Morgunblaðið - 25.11.2000, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 25.11.2000, Blaðsíða 50
 150 LAUGARDAGUR 25. NÓVEMBER 2000 j Af ömm- um og öfum „Þetta vœri auðvitað fyndið efþetta væri ekki reglan alltafþegar kemur að umfjöllun um konur, alvegsama hvað þærgera, hversu langt sem þær ná og hvernigsem þœrstanda sig. “ Eftir Hönnu Katrinu Friðriksson Þau undur og stór- merki gerðust í lið- inni viku að bresk amma vann milljón pund í spurninga- þætti. í sjónvarpsþaetti þessum þurfa keppendur að svara fjölda spurninga, sem verða sífellt þyngri eftir því sem möguleik- arnir á háum vinningi aukast. Keppendur geta hætt í miðjum klíðum og farið heim með þá upphæð sem tekist hefur að ná Uinunoc saman, en sá * ronunr sem nær ajja leið fær millj- ónina. Fram til síðustu viku hafði enginn náð milljóninni. Þættirnir slógu svo rækilega í gegn hjá Bretum að Banda- ríkjamenn hermdu strax eftir þeim og eru þættirnir „Hver vill verða milljónamæringur" eitt al- vinsælasta sjónvarpsefnið í þvi mikla sjónvarpslandi. Sumir sjónvarpsgagnrýnendur segja að visu að það sé niðurlægjandi fyrir Bandaríkjamenn hve miklu léttari spurningarnar séu þar í landi en hjá Bretum. En svo var það amman í erf- iða þættinum í Bretlandi. Amm- an sem vann eina milljón punda. Fyrirsögn á þessa leið bar ekki með sér hvort voru meiri tíðindi, milljónin góða eða sú staðreynd að það var amma sem náði að góma fúlguna. Hver hefði nú getað ímyndað sér að ömmur væru færar um slíkt og þvílíkt? í fréttinni um ömmuna kom líka fram, að konan er heilla 58 ára. Hún virðist ekki hafa fullan starfa af því að vera amma, því hún mun vera garðahönnuður og svo hafa breskar fréttastofur auðvitað látið fylgja með að hún sé af aðalsættum. En fyrirsögn- in var eftir sem áður að bresk amma hefði unnið milljón pund. Hvort ætli hafi verið algengara, að fólk fylltist hrifningu, skellti sér á lær og segði: „Sko þá gömlu, eitthvað veit hún nú!“ eða að það hryllti sig yfir að enn skuli konur á miðjum aldri vera skilgreindar út frá barn- eða barnabarneignum? Kannski er vonlaust að ætlast til að konur verði nefndar eitt- hvað annað en mömmur og ömmur. Hugsanlega er líklegra að farið verði að skilgreina karl- menn svona, til að hafa fullt jafnræði. Hvemig hefði fólki þótt fyrirsögnin: ,Afi skellir sér í forsetáslaginn" þegar A1 Gore ákvað að bjóða sig fram? Er þetta líklegt? Konur í kastljósi fjölmiðla virðast eiga ákaflega erfitt með að hrista af sér gamla hlékki. Sem dæmi má taka að nú hittast vart svo tveir Bandaríkjamenn á fömnm vegi að þeir ræði ekki um nýjustu stjörnuna á fjöl- miðlahimninum, innanríkis- ráðherra Flórída. Ráðherrann heitir Katherine Harris, er 43 ára repúblikani og komst allt í einu inn á hvers manns stofu- gólf vegna lönguvitleysunnar í forsetakosningunum í ríki henn- ar. Hún birtist í pontu og tjáði sig um framkvæmd kosninganna og almenningur í eilífri stjömu- leit hrökk við og spurði hver hún væri, þessi nýja kona. Á næstu dögum komu svörin. Katherine Harris mun vera af efnuðum komin, hún starfaði við fasteignasölu og hefur lengi ver- ið virk í Repúblikanaflokknum. Það komu líka fréttir sem Kath- erine Harris hefði líklega viljað að fæm síður hátt, um að hún hefði einhverju sinni þurft að skila vafasömum fjárframlögum í kosningasjóði og að hún hefði legið undir ámæli fyrir mikinn ferðakostnað í embætti. Flest af þessu rímaði ágætlega