Morgunblaðið - 25.11.2000, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 25.11.2000, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR LAUGARDAGUR 25. NÓVEMBER 2000 56 Ég minnist þess fyrir rúmum 25 árum, þegar ég kom fyrst inn á heimili þeirra hjóna, hans og Sig- ríðar, á Engjavegi 67 á Selfossi, hversu vel þau tóku á móti mér og dóttur minni. Frá fyrstu stundu sýndu þau mér vináttu og traust og þannig var það allar götur síðan. Þau voru einstök og margur kaffisopinn og margar kökurnar hafa verið þegnar hjá þeim, svo ekki sé minnst á allt slátrið sem hann Pétur bjó til og hálffyllti stóra frystikistu af á hverju hausti, laufabrauðið sem hann sendi okkur fyrir jólin, kæf- una og sultuna og þannig mætti lengi telja. Hann Pétur var sífellt að hugsa um okkar hag og annarra nákom- inna. Móður minni sendi hann einn- ig laufabrauð og slátur á hverju ári. Eftir að sonur okkar kom í heim- inn, voru þau hjónin boðin og búin að passa hann, jafnvel um lengri tíma, þegar svo bar undir, enda hændist ungi pilturinn að afa sínum og ömmu. Minningar liðinna ára hellast yfír og um hugann fljúga allar yndis- legu stundirnar, sem við áttum með þér. Það voru forréttindi að fá að njóta fróðleiks þíns. Það var stór- kostlegt hversu fróður þú varst og víðlesinn, sama hvar borið var nið- ur. Ekkert mannlegt var þér óvið- komandi og alltaf varst þú tilbúinn að sjá það góða og göfuga. Slíkir mannkostir eru ekki á hverju strái, en þeir voru þínir. Eg þakka þau ár sem ég átti, þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um huga minn fer. f>ó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifír og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sig.) Hvíl í friði og hafðu þökk fyrir allt og allt. Þín tengdadóttir, Guðbjörg. Á þessu ári eru 45 ár liðin síðan þau Sigríður Ólafsdóttir og Pétur M. Sigurðsson fluttust að Austur- koti í Sandvíkurhreppi og hlutu þar nána tilvist með okkur sveitungun- um þar. Sigríður lést fyrir tæpum tveimur árum. I dag er Pétur til moldar borinn frá Selfosskirkju en hér kusu þau hjón að hvíla að loknu giftusömu lífi. Pétur M. Sigurðsson var Austur- Húnvetningur en fæddur á Siglu- firði. Hann lauk árangursríku námi við Mjólkurfræðiskólann að Dalum í Danmörku og fékk skjótt trúnað- arstöður við Mjólkurstöðina í Reykjavík, varð þar stöðvarstjóri árið 1938 og hélt þeirri stöðu til 1954. Mér er sagt að Pétur hafi verið úrvals fagmaður og góður húsbóndi, enda komst hann af við alla. En búskapurinn og sveitin toguðu hann til sín. Á Reykjavíkur- árunum stundaði hann alifuglarækt í tómstundum og svo kom árið 1951 að hann keypti jörðina Hurðarbak í Kjós, og hóf þar búskap með starfi sínu í Mjólkurstöðinni. Árið 1954 var teningunum kast- að. Pétur og Sigríður gerðust bændur að fullu og bjuggu á Hurð- arbaki til 1955 en þótti þar þröngt. Því réðust þau í það að kaupa jarð- irnar Austurkot og Ásakot í Sand- víkurhreppi í Flóa og bjuggu þar næstu 17 árin. Jarðirnar voru vel í sveit settar, ræktunarskilyrði góð og uppbygging hófst þar með stóru fjósi á næstu árum. Jafnframt var farið út í miklar ræktunarfram- kvæmdir og stefnt á aukinn kúabú- skap. Hér hefur hingað til verið venju- leg saga sögð af góðum bændum sem nýttu sér eða tóku þátt í út- þenslu landbúnaðarins eftir stríð. En samt var Pétur M. Sigurðsson enginn venjulegur bóndi. Hann hafði ágæta grunnmenntun í hluta af starfi bóndans, allt hitt var hon- um annaðhvort meðvitað eða tillært með reynslunni. Hann lét sér annt um nágrenni sitt og félagslíf bænd- anna. Og hann fékk trúnað þeirra til alls: Var stjórnarmaður í Búnað- arfélagi Sandvíkurhrepps