Morgunblaðið - 01.11.2000, Qupperneq 54

Morgunblaðið - 01.11.2000, Qupperneq 54
54 MIÐVIKUDAGUR 1. NÓVEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ INettoL^ H ELDHÚS - BAÐ - FATASKÁPAR Vantar þig nýtt og betra bab fyrir jólin? Nú er lag, því viö bjóöum allt ab 25% afslátt af öllum geröum. Þab munar um minna HÚSASKILTI Vönduð ryðfrí húsaskilti Fjölbreytt myndaval Viltu grennast fyrir jólin? www.grennri.is s. 699 7663 UMRÆÐAN A að taka Orkubú Vest- fjarða upp í skuldir? NÝLEGA hefur frést af áform- um ríkisstjórnarinnar um að taka yfir meirihlutaeign vestfirskra sveitarfélaga í Orku- búi Vestfjarða og láta andvirðið ganga upp í skuldir þeirra við fé- lagslega húsnæðis- kerfið. Þetta eru hörmuleg tíðindi. Orkubú Vestfjarða er lýsandi dæmi um samtakamátt vest- firskra sveitarfélaga. Það annast orkuöflun og dreifingu við erfið- ar aðstæður með þeim ágætum að Vestfirð- ingar njóta lægra orkuverðs en margir aðrir landsmenn. Ef þetta orkufyrirtæki er tekið af Vestfirðingum má líkja því við það þegar léns- herrar að fornu gripu bestu kýrnar á básum leiguliða sinna til þess að standa skil á leiguskilmálum sem landeigendurnir settu sjálfir í upp- hafi. Það getur verið að salan grynnki á skuldum sveitarfélag- anna við ríkissjóð í bili, en til lengri tíma litið mun byggð á Vest- fjörðum veikjast. Hér er stigið enn eitt skrefið í þá átt að afnema stjórn heimamanna yfir auðlindum sínum og þar með sínum eigin ör- lögum. Orkubúið styrkir byggðina Við Orkubú Vestfjarða starfar hópur tæknimenntaðs fólks. Þar eru mikilvægar stjórnunarstöður og tiltölulega öflugar þjónustu- deildir dreifðar um þjónustusvæð- ið. Orkuöflun í smáum og stórum virkjunum og orkusala er framtiðaratvinnur- ekstur sem horft er til víða um landið. Orku- bú Vestfjarða á góða möguleika á að verða í fararbroddi uppbyggingar at- vinnulífs á þessum vettvangi í fjórð- ungnum. Það er ekki af umhyggju fyrir Vestfirðingum sem ríkið ásælist orkubú þeirra, heldur er það liður í þeirri áætlun að hlutafélagavæða orku- öflun og dreifingu og selja fyrirtækin síðan hæstbjóðanda. Þegar raforkudreifing hefur verið einka- vædd og arðsemiskröfur ákveðnar er eins líklegt að þær samræmist ekki lágu verði og öryggi í þjón- ustu sem Vestfirðingar njóta nú. Þá er einnig Ijóst að hið „háa“ kaupverð sem ríkið býður í hlut sveitarfélaganna mun tekið aftur inn með hærri gjöldum á vestfirska neytendur þegar fram líða stundir. Þar að auki er afar ólíklegt að hið nýja fyrirtæki verði lengi með höf- uðstöðvar sínar á Vestfjörðum. Enginn veit hvað átt hefur... Það er enginn munur á náttúru- auðlindum á landi og í hafi með- fram ströndinni. Vestfirðingar og aðrir íbúar strandhéraða landsins Orka Mótmæla verður því harðlega, segir Jón Bjarnason, að Orkubú Vestfjarða verði tekið upp í skuldir við gjald- þrota byggðastefnu stjórnvalda. verða nú að heyja sitt eigið land- helgisstríð til að ná til baka réttin- um til að nýta auðlindir í sínu nán- asta umhverfi. Forræði heima- manna er oftast forsenda þess að þær auðlindir skili ávinningnum til íbúa á viðkomandi svæðum. Breyting á samþykktum Orku- búsins úr sameignarfélagi í hluta- félag er fyrsta skrefið í að eignar- hald og forsjá fyrirtækisins hverfi úr heimabyggðinni. Það eru gömul og góð sannindi að enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur. Félagslega