Morgunblaðið - 25.11.2000, Blaðsíða 80

Morgunblaðið - 25.11.2000, Blaðsíða 80
30 LAUGARDAGUR 25. NÓVEMBER 2000 DAGBOK MORGUNBLAÐIÐ *■ X í dag er laugardagur 25. nóvem- ber, 330. dagur ársins 2000, Katrín- armessa. Orð dagsins: Þetta býð ég yður, að þér elskið hver annan. (Jóh. 15,17.) Skipin Reykjavikurhöfn: Kyndill, Mánafoss og Preri koraa í dag. Stapafell fer í dag. Mannamót Aflagrandi 40. Opið hús í dag kl. 14. Upp- skeruhátíð verkefnisins „Kynslóðir mætast 2000“. Reykjavík - menningar- borg. Ormurinn langi, kynslóðaormurinn, sem börn og fullorðnir hafa prjónað saman, verður til sýnis, kór- söngur, börn úr Mela- skóla, sönghópur Aflagranda og Litli kór Neskirkju syngja sam- an, dans og bingó. Allir velkomnir. Árskógar. „Kynslóðir mætast 2000.“ Samstarf grunnskóla og félags- og þjónustumiðstöðva í Reykjavík - menningar- borg árið 2000. Upp- skeruhátíð 25. nóvem- ber. Myndverk til sýnis sem myndlistarnemar í Seljaskóla, kennari Sig- ríður Erna Einarsdóttir og myndlistarhópur í Arskógum, leiðbeinandi Elsa Haraldsdóttir, hafa unnið í sameiningu. Söngur, tónlist og dans. Húsið opnað kl. 14. Kaffi. Allir velkomnir. Bólstaðarhlíð 43. Kyn- slóðir mætast 2000, Há- teigsskóli og Bólstaðar- hlíð 43, uppskeruhátíð laugardaginn 25. nóv- ember. Húsið opnað kl. 14, dagskrá hefst kl. 15. Forstöðumaður setur hátíðina, skólastjóri flytur ávarp. Nemendur kynna verkefnið „Líf barna á fyrri hluta 20. aldar“. Eldri borgarar kynna verkefnið „Líf barna árið 2000“. Söng- hópur félagsmiðstöðvar- innar syngur. Samsöng- ur yngri og eldri. Sýning á verkefnum og aldamótateppi. Kaffi- sala. Jólahlaðborðið verður fimmtud. 7. des kl. 18. Félag eldri borgara í Hafnarfirði, Hraunseh, Reykjavíkurvegi 50. A fimmtudag verður opið hús. Bókmenntakynn- ing. Upplesarar: Guð- rún Helgadóttir, Einar Már Guðmundsson, Þorsteinn frá Hamri, Ragnheiður Gestsdóttir og höfundar bókarinnar Dís. Söngur: Vox fem- inae undir stjórn Mar- grétar Pálmadóttur. Kynnir verður Guð- mundur H. Garðarsson. Félagsstarf aldraðra, Sléttuvegi 11. í dag kl. 14 „Kynslóðir mætast“. Opið hús. Allir velkomn- ir. Félag eldri borgara í Reykjavík, Ásgarði, Glæsibæ. Bláa lónið og Þingvallaleið-Grindavík bjóða eldri borgurum í Bláa lónið mánudag til fimmtudags. Farið verð- ur frá Laugardalshöll kl. 13, Hlemmi (Lauga- vegsmegin) ki. 13.10 og BSÍ kl. 13.30. Mánudag- ur: Brids kl. 13. Þriðju- dagur: Skák kl. 13.30. Alkort kennt og spilað kl. 13.30. Allir velkomn- ir. Jólavaka FEB verð- ur haldin 9. desember, söngur, upplestur, hug- vekja o.fl. Nánar auglýst síðar. Jólaferð á Suðurnesin laugardag- inn 16. desember. Brott- fór frá Ásgarði, Glæsi- bæ, kl. 15. Æskilegt að fólk skrái sig sem fyrst. Upplýsingar á skrif- stofu FEB í síma 588- 2111 frá kl. 10-16. Furugerði 1. í dag laugardag kl. 14-17 verður opið hús í tengsl- um við verkefnið „Kyn- slóðir mætast“ sem er á vegum Reykjavik - menningarborg 2000. Verkefnið er sam- starfsverkefni Furu- gerðis 1 og Hvassaleitis- skóla. Sýndir verða munir sem unnir hafa verið í samvinnu sl. tvo mánuði. Kórar beggja syngja sitt í hvoru lagi og saman. Kaffiveiting- ar. Allir velkomnir. Gerðuberg, félagsstarf. Á morgun „Kynslóðir mætast 2000“, samstarf við Ölduselsskóla. Kl. 14-17 opið hús, kl. 14, blásnar sápukúlur af viðstöddum, kl. 14.15 gamlir leikir og dansar, umsjón Helga Þórarins- dóttir. Boccia, opið inn í vinnustofur, verkefni kynnt, sýning á verk- efnum sem unnin hafa verið á liðnum vikum. Kl. 15 Guðrún Jónsdótt- ir býður