frá 1958 og formaður þess 1962-1977 og eft- irlitsmaður þess um árabil. Þá var hann einnig fóðurbirgðaeftirlits- maður í 10 ár. Ekki taldi Pétur eft- ir sér að vinna þessi síðastnefndu störf, sem gátu bæði orðið erfið og óþokkasæl. En urðu honum aldrei að meini. Hann var svo í 10 ár í hreppsnefnd Sandvíkurhrepps, 1962-1972, síðast varaoddviti. Þar á ég um hann bestar endurminn- ingar síðustu tvö árin, er ég var ungur kjörinn til oddvitastarfa. í reynd fannst mér ekkert mál af- greitt án þess að leita áður álits Péturs. Þurrar upptalningar trúnaðar- starfa segja ekki allt. Trúnaðar- störf Péturs ristu dýpra og urðu okkur sveitungum drýgri en virð- ist. Pétur var einn þeirra manna sem predikuðu á stéttum. Á fund- um og mannamótum, jafnvel heima í eldhúsum, var hann sífellt að leið- beina og miðla af reynslu sinni. Lærðir búfjárræktarmenn fullyrtu við mig að enginn bóndi þar um slóðir hefði fyllt nágranna sína jafnmiklum eldmóði að hífa upp af- urðirnar, fara rétt með skepnurnar, bæta jarðveginn og þar predikaði hann mikið um steinefnin sem menn höfðu haft fyrir framan sig allt lífið og ekki skilið fyrr en nú til hvers væru. Óvenju mikið lagði Pétur í formennskustarfíð í Búnað- arfélaginu. Hélt marga aukafundi suma vetur heima hjá sér og Sig- ríður bjó okkur dýrlegar kaffiveisl- ur. Hann efndi til skemmti- og fræðsluferða og vissi vel hvert stefna ætti, enda þaulkunnugur landinu. Enginn veifiskati var Pétur í þessum félagsmálaefnum og átti til að skera upp herör. Árið 1967 var orðið þröngt um bændur í mjólkur- sölumálum vegna offramleiðslu og átti að koma á innvigtunargjaldi til útjöfnunar á verði, og máski mátti skrúfa framleiðsluna niður. Pétur náði tali af þrem köppum öðrum og þeir efndu til fundar á Selfossi snemma í júní. Það var 700 mannna bændafundur og minna varð úr öll- um fyrirætlunum um innvigtunar- gjaldið að þeim fundi loknum. En þá gerðust og veðurguðirnir óhollir sunnlenskum bændum, mikið óþurrkasumar kom og mjólkin datt niður rétt eins og pantað hefði ver- ið. Árin í Austurkoti urðu ekki nema seytján. Pétur og Sigríður voru orðin roskin og börn þeirra komin til náms og í framtíðarstörf annað. Hófst þá þriðji þátturinn í lífi Péturs M. Sigurðssonar. Þau hjón fluttust að Selfossi og keyptu sér gott einbýlishús að Engjavegi 65 þar sem Pétur sá lengi vel heim að Austurkoti. Þá tók Pétur að sér Byggðasafn Árnesinga og starfaði einnig við Héraðsbókasafnið í fjölda ára. Þau störf áttu við hann eins og allt annað. Pétur var mikill bókamaður og safnaði bókum fyrr á árum. Ég minnist þess er hann sagði mér á mestu uppbyggingarárum sínum í Austurkoti: „Áður gat ég leyft mér að eignast þær bækur sem ég vildi. Nú þori ég ekki að koma inn í Bókabúð K.Á." En sem bókavörður vann Pétur merkilegt starf. Hann talaði við fólk sem kom og leið- beindi því um lestur. Einatt tók hann frá bækur fyrir mig og sagði: „Þessa bók skaltu lesa,“ og smekk- ur hans var óbrigðull. Þá lagði Pét- ur mikið á sig er Listasafn Ár- nessýslu fluttist í ný húsakynni árið 1974 og nokkru seinna, 1978, var hann aðalhvatamaður þess að nokkrir Árnesingar fóru á uppboð í Reykjavík og keyptu þar lungann úr dýrasafni Kristjáns Jósefssonar, sem þeir fluttu á Selfoss. Það er upphaf náttúrugripasafns Ár- nessýslu. Hér hefur nú verið stiklað á stóru í viðburðaríku ævistarfi Pét- urs M. Sigurðssonar, sem ég vil jafnan kenna við Austurkot. Við sveitungar hans áttum hann að þar í 17 lærdómsrík ár og hann skildi við betri sveit er hann fór. I gamni kölluðum við hann „Pétur okkar“, en í þeim orðum lá líka alvara og virðing. Hann var ern, nær því til