fbúðakerfíð Félagslega íbúðakerfið hefur um langt árabil verið hluti af stefnu stjómvalda í húsnæðismálum. Þessar íbúðir komu að góðum not- um á sínum tíma. Sveitarfélögin réðust af miklum stórhug í bygg- ingu íbúðarhúsnæðis þegar upp- sveifla var í atvinnulífi og mikill skortur á íbúðum. Húsnæðisstofn- un, byggingasjóður verkamanna og Jón Bjarnason nú íbúðalánasjóður lánuðu til kaupa á þessum íbúðum í samræmi við opinberar reglur. En skjótt skipast veður í lofti. Stefna stjórn- valda hefur leitt til stórfelldrar byggðaröskunar. Mikil fólksfækk- un og röskun atvinnulífs sem margar byggðir hafa mátt þola hafa leitt til gríðarlegs tekjumissis sveitarfélaga og sívaxandi skulda- söfnunar, m.a. vegna félagslegu íbúðanna. Ibúðirnar voru seldar með kaupskyldu sem tryggði því fólki, sem fluttist á brott, að það fengi fullt verð fyrir fasteignir sín- ar. Sveitarfélagið sat uppi með verðlitlar íbúðir. Fjárskuldbinding- ar sveitarfélaganna vegna félags- legu íbúðanna hindra þau í að taka á öðrum brýnum verkefnum fyrir íbúana. Lausn á landsvísu Því fer fjarri að sveitarfélögin beri ein ábyrgð á því hvernig kom- ið er. Sumar þessara íbúða hafa staðið tómar í nokkur ár, sumar eru nánast ónýtar og réttast að jafna þær við jörðu. Endurbætur kosta meira en nýbyggingar. Öðr- um byggingum þarf að koma sem fyrst í not með öllum tiltækum ráð- um. Þessar íbúðir voru byggðar á sínum tíma fyrir atbeina ríkis- valdsins, samtaka launþega, at- vinnurekenda, opinberra lánasjóða og sveitarfélaganna og i upphafi sem hluti af kjarasáttmála atvinnu- lífsins. Þessum aðilum öllum ber að taka höndum saman og leysa vanda félagslega íbúðakerfisins á landsvísu. Það er algjörlega óvið- unandi að einn aðilinn taki hér á sig öll skakkaföllin. Þegar lána- stofnanir lána fé taka þær áhættu sem þeim ber að standa við. Þegar ríkisvaldið og samtök atvinnulífsins leggja út stefnu og taka á sig skuldbindingar ber þeim einnig að taka afleiðingunum. Það er hluti af eðlilegri samábyrgð. Það er afar ósanngjarnt að Vest- firðingum sé stillt upp við vegg með þessum hætti og þeir sviptir orkubúi sínu, fyrirtæki sem er hvort tveggja tákn um samtaka- mátt og sókn til nýrrar aldar. Það liggur mjög nærri að kalla aðgerð af þessu tagi kúgun og líkja við það að taka bestu mjólkurkúna upp í skuldir vegna eigna sem eru ónýt- ar, þurfa verulegrar endurnýjunar við eða seljast langt undir kostnað- arverði. Skuldir félagslega íbúða- kerfisins ættu ekki að koma við eignarhaldi og rekstri orkubúsins. Framtíð byggðar í húfi I raun hafa samtök sveitarfélaga verið alltof hógvær í því að krefjast úrlausnar á þessu máli. Mótmæla verður því harðlega að Orkubú Vestfirðinga verði tekið upp í skuldir við gjaldþrota byggða- stefnu stjórnvalda. Hvað á að taka af þeim sveitarfélögum sem ekkert orkubú eiga? Ég skora á Vestfirð- inga að sækja rétt sinn og láta ekki kúga sig með sölu orkubúsins. Hér er verið að gefa tóninn fyrir byggðálausnir framtíðar sem felast í því að svipta landsbyggðarfólk eignum, sjálfstæði og ábyrgð í sín- um eigin málum og í raun kippa fótunum undan byggð á ákveðnum stöðum. Slíkt verður að stöðva. Höfundur er þingmaður. M 0 N S 0 0 N M A K E U P lifandi litir Auterísku Ueilsudýmtrnnr
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.