Morgunblaðið - 25.11.2000, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 25.11.2000, Blaðsíða 54
§4 LAUGARDAGUR 25. NÓVEMBER 2000 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ + Kristfn Petrea Sveinsdóttir, var fædd 24. ágúst 1894 í Skáleyjum á Breiðafirði. Hún andaðist þann 18. nóvember 2000 að Hrafnistu í Reykja- vík, hundrað og sex ára. Foreldrar henn- ar Sveinn Pétursson, sjómaður f Skál- -» eyjum, og Pálína Tómasdóttir, Nesi í Grunnavík. Systkini Kristínar, sem öll eru látin: Kristján, Halldór, Marfa, Guðmundur, Elsku Ijósa mín. Á kveðjustund leitar hugurinn ósjálfrátt aftur til 22. júlí árið 1945. Sjálf man ég ekkert eftir þessum degi. Þó afrekaði ég að kollvarpa starfsáætlun margra daginn þann. Já, í afskekktri sveit vestur við Breiðafjörð var ég að boða komu mína í þennan heim. í þá daga var þama enginn sími, ekkert rafmagn og enginn ruddur þjóðvegur. Bílar voru ekki komnir til sögunnar. Einu farartækin voru hestar og bátar. Mér lá víst mikið á og ljóst var að ekki yrði hægt að ná tímanlega í ljósmóður. Faðir minn fór því á næsta bæ og bað um aðstoð. Ljósa mín skrifaði mér eftirfar- andi bréf og lýsti atburðarrásinni: „Pabbi þinn kom niðureftir um kl. 7 á sunnudagsmorgni. Kristinn minn fór strax að sækja ljósmóður- ina. Fór ríðandi út að Galtará og þaðan á bát yfir að Bæ en þar var Guðrún Kristjánsdóttir Ijósmóðir. Ég fór með pabba þínum og sá strax að mamma þín var komin að því að fæða. Ég þvoði hendur mínar úr sótthreinsandi vatni og fór í hvíta sloppinn minn, sem ég var alltaf í við kirkjukaffið. Þetta gékk allt Ijóm- andi vel og þú fæddist korter yfir níu. Guðrún kom um hádegið en þá var ég búin að lauga þig og allt virt- ist í lagi með guðs hjálp. Guðrún sagði að mér hefði farist þetta vel úr hendi. Hún var svo eina nótt en bað mig svo um að taka við. Ég fór og talaði við telpumar mínar og þær tóku að sér mitt heimili en ég var hjá blessaðri mömmu þinni í hálfan mánuð.“ í framhaldi af þessu spurði ég hana hvort ekki hefði farið um hana í þessari aðstöðu. Svarið var á þá leið að við slíkar kringumstæður væri ekkert val. Hún sagðist einfaldlega hafa beðið guð að hjálpa sér en mikið hefði sér létt þegar ég byrjaði að gráta. „Ég táraðist þá og bað góðan guð um að þú yrðir bæði heilsu- hraust og langlíf. Heiisuhraust er ég en íramtíðin sker úr með langlífið. Á næstu árum naut ég mín í ná- grenni við þig. Þegar messað var í Gufudalskirkju mættum við alltaf prúðbúin. Álftardalsáin vaðin, farið í kirkjuskóna á árklöppunum og gengið þaðan til kirkju. Þú söngst í kirkjunni og varst ætíð uppábúin í þeysufötum. Eftir messu fengu allir góðgerðir inni í bænum. Þú klæddir þig í hvíta sloppinn sem þú nefndir hér að framan. Barst fram góðgerð- ir; súkkulaði, kaffi og meðlæti. Þrátt fyrir að þú værir önnum kafln gafst þú þér tíma til að knúsa mig og segja eitthvað fallegt. Við það hitnaði mér allri og sjálfsálitið óx svo óendan- lega. Já, það var gott að vera í dalnum í þá daga. Við dalinn okkar er áhyggjuleysi æskuára minna bund- ið. Fastur punktur í tilverunni var sá aþ í kringum afmælið mitt birtist þú. Álltaf komst þú með eitthvað handa mér. Ég man sérstaklega eftir skrautlegu dósunum undan Mackin- tosh’s-sælgætinu. Þú