hinstu daga sinna og miðlaði okkur hinum af visku sinni sem ég held að ég þakki fyrir hönd óvenju fjöl- menns hóps. Ég óska honum velfarnaðar á nýjum leiðum sem hann taldi sig þekkja nokkuð af kynnum sínum við vandaða miðla. Og til vistaskipt- anna kvaðst hann ganga fagnandi. Páll Lýðsson. Ekki verður um neina samfellda úttekt á lífshlaupi Péturs Sigurðs- sonar að ræða í þessum línum, fremur nokkrar stiklur er vörðuðu veg hans og þó einkanlega nokkur þakkar- og kveðjuorð til hans fyrir góð kynni og hnökralausa samferð. Pétur Sigurðsson, bóndi og mjólkurfræðingur, er genginn á vit feðra sinna. Hann var einn af hin- um svo kölluðu aldamótamönnum og einn þeirra heilsteyptu í allri hugsun og framkvæmd, sem ekki máttu vamm sitt vita. Hann var hugsuður um hag og velferð þjóð- arinnar, hvað menntun og afkomu hennar snerti, og fór þar í farar- broddi. Ungur að árum fór hann til náms í mjólkurfræðum til Dan- merkur og heimkominn frá því námi gerðist hann framkvæmda- stjóri Mjólkurfélags Reykjavíkur. Pétur var náttúrunnar barn og sveitalífið kallaði á hann eftir nokk- urra ára starf í þéttbýlinu og byrj- aði hefðbundinn landbúnað. Lengst af bjó hann í Austurkoti í Flóa og var kenndur við þann bæ eftir bú- skap sinn þar. Þegar ég gerðist forsvarsmaður á „Herragarðinum“ við Eyrarbakkaströnd gerði ég mér ferð að Austurkoti, einkum til að hitta frænku mína Sigríði, konu Péturs, og þarna voru mín fyrstu kynni af heiðursmanninum Pétri í Austurkoti, sem áttu eftir að verða umtalsverð og öll á einn veg. Gegn- um árin hef ég kynnst mörgum góðum manninum en á engan er hallað þótt ég segi að Pétur hafi verið með þeim djúphyggnari og heilsteyptari sem ég hef umgeng- ist. Við áttum talsvert saman að sælda í ýmsum félagsmálum um nokkurt skeið og kom jafnan fram hjá honum heilsteypt íhugun í hverju máli. Hann lét skoðanir sín- ar ófeiminn í ljós, en þótt hann væri skoðana- og stefnufastur virti hann skoðanir annarra og lét þá njóta fulls sannmælis. Gott er að sigla í gegnum lífið með hreinan skjöld og það er víst að lífsferill Péturs Sigurðssonar var hreinn, en víst er að enginn veit sína ævina fyrr en öll er. Það er mín trú að ekki sé sama hvernig lífinu er varið hér í veraldarvafstrinu og ég trúi því að vistaskipti Péturs Sigurðs- sonar hafi verið honum björt þegar hann vaknaði að baki hins hulda tjalds. Ég þakka þér, kæri vin, sam- fylgdina og bið þér og öllum að- standendum Guðs blessunar. Guðmundur Jóhannsson. Veturinn 1981-82 lagði sögu- kennari við nýjan fjölbrautaskóla á Selfossi leið sína í bókasafn, sem þá var við Tryggvagötu, til þess að huga að heimildum í söguverkefni nemenda. Þéttvaxinn og stórskor- inn eldri maður reyndi eftir bestu getu að leysa úr þeim vanda. Þetta var Pétur Magnús Sigurðsson og mun þá sennilega hvorki hann né kennarann, sem nú kveður kæran vin, hafa boðið í grun hversu mikil samskipti þeirra yrðu næstu árin. Pétur var þá bókavörður við Bæjar- og héraðsbókasafnið á Sel- fossi og annaðist auk þess Byggða-, lista- og náttúrugripasafnið fyrir litla greiðslu enda hagur safnanna honum mikið hugsjónamál. Öll þessi umsýsla, sem hver meðalmað- ur á besta aldri hefði sjálfsagt talið yfrið dagsverk, var þessum hálfátt- ræða öldungi þó ekki nóg. Stofnun héraðsskjalasafns var honum hjart- ans mál og hann var í hópi nokk- urra áhugamanna sem á útmánuð- um 1982 stofnuðu félag til þess að hrinda því í framkvæmd. Því máli tókst að þoka í höfn og annaðist Pétur fjárreiður þess safns fyrstu árin kauplaust. Á sviði safnamála lágu leiðir okk- ar Péturs saman. Þar var ég lengstum í hlutverki þiggjandans því Pétur var sjófróður