gesti velkomna. Sigríður Heiða Braga- dóttir flytur ávarp. Þúsaldarskjöldurinn af- hentur. Kynslóðakórinn syngur undir stjórn Margrétar Dannheim. Upplestur, Gunnhildur Hrólfsdóttir rithöfund- ur. Gerðubergskórinn syngur undir stjórn Kára Friðrikssonar. Bingó. Veitingar í kaffi- húsi Gerðubergs. Allir velkomnir. Dalbraut 18-20. „Kyn- slóðir mætast 2000“ verður opið hús kl. 14- 17. Samstarfsverkefni Dalbrautar 18-20 og Laugalækjarskóla kynnt. Hraunbær 105.1 dag laugardag verður opið hús þar sem sýndur verðu afrakstur sam- vinnu ungra og eldri borgara í verkefninu kynslóðirnar mætast á vegum Reykjavíkur -menningarborgar 2000. Húsið opnað kl. 14. Jólafagnaðurinn verður 8. des. Jólahlaðborð, heiðursgestir og ræðu- menn Guðrún Péturs- dóttir, Ólafur Hanni- balsson og sr. Hjörtur Magni Jóhannesson frí- kirkjuprestur. Lög- reglukórinn syngur. Veislustjóri Þórdís Ás- geirsdóttir. Hvassaleiti 56-58. „Kynslóðir mætast" Reykjavik - menningar- borg 2000. Laugardag- inn 25. nóv. frá kl. 14-17 verður sýning á sam- vinnu ungra og aldinna á verkefninu kynslóðir mætast. Dagskráin hefst kl. 15. Steinunn Armannsdóttir skóla- stjóri Álftamýraskóla flytur ávarp, nemendur skólans lesa úr ritgerð- um og leika á hljóðfæri. Kaffiveitingar. Állir vel- komnir. Hæðargarður 31. Opið hús laugardag kl. 14-17. „Kynslóðir mætast“, samstarfsverkefni fé- lagsmiðstöðvarinnar og Breiðagerðisskóla kynnt, söngur, upp- lestur og fleira. Veiting- ar. Allir velkomnir. Norðurbrún 1. „Kyn- slóðir mætast", verkefni á vegum Reykjavíkur - menningarborgar Evrópu 2000. Upp- skeruhátíð verður í dag, laugardag. Langholts- skóli og Norðurbrún 1. Húsið opnað kl. 14. Graduale Nobili frá Langholtskirkju syngur. Verkefnið verður sýnt. Kaffiveitingar. Vitatorg. Kynslóðir mætast / 2000. Opið hús í dag laugardag kl. 14. Verkefnið kynnt kl. 15. Starfsemi hússins kynnt, kaffiveitingar á staðnum. Aðventu- og jólakvöld verður haldið 8. desember, nánar auglýst síðar. Kirkjustarf aldraðra, Digraneskirkju. Opið hús á þriðjudögum frá kl. 11. Leikfimi, helgi- stund og fleira. Félagsstarf SÁÁ. Fé- lagsvist í Hreyfilshúsinu (3. hæð) laugard. kl 20 og brids sunnud. kl 19.30. Breiðfirðingafélagið. Félagsvist spiluð á sunnudögum kl. 14 í Breiðfirðingabúð, Faxa- feni 14. Fjórði dagur í fjögurra daga keppni. Kristniboðsfélag kvenna, Háaleitisbraut 58-60. Basarinn er í dag laugardag og hefst kl. 14. Hríseyingafélagið. Jóla- bingó verður í Skipholti 70 kl. 14 sunnudaginn 26. nóvember kl. 14. All- ir velkomnir. Kvenfélag Háteigs- sóknar. Jólafundurinn verður þriðjud. 5. des í safnaðarheimilinu. Kon- ur sem ætla að koma láti vita í síðasta lagi 1. des. í s. 553-6697, Guð- ný, eða 561-2163, Snjólaug. Munið eftir jólapökkunum. Hana-nú, Kópavogi Spjallkvöld verður í fé- lagsheimilinu Gjábakka, Kópavogi, mánudags- kvöld kl. 20. Umfjöllun- arefni: Hvað má eigin- lega borða og hvað ekki? Gestur kvöldsins er Borghildur Sigur- bergsd. næringar- ráðgjafi. Hjúkrunarþjónustan Karitas býður til sam- verustundar fyrir að- ventu sunnud. 26. nóv- ember kl.15-17 í hús- næði Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, Suðurlandsbraut 22, sem er ætluð aðstand- endum skjólstæðinga sem látist hafa á árinu. Á dagskrá verður fyrir- lestur, kórsöngur og hugvekja. MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavfk. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, augjýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.1S,7 Áskriftargjald 1.900 kr. á mánuði innanlands. í iausasölu 150 kr. eintakið. VELVAKAIVDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til fostudags Góðæris- kakan FIMMTUDAGINN 23. nóvember sl. skrifaði Sig- urður Magnússon í Bréfi til blaðsins í Morgunblaðinu, grein um konu, sem átti ekki fyrir lyfjunum sínum og gekk grátandi út úr apótekinu. Greinin hét Konan sem fór að gráta. Svipaðar sögur heyri ég á hverjum degi, jafnvel oft á dag. Fólki líður hræðilega illa núna sem á hvorki fyrir mat né reikningum. Og þegar jólin nálgast, kvíðir það fyrir jólunum og það eru fleiri en þessi kona sem gráta. Mig langar til þess að spyrja hæstvirtan forsætis- ráðherra og aðra ráðherra, hvort ekki sé orðið tíma- bært að skera stærri sneið af góðæriskökunni handa þeim sem minnst mega sín. Halla Hansdóttir vara- formaður Samtaka gegn fá- tækt. í kompaníi við Þórberg KONA hafði samband við Velvakanda og vildi koma á framfæri sérstakri ánægju sinni með útvarpssöguna á Rás 1 I kompaníi við Þór- berg eftir Matthías Jo- hannessen. Hún hefur eig- inlega verið að bíða eftir því að einhver hefði orð á því, hve lesturinn hjá Pétri Pét- urssyni væri alveg frábær. Kærar þakldr fyir skemmtilega bók og frá- bæran lestur. Sportveiðimenn ÉG undirrituð tek innilega undir skrif séra Ragnars Fjalars Lárussonar og Bubba Morthens, hvað snertir sportveiðimenn. Mér er óskiljanlegt hvernig fólk getur gengið á vit náttúrunnar, með byssu um öxl. Guðrún Jacobsen Bergstaðastræti 34 Reykjavík. „Jarðskjáll'tahúsin" LESANDI sendi Velvak- anda eftirfarandi. Er ekki hægt að nota ,jarðskjálfta- húsin“ sem bráðabirgða húsnæði fyrii' heimilislausa í þessari menningarborg, sem ekkert hugsar um það böl, sem húsnæðisleysi er? Tapað/fundid Svört peningabudda í óskilum SVÖRT peningabudda fannst í karlaklefanum í Sundhöll Reykjavfkur um síðustu helgi. Upplýsingar í síma 551-4059. Dýrahald Veit einhver um Tóta? TÓTI hvarf frá heimili sínu í Nökkvavogi hinn 13.11. Hann er stór og mikill, grábröndóttur fressköttur með bleikt nef. Hann er eyrnamerktur R9H180. Tóti er gjarn á að fara í ferðalög og þá helst niður í Elliðaárdal eða á Geirsnef. Hann er mjög mannelskur og hefur hingað til alltaf fundið einhvern til þess að hringja fyrir sig heim. Ef einhver veit eitthvað um ferðir Tóta þá vinsamlegast hafið samband í síma 6916044. Hefur einhver séð Hössa? HÖSSI er rauður, geltur högni með hvítar hosur og hvítan smekk. Hann er ól- arlaus en eyrnamerktur. Hössi hvarf að heiman frá sér, Vesturbergi 189, Kötturinn Hössi. fimmtudaginn 9. nóv. síð- astliðinn. Þeir sem geta veitt einhverjar upplýsing- ar eru vinsamlegast beðnir að hringja 1 síma 557 6122, 5575812 eða 892 7799. Fimm mánaða högni fæst geflns MANNELSKUR rúmlega fimm mánaða högni fæst gefins á gott heimili vegna ofnæmis. Hann er mjög biíður, góður og rólegur. Uppl. í síma 697-7183 eða 587-2474 eftirkl. 19. Krossgáta LÁRÉTT: I laða, 4 tilgerð, 7 spakar, 8 hnötturinn, 9 umfram, II líffæri, 13 nagla, 14 snjóa, 15 lipur, 17 ímynd, 20 samtenging, 22 öl- víma, 23 blítt, 24 æða yf- ir, 25 tarfi. LÓÐRÉTT: 1 hljóðfærið, 2 náðhús, 3 hina, 4 viðartegund, 5 drengja, 6 niðurfelling, 10 sigrað, 12 kraftur, 13 hafði aðsetur, 15 troðn- ingur, 16 þor, 18 bognu, 19 gisti, 20 hlífa, 21 Iengdareining. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU: Lárétt: 1 rótgróinn, 8 frétt, 9 umbun, 10 Níl, 11 setti, 13 teigs, 15 starf, 18 saggi, 21 inn, 22 lúðan, 23 álfur, 24 sakamaður. Lóðrétt: 2 ólétt, 3 gætni, 4 óhult, 5 nebbi, 6 ofns, 7 snös, 12 tár, 14 eta, 15 sálm, 16 auðna, 17 finna, 18 snáða, 19 giftu, 20 iðra. Yíkverji skrifar... FRÆNDUR okkar Færeyingar minnast þess nú að hundrað ár eru liðin frá fæðingu Williams Heinesen. Víkverji las sér til mikillar ánægju viðtal við Heinesen frá árinu 1962 sem birt var í Lesbók Morgun- blaðsins um síðustu helgi og rifjaði um leið upp sumarlanga dvöl sína í heimabæ skáldsins, Þórshöfn. Held- ur þótti Víkverja Færeyjar vera lítt aðlaðandi staður, undirlendi hvar- vetna lítið sem ekkert, varla hægt að koma fyrir knattspymuvelli og landslag víða heldur einhæft. Helsta skemmtunin var að lesa á skilti í verslunum þar sem sterklega var varað við beru starfsfólki, umferðar- skilti þar sem varað var við spælandi og skreiðandi bömum og einhverj- um Skúla sem hlaut að vera hræði- legur maður. Víkverji dró þá skyn- samlegu ályktun að bókmenntir þessara eyja hlytu að vera lítilla sanda og sæva ef nokkrar væm. Nokkmm ámm síðar álpaðist Vík- verji til þess að taka sögubók að láni í bókasafni eftir færeyska höfundinn Heinesen, svona af algerri rælni, kannski var það Nóatún, Vonin blíð eða í Svörtukötlum. Það hefði svo sem engu máli skipt því Víkverji las nú í rikk og hrifningarvímu allar þýðingar Þorgeirs Þorgeirssonar á verkum Heinesen og komst á þá skoðun að þarna væri skáld sem skrifað hefði verk sem jöfnuðust á við það besta sem skrifað hefur verið á íslensku. Víkverja fannst með ólík- indum að úr þessu hrjóstuga, ein- angraða og fábrotna umhverfl skyldu hafa sprottið slíkar heims- bókmenntii-. En þannig er nú einmitt eðli skáldskaparins. A hundrað ára fæðingarafmæli Heinesen er ekki úr vegi að hvetja þá sem enn hafa ekki kynnt sér verk hans að taka nú ein- hverja af sögum hans á bókasafni. Af þeim verður enginn svikinn. XXX IFRÉTTUM nýlega kom fram að sérfræðingar á Islandi em nú skrefínu nær að skilja eðli og orsakir skammdegisþunglyndis sem hrjáir nokkuð stóran hluta þjóðarinnar. Nóvember og desember era ekki besti tími Víkverja, hann sefur þá heldur meira en aðra tíma ársins og dálítill drangi sækir óhjákvæmilega á sálina. Þetta em einkenni sem fjöldi fólks kannast við. Hinu má hins vegar ekki gleyma að á þessum árstíma hvflast margir mun meira en aðra tíma ársins og veitir ef til vill ekki af. Fyrir mörgum ámm las Vík- verji grein um skammdegisdrang- ann en man nú ekki nema eitt ráð úr þeirri grein, líklega vegna þess að hann hrífst af einföldum og praktísk- um lausnum. Hún felst einfaldlega í því að gæta þess að hafa vel bjart í kringum sig á þessum árstíma, hafa kveikt á sem flestum ljósum heima hjá sér og kaupa jafnvel sterkari Ijósaperar, sálinni og rafmagnsveit- unni til heilla og framfara. Víkverji er raunar kominn á þá skoðun á Islendingar séu upp til hópa ákaflega veikt fólk. Þunglyndi er útbreytt, annar hver maður er með stöðugan bakverk og ef hann er ekki með bakverk þá er hann með vélindabakflæði eða eitthvað annað. Séu prósentutölurnar lagðar saman er ekki hægt að komast að annarri niðurstöðu en að heilsufar þjóðar- innar sé með eindæmum slæmt. Vitaskuld er umræða um þessa sjúkdóma og veikindi af hinu góða og ekki ástæða til bölsótast yflr því. En Víkverji furðar sig stundum á öllu því ánægða og glaða fólki sem hann mætir og umgengst í hinu daglega lífi. Og duglegt er það þrátt fyrir veikindin sem hrjá það enda lífskjör hér góð. Það má því segja að í reynd bregðist þjóðin hvorki við bana né sárum þótt annað mætti ráða af um- fjöllun fjölmiðla.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.