gafst mér líka blómvendi úr blágresi sem þú tíndir á leiðinni frameftir. Leið mín lá svo burt úr dalnum. Með kökk í hálsinum kvaddi ég þig. Hugsaði með mér að líklega sæi ég þig aldrei aftur. Þú sagðist ætla að Þorbjörn, Pétur og Sesselja. Hún giftist Bergsveini Finns- syni 1919 og bjó með honum í Gufu- dal. Börn Kristínar og Bergsveins: Finnur, Ebba Aðal- heiður, Guðmunda Elín, Sveinsína Pálína látin, Krist- inn, Ólafur, Rebekka og Reynir. Afkomendur Krist- ínar eru nú orðnir 142, börn, barna- börn, barnabarna- börn og barnabarnabarnabörn. skrifa mér og ég lofaði að gera slíkt hið sama. Það gerði ég líka en ég er nú viss um að ekki var auðvelt að lesa fyrstu bréfin mín. I áranna rás varð það svo hefðbundinn siður að skrifast á einu sinni á ári. Fundum okkar bar aftur saman í henni Reykjavík. Alltaf var jafn upp- byggilegt fyrir sálina að hitta þig. Fallegt bros og hlýtt handtak eru einfaldlega eitthvað sem mölur og ryð fá ekki grandað. Þú hafðir svo mikla útgeislun. Þó svo þú værir lág- vaxin og nett þá var eitthvað í fari þínu sem gerði þig svo stóra og ógleymanlega. Þú varst mikil handavinnukona. Ég á svo marga fallega handunna hluti frá þér. Einu sinni sagðir þú við mig að eitthvert besta ráð til að komast í gott skap væri að setjast niður með handavinnu. Þá hreinlega gleymdist amstrið og erfiðleikamir. Mikill sannleikur felst í þessum orð- um. Að lokum vil ég þakka forsjóninni fyrir að lofa mér að kynnast þér. Ég tel mig alia ævi hafa notið góðs af umönnun þinni daginn forðum þarna í Fremri-Gufudal. Öllu þínu fólki votta ég mína dýpstu samúð. Guð blessi minningu þína. Sigurbjörg Bjömsddttir frá Fremri-Gufúdal. Elsku amma, langamma og langa- langamma, nú hefur þú fengið hvíld- ina eftir langa og gæfuríka ævi. Nú færð þú að fara í sveitina þína, Gufu- dal, sem þér þótti svo vænt um. Það koma margar minningar upp í huga okkar um þig sem við eigum eftir að geyma um ókomna tíð. Þú varst svo dugleg í höndunum og þurftir alltaf að hafa eitthvað fyrir stafni, öll eig- um við einhveija fallega muni eftir þig sem eru okkur dýrmætir. Það var svo gaman að segja öðrum frá þínum háa aldri og hvað við vorum stolt af þér. Kveðjustundin lýsti þér svo vel, þú styttir þér stundir með því að fara með ljóð og bænir sem þér þótti svo vænt um. Það var eins og þú vildir gefa okkur heilræði með ljóðunum og sjá til þess að þú gæfir okkur eitt- hvert veganesti. Okkur finnst því við hæfi að kveðja þig með þessu Ijóði. Guð geymi þig. Erenglaraddirhvísla íeyraðblíðumrómi. Núorðinerþínvígsia aðokkurhelgadómi. Við heiðrum þig og hyllum þig böðum fógrum ljósum. Stráumsvoáleiðþína mjallahvítumrósum. (Björg Einarsdóttir.) Krístín Bjarnad., Kolbrún, fva Sigrún, Anna Kristúi, Halldór og langalang- ömmubörnin Hilmar Björn og Herdís Hanna. Þegar horft er til baka yfir farinn veg er margs að minnast. Kynslóðir koma og fara. Sumir lifa lengur en aðrir og fá að fylgjast með þróun samfélagsins jafnvel hátt í heila öld. Þannig var það með Krist- ínu P. Sveinsdóttur frá Gufudal sem nú er horfln sjónum okkar og lögð til hinstu hvílu. Eitthundrað og sex voru árin sem hún lifði. Fáir hafa fylgst með jafn miklum breytingum á einni öld og Kristín. Fáir