar, forstöðumanns starfsmannaþjónustu Islandsbanka- FBA, netfang: gudmundur.eiriksson@isfba.is. Gætt verður fýllsta trúnaðar varðandi allar umsóknir, fyrirspurnir og persónulegar upplýsingar. Öllum umsóknum verður svarað. Við störfum í síbreytilegu viðskiptaumhverfi. Til þess að vera í forystu er mikilvægt að við séum vel upplýst og að við búm yfir mikilli þekkingu og færni. Til þess að stuðla að því rekur Islandsbanki-FBA öflugt fræðslustarf en markmið þess er einmitt að mæta fræðsluþörfum hvers og eins starfsmanns með því að skapa sem fjölbreyttust tækifæri til náms og starfsþróunar. (slandsbanki er hluti af (slandsbanka-FBA, stærsta banka á Islandi og stærsta fyrirtæki á Verðbréfaþingi Islands. Hluthafar eru um 11 þúsund talsins. I bankanum er félagslíf öflugt, góður starfsandi og mannvænt starfsumhverfi. ÍSLANDSBANKI

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.