og áhuginn ' mikill. Á heimili hans var mér ávallt vel tekið af honum og konu hans, Sigríði Jónu Ólafsdóttur, og eins eftir lát hennar. Stundir í stof- unni hjá Pétri verða mér ógleym- anlegar, ekki síst þau fáu skipti þegar hann minntist fyrri starfa sinna svo sem við Mjólkurstöðina í Reykjavík þar sem hann var for- stöðumaður um árabil. Þá voru vinnslu- og sölumál mjólkur á frumstigi og því ljóst að þar hefur Pétur ekki alltaf setið á friðarstóli. Hitt veit ég að hann hefur hvergi sparað sig til þess að leysa hvern þann vanda sem að höndum bar. Meðan heilsa og þrek entist kom Pétur oft í heimsókn á skjala- og bókasafnið þar sem hann var ætíð aufúsugestur. Á kveðjustund er mér efst í huga þakklæti fyrir að hafa átt Pétur að vini. Okkur, sem nú hælumst yfir að lifa í velmegun- arsamfélagi hátækninnar, er hollt að líta öðru hvoru um öxl og leiða hugann að því hvar við stæðum ef ekki hefði komið til frumherjastarf Péturs og hans líkra. Að leiðarlokum vil ég fyrir mína hönd og annarra, sem vinna við söfn í Árnesþingi, þakka Pétri framlag hans á því sviði og sam- skiptin á liðnum árum. Börnum hans, afkomendum og öðrum aðstandendum sendum við innilegar samúðarkveðjur. Bjðm Pálsson. Mætur maður, Pétur M. Sigurðs- son, er í dag kvaddur af ættingjum og vinum. Fyrir liðlega tveimur ár- um var hann meðal okkar í Sel- fosskirkju, fylgdi þá konu sinni, Sigríði Olafsdóttur, síðasta spölinn. I lok september fór Pétur á spít- ala, hresstist fljótlega talsvert, en þrátt fyrir það varð það niðurstaða hans og annarra, að dvalarheimili fyrir aldraða væri fýsilegri kostur en hlýja heimilið á Engjavegi 67, sem hann hélt með Margréti dóttur sinni. Pétur var sjálfum sér sam- kvæmur síðustu daga lífs síns. Fyr- ir löngu búinn að ganga frá sínum hlutum og segja fyrir um sína út- för. Honum leið eins og þreyttum manni eftir vel unnið dagsverk, Hann þráði hvíldina. Með reisn og áhyggjulaust beið hann stundarinn- ar, honum varð að ósk sinni, biðin varð ekki löng. Kynni okkar Péturs höfðu lengi varað. Það mun hafa verið 1944 að ég stráklingur norðan úr landi dvaldi í nokkra daga á heimili þeirra hjóna í gömlu mjólkurstöð- inni við Snorrabraut, þar sem Pét- ur var stöðvarstjóri. Fyrirtækið flutti skömmu síðar í ný húsakynni á Laugavegi 162 og starfi Péturs fylgdi bústaður í sömu byggingu. Éjölskyldan var stór, fimm börn uxu úr grasi. Hjónin samhent, þeim báðum meðfæddur sá eiginleiki, að rækta garðinn sinn og virða náung- ann. Þegar ég lít yfir ævi þessa rúm- lega 93 ára gamla vinar er margt býsna eftirtektarvert. Hann var greinilega afkomandi sterkra stofna, í vissum skilningi af annarri kynslóð íslendinga sem yfirgaf hið kyrrstæða þjóðfélag. Faðir hans hóf ungur að árum verslunarrekst- ur og móðurafi hans hafði lagt út í það sama. Sum systkini og náin skyldmenni mörg gengu langa braut mennta, sjálfur dvaldi hann nokkur ár í Danmörku við sitt nám í mjólkurfræði. Hann virðist hafa komist vel inn í menningarheim þeirrar ágætu þjóðar og gaman að heyra hann lýsa því sem hann sá, þeim lýsingum fylgdu þó aldrei neinir dómar, aðeins skemmtun af sínum sið í landi hverju. Römm er sú taug er rekka dreg- ur föðurtúna til. Þetta átti við um Pétur. Líf bóndans var honum allt- af hugleikið. Komin yfir miðjan ald- ur hófu þau hjón búrekstur, yfir- gáfu síðan gott starf í Reykjavík til að vinna við það að fullu. Þau hjón undu vel hag sínum í 16 eða 17 ár meðal góðra granna í Árnessýslu. Það var ljóst að enginn afkomandi þeirra kysi að taka við búi, þessu var sjálfhætt. Lokastarfið var við Byggðasafn Árnesinga á Selfossi, starf sem veitti honum mikla