hafa séð bylting- una sem orðið hefur í landbúnaði, fiskiðnaði og samgöngum jafn skýr- um augum og hún. Minningarnar hrannast upp í huga mínum þegar ég hugsa til kynna okk- ar Kristínar, sem var tengdamóðir mín. En efst í huga mér er þó þakk- læti. Hvemig lifði hún og hvemig var hún? Sterkur persónuleiki með ákveðnar skoðanir. Drífandi og dug- mikil kona, afkastamikil og fram- kvæmdasöm með afbrigðum. Kjark- mikil og vinnusöm húsmóðir á stóm sveitaheimili - móðir níu bama á fyrri hluta aldarinnar við þær að- stæður sem þá vom til sveita í stijál- býlu landi. Dagurinn er ég sá hana fyrst er mér ógleymanlegur og stendur mér ljóslifandi fyrir hugskotssjónum og hefur ætíð gert. Ég kom sem kaupa- kona á 16. ári til hennar í Gufudal. Hver dalurinn á fætur öðmm á leið- inni var fagur og tignarlegur. Árnai- gjálfruðu við bakka sína, fossarnir skreyttu græna náttúrana, hlíðamar gróðursælar og blessaðir vegirnir sem ekki vom upp á marga fiska, grýttir og bugðóttir. Allt grípur þetta huga minn er ég horfi til baka til okk- ar fyrstu kynna. Ekki fór á milli mála að ég hitti vinnusama konu, konu sem féll aldrei verk úr hendi. Öll hennar handavinna var einstök. Hekluð milliverkin í sængurfatnaði hvort sem var í vögg- una fyrir hvítvoðunginn, á ferming- arsæng fyrir unglinginn eða hjóna- sængina. Allir fallegu dúkamir hennar, sokkarnir og vettlingamir sem vermdu og prýddu og svo allt annað sem hún lét frá sér fara. Krist- ín var ótrúleg kona. Þakklæti leitar á hugann. Þakkir fyrir alla aðstoðina sem hún veitti er hún kom í sveitina á vorin til okkar og dvaldist fram á haust. Hún þekkti hvem stein, hverja þúfu, hverja laut og hvert barð. Hún hafði gengið þarna svo ótal, ótal sinn- um. Þau minnast þess líka böm mín er þau sátu á hnjám hennar og hún söng fyrir þau með sinni fallegu rödd. Oftar en ekki lokuðust þreytt, h'tO augu í fangi hennar. Ég sé hana fyrir mér er hún röltir með prjónana sína til að ná í kýmar, man hvemig hún strauk þeim, klappaði þeim og talaði viðþær. Á þessari kveðjustund er svo óteljandi margs að minnast þegar glaðst var á góðum stundum. „Og hvað er að hætta að draga andann annað en að frelsa hann frá friðlausum öldum lífsins, svo að hann geti risið upp í mætti sínum og ófjötraður leitað á fund guðs síns?“ segir í Spámanninum. Og hann kveð- ur einnig svo vel á öðmm stað um vinnuna og á svo einkar vel við tengdamóður mína sívinnandi. „Þegai’ þið vinnið í anda kærleik- ans, þá finnið þið sjálfa ykkur, hvert annað og guð.“ Eilífur friður, hvíld og ró umvefji þig, elsku Kristín mín, og hjartans þakkir fyrir samvemna. Börnum, tengdabörnum og ástvin- um öllum flyt ég mínar einlægustu samúðarkveðjur. Guðlaug E. Guðbergsdóttir. Með orðum þessum viijum við minnast ömmu okkar sem lést 18. nóvember í hárri elli. Hún var 6 ára í byijun aldarinnar og lifði breytingar úr fmmstæðu sveitasamfélagi í nú- tíma borgríki. Hún var barn og síðan vinnukona í Breiðafjarðareyjum fram yfir lok fyrri heimsstyrjaldar- innar. Giftist og bjó í Fremri-Gufudal í rúmlega 30 ár. Kreppubúskapur, lífsbarátta og strit í einangraðri sveit. Kemur átta börnum til manns og missir maka sinn snemma á sjötta áratugnum. Flytur, farin að heilsu, í kjölfar