við margan pólitíkusinn og almenn- ingi var ekkert sérstaklega skemmt. Það var ekki fyrr en farið var að ræða um það sem virkilega skiptir máli sem almenningur og grínistar allra gamanþátta tóku við sér. Þessi kona, innanríkis- ráðherra þeirra Flórídabúa, þykir ekki hafa alveg nógu góða hárgreiðslu og mætti alveg bregða hárbursta í höfuðið á sér af og til, það er skömm að þvi hvað hún er stundum í stuttum/ síðum/svörtum/lj ósum/lj ótum pilsum, hún kann hreint ekkert að mála sig og klessir allt of miklum farða i andlitið á sér á miðjum degi, er barasta líkari gleðikonu en stjórnmálamanni, svei mér þá, og til að kóróna ósómann liggur önnur auga- brúnin miklu hærra en hin! Lík- lega er það eina, sem kemur í veg fyrir að allur bandarískur almenningur krefjist afsagnar hennar hið snarasta, sú stað- reynd að hún er tággrönn, sem þykir æðsta dyggð í Amerík- unni. Þetta væri auðvitað fyndið ef þetta væri ekki reglan alltaf þegar kemur að umfjöllun um konur, alveg sama hvað þær gera, hversu langt sem þær ná og hvernig sem þær standa sig. Katherine þessi Harris er eftir sem áður 43 ára innan- ríkisráðherra Flórída, en er núna miklu frægari um öll Bandaríkin fyrir háðsglósurnar sem fljúga um útlit hennar í grínþáttum á síðkvöldum en embættið sem hún gegnir. Eng- inn grínistinn sér hins vegar ástæðu til að hæðast sérstak- lega að öllum körlunum sem eru daglega á skjá landsmanna vegna Flórídamálsins. Þar er þó að finna eintök af karlpeningi á borð við Warren Christopher, fyrrverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Gæfa hans er að vera ekki kona. Þá væri hann bæði ljótur og amma. MORGUNBLAÐIÐ MENNTUN Náttúruf ræði/ Vísindin efla alla dáð í aðalnámskránni. Kennarar fara því á námskeið og nemendur leggja stund á fræðin. Anna Ingólfsdóttir spurði kennsluráðgjafa í Reykjavík um væntanlega vísindabylgju í skólum, sem orkuna styrkir og viljann hvessir. Morgunblaðið/Golli Verkeftii í vísindum er hægt að hafa bæði fræðandi og skemmtileg fyrir kennara og nemendur þeirra. Heimurinn í ljósi barna og vísinda • Kennarar efla nú vitund sína um mikilvægi vísindakennslu • Nemendur fást við ný og skemmti- leg vísindaverk BÖRN, og fullorðnir, hafa oft aðrar hugmyndir um eðli og gerð hlutanna heldur en vísindin segja til um, t.d. um hreyfingu hluta í frjálsu falli eða um efni sem mynda steypu og malbik. Kennsla í vísindum er því mikilvæg. I nýrri aðalnámskrá fyrir grunnskóla fengu ákveðin svið nátt- úruvísinda, sem áður höfðu orðið svolítið hornreka í skyldunámi, t.d. eðlisvísindi og stjarnvísindi, aukið vægi. Áherslan á þessi fræði var ekki áberandi frá upphafi áttunda áratug- arins, nema þá hjá einstaka skólum eða kennurum, en þar á undan gekk yfir svonefnd nýstærðfræði- og vís- indabylgja í íslenskum skólum líkt og í nágrannalöndum. í kjölfar henn- ar komu samræmd lokapróf í raun- greinum er tóku við af gömlu lands- og gagnfræðaprófunum. Árið 1980 voru þessi samræmdu próf lögð nið- ur og áhersla á náttúrufræðikennslu minnkaði jafnt og þétt. Það var ekki fyrr en með þriðju alþjóðarannsókn IEA 1996, sem gekk undir nafninu TIMSS (Third Intemational Mathematics and Science Study), rannsókn sem gerð var á grunn- skólabömum í 40 þjóðlöndum, að í ljós kom hnignun meðal íslenskra bama á kunnáttu í stærðfræði og náttúruvísindum. Vakti athygli að Vesturlandaþjóðir stóðu sig illa í þessari rannsókn miðað við þjóðir