ánægju, þar nýttust og hæfileikar hans og sýn á ýmsum menningar- gildum. Samfundir okkar Péturs urðu margir síðasta áratuginn. Sá síðasti í byrjun september. Ég var ekki að heimsækja gamlan mann af ein- tómri skyldurækni, Pétur varð í vissum skilningi aldrei gamall, þrátt fyrir sín 93 ár. Fullkomlega skýr í kollinum, en sjónin orðin döpur, vissulega nokkuð sem mað- ur af hans gerð fann sárt til að missa. Ég var að heimsækja skemmtilegan mann, vissulega hafði hann þó þörf fyrir tilbreyt- ingu. Hann sat við eldhúsgluggann og beið komu minnar, kaffið var til hjá honum og kökurnar komnar Á disk. Dagskráin gat byrjað, erfiðar samræður sem heimtuðu gott minni og skýra hugsun í einn og hálfan klukkutíma. Lengi hafði ég undrast þol mannsins við slíkar að- stæður, en meðan hann bað um að ég yrði svolítið lengur var þetta víst í lagi, kannski hollt. Ég kom ekki á spítalann né elli- heimilið, einhver tilfinning sagði mér, fyrir honum er það önnur ver- öld, geymum hitt. Minningin um merkan mann og góðan dreng mun lifa. Bragi Melax. Þegar ég hugsa til þín, Pétur minn, þá er svo margt sem kemur upp í hugann, því persóna eins og þú varst er vandfundin. Þú hafðir skoðun á öllu, mundir margar gamlar sögur um menn og málefni, að heimsækja þig og fá heimabakað tekex með sultu og fróðleik var meiriháttar. Einu sinni vantaði mig að vita fyrir Leikfélag Selfoss hvernig toddý væri fram borið. Jú, Pétur vissi það og fleira og fleira. Myndlistarfélag Árnessýslu á þér mikið að þakka, spurning hvort það hefði orðið til ef þín hefði ekki notið við. Þú lagðir til litlu lesstof- una í bókasafninu 1978. Þangað kom smáhópur af fólki sem langaði til að læra að mála myndir, „frí- stundamálarar". Það gladdi þig að sjá hvernig myndirnar urðu til, hvatningin frá þér örvaði okkur til dáða, og hefur til þessa dags dugað okkur vel, því við sem vorum að mála þá erum öll að enn, höfum haft okkar eigin sýningar á mynd- um og skúlptúrum. Það var svo hvetjandi að hafa þig á vinnukvöld- unum okkar, þú labbaðir á milli til að skoða og spjalla, þetta voru miklar gleðistundir. Eins varst þú sjálfkjörinn fundarstjóri á aðal- fundum hjá okkur og við opnun á árlegum páskasýningum okkar hélst þú ræðu og talaðir um fram- för. í þínum huga var páskasýning- in ákveðinn vorboði. Ekki létuð þið Sigríður ykkur vanta í menningarferðir í rútu til að þræða listasöfn og sýningar í Reykjavík og víðar. „Ja hérna, hreint ótrúlegt, ótrúlegt," sagðir þú, það var svo gaman að sjá hvað þú naust þess að fara þessar ferðir, og þú kenndir okkur að njóta þess að horfa á falleg listaverk. Mynd- listarfélag Árnessýslu kann þér bestu þakkir fyrir ómetanlegan stuðning og hvatningu á liðnum 20 árum sem það hefur starfað. Það komu forsetar og höfðingjar í safnahúsin meðan þín naut við. Þú varst vakinn og sofinn yfir söfnun- um. Þú hugsaðir ekki um peninga, þetta var svo sjálfsagt að vera þarna allar helgar. Dýrasafnið, Ás- grímssafn, Byggðasafnið, Tré- skurðarsafnið - þetta passaðir þú allt af heilum hug. Það voru líka keypt listaverk fyrir safnið sem eru einhversstaðar nú, eins og aðrir af þessum munum. Það var mér mikil hvatning þeg- ar þú keyptir fyrstu myndina sem ég seldi, og alltaf gegnum árin kom ég til þín til að sýna þér hvað væri að gera og segja hvernig þer litist á það og að þú legðir blessun þína yfir verkið. Bestu þakkir fyrir allar ánægju- stundirnar í fallegu stofunni þinni. Ég veit að góður Guð er með þér og fyrir þér er hinum megin eins og þú áttir von á, að minnsta kosti tekur þú þvi eins og það er. ~i Sigurbjörg Eyjólfsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.