nokkurra bama sinna til Reykjavíkur, fær bata og býr hjá dóttur sinni í tæplega 40 ár og vinnur í fiski þar til hún er 85 ára. Á svo langt og gott ævikvöld á Hrafnistu. Við kynnumst henni þegar að hún var flutt úr sveitinni til Reykjavíkur. Laugamesið var hverfi fjölskyldunn- ar. Þar bjuggu flest böm hennar sem höfðu reist sér heimili á mölinni. Ebba á Hrísateignum, Pálína mamma og Finnur í kommablokkinni á Laugarnesveginum og Munda og amma á Rauðalæknum. Þar átti hún herbergi sem var ævintýri líkast. Myndir af afkomendum og vinum hvar sem koma mátti fyrir. Rætum- ar til átthaganna vom sterkar og samræður fjölskyldunnar oftast um lífið og fólkið í sveitinni. Á sumrin dvaldi amma í Gufudalnum var eldri bróðirinn oft samferða henni með rútunni í sveitina. Amma var hluti af uppeldi og upp- vexti okkar. Margs er að minnast. Amma í peysufötum við öll hátíðleg tækifæri. Trúræknin. Álfasögurnar. Allar smákökurnar og kleinurnai’ hjá systranum. Fiskvinnan á Kirkjus- andi með dætmm og barnabömum. Páskar. Fimmtán ára peyji í klofstíg- vélum í miðri kös að gogga fisk þegar amma gamla vippar sér úr vinnslu- salnum og klæðir hann í ermahlífar, svuntu og sjóhatt. Amma sem borg- aði leigubílinn þegar 16 ára dóttur- sonurinn strauk á sjóinn þegar hann átti að vera að taka upp kartöflur og byrja í skóla. Amma að dást að síða hárinu og skegginu sem 18 ára ungl- ingurinn hafði komið sér upp í stað gömlu herraklippingarinnar. Amma og jólagjafirnar. Ullarsokk- ar og vettlingar með tveimur þuml- um langt fram á fertugsaldurinn. Og allt sherríið sem hún fékk í staðinn. Amma og sorgin við fráfall mömmu. Amman sem að fylgdist með okkur vaxa úr grasi, verða full- orðin og stofna fjölskyldur. Við minnust hlýju, manngæsku og fordómaleysis. Á kveðjustund era söknuður og þakklæti okkur efst í huga. Ljúfsár söknuður góðra æsku- ára og þakklæti fyrir samfylgdina, bjartsýnina og jákvætt viðhorf til lífsins. Bergsveinn Þorkelsson, Guðjón Þorkelsson, Ingibjörg Þorkelsdóttir, Ása Þorkelsdóttir. Kveðja frá dóttur Elsku mamma mín. Þakka þér fyr- ir allt, hvað þú varðst gömul og lengst af frísk. Hvað þú varst frábær með handa- vinnuna. Sast aldrei auðum höndum enda alin upp við það. Og fjölskyldan á marga muni unna afþér. Ég þakka þér fyrir að börnin mín áttu skjól hjá þér og afa í Gufudal þegar þau vom lítil. Hvíldu í friði. Móðir, ég þakka þér þitt ævistarf. Alla góða kosti sem hlutum við í arf. Versin og bænimar sem þú baðst við okkar sæng. Þú tókst okkur í fang þér eins og unga undir væng. Þín dóttir, Ebba Aðalheiður. Til móður minnar Ef sérð þú gamla konu, þá minnstu móður þinnar sem mildast átti hjartað og þyngstu störfinvann og fómaði þér kröftum og fegurð æsku sinnar og fræddi þig um lífið og gerði úr þér mann. Þú veist að gömul kona var ung og fógur forðum og fátækasta ekkjan gaf drottni sínum mest Ó, sýndu henni vinsemd í verki og í orðum. Sú virðing sæmir henni og móður þinni best. Því aðeins færðu heiðrað og metið þína móður að minning hennar verði þér alltaf hrein ogskýr og veki hjá þér löngun til að vera öðrum góður og vaxi inn í himin - þar sem kærleikurinn býr. (Höfundurókunnur.) Elsku mamma! Nú þegar leiðir skilja, eftir langa samleið, er mér