í Asíu, eins og Kóreu, Japan og Singa- púr. Nú hafa yfirvöld menntamála hérlendis ákveðið að taka aftur upp samræmd próf í náttúruvísindum og mun það fyrsta verða lagt fyrir vorið 2002. Ný námskrá - átak í náttúruvísindum Meyvant Þórólfsson, kennsluráð- gjafi hjá Fræðslumiðstöð Reykjavík- ur, segir nýja námskrá boða miklar breytingar á kennslu í náttúruvís- indum. Fræðsluyfirvöld borgarinnar hafi ákveðið að bregðast sérstaklega við þannig að hægt verði að fara að vinna markvisst eftir nýju nám- skránni. Ekki sé einvörðungu lögð áhersla á að auka kennslu í náttúm- vísindum heldur einnig að skoða kennsluhætti eða m.ö.o. að leita leiða fyrir nýjar aðferðir í kennslu sem byggjast á rannsóknum á því hvern- ig börn læra. Meyvant segir forhug- myndir bama um náttúruvísindi oft ekki á rökum reistar. „Reyndin er sú að böm og margir fullorðnir hafa aðrar hugmyndir um náttúruvísindi og eðli hlutanna heldur en vísindin segja. Með vel útfærðum kennslu- háttum fá þau að sannreyna eigin hugmyndir með prófunum og til- raunum." Hann segir að reynt verði að gera raunvísindi jafnáhugaverð fyrir stelpur og stráka. „Til þess að kennslan verði í samræmi við nám- skrána er fyrsta skrefið að efla vit- und kennara um mikilvægi náttúm- vfsinda og þar á ég ekki síst við eðlisvísindaþáttinn," segir Meyvant. Fræðslumiðstöð Reykjavíkur býður kennumm upp á námskeið til þess að svara þessu kalli um bætta vitund og hafa kennarar úr nokkmm skólum í Reykjavík sótt slík námskeið. Tvö námskeið hófust sl. sumar og stendur annað enn yfir, og fyrirhug- að er að halda fleiri á næstu misser- um. Með námskeiðunum er verið að fá kennara til þess að vinna á þrenn- an hátt. í fyrsta lagi að rýna betur í námskrána og skoða útfærslur á markmiðum sem þar standa. í öðm lagi að bæta við nýjum straumum í kennslufræði og gera kennara sér meðvitandi um að forhugmyndir bama og almennings yfirleitt um náttúruvísindi em oftar en ekki ranghugmyndir sem samræmast ekki vísindalegri hugsun. í þriðja Móður- skólar MÓÐURSKÓLAR í náttúru- vísindum era Melaskóli, Hóla- brekkuskóli, Selásskóli og Hagaskóli. Hlutverk móður- skóla er að; vera frumkvöðull á sínu sviði í uppbyggingu náms, að gegna ráðgjafarhlutverki gagnvart öðram skólum með fræðslufundum og heimsókn- um. Verkefni móðurskólanna stendur í þrjú ár og er styrkt af þróunarsjóði grunnskóla. Unnið er að gerð námsefnis í gagnabanka fyrir kennara, endurskoðun á starfsháttum og skipulagningu í náttúmfræði- kennslu, endurmenntun fyrir kennara o.fl. Skólamir hafa samvinnu við stofnanir og fyriríæki á vinnu- markaði. lagi að gera kennara færa til þess að gera vettvangskannanir, tilraunir, veita kennslu úti í náttúmnni og gera verklegar æfingar. Fjórir skólar í Reykjavík hafa það hlutverk að vera móðurskólar í nátt- úravfsindum en þeir em: Melaskóli, Hólabrekkuskóli, Selásskóli og Hagaskóli. Hlutverk þeirra er að þróa kennsluhætti og verkefni. Þeir eiga að vera öðram skólum til stuðn- ings, t.d. með ráðgjöf, miðlun hug- mynda, námskeiðahaldi og ýmsum öðmm verkefnum er tengjast kennsluháttum. Samstarf Fræðslumið- stöðvar við stofnanir Vegna námskeiða fyrir kennara hefur Fræðslumiðstöð Reykjavíkur átt samstarf við Háskóla íslands og Kennaraháskóla Islands. - Einnig hefur verið samstarf við Rannsóknarráð íslands, RANNÍS, um verkefni sem nefnist „Vísindi á
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.