efst í huga þakklæti. Við eigum þér svo mikið að þakka, þú sem vildir allt fyrir okkur gera. Og að fá að hafa þig hjá okkur svona KRISTIN P. SVEINSDÓTTIR lengi, megum við líka þakka. Mamma mín, Guð geymi þig um alla eilífð. Þín dóttir, Guðmunda Bergsveinsdóttir. Elsku amma mín. Húmar að kveldi, hljóðnar dagsins ys, hm'gur að Ægi gullið röðulblys. Vanga minn strýkur blærinn blíðri hönd, og báran kveður vöggujóð við fjarðarströnd. Eg er þreyttur, ég er þreyttur ogþráisvefnsinsfró. Kom, draumanótt með fangið fullt af frið ogró. (Jón frá Ljárskógum.) Þegar ég sit hér og hugsa til þín kemur ótal margt fram í hugann. Ég sé litla telpu á leiðinni í sveitina til ömmu. Alltaf var gott að koma til þín amma mín, og þó að þú hefðir nóg að gera þá hafðir þú líka tíma fyrir okkur krakkana, ég var ekki eina ömmubamið sem var hjá þér á sumr- in. En þú lést okkur ekki sitja iðju- laus og sagðir alltaf „hálfnað verk þá hafið er“. Einu man ég eftir sem þú hafðir gaman af því að rifja upp, það var þegar þú ætlaðir að búa til mysuost en af einhveijum ástæðum mistókst það og úr varð þessi líka fína mysu- karamella. Jæja, amma mín, ég gæti haldið endalaust áfram eins og t.d. hvað þú trúðir mikið á álfa og huldufólk og sagðir okkur sögur um það sem ég man enn þann dag í dag, og alltaf klappaðir þú Grásteini þegar þú fórst frameftir. Elsku amma mín, nú er Ella litla þín orðin fullorðin og búin að gefa þér barnabarnabörn og bamabama- bamabörn sem eiga góðar minningar um ömmu sína. Ég kveð þig amma mín með sökn- uði og þakkiæti í hjarta, þú varst besta amma sem hægt var að hugsa sér. Blessuð sé minning þín. Þín Elín. Lækkarlífdagasól. Löng er orðin mín ferð. Faukífarandaskjól, fegin hvíldinni verð. Guð minn gefðu þinn frið, gledduogblessaðuþá, semaðlögðumérlið. Ljósiðkveiktumérhjá. (Herdís Andrésdóttir.) Nú er hún öll hún amma okkar svo margra. Ég var þeirra gæfu aðnjótandi að vera alinn upp á heimili þriggja kyn- slóða þar sem saman bjuggu amma, pabbi og mamma og við systkinin. Amma var ein af stoðunum í lífi mínu, með styrka hönd og sterkan vilja til að gera vel. Hún var alltaf að og það að koma í herbergið hennar heima eða á DAS var eins og að heimsækja höfðingja, okkur var alltaf tekið opn- um örmum með bros á vör og klapp á bakið. Alltaf átti hún eitthvað til að stinga upp í mann og annan. Það var eins og tíminn stæði í stað meðan maður staldrar við hjá ömmu í friði og ró sem ríkti í kring um hana. Og í seinni tíð fylgdu börnin mín fús með og sögðu félögunum sínum stolt frá langömmu. Þá er komið að kveðjust- und og hún amma fylgir manni að sjálfsögðu til dyra og kveður með faðmlögum. Amma, ég kveð þig með söknuði í síðasta sinn á sama hátt og alla tíð: vertu nú margblessuð og hafðu það nú ævinlega sem best. Kristberg. Kæra langamma. Það var alltaf gott að koma í heim- sókn til þín, þú tókst vel á móti okkur og áttir alltaf eitthvað gott skálinni þinni til þess að stinga upp í okkur. Þú varst besta langamma í heimi, takk fyrir allt, elsku langamma. Ó, Jesú bróðir besti ogbamavinurmestí æ breið þú blessun þína á bamæskuna mína. (P.J.) Guð geymi þig. Tómas, Ema Sif, Guð- mundur Freyr og Torfi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.